Morgunblaðið - 16.01.1977, Page 12

Morgunblaðið - 16.01.1977, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16.JANUAR 1977 — ÉG HELD að viðbrigðin verði kannski ekki mikið meiri, þegar umskiptin verða hjá mér en orðið hafa á þeirn nfutfu árum, sem ég hefi lifað. Breytingarnar hafa mestar orðið á skoðunum fölks á Iffinu frá þvf á mfnum bernskuárum. Maður var alinn upp við gerólfkar Iffsskoðanir þeim, sem nú eru rfkjandi. Hvcð verður við umskiptin veit maður raunar ekkert. Eg vona bara að eitthvert framhald verði á. Þar verði ekki bara auðn. Nú, ef svo fer, skynjum við ekkert til foftfðarinnar. Þá tekur maður þvf Ifka. Eg hefi aldrei verið neitt að æðrast yfir hlutunum. Þó eitthvað hafi orðið öðruvfsi en maður hafði viljað, þá hefi ég ekki séð ástæðu til að lifa f óánægju. Eitthvað á þessa leið féllu orð Guðbrands Benediktssonar frá Broddanesi f viðtali við blaðamann Mbl. f tilefni nfræðisafmælis hans f dag. Guðbrandur hafði að beiðni okkar skroppið úr vinnunni til okkar á ritstjórnarskrifstofuna, frár á fæti og hress I bragði, eins og ætfð. Ilann er okkur vel kunnugur frá þvf hann sendi okkur fréttir úr Strandasýslu f blaðið meðan hann bjó í Broddanesi. Þar var hann bóndi f 40 ár. Eftir að hann fór að vera f Reykjavfk að vetrinum, gerðist hann húsvörður alþingis f Þórs- hamri. Og er hann áttræður þurfti að hætta þar fyrir aldurs sakir, gerðist hann vottur hjá borgarfógetaembættinu. Þangað heldur hann með strætisvagni hvern morgun fyrir klukkan níu úr Kópavogi, þar sem hann býr hjá dóttur sinni, og fer ekki aftur heim fyrr en vinnutfma lýkur kl. 4—5 á daginn. Bærinn Broddanes við Kollaf jörð f Strandasýslu, þar sem Guðbrandur bjó f 40 ár. — Það er enginn vafi á því að best er fyrir aldraðan að fá að vinna eftir þvi sem hann getur, sagði Guðbrandur. Enginn hef- ur gott af þvi að leggjast fyrir af því einu að hann er gamall. Ég er heilsuhraustur, fæ bara stöku sinnum tilkenning fyrir hjartað og legg mig þá og læt það líða frá. Ég veit að ef ég hætti að vinna, þá fer ég bara upp i bólið mitt og ligg þar. Maður verður að eiga erindi, til að vera á ferli. Það er erfitt að rangla um bæinn til þess eins að fá hreyfingu. Ég er þvi ákaf- lega þakklátur fyrir að fá að starfa, og hve vinveittir þeir eru mér hjá borgarfógeta og vilja nýta mig. Guðbrandur er fæddur að Gröf í Bitru 16. janúar 1887. Foreldrar hans voru þá ung- lingar og ekki gift, sagði hann . Og því var hann tekinn 17 vikna gamall í fóstur til Björns Björnssonar, bónda í Steinadal og síðar i Garpsdal i Geiradals- hreppi og konu hans Sigríðar Þorláksdóttur. — Það var mikil gæfa að komast til þessara góðu hjóna, sagði Guðbrandur. Frá þeim fór ég ekki fyrr en um fertugt. Siðustu árin bjuggum við i tvíbýli I Garpsdal. Ég hafði kvænst fyrri konu minni, Sig- rúnu dóttur Helga Helgasonar bónda i Gautsdal og Ingibjarg- ar Friðriksdóttur, en hún var dóttir Sigríðar fóstru minnar. Sigrúnu konu mina missti ég eftir fimm ára sambúð frá tveimur dætrum okkar. Önnur ólst upp hjá móðurforeldrum sinum, en hin var með mér. Matthildur er nú húsfreyja á Hólmavik, en Sigurbjörg er bú- sett i Noregi. Ég hélt áfram að búa i Garpsdal til 1927. Þá kvæntist ég aftur. Sá að maður- inn lifir ekki einn og sótti mér konu norður að Broddanesi, heimasætuna Ingunni Þor- steinsdóttur. Og fluttist svo þangað. Hún var dóttir Þor- steins Helgasonar og Helgu