Morgunblaðið - 30.12.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.12.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. DKSEMBER 1976 7 Margt er líkt með skyldum ÞÆR fréttir eru ekki ný- lunda, heldur hversdags- legur viðburður, að and- ófsmaður, eins og það er gjarnan kallað, sé tekinn úr umferð í Sovétrikjun- um, um skemmri eða lengri tima, fyrir þær sakir einar að hafa öndverðar skoðanir við stjórnvöld. Oftar en ekki fylgir sá fréttaauki, að viðkomandi sé Gyðingur. Þetta minnir óneitanlega á skyldleika við aðra (sem betur fer gengna) einræðisstjórn, sem ekki er svo langt að baki i samtima sögu okk- ar. Stjórnarfarið i Chile og Sovétríkjunum er hvort- tveggja höfuðverkur þeirra, sem berjast fyrir persónufrelsi i skoðun og tjáningu, hvar sem er i veröldinni. Nú hafa þau tíðindi gerzt, að því er virðist, að stjórnvöld þess- ara rikja hafa samið um „gagnkvæm fangaskipti". Kommúnistaforingi, sem fangi var í Chile, fagnar nú „frelsi" i Sovétrikjun- um, í skiptum fyrir fang- elsaðan rússneskan hugs- uð, sem fékk fararleyfi til Vestur Evrópu. Fagna ber að báðir þessir menn mega um frjálst höfuð strjúka, en hitt er hörmu- legt tímanna tákn að þann veg skuli „verzlað" með fólk, sem ekkert hefur til saka unnið, annað en hafa sjálfstætt mat á veröld- inni umhverfis það. Þjóðviljinn, „málgagn sósialisma, verkalýðs og þjóðfrelsis", þegir jafnan þunnu hljóði um frelsi- skerðingu fólks i „föður- landinu" í austri. Að visu kemur stöku sinnum fyrir, þegar þögnin er farin að hafa of hátt, tala of skýru máli, að blaðið vaknar til veikburða gagnrýni á þjóðfélagsform, sem það stefnir þó að. Er ekki kom- inn timi til að blaðið bregði nú blundi og fjalli um þann snertiflöt skyldra, sem þessi kyn- lega millirikjaverzlun með einstaklinga ber vitni um? Hér ætti að vera efni í eins og einn hástemmdan sunnudagsleiðara um al- menn mannréttindi, aust- an tjalds og vestan. Á réttri leið út úr erfiðleikunum Timinn segir svo i leið- ara i gær: „Fyrstu verkefni rikis- stjórnarinnar var að koma i veg fyrir að efnahags- kreppan leiddi til atvinnu- leysis, eins og varð i flest- um öðrum löndum hins vestræna heims. Þetta tókst. ísland og Noregur eru einu löndin i Vestur- Evrópu, þar sem ekki kom til stórfellds atvinnuleysis af völdum kreppunnar. Með þessu tókst einnig að draga stórlega úr kjara- skerðingunni, sem hlauzt af kreppunni, því að hún hefði að sjálfsögðu orðið meiri, ef stopul vinna hefði bætzt við rýrnandi kaupmátt launa. Af þessu leiddi hins vegar, að skuldasöfnun varð meiri erlendis en góðu hófu gegndi og halli varð á rík- isrekstrinum um skeið. Eigi að síður er það árang- ur, sem aldrei verður of- metinn, að böli atvinnu- leysisins var afstýrt. Annað verkefni rikis- stjórnarinnar var að hamla gegn verðbólgunni og draga úr skuldasöfnun- inni strax og aftur batnaði í ári. Árangurinn af þessu viðnámi rikisstjórnarinnar er nú að koma i Ijós. Verð- bólguvöxturinn verður mun minni 1976 en 1975 og 1974. Rikisbúskapur- inn verður sennilega hallalaus á þessu ári eftir verulegan halla á árunum 1975 og 1974. Viðskipa- hallinn mun einnig stór- minnka. Undir forustu rik- isstjórnarinnar er þjóðin því tvímælalaust á réttri leið út úr erfiðleikunum. Jafnhliða þessu hefur svo verið haldið uppi þróttmiklu framkvæmda- starfi til að búa í haginn fyrir framtiðina Þannig hefur aldrei verið aðhafzt meira i orkumálum. Til þess að hlifa þorskstofnin- um, hefur verið hafizt handa um nýjar veiðar og er þar skemmst að minna á loðnuveiðarnar i sumar og haust. Þannig mætti lengi telja. Ótalið er svo stærsta afrek ríkisstjórnarinnar, útfærsla fiskveiðilögsög- unnar i 200 milur. Rikis- stjórnin varð fyrst allra ríkisstjórna við norðan- vert Atlantshaf til að færa fiskveiðilögsöguna út i 200 mílur og mætti þá andstöðu margra, sem enn voru andvígir 200 milna fiskveiðilögsögu. Nú hafa þó allar ríkis- stjórnir i þessum heims- hluta fylgt i slóð hennar. Yfirráð íslands yfir 200 milna fiskveiðilögsögu voru viðurkennd i reynd með Oslóarsamningnum. Það verður þvi ekki annað sagt en að starf ríkisstjórnarinnar hafi skilað góðum