Morgunblaðið - 30.12.1976, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.12.1976, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1976 25 VELVAKANDI £ SVARAR í SÍMA ja 0100 KL. 10 — 11 r' FRÁ MÁNUDEGI út höndunum til að vekja á sér frekari athygli. Þetta er ekki eina dæmið sem ég sá af þessu tagi. Og ég held að þetta sé ekki um að kenna sof- andahætti viðkomandi öku- manna. Það er miklu fremur því að kenna að lögregluþjónarnir sjást illa. Þeir eru dökkklæddir og þessi dökkrauðu ljós sem þeir hafa sjást ekki mjög vel heldur og ég held að það sé alger nauðsyn að þeir hafi þau í báðum höndum. Sumir þeirra voru ekki alltaf með hvíta hanska og dregur það enn frekar úr því að þeir sjáist. Þetta er stórhættulegt og það verður að gæta að þessu. Vil ég því hvetja stjórnendur lögreglumála í borg- inni til að huga að þessu og það væri vissulega jiauðsynlegt að fleiri létu heyra frá sér um þetta því það er auðvitað hugsanlegt að þetta hafi bara atvikast svona í þau skipti sem ég sá til. En mér finnst það samt harla undarlegt ef svo hefur verið. Eitt að lokum. Umferðarljósin við gatnamót Suðurlandsbrautar og Grensásvegar hafa ekki verið i gangi undanfarna tvo þrjá daga. A kannski að leggja þau niður? Það held ég að væri misráðið en mér finnst heldur seint við brugð- ið til að gera við þau ef það þurfa að líða svona margir dagar áður en farið er að eiga við þau. En vonandi verður búið að lagfæra það er þetta kemst á prent. Já, undir það getur Velvakandi tekið og vonar að þetta komist hið bráðasta í lag. Þessir hringdu . . . 0 Kvartar ekki yfir unglingunum Húsmóðir í Garðabæ: — Ég sá á Þorláksmessu í Dag- blaðinu skrif um það að unglingar í Garðabæ væru einhver ribbalda- lýður og þeir væru skemmdar- vargar sem ekki væri hægt að hafa eitt eða neitt til skrauts eða fegurðarauka fyrir. Mig langar til að geta þess að ég hef búið hér i Garðabæ i 30 til 40 ár og allan þennan tíma hefur enginn ung- lingur gert nokkuð á minn hluta eða skemmt fyrir mér. Það hefur ekki komið fyrir að ég hafi orðið fyrir nokkurri óreitni af völdum unglinga og þeir hafa ekki orðið til vandræða hvað mig snertir, og það er allt gott um unglingana að segja. Hitt er annað mál að mér gremst hvað löggæzla er lítil hér í bænum — hún er í algeru lág- marki og hana þarf með ein- hverju móti að efla og auka ef mögulegt er. — Það virðast fara tvennum sög- um af hegðun unglinga í Garða- bænum og við skulum vona að sem flestir geti tekið undir þessi orð húsmóðurinnar að ungling- arnir séu til fyrirmyndar. 0 Enginn jólaboðskapur fyrir börnin Sjónvarpsnotandi: — Mér fannst það nokkuð und- arlegt að mjög lítið var gert fyrir SKÁK í UMSJÁ MAR- GE/RS PÉTURSSONAR Á IBM-skákmótinu I HoIIandi I sumar kom þessi staða upp f skák Sax, Ungverjalandi, sem hafði hvftt og átti leik, gegn Hollend- ingnum Donner! börnin í sjónvarpinu að því leyti að þau fengu að heyra um jóla- boðskapinn. I Stundinni okkar á jóladag var t.d. enginn sem kom og sagði frá þvi sem þá gerðist, svipað og var í útvarpinu, þar var sr. Hjalti Guðmundsson fenginn til að annast þann þátt. Það hefði tvímælalaust átt að flytja hug- vekju fyrir börnin i Stundinni okkar, þau hlusta ekki á messurn- ar i útvarpi eða sjónvarpi. I nokkur skipti