Morgunblaðið - 16.01.1977, Side 17

Morgunblaðið - 16.01.1977, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16.JANÚAR 1977 17 Svar frá embætti lög- reglustjóra VEGNA fréttar á bls. 3 f Mbl. 14. janúar þar sem bornar voru upp spurningar til lögregluþjóna, hef- ur lögreglustjóraembættið I Reykjavík óskað eftir að koma eftirfarandi svari á framfæri: Lögregluvakt var við húsið Að- alstræti 12 til klukkan 17.15 á nýarsdag. Að ákvörðun rann- sóknarlögreglu var vakt hætt þá, þar sem rannsókn á vettvangi var lokið og eigendur og lögregla höfðu tekið i sína vörzlu þau verð- mæti, sem þarna voru talin vera fyrir hendi. Engin beiðni barst til lögreglustjóraembættisins í Reykjavík um frekari vörzlu við húsið. Dömur á öllum aldri í Keflavík og nágrenni ath: Frá „TOPPI TIL TÁAR" er námskeið fyrir konur á öllum aldri eða frá 1 6 ára til sextugs. Þið lærið: Almenna framkomu, rétt og betra göngulag, snyrtingu, líkamsrækt, rétt mataræði o.fl. Frá „TOPPI TIL TÁAR" er námskeið, sem hver kona ætti að notfæra sér, það hjálpar meðal annars til að auka við sjálfsöryggið og er til ánægju. Námskeiðið verður haldið í Keflavík og hefst 1 9. jan. Kennt er 2 kvöld í viku. Uppl. og innritun er í síma 8083 17. og 18. jan. Skóli Guðmundu. Námskeiðin hófustlO.janúar Getum bætt við konum í dagtímana. Leikfimi, sturtur, sauna, Ijós Sápa, sjampó, olíur og kaffi., innifalið í verði. Megrunarkúrar, vigtun og mæling. Nudd eftir leikfimitímana. Innritun í síma 42360. Heilsuræktin Heba, Auðbrekku 53, — Guðbrandur níræður Framhald af bls. 12. ég hefi kunnað prýðilega við störfin og fólkið á báðum þeim stöðum, þar sem ég hefi starfað. Ég held að það hljóti að hafa sýnt sérstaka tillitssemi gagn- vart mér og mínum verkum. Og i Reykjavík og Kópavogi kann ég vel við mig. — Ég er alveg sáttur við skaparann, sagði Guðbrandur að lokum. Ég er orðinn svo gamall, að ég skammast mín ekkert fyrir að gera mér grein fyrir því, að ekki er mér að þakka hve vel mér hefur vegn- að, heldur stendur einhver annar það að baki, sem heldur mér uppi. — Og á afmælisdaginn ætla ég að vera heima á Álfhólsvegi 21 og drekka kaffi með vinum og kunningjum eftir klukkan fjögur, ef einhverjir þeirra vilja líta inn. Og svo bið ég fyrir kveðjur til vina og kunningja. — E.Pá. — Kvikmyndir Framhald af bls.46 andans að finna galla á sviðs- setningum verksins. Eg þóttist sjó nokkra, en sjálf- sagt hafa aðrir séð aðra galla. Þegar öll byggingin er orðin alelda, er allt í einu skotið inn mynd úr herberginu, þar sem eldurinn átti upptök sin og þar er eldurinn á nákvæm- lega sama byrjunarstigi og hann var tveim tímum áður. Hvernig getur þyrla með 10:—15 m langa spaða svo til lagst upp að byggingunni til að koma Steve McQueen og krók í útsýnislyftuna? Er það fræðilegur möguleiki, að hægt sé að geyma svo mikið af vatni á einni hæð i þessu háhýsi, að það dugi til að kæfa eld, sem logar glatt á 50 hæðum? Að ekki sé talað um allt þaðvatn, sem rennur út úr turninum strax ' 135. hæð Lokaatriðið er allt hið ótrúlegasta og eldurinn er furðu fljótur að deyja út, likt og einhver hafi ákveðið, að nú væri myndin orðin nógu löng og best væri að hætta þessu. Einnig hagar þessi eldur sér nokkuð skringilega, því hann er nánast alls staðar í smáblettum, hingað og þangað um sviðsmyndina eins og til skrauts. En hverju skipta svona smáagnúar, ef blekkingin í heild sinni nær að rignegla áhorfandann í sætið? Akkúrat engu. Tilganginum er náð, blekkingin er fullkomin og hinum gömlu töfrum kvikmyndarinnar er haldið við Volkswagen og Auói árgerð 1977 bflasýning verður í sýningarsal okkar að Laugavegi 172 í DAG FRÁ KL. 1 —6 EH. Þar verða sýndir hinir glæsilegu nýju Auði-bílar Auói 80 LS Auói lOO LS AuAi-bílarnir eru frábærir að gæðum og með fullkominn tæknibúnað. — Sjón er sögu ríkari. - Komið, skoðið og kynnist Auól árgerð 1977 V.W. 1200 hefir aldrei verið betri og hagkvæmari í rekstri. Golf fallegur nútímabíll með fullkomnum búnaði. LT sendibíll hagkvæmur og fáanlegur af mörgum gerðum. Volkswagen GOOOAuöi HEKLA HF. Laugavegi 170—172 — Slmi 21240 SSP

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.