Morgunblaðið - 30.12.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.12.1976, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1976 1 sótti um ÞORVARÐUR Brynjólfsson læknir var eini umsækjandinn um stöðu heilsugæzlulæknis við Heilsugæzlustöðina í Árbæ, en reiknað er með að hún taki til starfa fljótlega eftir áramótin samkvæmt upplýsingum Skúla Johnsens borgarlæknis. — Gjaldskrá Framhald af bls. 2 hins vegar hækka gjöld fyrir handvirka símaafgreiðslu yfir- leitt um 16%. Gjald fyrir símskeyti innan- lands hækkar úr kr. 9.00 (með söluskatti kr. 10.80) i kr. 10.00 (með söluskatti kr. 12.00) fyrir hvert orð, minnsta gjald er fyrir 7 orð, en til viðbótar kemur kr. 85.00 (með söluskatti kr. 102.00) grunngjald fyrir hvert símskeyti. Þannig hækkar gjald fyrir 10 orða sfmskeyti um 15,6%. Sem dæmi um breytingar á gjaldskrá fyrir póstþjónustu má nefna að burðargjald fyrir 20 gr. bréf innanlands og til Norður- landa hækkar úr kr. 35.00 í kr. 45.00 og til annarra landa úr kr. 45.00 í kr. 60.00. Póstkröfugjald hækkar úr kr. 65.00 i kr. 85.00, póstávísanagjald úr kr. 80.00 í kr. 105.00, ábyrgðargjald úr kr. 75.00 í kr. 100.00 og gíróþjónustugjald úr kr. 45 í kr. 60.00. — Sagt upp Framhald af bls. 2 stuðnings og velvilja sem m.a. hefur komið fram í verulega auknu auglýsingamagni og auk- inni sölu. Ég vil endurtaka að ég treysti því og trúi að þau ráð finnist sem geri það að verkum, að uppsagnarbréf þau sem afhent voru blaðamönnum í dag verði marklaus. Samstarf Reykjaprents h.f. og Alþýðublaðsins hefur verið gott og mun báðir aðilar kappkosta að finna leið út úr þeim vanda sem veldur því að þessi varnagli var rekinn í dag. — 200 íbúar Framhald af bls. 28 flestir fóru til vina og vanda- manna. Rúnar Bjarnason slökkviliðs- stjóri sagði í samtali við Morgun- blaðið að fólk hefði almennt verið mjög rólegt og yfirleitt ekki yfir- gefið ibúðirnar fyrr en það var búið að hafa samband við slökkvi- liðsmenn og farið að þeirra til- mælum. Sagði hann að þar sem reykur hefði verið mikill á göng- um, hefði ein kona sett límband meðfram útidyrahurðinni á íbúð sinni til að fyrirbyggja að reykur kæmist þar inn. Sagði Rúnar að áríðandi væri í tilfellum sem þess- um að fólk sýndi rósemi og hefði svo verið í þetta skipti. Við ræddum við nokkra íbúa hússans á staðnum, og voru svör þearra á svipaðan veg. Þórhildur Halldórsdóttir, sem býr á 3. hæð, sagðist hafa reynt að komast út úr húsinu, en mikið reykjarkóf kom á móti henni. Varð hún síðan að hfma úti á svölum í um 1 og 'A klst. þar til hún var tekin niður með útbúnaði slökkviliðsins. Ibúum fjölbýlishússins var boð- in öll hugsanleg fyrirgreiðsla í Fellahelli, sem er þarna rétt hjá. Er okkur bar þar að, höfðu fáir leitað þangað, og sennilega flest- ir, sem hjálpar voru þurfi, farið strax til ættingja og vina eða í nálægar byggingar. Þar var þó fyrir Anna M. Grétarsdóttir. Sagði hún, að hún hefði komið að húsinu rétt fyrir klukkan 21 í gærkveldi en hún býr á 6. hæð. Þegar hún ætlaði inn sagði hún, að komið hefðu á móti henni hóst- andí karlmenn og allt verið fullt af reyk. Hefðí henni verið tjáð að eldur væri f geymslum hússins, og ekki væri hægt að komast að til að slökkva vegna reyks og strax var þá hringt á slökkvilið. Anna sagði okkur að móðir sín hefði sagt sér, er hún kom niður í krana slökkvi- liðsins, að reykur hefði ekki kom- ið inn í fbúðina en gangar verið yfirfullir af reyk. Sagði