Morgunblaðið - 30.12.1976, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.12.1976, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1976 Skemmtilegur og lærdómsríkur tími sagði Sigurður Jónsson sem æft hefur að undaförnu með Ingemar Stenmark og keppt á Evrópubikarmótum — Þetta hefur verið mjög skemmtilegt tfmabil og ég tel mig hafa lært mikið, sagði Sigurður Jónsson, skfðamaðurinn ungi frá tsafirði, sem frá þvf í október hefur dvalið ytra við æfingar með sænska landsliðinu. Sigurður kom hingað heim um jólin og var vestur á tsafirði f gær er við náðum sambandi við hann. Strax eftir áramótin fer Sigurður utan að nýju og heldur þá til Frakk- lands þar sem hann mun keppa f Evrópubikarkeppninni f alpa- greinum og sfðan f heimsbikar- keppninni. — Við fórum strax i æfingabúð- ir í haust þegar ég kom út sagði Sigurður, og höfum aðallega verið á ítaliu. Einnig dvöldum við um tima i Frakklandi og i Austurríki og síðustu dagana fyrir jól fór ég til Nóregs og tók þar þátt i nokkr- um mótum. Til að byrja með vor- um við 10—15 í æfingabúðunum, en eftir að mót vetrarins nálg- uðust fóru flestir heim — aðeins fimm urðu eftir og þegar heims- bikarkeppnin hófst fóru Ingemar Stenmark og annar Svii me ð honum i þá keppni, en ég og þrír Sviar fórum hins vegar til keppni i Evrópubikarkeppninni. Ég er búinn að taka þátt í 10 mótum til þessa. Sigurður sagði að gengi sitt í umræddum mótum hefða verið nokkuð misjafnt. Bezt hefði sér gengið á mótunum í Noregi nú fyrir jólin, en þar hefði hann orðið i sjötta sæti í einni svig- keppni og í 10. sæti í annarri. Bezti árangur sinn í Evrópubikar- keppni væri hins vegar 13. sæti, en því hefði hann náð í svig- keppni í Frakklandi. Sagði Sigurður að yfirleitt væru kepp- endur í svona mótum frá 100—120. Hefur Sigurður færzt töluvert framar í rásröð en hann var áður , en slíkt hefur gífurlega mikið að segja í mótum sem þess- um, þar sem brautirnar eru orðn- Tómas Leifsson — dvelur ytra við æfingar um þessar mundir. Van Noessel — hann og menn hans vildu allt til vinna að lenda ekki í riðli með tslendingum og Þjóðverjum. Mikilvægara að tapa en sigra — Við gátum ósköp vel unnið Portúgala, en það hefði þýtt að við hefðum lent í C-riðlinum 1 B-keppninni með Austur- Þýzkalandi og Íslandi, og við vissum að þar með áttum við engar vonar um að komast 1 A-keppnina. Þess vegna tókum við þvf rólega 1 leiknum við Finnlandi 1 lokakeppni C- keppninnar, töpuðum og lent- um 1 þriðja sæti. — Þannig lét Van Noesseí, stjórnandi hollenzka landsliðs- ins í handknattleik, ummælt 1 Norgegi fyrir skömmu er hann var þar á ferð til þess að taka myndir af norska landsliðinu í leik, en Hollendingar leika í C-riðli ásamt Norðmönnum og Spánverjum. Van Noessel sagði, að þegar séð var hvaða lið kæmust í B- keppnina í Austurríki hefði sú staða komið upp að mikilvæg- ara hefði verið að tapa en sigra. Enginn hefði viljað sigra í C- keppninni og lenda með Þjóð- verjum og Islendingum í riðli. Því hefði verið hálfgerður skrípabragur á úrslitaleikjum keppninnar, en Portúgalar hefðu síðast staðið uppi sem sigurvegarar, mest vegna þess að þeir léku á heimavelli, og áhangendur liðsins kröfðust þess að það sigraði í C- keppnin'ni. — Við gerum okkur auðvitað vonir um að sigra Norðmenn í D-riðlinum sagði Van Noessel 1 viðtali við norsk blöð og komast þannig í undanúrslit keppninn- ar. Hins vegar tel ég engar lík- ur á þvi að okkur takist að sigra Spánverja, þar sem þeir eru með mjög gott landslið um þess- ar mundir. Takist okkur að verða í öðru sæti í riðlinum og komast í undanúrslitin verða möguleikar okkar að komast i A-keppnina þó að teljast tak- markaðir. Til þess eru lið Islendinga og Austur-Þjóðverja alltof sterk. ar hálfónýtar þegar fjöldi kepp- enda er búinn að fara þær. Sagði Sigurður að rásröð sin væri yfir- leitt um 30 á Evrópubikarmótum, en á mótunum í Noregi hefði hann komizt í fyrsta ráshóp. — Ég tek sennilega í fyrsta sinn þátt i World Cup keppninni 22. janúar n.k. sagði Sigurður en þá verður keppt i Frakklandi. Sigurður er ekki eini íslenzki skíðamaðurinn sem dvalið hefur erlendis að undanförnu, eða ætlar sér utan eftir áramótin. Að sögn Hákonar Ölafssonar, formanns Skiðasambands Islands, fór Tómas Leifsson frá Akureyri utan skömmu fyrir jól og keppti þá á mótum í Noregi. Hann ætlar sér að dvelja ytra allan janúar- mánuð og keppa þá á mótum í Evrópu. Þá hefur Gunnar Jóns- son, bróðir Sigurðar, dvalið er- lendis við æfingar að undanförnu, og Haukur Jóhannsson frá Akur- eyri mun væntanlega fara utan 1' ■« . v,* . i kigurður Jónsson — keppir 1 heimsbikarkeppninni 22. janúar. fljótlega eftir áramót. Ætlar hann sér að stunda nám og æfa jafn- framt. Þá mun það hugmyndin að Arni Óðinsson, skíðamaður frá Akureyri, fari til Bandaríkjanna á næstunni og dvelji við æfingar í Sun Valley, en þar er starfandi íslenzkur skíðaþjálfari, Magnús Guðmundsson frá Akureyri. Bolton í annað sætið i FYRRAKVÖLD fóru fram fjórir leikir I ensku 2. deildar keppninni i knattspyrnu og urðu úrslit þeirra þessi: Burnley — Blackpool 0:0 Fulham — Millwall 2:3 Hull City — Oldham 0:1 Sheffield Utd. — Bolton 2:3 Eftir leiki þessa er staðan í 2. deild sú, að Chelsea hefur forystuna með 30 stig að lokn- um 21. leik. Bolton Wanderes er f öðru sæti með 28 stig eftir 21 leik, Wolverhampton Wanderes er í þríja sæti með 26 stig eftir 20 leiki, og sama stigafjölda hefur einnig Blackpool eftir 21 leik. I 3. deild urður úrslit þessi í fyrrakvöld: Rotherham — Chesterfield 1:0 Tranmere — Walsall 0:0 Chester — Shrewsbury 1:2 Grimsby — Sheffield Wed 1:1 Mansfield — PortVale 2:1 Þá fór fram einn leikur í skozku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu, Kilmarnock og Patrick Thistle gerðu jafntefli 0—0. Leik með Southampton 11. deild áður en skórnir fara' á hilluna -sagði Alan Ball, er hann fór frá Arsenal — ÉG MUN minnast Arsenal með hlýjum hug alla mlna ævi. Þar var allt skipulagt frá smáatriðum til aðalatriða. Félagið á nú lið sem tvlmælalaust er það efnilegasta 1 Englandi, — það er spurning hvort það blómstrar f vetur, en verði það ekki segir trúa mln að liðið verði á toppnum næsta vetur. Þannig lét hinn kunni knatt- spyrnugarpur Alan Ball ummælt er hann yfirgaf Arsenalliðið og gekk til liðs við 2. deildar liðið Southampton á dögunum. Sout- hampton greiddi upphæð sem svarar til 180 milljóna króna fyrir Alan Ball, en sjálfur fékk hann ekki nema lítinn hluta af þeirri upphæð í sinn hlut, eða um 4,5 milljónir króna. Þegar það spurðist 1 Englandi að Arsenal hefði áhuga á að selja Alan Ball, sem nú er orðinn 32 ára að aldri, sýndu mörg félög þegar í stað áhuga, enda talið að Ball eigi enn mikið eftir sem knattspyrnumaður, og sem baráttumaður er hann annálaður og mörg félög vantar einmitt slfkan leikmann. — Það var úr vöndu að velja, sagði Ball, — helzt af öllu hefði ég viljað fara til Blackpool, þar sem ég hóf knatt- spyrnuferil minn, en úr því að það stóð ekki til boða vildi ég lang helzt fara til Southampton, fyrst og fremst vegna þess að ég hef mikið álit á framkvæmdastjóra félagsins, Lawrie McMenemy. Hann er sannur atvinnumaður í fagi sínu og er með báðar fætur á jörðinni. Talið er að miklu hafi ráðið að Ball ákvað að fara til KLAMMER BEZTUR NÝLEGA var birt niðurstaða austur- ríska iþróttafréttamanna í kjöri þeirra á „ íþróttamanni ársins" í Austurrlki. Fyrir valinu varð Franz Klammer, skiðamaður. en næstir i röðinni urðu skiðastökkvararnir Karl Schnabl og Toni Innauer og kapp- aksturmaðurinn Niki Lauda. íþróttakona ársins" var kjórin skiðastúlkan Brigitte Habersattel- Totschnigg og i öðru sæti varð önnur skiðastúlka: Nicola Spiess. Southampton að félagið er enn með í Evrópubikarkeppni bikar- hafa, en leikir I þeirri keppni geta fært leikmönnum mikið í aðra hönd, ekki sízt þegar komið er jafn langt i keppninni og raun ber vitni. Auk þess vekja slíkir leikir jafnan mikla athygli, en Ball hefur alla tíð haft mikla ánægju af þvi að vera í sviðsljósinu. — Ég hlakka mikið til þess að leika með Mike Channon, sagði Ball, — hver vill ekki vera í liði sem hefur svo frábæran leikmann í sinum röðum. — Það segja margir að ég hafi aldrei verið betri en nú, sagði Ball, — og ég þori sjálfur að fullyrða að ég er ekki verri en þegar ég lék úrslitaleikinn I heimsmeiatarakeppninni á Wembley. — Ef til vill ekki alveg eins léttur á mér og ég var þá, en hins vegar miklu klókari, og ég tel klókindi eiginleika sem knatt- spyrnumaður þarf að hafa mikið af. Ball sagði að það hefðu óneitan- lega orðið sér mikil vonbirgði að þurfa að fara frá Arsenal einmitt nú. — En þegar bezti vinur minn í liðinu, John Radford, var seldur til West Ham var ég viss um að röðin kæmi næst að mér. Við því var ekkert að segja en ég óska hinum ungu leikmönnum liðsins gæfu og gengis í framtíðinni. Sem kunnugt er gengur Southamptonliðið undir gælu- nafninu „Dýrlingarnir". — Ég þori ekki að lofa að við komust í himnaríki, en eitt er víst — ég ætla að leika með liðinu i 1. deild, áður en ég legg skóna á hilluna, sagði Alan Ball. Alan Ball — ætlar sér stórt hlntverk f Southampton.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.