Morgunblaðið - 30.12.1976, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.12.1976, Blaðsíða 28
ovcuml>Tnt)ií> AUGLÝSINGASÍMrNN ER: 22480 JWorgtmíitíibiíi FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1976 Kranabíll slökkviliðsins tekur fólk af svölum 5. hæðar Æsufelts 2 f gærkvöldi, en ekki var hægt að komast niður stigagang vegna reyks. Aðrir fhúar bfða átekta og fylgjast með úr gluggum fbúða sinna, en slökkviliðið aðstoðaði fólk ð flestum hæðum. Ljósmynd Mbl. Ragnar Axelsson. Um 200 íbúar úr 42 íbúðum flúðu vegna eldsvoða UM 200 manns, allir fbúar f 42 íbúðum f Æsufelli 2, urðu að flýja fbúðir sfnar þegar eldur kom upp f geymslum hússins á jarðhæð um kl. 21 á gærkvöldi. Gangar hússins fylltust af reyk svo til samstundis og varð að taka allmargt fólk út af svölum fbúð- anna með aðstoð stigabfla slökkviliðsins og körfubfls, en flestir fbúanna komust út um bakdyr á 2. hæð hússins sem er 7 hæðir. Eldsupptök voru ekki kunn f gærkvöldi, en grunur lék á að um fkveikju væri að ræða. Það var rétt um kl. 9 f gærkvöldi að einn af fbúum hússins varð var við eld f geymslu. Hann hljóp þegar eftir slökkvitæki sem var f nokkurri fjarlægð og þegar hann kom til baka með tækið var geymslugangurinn orðinn fullur af reyk og gat maðurinn ekkert gert. Allt slökkvilið Reykjavfkur var sent á staðinn og áttu slökkvi- liðsmenn f mestu erfiðleikum með að komast að upptökum elds- ins sökum reyks. Reykkafarar liðsins voru sffellt inni f reykhaf- inu en þurftu tftt að koma út og skipta um súrefniskúta. Seint á 12. tfmanum komust slökkviliðs- menn fyrir eldinn og þá var Ijóst að töluverðar skemmdir höfðu orðið á allri jarðhæðinni f geymslum hússins en einhverjar skemmdir hafa orðið á fbúðum á neðri hæðum sökum reyks. Rafmagn fór svo til strax af húsinu og ekki var ljóst um mið- nætti hvort rafmagn kæmist á í nótt en stofntaflan er á neöstu hæð. Þá var einnig ókannað hvort niðurfallsrör hefði orðið fyrir skemmdum og af þessum sökum vai talið fremur ólíklegt að nokkrir íbúanna myndu búa í húsinu í nótt, en slökkviliðið mun standa vakt í húsinu á meðan þörf krefur. Þegar blaðið fór f prentun var slökkvistarfi ekki að fullu lok- ið. íbúum Æsufells 2 stóð til boða að fá aðhlynningu í Fellahelli, en fáir notfærðu sér það þar sem Framhald á bls. 16. Stigabílar tóku fólk af svölum — Grunur um íkveikju í Æsufelli 2 Þessa mynd tók Ragnar Axelsson ofan af þaki Æsufells 2 og sést hvar slökkviliðsmenn eru að koma á armi kranabílsins að svölum þar sem Korchnoi — Petrosjan ein- vígið 1 Reykjavík í febrúar Skáksambandið fellst á beiðni FBDE um mótið fólk beið. OMatthías Bjarnason heilbrigðisráðherra afhenti í gær formlega hina nýju kvennadeild Landspítalans, en frá því er nánar sagt á bls. 3. Einnig er f blaðinu sagt frá framtíðaráformum varðandi skipulag Land- spítalasvæðisins. 0 Avísanamálið til saksóknara: 30 þúsund ávis- anir kannaðar HRAFN Bragason umboðsdómari f ávfsanamálinu skýrði frá þvf á blaðamannafundi f gær, að hann væri búinn að senda málið til rfkissaksóknara með ósk um að hann taki ákvörðun um það hvaða stefnu skuli taka um áframhald- andi rannsókn. Þá skýrði Hrafn frá þvf, að umfang rannsóknar- innar hefði vaxið um nær helm- ing frá þvf hann tók við þvf og hafa verið kannaðar um 30 þús- und ávfsanir. Upphæð tékkanna losar 3 milljarða króna. Á fund- inum sagði Hrafn, að mikill meirihluti þessara ávfsana hefði reynzt vera með innstæðu og þvf Framhald á bls. 16. STJÓRN skáksambands Islands samþykkti á fundi sínum í gær að gefa Alþjóða skáksambandinu FIDE kost á því, að einvíg- ið Korehnoi-Petrosjan, sem er liður í undankeppni að heimsmeistaraeinvíginu, verði haldið í Reykjavík á vetur. Hefur FIDE verið tilkynnt þessi samþykkt, samkvæmt upplýsingum Einars S. Einarssonar for- seta Skáksambands íslands. Skáksambandi Islands bárust nýlega mjög eindregin tilmæli um að Island tæki að sér þetta móts- hald, og hefur málið verið til at- hugunar hjá stjórn sambandsins að undanförnu. Hefur hún talið rétt að verða við þessum tilmæl- um FIDE, enda um merkilegan skákviðburð að ræða. Að vísu má gera ráð fyrir að þetta mótshald verði all kostnaðarsamt, en stjórn sambandsins hefur þegar orðið vör við mikinn áhuga á því að þetta mót verði haldið hér á landi UM KL. 21 f gærkvöldi var slökkviliðið f Hafnarfirði kallað að Strandgötu 50, en þar var eld- ur laus f risi og húsið fullt af reyk og væntir stuðnings til að svo megi verða. 1 skeyti til FIDE er keppendum veittur frestur til að svara til 15. jan. n.k. og lagt til að einvígið hefjist í Reykjavík i kringum 25. febrúar. þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang. Húsið er eitt af elztu húsum f Hafnarfirði byggt 1856—1860. Fjórar fbúðir eru f húsinu og urðu miklar vatns- skemmdir f þeim, þvf mjög erfitt var að komast að cldsupptökum samkvæmt upplýsingum Ólafs Arnlaugssonar slökkviliðsstjóra f Hafnarfirði. Tæplega 2 klukku- stundir tók að komast fyrir eld- inn og ganga frá, en meginhluti innbús var fluttur úr húsinu frá fjölskyldunum fjórum. Stór hluti af þaki hússins er brunninn en eldur komst ekki á aðrar hæðir nema á einum stað niður úr gólfi. Slökkviliðsmenn munu standa brunavakt í húsinu í nótt. Alls bjuggu 14 manns f hús- inu, 7 fullorðnir og 7 börn. Elds- upptök eru talin stafa af rafmagni f risi hússins. Sjá mynd á bls. 2. Eldsvoði 1 einu af elztu húsum Hafnarfjarðar 14 manns bjuggu í húsinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.