Morgunblaðið - 16.01.1977, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 16.01.1977, Qupperneq 15
mest, — heimsóknir móður sinnar og bækur. N æstu þrjú árin var Nina Bokovskaya óþreytandi að senda áskoranir og bænarskjöl til meðal a'nnars sovézkra yfirvalda, blaða á Vesturlöndum og Amnesty International. Þá töluðu máli hans Sakharov, Solzhenitsyn og aðrir sovézkir andófsmenn, auk ýmissa brezkra menntamanna fyrir tilstilli Davids Markham. Þrátt fyrir þetta var Bukovsky dæmdur í febrúar 1974, og var honum nú gert að sitja í þrjá mánuði í fangelsi sem starfrækt er innan Perm- þrælkunarbúðanna. Þar fór hann í hungurverkfall og varð líkam- legt ástand hans svo slæmt, að hann var leystur úr haldi 11 dög- um fyrr en ráð hafði verið fyrir gert. Þremur dögum eftir að fanga- vistinni lauk var einn samfanga hans, Úkraínumaðurinn Evgeny Pronyuk, svikinn um að fá eigin- konu sina í heimsókn, og varð það til þess að Bukovsky og 24 aðrir fangar lögðu niður vinnu og lýstu yfir hungurverkfalli. Það stóð i mánuð, en að þvi búnu var Bukovsky sendur enn á ný í Vladimir-fangelsið. í Perm-búðunum hafði Bukovsky komizt í kynni við and- ófsmanninn Semyon Gluzman, sem reyndar var geðlæknir að mennt, og i sameiningu sömdu þeir ógnvekjandi ritsmíð undir titlinum „Geðfræðilegar leið- beiningar fyrir andólfsmenn". geyma upplýsingar um aðferðir þær, sem notaðar eru til að þvinga menn til vistar í geðsjúkrahúsum og gerir grein fyrir geðfræðileg- um grundvallaratriðum sem nauðsynlegt er að kunna skil á til að geta varizt því að verða úr- skurðaður „óábyrgur gerða sinna“. Þegar Bukovsky kom úr Perm- vistinni í Vladimír-fanglesið, þar sem hann var þar til hann var látinn laus í desembermánuði s.l„ tók við svelti, einangrun tím- unum saman og vist i klefum þar sem hitastigið var venjulega fyrir neðan frostmark. Hann lét engan bilbug á sér finna, en heilsan var tekin að bila, og hrakaði henni stöðugt. Hann var með bólgu í báðum lungum og í lifrinni, og mataræðið, sem að mestu var kál, saltfiskur og dökkleitt, tormelt brauð, hafði nú orsakað magasár. Svo léleg var heilsan orðin, að læknar töldu hverfandi líkur á þvi að hann mundi lifa af þau sjö ár, sem hann átti eftir að búa við þessi skilyrði. En kjarkurinn bil- aði ekki. Hann tók áhættuna á því að fá víðbótardóm þegar hann mótmælti því að klefafélaga hans, Gunnari Rodel, var neitað um læknishjálp. Þegar Vladimir Bukovsky kom til Lundúna á dögunum, var að því spurður hver væri skýring- in á því að hann hefði aldrei gef- izí upp. Svarið var þetta: „Spurningin er hvort maður hefur öðlazt innra frelsi. Þann, sem hefur öðlazt þetta innra frelsi, sem fæst með því að vera trúr hugsjónum sín- um og bregðast ekki vinum sín- um, geta þeir ekki svipt frelsinu. Sjálfsmorð kæmi frekar til greina H ann bætti við með þeirri auðmýkt, sem honum er eiginleg: „Fyrir mig var þctta auðveldara en ýmsa aðra. Ég vissi að þúsund- ir manna fylgdust með mér. Þann stuðning hafa ekki allir. og þeir þjást meira en ég gerði.