Morgunblaðið - 30.12.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.12.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1976 fUí>r0ui#M»i§> Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjómarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sfmi 10100. Aðalstræti 6. slmi 22480. Áskriftargjald 1 100.00 kr á mánuði innanlands. í lausasolu 60.000 kr. eintakið r Iþessum mánuðí efndu bændur víða um land til fjöldafunda um hagsmunamál sin, þar sem úttekt var gerð á stöðu bænda í þjóðfélaginu í dag og bent á leiðir til að rétta hlut stéttarinnar. Efnisatriði umræðna og samþykkta á þessum bændafundum voru mismunandi, eftir aðstæðum í viðkomandi landbúnaðarhér- uðum, en fóru þó i meginat- riðum í sama farveg, sem hér verður lítillega gerð grein fyrir, og þá einkum stuðst við niður- stöður fundar að Árnesi í Gnúp- verjahreppi, þar sem um 400 bændur þinguðu. Þar var í fyrsta lagi vakin athygli á því að bændur væru lægst launaða starfsstétt þjóð- félagsins, samkvæmt opínber- um skýrslum um launasaman- burð. Vantað hefði hvorki meira né minna en 25 til 30% á kaup þeirra til þess að það væri sambærilegt við meðal- laun svokallaðra viðmiðunar- stétta. Þetta þýddi i raun að bændur hefðu unnið kauplaust sem svaraði tæpum þremur mánuðum á ári. í annan stað var vakin á því athygli að bændur hefðu þurft að bíða nokkuð á annað ár eftir fullnaðargreiðslum á skilaverði sauðfjárafurða, sem væri óvíð- unandi fyrirkomulag. í þriðja lagi var á það bent að ekki hefði náðst grundvallar- verð á mjólk í þessu fram- leiðsluumdæmi á sl. ári og skeikaði þar sem svaraði 80.000 krónum á meðalbú hjá mjólkurbúi Flóamanna. í fjórða lagi væru óþurrkar á Suðurlandi orsök þeirrar erfiðu fjárhagsstöðu bænda, sem nú kallaði á frekari samheldni þeirra og varnarviðbrögð. Fundurinn krafðist eftirfar- andiaðgerða: 1) Að endurskoðaðir verði gjaldaliðir verðlagsgrundvallar á fjármagnsliðum, sem og aðrir kostnaðarliðir, sem væru al- gjörlega óraunhæfir i mati. 2) Bændur fengju án tafar hækk- anir á afurðaverði, sem þeir eiga lögboðinn rétt til vegna hækkunar á framleiðslukostn- aði og launum. 3) Afurðalán verði hækkuð svo að slátur- leyfishöfum verði gert kleift að greiða minnst 80% sauðfjáraf- urða á hausti og mjólkurbúum að greiða 90% mjólkurafurða á framleiðsluári. Stjórnvöld geri sérstakt átak til þess að slík fyrirgreiðsla fáist nú þegar handa bændum á óþurrka- svæðum. Þá áréttaði fundurinn eftir- farandi athugasemd og ábend- ingu: a) Að bændur hefðu ekki óskað eftir niðurgreiðslum á landbúnaðarafurðum, heldur væru þær fyrst og fremst hag- stjórnartæki ríkisvaldsins og tekjutilfærsla í þjóðfélaginu í þágu neytenda b) Kannað verði, hvort ekki sé rétt að hætta niðurgreiðslum á kjöti og kjötvörum, en í þess stað verði söluskatti aflétt, svo sem gert hefur verið með mjólk, fisk, kartöflur, egg og nýja ávexti. Það var fært fram til varnar drætti á skilum á skilaverði sauðfjáraafurða (Hvolsfundur- inn), að togstreita hefði verið um verð á gærum, sláturkostn- aður hefði reynst hærri en áætl- að hefði verið og seinkun orðið á greiðslu útflutningsuppbóta, en nú væru (í byrjun desember 1976) ógreiddar 392 m.kr. á sauðfjárframleiðslu sl árs. Halldór E. Sigurðsson land- búnaðarráðherra sagði m.a. á Árnesfundinum, að útflutn- ingsuppbætur hefðu verið van- metnar við fjárlagagerð 1976, auk þess sem almenn afkoma ríkissjóðs hefði verið á þá lund, að varlega hefði orðið að fara í hækkun rikisútgjalda. Hins vegar hefði rikisstjórnin nú ákveðið að greiða í þessum mánuði það sem ógreitt væri at útflutningsuppbótum frá fyrra ári. Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður lagði skömmu fyrir jól fram tillögu til þings- ályktunar, þar sem svo er kveð- ið á, að ríkisstjórninni verði falið að hlutast til um, að við- skiptabankar greiði rekstrar- og afurðalán landbúnaðarins beint til bænda. í greinargerð er vitn- að til samþykkta umræddra bændafunda, m.a. fundarins á Blönduósi, þar sem segir að stærsti aðili sauðfjárafurða ,,hafi ekki skilað réttu verði á rettum tíma til sláturleyfis- hafa." Hver sem afstaða manna er til einstakra samþykkta á um- ræddum bændafundum, má hitt Ijóst vera, að þeir hafa vakið réttmæta og timabæra athygli á stöðu bændastéttar- innar í þjóðfélaginu i dag. Landbúnaðurinn hefur mátt sæta vaxandi gagnrýni á undanförnum misserum. Efalit- ið má hagræða ýmsu í land- búnaði á betra veg, bæði fyrir bændastéttina og þjóðfélagið i heild, en svo er og um fleiri þætti þjóðarframleiðslunnar En gildi landbúnaðar í þjóðar- búskapnum er eftir sem áður mjög veigamikið, sem ekki verður um of undirstrikað Þær fjarstæðuraddir hafa heyrzt, að það væri þjóðhags- lega hagkvæmt að leggja niður landbúnað á íslandi og flytja inn landbúnaðarafurðir Þetta er þjóðhættuleg kenning. Þeir tímar hafa komið og geta kom- ið enn, að erfitt verði um slika aðdrætti i sundurlyndum og viða sveltandi heimi. Þá sem ætíð er hollt að búa að sínu. Miðað við núverandi gjaldeyris- aðstæður þjóðarinnar hefði og innflutningur á sambærilegum afurðum landbúnaðarfram- leiðslunnar heldur betur sett strik í reikninginn og sennilega greitt úrslitahöggið að rótum fjárhagslegs sjálfstæðis þjóðar- innar. Landbúnaðurinn brauð- fæðir ekki einvörðungu bænda- stéttina sem slíka, heldur legg- ur hann iðnaðinum til verðmæt hráefni. Ullar- og skinnaiðn- aður er mjög vaxandi útflutn- ingsgrein. Flest kauptún og kaupstaðir á íslandi byggja til- veru sína að verulegu leyti, og sumir þéttbýlisstaðir að öllu leyti, á úrvinnslu landbúnaðar- afurða, eða iðnaðar og verzlunarþjónustu við nærliggj- andi landbúnaðarhéruð. Þann veg er íslenzkt atvinnu- og efnahagslíf samanslungið, og íslenzkar atvinnugreinar hvor annarri háðar. Þá er ótalinn hlutur islenzkrar bændastéttar í menningararfleifð og samtíma menningu þjóðarinnar. Það er því rík ástæða til að leggja eyru við þeim boðskap, sem frá um- ræddum bændafundum hefur borizt. Bændafundir Olíulandið Equador Á örfáum árum hefur Equador orðið næststærsta olíuútflutn- ingslandið i Suður-Ameríku — næst á eftir Venezuela. Olían er að umbreyta Equador. En hinir fátæku verða lítið varir við olíuauðæfin nýju. — Nema við það, að allt hefur orðið miklu dýrara, segir Sara Crespo. Hún býr i fátækra- hverfinu í fenjunum í Guaya- quil. Hús fjölskyldunnar stend- ur á stölpum i vatnsmýrinni þar í borginni. Hinar ört vaxandi tekjur Equadors af olíu hafa munað þjóðarbúið miklu. Ríkistekj- urnar hafa margfaldazt, en olían hefur vissulega einnig skapað vandamál. Tekjurnar af olíunni hafa aukið eftirspurn eftir öllum vörum og hvers kyns þjónustu og það svo mjög, að verðlag hækkar óðfluga. Verðbólgan hefur numið um 20, 40 og 30 af hundraði á síð- ustu árum. Laun hafa alls ekki hækkað að sama skapi. — Og sízt lægstu launin, segir Sara. Það eru lágmarkslaunin, sem mestu máli skipta fyrir hina fátæku, en þau eru í reyndinni hámarkslaun fyrir okkur. Mörgum er greitt ennþá minna, þó að þá sé bannað. Hinn nýi oliuauður hefur leitt til ört vaxandi innflutn- ings erlendra neyzluvara, til lóða- og byggingabrasks og til enn örari flutninga fólks frá sveitunum til þéttbýlisins. — Það er rétt, segir Sara. En hvaða ánægju