hefur verið i sjónvarpinu, í Stundinni okkar, sagðar bibliusögur og sýndar myndír um leið, svonefndar flón- elmyndir og það væri ekki úr vegi að huga að einhverju slíku efni fyrir þau. Annars var margt gott efni i sjónvarpinu um jólin og ber að þakka fyrir það. Eitt mætti þó nefna að lokum og það er að sjönvarpið, sem á að vera menningartæki, ætti að leggja meiri áherzlu á vandað málfar og mér finnst t.d. alveg óþarfi að láta blótsyrði heyrast eða sjást i texta. Blótsyrði og klúr- yrði — og sennilega mættu þýð- endur t.d. samræma nokkuð sín á rnilli hvernig ráða eigi fram úr slikum tilfellum. HÖGNI HREKKVÍSI 1976 McNaught Synd., Inr. Geriö honum þaö skiljanlegt aö þaö sé ekki svínainflúensan! DRÁTTHAGI BLÝANTURINN 10. f6! — Rxf6 (Svörtum er nauð- ugur einn kostur að gefa mann, ef 10... gxf6,11. Bxh7+ — Kxh7, 12. Dh5+ — Kg8, 13. Rf3 og svartur er varnarlaus gegn 14. Hgl) 11. exf6 — Bxf6, 12. Dh5 — g6, 13. Bxg6! — De7, 14. Rb5 — Rc6, 15. Bd3 — e5, 16. Re2 — Kh8, 17. Rc7 — Dxc7, 18. Bxf6. Svartur gafst upp. . 50 Ingvar Sveinsson Minningarorð Þegar maður i blóma lifs sins andast finnst manni sem tilgangur hins jarðneska lífs vors hljóti að vera annar og meiri en flestir gera sér grein fyrir. Þegar ungur og efnilegur maður er kallaður brott frá konu og ungum syni hlýtur að vakna sú spurning hver sé tilgangur þessa. Tengdasonur • okkar, Ingvar Sveinsson viðskiptafræðinemi og kennari við iðnskólann I Reykjavfk verður til moldar bor- inn i dag, fimmtudaginn 30. desember. Að hans eigin ósk fer athöfnin fram i kyrrþey. Sú ósk hans lýsir vel þeim manni sem Ingvar hafði að geyma. I rúmt ár átti hann við hræðilegan sjúkdóm að stríða, en bar sig á þann hátt að mjög fáir vissu hversu alvarlega sjúkur hann var. Ingvar var mjög heilsteyptur maður sem ekki flikaði sinum tilfinningum að óþörfu. Það er trú okkar að hinum megin móðunnar miklu er skilur að heimana tvo bíði hans mikið starf. Það starf mun Ingvari án efa farnast giftusamlega, en það var staðföst trú okkar hjóna af af honum mætti mikils vænta í framtfðinni. Okkur óraði ekki fyrir því að það hlutverk biði hans hinum megin. Við viljum þakka honum af heilum hug góða viðkynningu. Við viljum þakka honum af öllu hjarta þá umhyggju og ást er hann veitti eftirlifandi konu sinni og dóttur okkar Elisabetu Kristinsdóttur og ungum syni sinum Kristni. Blessuð sé minningin unt góðan dreng. Hún mun ætið skipa hóan sess i hugum okkar. Tengdaforeldrar. Urvals kjötvörur Ný reykt 1/1 hangilæri ........ Ný reyktir 1/1 hangiframpartar . Utbeinuð hangikjötslæri........ Utbeinaðir hangikjötsframpartar Goða London lamb............... Nýslátrað svínakjöt læri ...... Nýslátrað svínakjöt bógar...... Nýslátrað nautakjöt snitchel... Urvals nauta Roast Beef........ Nauta lundir- og fillet....... Odýru sviðin .................. Rjúpur — Rjúpur Aligæsir ...................... Kjúklingar „Grill" ........... Kjúklingalæri................. Kjúklingabringur ............. prkg prkg. stk. •<9 1054 829 1590 1390 2190 1155. 1216 1450 1380 1850 290 750 2140 1140 1320 1290 Opið til kl. 6 í dag Föstudag opið 7 —12 Verið velkomin DX<JJ®TTDéH0®æTjÍ2j{MIM Laugalœk 2. REYKJAVIK. simi 3 5o 2o

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.