hún einn- ig, að þegar hún hefði spurzt fyrir hjá þeim, sem fyrst komu að eld- inum, um hvað hefði komið fyrir, hefði henni verið sagt, að ein- hverjir krakkar hefðu verið að fikta með eldfæri þarna niðri og sennilega hefði kviknað í út frá því. Gunnar Sigurðsson varaslökkvi- liðsstjóri sagði við okkur rétt fyr- ir miðnættið, að ekki hefði enn tekizt að komast inn í geymslurn- ar þar sem menn teldu eldinn hafa komið upp. Væra þvf ekkert hægt að segja til um hvað hefði í raun og veru gerzt, eða hver út- breiðsla eldsins væri. Rannsókn- ariögreglumaður á staðnum tók í sama streng, en sagði hann okkur þó, að grunur léki á að eldur hefði komizt inn f loftræstistokk sem nær upp eftir öllu húsinu, en í honum er talið að sé eldfim ein- angrun auk viðar. Sagði hann þó ekkert hægt að segja um málsat- vik fyrr en menn hefðu komizt að geymslunum. — Ávísanamál Framhald af bls. 28 ekki athugunarverður. Ennfrem- ur kom það fram á fundinum hjá Hrafni, að vegna þessarar rann- sóknar hafa Seðlabankinn og við- skiptabankarnir hert mjög allar reglur varðandi ávlsana- og hlaupareikningsviðskipti, en dæmi hafa komið fram um að bankastarfsmenn hafi leyft mönnum að fara átölulaust fram úr umsömdum yfirdrætti, jafnvel á ávfsanareikningum, sem ekki er leyfilegt lögum samkvæmt. Þá er dæmi þess að maður hafi fengið svo rfflegan yfirdrátt hjá einum bankanna, að hann gat leyft vin- um og kunningjum að notfæra sér hann. Hér fer í heild greinargerð, sem Hrafn Bragason lagði fram á fundinum í gær: Svo sem kunnugt er var mér undirrituðum f ágúst f sumar fal- in áframhaldandi rannsókn á meintri umfangsmikilli keðju- tékkastarfsemi nokkurra manna. Upphaflega hafði rannsóknin beinst að 26 tékkareikningum 15 aðila. Tveir menn að auki höfðu farið með suma þessara reikn- inga. I ágúst lágu þegar fyrir um- fangsmikil gögn sem höfðu verið tölvufærð. Frumyfirheyrslum var lokið í byrjun október s.l. en sfðan hefur verið unnið að öflun gagna hjá þeim viðskiptabönkum og sparisjóðum, þar sem menn þessir höfðu tékkareikninga. Eftir frum- yfirheyrslur var sýnt að kanna þurfti mun fleiri reikninga. Hafa nú alls verið kannaðir um 58 reikningar og þar af verið teknir til nánari vinnslu um 44 reikning- ar. 20 menn hafa verið skrifaðir fyrir þessum reikningum. Til nánari vinnslu fóru reikningar 17 manna. Þeir tveir sem við bætast frá fyrri vinnslu hafa ekki verið kærðir og á þessu stigi málsins er ekki vitað, hvort til þess kemur. Yfirheyrðir hafa verið alls 52 menn. Innkallaðir hafa verið tékkar á 44 reikninga skv. framansögðu. Könnunin hefur náð yfir tímabilið frá 1. janúar 1974 til 1. júní 1976. Upplýsingar af tékkunum hafa verið ritaðar niður á þar til gerð eyðublöð I Seðlabanka Islands og gatað þar fyrir tölvuvinnslu. Upplýsjngarn- ar hafa verið tölvufærðar í Reiknistofu bankanna. 1 heildar- tölvulistum koma fyrir um 90.000 tékkahreyfingar en þá er átt við útgáfu tékka, framsal og bókun. Þannig verða unnir tékkar um 30.000. Umfang verksins hefur þannig vaxið nær því um helming eftir að ég tók við því, en I fyrri vinnslu voru um 16.000 tékkar. Upphæð þeirra tékka sem í vinnslu eru losar 3 milljarða. Hér taldar upplýsingar segja sína sögu um umfang þessarar rann- sóknar en ekkert um annað. Að lokinni þessari vinnslu allri og bréfaskiptum mínum við við- skiptabanka og sparisjóði um yfir- dráttarheimildir sem viðkomandi reikningshafar höfðu hjá þessum stofnunum, er