“ F ramtíð Bukovskys er enn óráðin, — það er f svo mörg horn að líta. Hann langar til að hefja háskólanám í geðlækningum. Hann langar líka til að skrifa bók og hann vil berjast fyrir frelsun pólitiskra fanga, — ekki aöeins í Sovétríkjunum, heldur alls staðar í heiminum. Um miðjan janúar fer hann til Hollands og síðan til Bandaríkjanna. I stuttri hendingu hefur Bukovsky útskýrt hugsjón sína betur en hann gæti gert í nokkr- um sjónvarpsþætti. Þessi ummæli komu fram í sögunni „Stjörnur", sem hann skrifaði fyrir nokkrum árum. Þar segir frá því er hann var lítill drengur og gekk með ömmu sinni framhjá Kreml þar sem getur að lita klukku eina mikla og fallbyssu. Þá var amma hans vön að hafa yfir rússneska þjóðvísu sem er á þessa leið: Hver skyldi hann vera, hrokagikkurinn, sem bifað getur klukkunni — eða fallhyssunni keisarans, og tekið ofan með semingi frammi fyrir hliðinu helga í Kreml? „Éig var alltaf að reyna að sjá hrokagikkinn fyrir mér," segir i sögunni. „Þarna var hann kom- inn, stóð með hendur á mjöðmum við Spassky-hliðið, og reigði sig svo langt aftur á bak, að húfan var næstum dottin af höfði hans. Mér þótti hann svo hugrakkur;" (Höf. Observergreinar: Andrew Wilson). Volodya var venjulegur strákur — fjörugur prakkari. Nú er hann 34 ára að aldri og hefur Iftið haft af frelsi að segja sfðan hann varð fulltfða maður. Vidtal við Sakharov UPI Andrei Sakharov 1 ÞESSU viðtali brezka blaðsii The Observer segir einn helzt: leiðtogi sovézkra andófsmann Nóbelsverðlaunahafinn Andr< Sakharov, að frelsun Bukovskys hafi verið einn af stórviðburðum ársins 1976. í svörum hans við spurningum Alberts Axelbanks koma fran nöfn ýmissa andófsmanna, sei er hætta búin um þessar munci- ir. Hann mælir með viðtækum skiptum á pólitiskum föngum og gerir grein fyrir ágreiningi sínum við Alexander Solzhenitsyn vegna „détente“ — stefnunnar margumræddu Sakharov er 55 ára að aldri, en þegar Axelbank hitti hann að máli i Moskvu nýverið vakti athygli hans að Nóvelshafinn litur út fyrir að vera mun eldri. Hann þiggur enn laun sem með- limur sovézku vísindaaka- demíunnar, en megninu af tima sinum ver hann í þágu sovézkra andófsmanna, heima og heim- an. Hvers væntið þér af ár- inu 1977? — Ég vænti þróunar i þá átt að pólitískir fangar hvar sem er verði náðaðir. Sem fyrsta skref á þeirri leið eru fangaskipti fyr- irtakshugmynd, enda þótt ég voni, að áður en yfir likur fari freslun pólitískra fanga fram af frjálsum og fúsum vilja þeirra rikisstjórna, sem um er að ræða. Tókst mannréttinda- hreyfingunni í Sovétríkj- unum að koma málum sfnum áleiðis á árinu 1976? — Einn helzti tilgangur sam- taka andófsmanna er að vekja Sjálfur get ég ekki hringt til útlanda, hvort sem ég reyni það hér heima hjá mér, i pósthúsum eða heima hjá vinum mínum. Hvernig bregðizt þér við öllum þessum hjálparbeiðnum? — Ég byrja á þvi að reyna að skilja aðkallandi mál frá þeim, sem virzt geta gildrur KGB. Til dæmis að taka, þá barst nýlega tilboð um að mótmæla ofsókn- um á hendur kynvillingum, og það held ég að hafi verið gildra. En fyrst og fremst reyni ég að vekja athygli umheimsins á of- sóknunum, sem eiga sér stað. (I þessu sambandi minntist Sakharov á andófsmenn, sem hann sagði að hefðu þörf fyrir einhvers konar alþjóðlegar varnaraðgerðir, þar á meðal líf- fræðinginn Sergei Kovalev, sem sagður er sjúkur í fanga- búðunum, geðlækninn Semyon Gluzman og Mustafa Jamilev, Yefraim Yenkelovich, eigin- manns stjúpdóttur minnar. Hann hefur verið atvinnulaus í heilt ár, eða síðan hann fór með mér til Vilnius til að vera við réttarhöldin yfir Kovalev. Hann verður stöðugt fyrir ögr- unum, sem eru jafnvel hættu- legri fyrir hann en mig. Fyrir tveimur dögum var hann kall- aður fyrir, og ég fór með hon- um. Þeir vildu fá að vita hvers vegna hann væri ekki i vinnu, og hann sagðist hvað eftir ann- að reynt að fá vinnu, en sér væri alltaf vísað frá þegar til kastanna kæmi. Þá var lagt til að hann færi í læknisskoðun svo hægt væri að ganga úr skugga um hvort hann væri vinnufær. Útlitið er alvarlegt, þvi að slik uppástunga er afar óvenjuleg. Það er vitað mál, að i slíkum tilvikum kemur til greina að viðkomandi sé úr- skurðaður geðveikur. Þarf að varast gildrur KGB athygli umheimsins á ofsókn- um, og enda þótt þar hafi ár- angurinn ekki orðið mikill, þá er hann þó umtalsverður. 