Morgunblaðið - 30.12.1976, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.12.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1976 11 Hættu að sýna Entebbe Tókfó, 29. des. Reuter. BANDARÍSKA kvikmyndin „Sigur á Entebbe" hefur verið tekin af sýningarskrá kvikmynda- húss I Tókfó, sem hafði byrjað að sýna myndina. Astæðan sem upp er gefin er að aðsókn að myndinni sé ekki nokkur og einn daginn hafi til dæmis aðeins 200 manns komið að sjá myndina, en það hús hýsi um tvö þúsund gesti. Warner Brothers kvikmynda- fyrirtækið sem gerði myndina mótmælir þeirri staðhæfingu að þetta sé af pólitískum ástæðum, en vitað er að fimm sendiherrar Arabaríkja mótmæltu harðlega þegar myndin var tekin til sýning- ar í Japan. Myndin hefur sætt gagnrýni fyrir einhliða túlkun á atburðunum og þar sé hlutdrægni alltof mikil og þess ekki gætt að draga fram fleiri hliðar málsins en skyndiáhlaup ísraela og fræki- lega framgöngu þeirra. Bannað að taka Jesúmynd í ísrael Jerúsalem, 29. des. Ntb. DANSKA kvikmyndastjóranum Jens Jörgen Thorsen hefur verið neitað um leyfi til að taka hluta af sinni umtöluðu mynd og um- deildu um kynlff Jesús Krists f tsrael, að þvf er talsmaður innan- rfkisráðuneytisins kunngerði f dag. Er þetta ákveðið svo vegna mik- illa andmæla sem beiðni Thors- ens hafði sætt f landinu og reynd- ar víðar. „Enda þótt trúfrelsi sé í tsrael og rfkisstjórnin forðist að blanda sér í deilur um trúarleg efni, telja stjórnvöld sig knúin til að koma f veg fyrir að kristin trú sé svívirt á þennan hátt“, sagði f tilkynning- unni. Þar var bætt við að Thorsen sé velkominn til Israel eins og hver annar ferðamaður en það verði ekki liðið að hann taki þar upp klámsenur i mynd sína. John Adams Thomas Jefferson Merkur skjalafundur í Boston: Helmingur hand- ríts að sjálfstœðis- yfírbjsingu fundinn? Boston, Massachusetts 29. des. AP. TVÆR blaðsíður úr plaggi sem gæti verið helming- ur af upprunalcgu handriti að sjálfstæðisyfir- lýsingu Bandarfkjamanna hafa nú fundizt í Boston. Prestur nokkur, James K. Allen, sem fann plöggin, kveðst ekki vera í neinum vafa um að þau séu ekta. Hann segir að þau séu í skjalabunka sem fornvinur hans hafi fært honum að gjöf. Sérfræðingur við Þjóðskjalasafnið í Washington sem kannaði bloðin tvo myndi taka langan tíma hvort þessi blöð, sem eru skrælnuð, væru ósvikin. Upprunalega sjálfstæðisyfir- lýsingin var handskrifuð með penna og bleki af Thomas Jefferson og John Adams sem báðir urðu forsetar Bandaríkj- anna og var yfirlýsingin sam- þykkt þann 4. júlí 1776. Blöðin voru afhent prentara sem vann næturlangt að því að prenta eitt þúsund eintök til dreifingar í nýlendununum þrettán sem verið höfðu undir Bretaveldi. Allar fjórar blaðsíð- ur upprunalega skjalsins týnd- ust hjá prentaranum og komu ekki fram og Allen segir að ekki sé vinnandi vegur að átta rir tiu dögum sagði að það að ganga úr skugga um orðin illa farin, gulnuð og sig á hvar hin blöðin tvö hafi lent. Hann sagði að margt benti til að blöðin sem hann fann í skjalabunkanum væru ósvikin. Á blaðsíðu númer tvö séu þrjár línur sem prentarinn sleppti en var síðan bætt inn siðar. Sömu- leiðis sýnir brotið á blöðunum að prentari hafi farið um þau höndum að sögn sr. Allens þar sem prentarar stilli blöðum upp á sérstakan máta meðan þeir eru að setja textann. Sr. Allen segir að vinur sinn hafi fundið skjölin á háalofti hjá sér og viti ekki hvaðan þau hafi verið þangað komin. Sigur fyr- ir Soares Lissabon, 29. des. Reuter. MINNIHLUTASTJÓRN Mario Soares I Portúgal vann umtals- verðan sigur I tveimur atkvæða- greiðslum ( portúgalska þinginu i morgun, þegar til afgreiðslu kom efnahagsmálafrumvarp rfkis- stjórnarinnar, sem hart hefur verið deilt um og