komið að þáttaskil- um I þessari rannsókn. Yfir- dráttarheimildir þessar höfðu ekki verið teknar með I reikning- inn f rannsókninni þegar mér var falin hún. Óhætt er að fullyrða að svipur þessa máls hefur tekið verulegum breytingum. Sérstak- lega verður að telja mun færri tékka innstæðulausa en virtist eftir fyrstu könnun. Þá er ljóst að peningastofnanirnar hafa að sínu leyti hegnt þessum reikningshöf- um með töku töluverðra fjárhæða I vanskilavexti og með lokun reikninga þeirra reikningshaf- anna sem taldir voru hafa brotið gegn reglum bankakerfisins um meðferð tékka. Fyrir liggur að reikningshafar þeir, sem blöðin birtu nöfn á í haust og tengjast rannsókninni, höfðu allir að undanskildum Hauki Hjaltasyni og Valdimar Olsen brotið gegn reglum Samvinnunefndar banka og sparisjóða um tékkaviðskipti að mati einhverrar peningastofn- unar. Tékkar hafa verið endur- ■sendir á einhvern reikninga þeirra og sumum reikningum lokað. Vegna eðlis og umfangs rann- sóknarinnar hefi ég við þessi þáttaskil sent málið til Rfkissak- sóknara sbr. 74. gr. 1. nr. 74/1974 um meðferð opinberra mála og óskað eftir umsögn hans um hvort rannsókninni skuli fram halda og þá hvaða stefnu skuli taka um áframhaldandi rannsókn. Það er mitt mat að rannsókninni verði nú ekki áfram haldið án beins atbeina Rfkissaksóknara og verð- ur þá að marka henni ákveðin farveg og takmarka umfang henn- ar verulega við raunhæf úrlausn- aratriði. Verði niðurstaða Rfkis- saksóknara sú að halda eigi rann- sókninni áfram er mikið verk framundan og langt frá því að máli þessu sé lokið. — Landspítali Framhald af bls. 15 aðra. Þetta telja forráðamenn heilbrigðismála mjög æskilegt því að hver deild styrkir aðra og eins og Jónas Haralz, for- maður yfirstjórnar mannvirkja- gerðar á Landspítalalóð, hefur sagt: „Við stefnum ekki að þvf að reisa eitt og eitt tré, heldur heilan skóg, og við leggjum mikla áherzlu á að skýra þetta fyrir fólki svo að þvf hætti ekki til að sjá ekki skóginn fyrir trjánum." Enn sem komið er eru engar meiriháttar framkvæmdir hafnar sunnan núverandi Hringbrautar, en þar er gert ráð fyrir að aðallega verði byggð upp aðstaða til kennslu og rannsókna. Nákvæmari skipulagning hefur enn ekki farið fram, þ.e. hvaða greinar heilbrigðismála verði þar til húsa. Þó hefur eins og fyrr sagði verið hafizt handa um byggingu nr. 7 sunnan Hring- brautar en þar verður aðstaða fyrir tannlækna- og læknadeild háskólans. — Svíakóngur Framhald af bls. 1. an tíma. Hún kom til meðvit- undar og varð ekki teljandi meint af. Konungur kom fram í sjónvarpi daginn eftir en nefndi ekki atvikið. Þegar hann var inntur eftir þvf sfðar sagði hann að hundur sinn ætti af þessu allan sómann, þar sem hann hefði fundið konuna. — Fleetwood- togarar. . . Framhald af bls. 1. að haft sé eftir Walter Glegg, yfirlögmanni Fleetwood, að hann muni reyna að fá fiskimálaráðu- neytið til að leggja til birgðaskip til að vera togurunum til fylgdar, svo og að fá skýr svör við þvf hvar miðlfnan milli tslands og Græn- lands liggi. Glegg sagði f dag að það væri hættuspil að senda togarana til veiða á þessum miðum og því þurfi sjómennirnir að fá allan þann stuðning frá stjórnvöldum sem hægt væri að veita þeim. Sjómennirnir telja mikla nauðsyn á að birgðaskip fylgi flotanum og sömuleiðis vilja þeir ekki tefla í neina tvfsýnu gagnvart íslenzku varðskipunum og vilja þvf fá nákvæmlega að vita um miðlfnuna. Fjögur skip