Morgunblaðið - 30.12.1976, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.12.1976, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1976 21 fclk í fréttum Ljósm. Ól.K. Mag. + Það er ekki ofsögum sagt af greiðvirkni lögreglunnar í Reykjavík. Þessi föngulegu ungmenni af Seltjarnarnesi komust ekki inn í Tónabæ á dögunum, þar sem þau voru ekki talin nægilega vel klædd. Fyrir utan skemmtistaðinn var lögreglubifreið og báðu krakkarnir lögregluna að aka sér heim. Það var auðsótt mál og lögreglumennirnir gerðu betur en það. Þeir hvöttu ungmennin til að skipta um föt í flýti og sögðust mundu sækja þau aftur og aka þeim upp í Tónabæ. Fóru lögreglumennirnir síðan í eftirlitsferð, komu aftur út á Seltjarnarnes, sóttu ungmennin og óku þeim upp i Tónabæ. Komust krakkarnir strax inn og voru þeir mjög þakklátir lögreglumönnunum fyrir greiðann. Á myndinni eru ungmennin ásamt lögreglumönnunum hjálpsömu. + Þetta glæsilega mann- virki er olíuborpallur sem er í smíðum hjá olíu- félaginu Chevron Oil’s Ninian í Norðursjó. Þeg- ar það er fullgert mun það vega rúmlega 400.000 tonn og verður því stærsta og þyngsta mannvirki sem flýtur á sjónum. Aðeins ísjakar eru stærri og þyngri. Holurnar sem sjást á hliðinni eru gerðar til að borpallurinn haldi betur jafnvægi og verði stöð- ugri í sjónum. + Eftir útkomu nýjustu breid- skffu sinnar, „Blue Movies“, hefur einn af vinsælustu skemmtikröftum heimsins í dag, Elton John, dregið sig I hlé. Hann hefur leyst upp hljómsveit sfna og lokar sig að mestu inni f fbúð sinni í hinu glæsiiega hðteli „Hotel Sherry- Netherlands" f New York. „Ef ég sýni mig utan dyra ráðast stúlkurnar bókstaflega á mig“, segir hinn 29 ára gamli eng- lendingur. „Ég ætla að draga mig f hlé f eitt ár og Ifklega sest ég að f Englandi. Næst þegar ég kem opinberlega fram verður það sem klassiskur pfanóleik- ari í kjól og hvftt og gleraugna- laus.“ Minning: Magnús Jónsson frá Snjallsteinshöfða Magnús Jónsson fæddist 29. ágúst 1890 á landnámsjörð Þor- steins lunans, sem síðan hefur heitið Lunansholt. Foreldrar voru hjónin Ragnhildur Bárðardóttir og Jón Magnússon frá Snjall- steinshöfða í Landsveit. Strax á fyrsta ári var hann tek- inn í fóstur af föðurfólki sfnu á Snjallsteinshöfða og var hann hjá þvi til 18 ára aldurs. Þá hleypti hann heimdraganum og fluttist til Reykjavíkur. Þegar þangað kom gekk hann að þeirri vinnu sem bauðst og var jafnan trúr hús- bændum sínum. Skömmu eftir komu sína til Reykjavíkur tók hann þátt í tónlistarstörfum i söng og hljóðfæraleik og var hann meðal stofnenda Lúðrasveitarinn- ar Svans og Karlakórs alþýðu og fleiri áhugamannafélaga á sviði tónlistar. Á heimili sinu lék hann bæði á fiðlu og orgel. Útskurð stundaði hann sér til gamans og fékk verðlaun erlendis frá fyrir þær „tilraunir“ eins og hann kall- aði það sjálfur. Bókband stundaði hann fram á síðasta dag og hefur fáum tekizt að gera betur á því sviði. Skömmu eftir að Thor Jen- sen stofnaði togaraútgerðina Kveldúlf réðst Magnús sem kynd- ari að útgerðarstöðinni. Þar starf- aði hann meðan sú útgerð var og hét. Þegar Spánska veikin geisaði hér i bænum árið 1918 varð hann fyrir þvi að veikjast og hlaut af hennar völdum nokkra bæklun á öðrum fæti og háði hún honum æ síðan. Hinn 16. desember 1922 gekk hann að eiga eftirlifandi konu sína Sigurjónu Soffíu Sigurjóns- dóttur frá Saltvík á Kjalarnesi. Þau eignuðust 6 börn, sem flest eru gift og öll búsett hér á landi. Lengst af hafa Magnús og Sigur- jóna búið að Freyjugötu 17 B hér í borg. Magnús andaðist hinn 16. desember síðastl. á Landakosts- spítala eftir mjög stutta sjúkra- húsvist. Er hann sárast syrgður af eiginkonu sinni og börnum, og barnabörnum, sem sjá á bak kær- leiksríkum afa, sem alltaf var fljótur að hugga og laða fram bros á brá. Nánir ættingjar og vinir biðja Guð að styrkja Sigurjónu i sorg hennar. Blessuð sé minning Magnúsar. Útför Magnúsar fer fram í dag frá Fossvogskirkju kl. 1.30. Gestur Hallgrímsson. Sigurður Jóns- son - Minningarorð F. 3/8 1904 D. 25/12 1976. í dag kveðjum við hinstu kveðju Sigurð Jónsson, Berg- staðastræti 49. Hann var elstur af fimm systkinum, og er eitt þeirra fallið i valinn á undan honum og bíður hans. Veit ég þar verður fagnaðarfundur. Sigurður Jónsson var borinn og barnfæddur i Þingholtunum, Reykvikingur í húð og hár og bar þess sterk merki alla tíð. Eftir- lifandi eiginkona hans, Hulda Þorvaldsdóttir, er einnig Reykvíkingur og má því segja, að jafnræði hafi verið með þeim þar, svo sem á flestum öðrum sviðum. Reyndust þau hvort öðru mikil stoð og stytta í straumkasti lífsins, svo sem vera ber. Þó börnin yrðu ekki fleiri en tvö urðu barnabörnin fleiri og áttu þau öll öruggt athvarf á afa- hné. Og mörg erum við orðin, sem hann þræddi i Iestrarkúnstina með bandprjónsaðferðinni. Og þegar barnabarnabörnin komu til sögunnar lyfti hann þeim upp i fang sér gekk með þau um gólf og sýndi þeim leyndardóma tilver- unnar. Sigurður Jónsson var samvisku- samur og vinnusamur starfskraft- ur og skapaði sér ekki frístundir að ástæðulausu. En þegar tóm gafst til sinnti hann áhugamálum sínum. Hann hafði alla tíð yndi af stangaveiði. og hafði þá trú að handan jarðvistar rynnu ár, fegurri og fiskmeiri en þær er hann átti þess kost að renna færi i, í lifanda lifi. Hann varði mikl- um tima i lestur góðra bóka, og bar þar hæst þjóðsögurnar sem hann átti mikið og gott safn af. Mest hafði hann gaman af huldufólkssögum og sýnir það þa trú hans að fleira væri til en það sem augað sér. Öllum, sem kynntust honum ber saman um að þar færi mikill heiðursmaður og ekki varð hann til þess að skapa sér hatursmenn. Þó gat honum sárnað, ef honum fannst hann órétti beittur. Brottför hans skilur vissulega eftir tóm í lifi okkar, en það tóm reynum við að fylla með góðum minningum, sem nóg er af. Ber kveðju okkar yfir á hin eilífu veiðilönd. F'ar vel, afi minn. S.E.R. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á i mið- vikudagsblaði, að berast f sfð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera f sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu linubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.