1 þvi sambandi er ástæða til að nefna hlutverk það sem ritið „Samtiðarkrónika" hefur að gegna, en það heldur áfram að koma út þrátt fyrir mikinn þrýsing. Auk þess hafa verið stofnaðar nefndir til að fylgjast með efndum Helsinki- yfirlýsingarinnar i Moskvu, Ukrainu og Litháen. Og svo eru náttúrlega skiptin á Bukovsky og Corvalan. Hvernig verjið þér tíma yðar um þessar mundir? — Siminn glymur frá morgni til kvölds. Fólk kemur hingað af ólíklegustu ástæðum, — þar á meðal skáld og visindamenn sem ekki eru viðurkenndir af stjórnvöldum. Þessi stöðugi gestagangur hrjáir mig siður en fjölskyldu mína. (Hér tekur Yelena eiginkona hans fram i, og segir: „Okkur langar til að lifa eðlilegu Iifi. Ég þoli ekki orðið að búa á þessari járnbrautarstöð.") Hringja margir erlend- is frá? — Á hverjum degi eru nokkr- ir sem reyna það. Sjaldan riæst samband, en þegar það næst er það rofið nær samstundis. sem mjög hefur barizt fyrir málstað Krimtatara. Einnig nefndi hann Gabriel Superfin, fyrrum aðstoðarmann Solzhenitsyns, og Valentin Zosimov, flugmanninn, sem flúði til íran, en var síðan fram- seldur sovézkum yfirvöldum fyrir skömmu.) Hvað er að segja um Zosimov? — Fyrir nokkru komumst við að þvi að íranir hefðu framselt hann enda þótt ástæðan fyrir flótta hans hafi verið sú, að Sovétrikin meini þegnum sín- um að lifa frjáisu lifi, enda þótt slik grundvallarréttindi eigi að heita tryggð með alþjóðasamn- ingum. Engum stafaði ógn af því sem hann hafði gert, og nú er honum mikil hætta búin. Mér finnst mál Zosimovs vera þess eðlis, að fulltrúar alþjóða- samtaka ættu að fá leyfi til að hitta hann að máli og sérstak- lega finnst mér að Bandarikja- stjórn ætti að láta sig málið skipta. Zosimov bað um hæli sem pólitiskur flóttamaður í Bandarikjunum. Þeirri mála- leitan var hafnað enda þótt Belenko, sem lenti MIG-25 þot- unni i Japan, fengi þar hæli. Persónulegar ástæður yðar? — Ég ber sérstakan kvíðboga fyrir þvi hver verði örlög Hvernig er sambandi ykkar Solzhenitsyns hátt- að? — Við höfum aldrei verið nánir persónulegir vinir, þar sem leiðir okkar hafa aldrei legið saman svo slíkt mætti verða. En ég held, að við virð- um enn hvor annan. Ríkir grundvallar- ágreiningur ykkar á milli? — Það væri nær lagi að segja, að um væri að ræða skoðana- skipti. Það er Iíka eins og vera ber milli manna, sem hafa frjálsa hugsun. Eruð þér hálfvolgir í afstöðunni til „détente"? — Nei. Ég hef þá trú, að „détente" sé eini valkosturinn þegar frá er skilin útrýming mannkynsins i kjarnorkustyrj- öld. En ég held, að vestrænar þjóðir verði að gera sér grein fyrir þvi, að þær eiga við risa- vaxið einræðisveldi að glíma, og með tilliti til þess verði að rikja eining milli vestrænna þjóða. Þær verða að halda þvi til streitu, að að með „détente" sé meðal annars átt við hugsjónalegt „détente" — slökunarstefnu — og það sé eina leiðin til að koma á gagn- kvæmu trausti á alþjóðavett- vangi og að koma þvi til leiðar að mannréttindi verði virt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.