eru þegar lögð af stað á Grænlandsmið frá Fleetwood. — Norðmenn vilja Framhald af bls. 1. unnar á hinu umdeilda svæði einskorðist við norsk skip og beðið þá að sýna jafnmikla stillingu og þeir sjálfir sýni. Jens Evensen hafréttarráð- herra skýrði frá þessu á blaða- mannafundi f norska utanríkisráðuneytinu í dag. Þar kom fram að við útfærsluna 1. janúar verður beitt 11 norskum eftirlitsskipum. Þar við bætast þrjú skip sem eru ófullgerð. Auk þess hefur sjóherinn á að skipa flota 30 varðskipa og flugvéla og er reiðubúinn að beita honum að svo miklu leyti sem það reynist nauðsynlegt. — Átök Framhald af bls. 1. aftur á móti að þeir framfylgi aðeins áætlunum, sem friðar- gæzlusveitirnar hafi útbúið og felur í sér að öll þungavopn sem hafi verið beitt í borgarastyrjöld- inni, verði flutt frá Beirut og öðr- um helztu borgum og bæjum landsins. Talið er að friðargæzlusveitirn- ar hafi enn ekki haldið til þessa hluta landsins vegna þess að Israelar hafa látið í ljós að þeir séu mjög andvfgir að fá slfkan varning og lið upp að bæjardyrum sfnum. Tilkynningar f dag hljóð- uðu svo upp á að ein herdeild úr friðargæzluliði Sameinuðu arabfsku furstadæmanna væri á leið til þessa landsvæðis f Lfban- on. Gamla fönfska borgin Tyros er eina opna leið Palestfnumanna og vinstrimanna til Miðjarðarhafsins en að þvf er Palestínumenn segja reyna Israelar áfram að loka höfninni f Tyros og fallbyssubát- ar gera tilraunir til að stöðva skip sem stefna þangað af ótta við að þau séu að flytja birgðir til Palestfnumannanna. — Spánn Framhald af bls. 1. látinn laus úr haldi. Fimm manna nefnd þekktra ftalskra lög- fræðinga hefur nú f tvo daga reynt að fá viðtal við spánska embættismenn eða ráðherra til að fjalla um mál Carillos en það hef- ur ekki tekizt. Þegar blaðamannafundurinn var að hefjast komu aðvffandi tveir óeinkennisklæddir lögreglu- menn og sögðu að ekki væri opin- bert leyfi fyrir fundinum. Italarn- ir tóku aðgerðum lögreglumann- anna óstinnt upp og sögðu að f öllum lýðræðisríkjum Evrópu væri hægt að tala án oðinbers leyfis. Annar lögreglumannanna svaraði þá: „Þið eruð á Spáni núna.“ I skrifaðri yfirlýsingu sem blaðamönnum var afhent for- dæmdu Italarnir harðlega afstöðu stjórnvalda f Madrid og sögðu hana óréttlætanlega og brjóta f berhögg við allar meginreglur um alþjóðasamskipti. Þeir íuðu og að þvf, að svo gæti farið að Efnahags- bandalagið myndi endurskoða afstöðu sfna til Spánar og án sannra breytinga í lýðræðisátt gæti Spánn ekki gert sér vonir um að nálgast lönd Vestur-Evrópu. Að svo búnu héldu ítalarnir til sfns heima. Belgískur lög- fræðingur, Jacques Bourgaux, sem er f stjórn alþjóðasambands lögfræðinga, sagði f dag að lögfræðingar í lýðræðisríkjum hlytu óhjákvæmilega að líta þetta mál alvarlegum augum. Carmen Carillo, eiginkona kommúnistaforingjans, var á blaðamannafundinum. Hún sagði að maður hennar væri ágæta vel á sig kominn andlega og lfkamlega. Þá segir í fréttum frá Spáni, að dagblað eitt í Madrad hafi f morgun fengið í hendur hand- skrifuð skilaboð sem sögð eru vera frá Oriol, forseta þjóðarráðsins, sem var rænt á dögunum. Segir þar að miði þessi sé skrifaður eftir jól. Þetta er fyrsta vísbendingin sem borizt hefur um hríð um að Oriol sé enn á Iffi. Ekki fylgdi nein yfirlýsing með frá þeim sem hafa hann f haldi eins og með fyrri tilkynningum hans. — Kína Framhald af bls. 1. af stað illindum á ýmsum stöðum f landinu og enda