Sig- urðardóttur í Hrafnadal í Hrútafirði, en fósturdóttir Ing- unnar afasystur minnar, sem þá var orðin ekkja i Brodda- nesi. — Hvar kemur inn í þessa ættfærslu sú kunna kona Guó- björg I Broddanesi, sem skrif- aði bækur? — Hún var lika afasystir mín, systir Inguiinar og Guðbrands afa míns. Systurnar höfðu báð- ar búið i Broddanesi. Um það leyti sem ég kom i Broddanes, fór Guðbjörg að skrifa minning- ar sinar, sem út komu í bókinni „Gamlar glæður" og vöktu at- hygli. Hún hafði að visu skrifað litla minningabók, sem út kom um 1930, en síðan orðið hlé á fram til 1939—40. Eftir að ég kom í Broddanes sat hún mikið við skriftir. Hún var að missa sjón en gat þó lokið við að Varla verða umskiptin framundan meiri en hér hafa orðið sl. 90 ár skrifa bókina sjálf. Ég man vel þegar bókapakkinn kom með fjórum bókum frá útgefandan- um og hún var að taka utan af þessari dýrmætu sendingu. Þetta mun hafa verið laust eftir áramótin. Þegar hún var búin að þvi, þá strauk hún bækurn- ar, en varð að spyrja hvort hún sneri bókinni rétt — sá hana ekki. En henni þótti vænt um að sitja með bókina, þegar búið var að leiðbeina henni. Nú, í Broddanesi hefi ég svo verið viðloðandi síðan, var fyrst bóndi þar I 40 ár og sfðan heim- ilisfastur, þvi dóttir mín og tengdasonur búa þar nú. Búskapur á Ströndum á þeim tíma hefur sjálfsagt verið nokk- uð erfiður og við spyrjum Guð- hrand nánar um það. — Á Ströndum er einkum fjárbú- skapur, sagði hann. Einu sinni hugðumst við byrja kúabúskap og jafnvel stofna samsölu, en ekkert varð af því. Við sáum að það þýddi ekkert. Vegasam- band var lengi nær ekkert. Ég held að fyrsti bilinn hafi komist norður i Steingrímsfjörð um 1930. Þá var ekið vestur um Dali og um Steindalsheiði í Gilsfjarðarbotn, og gert svo við þann veg, að hægt var að fara hann að sumrinu. En 1937 var lagður bilvegur úr Hrútafirði og norður Strandasýslu að Hólmavík. Maður þurfti þvi að birgja sig upp fyrir veturinn og hafa svolitla fyrirhyggju, Þó var ekki svo, að ekki væri hægt að ná sér í björg í bú, ef á þurfti að halda. Þá var farið á sjó til Hólmavíkur. Við áttum góða báta í Broddanesi, því það er hlunnindajörð. — Hvernig nýttuð þið hlunn- indin? — í Broddanesi var bæði sel- ur og dúntekja. Og viðarreki var þó nokkur, og það þótti gott í þá daga ef nægan við rak til að halda við húsum. Peningshús voru úr rekaviði, sem við söguð- um sjálfir, en steinhús var byggt árið 1934. Svo komu til sögunnar girðingar, þegar farið var að girða tún og beitilönd. Fyrst voru aðeins túngirðingar, eftir að farið var að slétta tún- in. Svo komu stórvirkar vinnu- vélar og þá tekin stærri tún til ræktunar. Og nú eru hagarnir orðnir ræktaðir lika. Þeir eru brotnir upp og grafnir skurðir og gerðir að ræktuðu landi. Allt þetta þarf að girða og þá koma rekaviðarstaurar i góðar þarfir. — Var ekki fénu beitt eins og hægt var? — Jú, meðan ég bjó, var fé beitt meðan hagar voru. Hjá fóstra mínum var staðið yfir fénu og þótti gott. Maður var vel klæddur og fann ekki fyrir kuldanum. Við vorum í ullar- nærfatnaði og ullarpeysum og utan yfir i vaðmálsúlpum, sem ekki voru að vísu eins léttar og úlpurnar eru nú. — Það var mikil vinna við hlunnindin, heldur Benedikt áfram. Það þurfti að sinna æðarvarpinu vel, raunar betur en við bændur höfðum tök á. I fyrstu var dúnninn hreinsaður heima, hitaður á járnpönnu yf- ir glóð. Það var vont