Morgunblaðið - 16.01.1977, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16.JANUAR 1977
— Jú þetta gekk allt vel fyrir sig og dótturinni heilsast bara vel,
sagði Þorbjörg Sigurðardóttir móðir fyrsta barns ársins 1977 þegar
Morgunblaðsmenn heimsóttu með þeim foreldrunum, Þorbjörgu og
Kristni Jónssyni, fyrirtæki þau sem í samvinnu við Mbl. færðu fyrsta
barni ársins 1977 ýmsar gjafir.
Dóttir þeirra Þorbjargar og Kristins var, auk þess að vera þeim
mikill gleðigjafi, fyrsta barn ársins sem áður segir. Kom dóttirin i
heiminn þegar 30 mínútur voru liðnar af nýju ári, en frumburður þessi
fæddist á Fæðingardeild Landspítalans. Reyndist stúlkan litla 15
merkur að þyngd og 52 sm að lengd.
í samvinnu við Morgunblaðið ákváðu 13 fyrirtæki að þessu sinni að
heiðra fyrsta barn ársins með því að færa því og foreldrum þess gjafir.
Þetta er annað árið í röð sem blaðið gengst fyrir þessu, og munu flest
fyrirtækjanna f ár einnig hafa heiðrað fyrsta barn ársins 1976. Þær
gjafir sem um ræðir eru yfirleitt mjög veglegar, og margar hverjar
munu þær koma sér vel á fyrstu og jafnframt mikilvægustu árum
uppvaxtar barnsins. Sl. fimmtudag sóttu þau Þorbjörg og Kristinn
heim fyrirtæki þau sem um ræðir, og siógust Morgunblaðsmenn með í
förina.
SUSEfc-*
Fyrst lá leiðin f Kjötmiðstöðina við Lauga-
læk. Þar afhenti Hrafn Bachman for-
eldrum og dóttur stóra og mikla matar-
körfu að gjöf frá verzluninni.
Hjá Myndiðjunni Ástþór afhenti Óli Páll
Kristjánsson Ijósmyndari foreldrunum að
gjöf skfrteini fyrir myndatöku f lit af
barninu og foreldrum, og einni litfilmu og
framköllun á henni. Og þar sem foreldrarn-
ir áttu ekki myndavél var snarlega bætt úr
því með þvf að láta Hanimex-vasamyndavél
fylgja með.
Var nú haldið niður f Þverholt 19 þar sem
Sól hf. er til húsa. Afhenti Haukur Gröndal
foreldrunum þar skírteini upp á að
barninu (og foreldrunum) væri boðið upp
á ókeypis Tropicana-appelsfnusafa f eitt ár.
Við afhendinguna þótti viðeigandi að
drekka glas af „sólargeislanum“.
Lá nú leiðin niður Laugaveginn. Litum við
inn f Leikfangabúðina við nr. 72 og þar
afhenti Grétar Eirfksson verzlunarstjóri
forldrunum þenna hjólahest, sem er eitt
hinna vönduðu Fisher-Price leikfanga. f
hestinum bæði hneggjar og brestur.
FÁLKINN*
Suðurlandsbraut 8.
Þá var litið við i t- álkanum að Suðurlands-
braut. Ólafur Haraldsson afhenti forláta
ungharnastól með áföstu borði.
Jón °9 $^0
Við nr. 70 er úra- og skartgripaverzlun Jóns
og Óskars, en þeir félagar gáfu dótturinni
silfurmyndaramma og stáihnffapör og for-
eidrunum fullkomna vekjaraklukku. Það
er Óskar sem er nær á myndinni en Jón
fjær.