höfum við af því? Hér i fátækrahverfinu höf- um við ekki efni á því að kaupa neinar munaðarvörur. Við verðum jafnvel að borga fyrir að fá hingað drykkjarvatn með tankbílum. Byggingarlóðir hækka mjög i verði, en hverjir vilja byggja á „Ióðum“ okkar og þá á stólpum úti i vatnsfeninu? Olían hefur einnig áhrif á jafnvægið í byggð landsins til hagsbóta fyrir höfuðborgina Quito uppi í fjöllum. Það gerist á kostnað stærstu borgarinnar, Guayaquil, og láglendisins í suðurhluta landsins að öðru leyti. Olian er nefnilega unnin úr jörð í frumskógunum fyrir austan Quito, og olíuleiðslan yfir hin háu Andesfjöll niður til strandar liggur nálægt Quito og til hafnarbæjarins Esmeralda, en ekki til stærstu hafnarborgarinnar, Guayaquil. Afleiðingin er, að íbúar Gua'ya- quil, fyrst og fremst hinir ríku, en einnig margir fátæklingar, telja sig í vaxandi mæli af- skipta og arðrænda af valdhöf- unum í höfuðborginni. Olfuvinnslustöð f Equador. Anders Kiing skrifar frá Sudur-Ameríku Hinum fátæku Indíánum i fjöllunum hefur oliuauðurinn fremur örðið til bölvunar en blessunar. Því að tekjurnar af olíunni hafa stórhækkað verð á nær öllu nema þeirra eigin vinnuafli. Atvinnuleysið hefur öllu fremur aukizt en minnkað, fullyrðir hið vinstrisinnaða tímarit ,,Nueva“, sem S:ra er fylgjandi. — Lóðabraskið og byggingar- æðið, sem verðbólgan hefur haft í för með sér, hefur aukið gróða byggingarmeistaranna, svo að nú hafa þeir efni á að kaupa steypuvélar og önnur tæki, sem draga úr þörfinni á ófaglærðum byggingarverka- mönnum. Fleiri verzlunarmenn hafa einnig getað keypt sér litla, japanska vörubíla, svo að þeir þurfa ekki eins marga Indíána til burðar og áður. Þó að vinnuafl þeirra kosti nánast ekki neitt. Hverjir hafa svo grætt mest á olíunni? Hvert hafa allir olíu- peningarnir runnið? Meðal þeirra, sem mest hafa hagnazt, eru hershöfðingjarnir. Þeir tóku völdin árið 1972 meðal annars vegna þess, að þeir óttuðust, að þeir myndu fá of lítinn hlut af hinum væntan- lega olíuauði. Nú hafa þeir fengið hærri laun og fleiri hlunnindi ýmiss konar og nýtízkulegri vopn og annan herbúnað. Forustumennirnir í hernum hafa einnig getað not- að olíupeningana til að afla sér pólitískra fylgismanna úti um land með því að úthluta fé til bygginga skóla, sjúkrahúsa og vega og til annarra opinberra framkvæmda. Kaupmennirnar eru eínnig ánægðir. Það hefur orðið auðveldara að fá lán í bönkum og innflutningsleyfi hjá yfirvöldunum. — Það þarf ekki heldur að greiða eins miklar mútur fyrir innflutningsleyfin, sagði kaup- maður einn i Guayaquil. Rikis- starfsmenn fá nú betri laun og eru ekki eins háðir mútum sér til lifsviðurværis. Hin aukna eftirspurn eftir neyzluvörum hefur aukið veltu kaupmanna og ágóða þeirra. Og um fram allt: Kaupmenn geta betur en nokkrir aðrir verndað sig gegn verðhækkunum með þvf að hækka sjálfir verðið á vörum sínum og þjónustu. Hinir fátæku virðast hafa grætt minnst á olíunni. En hafa þeir ekki haft neinn hagnað af henni? — Jú, segir Sara, að nokkru leyti, það verður ef til vill auð- veldara fyrir okkur að koma börnum í skóla í framtíðinni. Það er sagt, að það sé orðið auðveldara að fá námsstyrki. Um 55.000 ungmenni stunda nú nám við háskóla i Equador, en það er fimm til sex sinnum fleiri en fyrir nokkrum árum. Hinar auknu ríkistekjur vegna oliunnar hafa haft þau áhrif, að framlög til menntamála hafa aukizt. Þess vegna eru veittir fleiri námsstyrkir til barna fátækra foreldra. Það er stærsta von Söru — því að án menntunar geta börn hennar aldrei brotizt undan oki fátæktarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.