árangri, þrátt fyrir mikla erfið- leika, sem þurft hefur að fást við." Sr. Bernharð Guðmundsson — Addis Abeba Sölumönnum frá barnavagnaverksmiójum Ken>;ur illa aö finna markaö fyrir afuröir sínar f Nígerfu. Kostir Er við lentum á flugvellinum í Lagos í Nígeríu, bar notaiega sjón fyrir augu. Það var verið að ferma stóra og vörpulega flugvél með þrjá ferninga mál- aða á stélið og heitið Cargolux. Nokkrum vikum áður er ég var að yfirgefa Indland, var það einmitt Cargolux vél, sem bar seinast fyrir augu við flugtak í Bombay. F'erðafélagi minn, Dani, muldrar í nöldurtón: Maður gæti haldið að þetta Cargolux væri í hópi þeirra stóru —. Ég svaraði engu, það sjást sjaldan SAS-vélar á þessum breiddargráðum, svo að þetta er svolítið viðkvæmt mál fyrir nýlenduherrana fyrrverandi. En handritin eru komin heim og sjálfsagt að halda friðinn! Að finna sjálfan sig Reyndar er það ótrúlegur kostur I starfi mínu hér að vera frá litlu landi, sem var nýlenda um langan aldur. Afríkumenn reyna að efla sjálfsmynd sína og hvítir menn eru því ekki sérlega velkomnir gestir all- staðar. Þeir eru umbornir, og stundum varla það, því að þeir eru óbeinir fulltrúar þess valds sem hefur kúgað og nytjað Afríkumenn. Nærvera þeirra ein hefur oft á tiðum lamandi áhrif á framtak og frumkvæði heimamanna, sem er aldir upp sem þjónar nýlenduvaldsins. Og það býr lengi að fyrstu gerð. Yngri menn reyna að forðast að falla í sama pytt sem feður þeirra, þess vegna leita þeir til hinna öfganna, og forðast sam- skipti við hvíta manninn og sýna honum jafnvel andúð. Þetta getur haft mjög óheppi- legar afleiðingar, ekki sízt þeg- ar um þróunaraðstoð er að ræða. Enn sem komið er, eru það aðeins vestrænir menn sem ráða yfir þeirri kunnáttu, sem nauðsynleg er til þess að bæta hag landsmanna í ýmsum til- vikum. Menn ganga lengra en þá sjálfa langar til í rauninni til að hbista af sér áhrif hvíta mannsins. Sérílagi eiga vestrænar stór- þjóðir erfitt uppdráttar hér að þessu leyti. Fer það eftir lönd- um, hverjir eru óvinsælastir, Bretar, Frakkar, Þjóðverjar eða Bandaríkjamenn. Norðurlandabúar eiga yfir- leitt ekki f umtalsverðum erfið- leikum. Þeir koma frá hlutlaus- um smáþjóðum sem oft á tíðum hafa sýnt skilning í verki á vandamálum Afriku. Bróðir Þegar það spyrst hvaðan ég kem, verður viðmót manna hér stórum hlýrra. — Tvö hundruð þúsund manna þjóð — og þeir skellihlæja. Og urðuð sjálfstæð í striðslok, sko til —. Eg bendi auðvitað á þá stað- reynd að við byggjúm meir á gæðum en magni, en þeir hafa yfirleitt mótað sér skoðun, semsé: Fyrst þessi náungi kem- ur frá fámennu nýríki, sem hlýtur að vera fátækt, er hann eiginlega i sama báti, þótt húð- liturinn sé dapurlega bleikur. Og auðvitað hafa þeir rétt fyrir sér. Nígerfu, með 80 milljón íbúa, stendur trúlega Framhald á bls. 1!) Gæsluvellir í Garðabæ verða lokaðir í janúar og febrúar. Félagsmálaráð Garðabæjar. Söngskglinn í Reykjavík The Reykjavik School of Singing Loufásvegi 8 - Reykjavik TÓNLEIKAR Söngskólans í Reykjavík verða endurteknir í kvöld fimmtudagskvöld kl. 8.30 í Fossvogskirkju Kór söngskólans og sinfóníuhljómsveitin í Reykjavík flytja verk eftir Sibelius, Sigfús Einarsson, Verdi, Jón Ásgeirsson, Þorkel Sigur- björnsson og Malotte. Stjórnandi: Garðar Cortes Aðgöngumiðasala hjá Eymundsson og við innganginn. Orðsending til Caterpillar- eigenda Varahlutaafgreiðsla okkar verður lokuð dagana 3.—6. janúar vegna vörutalningar. HEKLAhf Laugavegi 170—172 — Sími 21240 almanak 1977 Nokkur eintök af hinu margumtalaða Hestaalmanaki 1 977 eru enn óseld. Tólf stórar litprentaðar Ijósmyndir af íslenzkum hestum. Þeir, sem áhuga hafa á að eignast almanakið, geta snúið sér beint til lceland Review að Stóragerði 27, sími 81 590, eða póstlagt pöntun ásamt greiðslu. Hvert eintak kostar kr. 1850. —---------— — klippið hér — — — — — Undirritaður óskar að kaupa .... eintök af Hesta- almanaki 1977 á kr. 1860 eintakið. Greiðsla er hjálögð. Nafn Heimili Sendist lceland Review, pósth. 93, Reykjavik. 1 3 4 5 6 7 8 10 1112131415 171819202122 242526272829 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.