þótt ekki hafi verið ftarlega um þau mál fjallað segja stjórnmálafréttaritarar aug- ljóst að mikil stjórnmálaleg ólga sé vfða í landinu. — Afmæli Eggert Framhald af bls. 13. ýmist í Róm, Flórens eða Feneyj- um. Frá Italíu lá svo leiðin til Noregs, en þar starfaði Eggert um skeið við norsku listaakademíuna. Fram að heimsstyrjöldinni síðari ferðaðist Eggert svo vfðs vegar um Evrópu og vann fyrir sér með list sinni, en heim kom hann ekki fyrr en á styrjaldarárunum, með Petsamo-förum. Eggert hefur alls haldið 22 einkasýningar og tekið þátt f fjölda samsýninga víðs vegar um meginland Evrópu, og hann mun vera eini fslenzki listamaðurinn, sem haldið hefur málverkasýn- ingu á miðju Indlandshafi. Þá var hann með fjölskyldu sinni farþegi á stóru farþegaskipi á leið til Astraliu, þar sem hann hélt sýn- ingar við góðar undirtektir. Eftir þá för varð til myndskreytta barnabókin „Ævintýri Þórs f Ástralíu", en sá Thor er nú kunn- ur sem formaður hjálparsveitar skáta í Reykjavik. I sambandi við sýningar Eggerts erlendis má geta þess til gamans, að danska landfræðifélagið keypti eitt sinn stórt málVerk eft- ir hann og færði Kristjáni kon- ungi X. að gjöf á rfkisstjórnaraf- mæli hans árið 1939. Sú mynd hangir nú uppi í svonefndri Marseilleshöll á Jótlandi, en hún er f eigu konungsættarinnar og notuð af henni. Fyrstu sýningu sfna hér heima hélt Eggert fyrir réttum fimmtiu árum, í Góðtemplarahúsinu f Reykjavfk. Tuttugu og einn sýn- ingargestur greiddi eina krónu f aðgangseyri hver, en tvær myndir seldust á tuttugu og fimm krón- ur hvor. Sýningin hlaut góða dóma, og skrifuðu t.d. listamenn- irnir og listunnendurnir Björn Björnsson, gullsmiður, og Guð- brandur Jónsson, forstjóri, mjög lofsamlega um hana. Jafnframt kennslustörfum f frf- hendisfagteikningu við Iðn- skólann í Reykjavík um 33 ára skeið hefur Eggert verið afkasta- mikill listmálari. Hann hefur haldið fjölmargar einkasýningar víða um land og tekið þátt f fjölda samsýninga. M.a. staða, sem hann hefur sýnt á, eru: Reykjavfk, Akranes, Borgarnes, Isafjörður, Akureyri, Selfoss og Keflavík. Er skemmst að minnast umdeildrar sýningar hans að Kjarvalsstöðum i maf 1974. Aðdragandi þeirrar sýningar Var sögulegur nokkuð, þó það verði ekki rakið hér, en almenningur lét álit sitt i ljós, aðsókn varð gifurleg, og megin- hluti myndanna seldist. Flestum skáldum og rithöfund- um er það sameiginlegt að nota orð til tjáningar. Eggert yrkir hins vegar með fínlegum dráttum frábærra teikninga, eða með lit- um á blað eða dúk. Hann yrkir jöfnum höndum ljóð og skáld- verk, en þó mun hann kunnastur fyrir frábæra skrásetningu sfna á þjóðsögum og þjóðlegum fróðleik. Margar þjóðlffsmynda hans eru meðal þess bezta, sem gert hefur verið á því sviði og munu halda nafni hans á loft um ókomin ár. Eggert minntist afmælis sfns með því að heimsækja bernsku- stöðvarnar og halda þjóðlffs- myndasýningu í Iðnaðarmanna- salnum I Keflavfk sfðari hluta nóvember. Aðsókn var allgóð og flestar myndirnar seldust. M.a. keyptu bæði Njarðvfkurbær og Keflavfkurbær af honum stór málverk. I lok sýningarinnar af- henti listamaðurinn nývígðu elli- heimili Suðurnesja, Garðvangi í Garði, að gjöf stórt olfumálverk, sem hann nefnir „Sjóferðabæn". Suðurnesjamenn þakka Eggerti Guðmundssyni ræktarsemi hans og óska honum og fjölskyldu hans heilla á þessum merku timamót- um. Suðurnesjamaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.