óspart sætt gagnrýni stjórnarandstöðunnar. Mario Soares forsætisráðherra Mario Soares. hafði hótað því að segja af sér ef frumvörpin yrðu ekki samþykkt. Sósíaldemókratar, stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, greiddu atkvæði gegn fyrra frum- varpinu en kommúnistar og mið- demókratar sátu hjá. Allir þrir stjórnarandstöðuflokkarnir sátu hjá við afgreiðslu fjárlagafrum- varpsins sem var næst á dagskrá og var því frumvarpið samþykkt með 98 atkvæðum. Tveir þing- menn sósíalista greiddu atkvæði gegn þvi og einn frá vinstriöfga- flokknum UDP. í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 59 milljarða eskúta viðskiptahalla á árinu. Meira fé verður varið til fræðslumála, efl- ingar landbúnaðar og ferðamála. Þá verða gerðar markvissar ráð- stafanir til að draga úr innflutn- ingi og neyzlu og efla framleiðslu innanlands. Stefnt er að því að draga úr atvinnuleysi og verð- bólgu samkvæmt frumvarpinu. Bæði sósíaldemókratar og mið- demókratar sögðu að í frumvörp- unum væri ekki hugsað nægilega fyrir þvi að aðstoða einkafram- takið f landinu. Bandarískur greiðsluhalli Washington, 29. desember Reuter. ALLT bendir til þess að 5.5 mill- jarða dollara halli verði í árslok á viðskiptajöfnuði Bandarfkjanna maðað við 11 milljarða dollara afgang 1975. Samkvæmt tölum bandarfska verzlunarráðuneytisins var hall- inn í nóvember 906.2 milljónir dollarar, sem er met. Þar með nemur hallinn fyrstu 11 mánuði ársins 5.01 milljarði dollara. tJtflutningur nam 114 milljörð- um dollara á ársgrundvelli fyrstu 11 mánuðina og innflutningur 119 .5 milljörðum dollara samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins. . Greiðsluhallinn hefur aukist um 500 milljónir dollara ef þróun- in hefur haldizt óbreytt í desember. Ef engar meiriháttar breytingar verða í utanrikisvið- skiptum er liklegt að Bandaríkja- menn haldi áfram að eyða meira erlendis á næsta ári en aðrar þjóð- ir eyða i Bandarfkjunum. Hins vegar skipta utanrfkisvið- skipti Bandarikjamenn miklu minna máli en þjóðir eins og Breta og Japana. Vandamálið er þvi ekki eins alvarlegt og virzt gæti í fljótu bragði. Auk þess getur greiðsluhalli verið visbend- ing um þenslu en ekki samdrátt þar sem Bandaríkjamenn flytja inn hráefni. Innflutningur á hráoliu jókst i 33 milljarða dollara úr 25 mill- Framhald á bls. 8 7 slösuðust Ertu með f bílaleik? er vél nauðlenti Granada 29. des. Reuter SJÖ manns slösuðust þar af tveir alvarlega þegar spænsk farþega- flugvél ( innanlandsflugi nauðlenti á flugvellinum ( Granada, eftir að tilkynningin hafði borizt um að sprengju hefði verið komið fyrir ( vélinni og myndi hún springa á hverri stundu. Það var vél frá Iberia sem var ( venjulegu áætlunarflugi frá Sevilla til Valencia þegar maður hringdi til skrifstofu félagsins og sagði að sprengja væri um borð. Var þá ákveðin lending á næsta flugvelli og þar leituðu öryggis- verðir gaumgæfilega I vélinni en fundu ekkert. , ERLENT, • MEÐ UMFERÐARKORTINU þjálfar þú þig og þína í umferðar- reglunum. • Eykur þar með öryggi ykkar í umferðinni. • Og þið takið hvert um sig þátt í samkeppni um glœsileg verðlaun: Umferðarkortið fæst gegn 200 króna gjaldi, á aðalskrifstofu okkar, í umboðum okkar og ýmnum verslunum. Kanaríeyjaferð fyrir þrjá með Samvinnuferðum. SVARSEÐILL 1.1 1,3 1,4 l,5a) 2,2 já nn □ □ 3,1 □ □ 32 □ □ 3.3 □ □ □ □<1 □ □ 4.2a) b) □ □^,3 □ □ 4.4a) □ □ b) □ □ 4,5a) □□ _____________b) □□ NAFN ÞATTTAKANDA ji nei □ □ 5,la) □ □ b) □ □ c) 5,2a) □ □ b) □ □ 5,3a) □ □ b) □ □ □ □ e.la) □ □ b) □ □ 7,la) □□ □ □ b) □□ □ □ 7.2a) □□ □ □ b) □□ □ □ 7,3a) □□ □ □ b) □□ □ □ □ □ □ □ SAMVINNUTRYGGINGAR G.T, ! ÁRMULA 3. SlMI 38500 1 HEIMILI: SlMI:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.