verk og þreytandi. En leiðinlegt var þó að þurfa að leggja net fyrir blessaða kópana um það leyti sem þeir voru að verða sjálf- bjarga. Netin voru í sjó i 2—3 vikur, en venjulega tók þetta ekki nema tvo daga hjá okkur. Það er leiðinlegasta verk, sem ég hefi unnið. En öllu má venj- ast, og vaninn sljóvgar. Lífið er svona. Er það ekki svipað með lömbin. Maður leggur sig fram til að litlu lömbin megi lifa og komast upp að vorinu, til þess segir Guðbrandur í Broddanesi níræður Guðbrandur Benediktsson frá Broddanesi. Myndin var tekin fyrir fáeinum dögum, þegar meðfylgjandi viðtal fór fram. Ljósm. RAX. að taka þau svo frá mæðrunum á haustin og senda i sláturhús. Það er áreiðanlega eitt það erfiðasta, sem bóndi verður að gera. — Er gott starf að vera bóndi? • — Já, ég held að það sé eitt besta starfið I þjóðfélaginu. Af hverju? Jú, maður getur skipu- lagt starf sitt sjálfur, verið frjáls þessa stundina ef maður vill og haft þó nokkuð mikil ráð yfir eigum sínum. Maður ræður því hvernig maður hagnýtir sér þær. — Ég hefi átt gott líf, segir Guðbrandur ennfremur. Var þó aldrei efnaður, heldur fátækur. Ekki fer maður með neitt með sér hvort eð er. Oft hvarflar að manni hugsun um það, hve mikið maður leggur i sölurnar til að eignast eitthvað, vitandi að það verður eftir. Sem betur fer taka mínir afkomendur við í Broddanesi. Þar býr nú Sigrfð- ur dóttir mín. Tengdasonurinn Einar Eysteinsson vinnur að búinu og virðist ætla að halda áfram á þeirri braut, og komin eru barnabörn. Ég hefi raunar átt barnaláni að fagna. Auk þeirra, sem þegar eru nefnd, eru börnin af seinna hjóna- bandi: Ingunn, gift Þorsteini Gunnarssyni menntaskólakenn- ara. Björn húsasmiður, kvænt- ur Grétu Guðmundsdóttur, Þor- steinn rafvirki, kvæntur Ingi- björgu Skúladóttur frá Dönu- stöðum, Benedikt læknir, kvæntur Kristinu Sigurðardótt- ur ljósmóður, Sigurður, kvænt- ur Layfeyju Eysteinsdóttur frá Bræðrabrekku. Við hjónin bú- um núna hjá dóttur okkar i Kópavogi, en i þvi húsi býr einnig sonur okkar með sinni fjölskyldu.- Við megum vera ánægð með börnin, því þau eru vel lukkuð, eins og sagt var. Á sumrin fer Guðbrandur gjarnan heim f Broddanes. Seg- ist ekki gera neitt annað þar en labba um með stafinn sinn og hafa gaman af að horfa á vinnu- brögðin, sem eru svo gerólík því sem hann átti að venjast. Eitt hafa þau i för með sér, sem ekki er algott að hans dómi. Börnum og unglingunum er næstum ofaukið. Þau hafa eng- in verkefni við heyskapinn fyrr en þau komast á vélarnar. Og konurnar komast heldur ekki i útiverk. Húsbóndinn fer með sláttuvélina og situr á henni, siðan með tætarann og heyið fer beint á vagn, sem hvolft er úr í gryfjuna heima, segir hann. Tengdasonur minn gefur nú orðið ekkert nema votheys- verkað hey. Hann er nýbúinn að byggja heygeymslu sem þannig er útbúin að hann getur hvolft úr vagninum beint i hana. Þann hátt hafa flestir á nú orðið á Ströndum og eru ekki eins háðir veðráttunni sem fyrr! Þeir geta haldið áfram að heyja jafnt og þétt. Þetta held ég að séu mestu umskiptin í mina tið. — Og nú býrðu og vinnur í borginni? — Já, það eru mikil viðbrigði. Ég get ekki vel áttað mig á þvi. Ég get ekki skilið að bóndi, sem búinn er að lifa í fámenni og við fábreytt lif, skuli á gamals- aldri geta samrýmst svo vel nýju starfi og mörgu fólki. En framhald á bls. 17

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.