Morgunblaðið - 16.01.1977, Page 22

Morgunblaðið - 16.01.1977, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16.JANÚAR 1977 MYNT Kaupglaður mað- ur fer á kreik ÞAÐ hefur löngum verið haft á orði, að I Bandarfkjunum væri allt til. Ekki alls fyrir löngu kom maður að nafni Stephen Holcombe inn I banka I Traverse City í Michigan, framvísaði 100.000 marka seðli þýzkum og bað gjaldkera að skipta honum I dollara. Gerði gjaldkeri það vafningalaust. og borgaði Holcombe 40.000 dollara (7.5 millj.kr). Hann athugaði það ekki, að 100.000 marka seðillinn var gefinn út árið 1923, var ,,ekki túskildings virði og hafði aldrei ver- ið", eins og bankamaður einn komst að orði síðar. Á þvi herrans ári 1 923 var svo mikil verðbólga í Þýzkalandi, að fá dæmi eru til sliks og lá þá við að menn yrðu að aka seðlurti í hjól- börum út i búð til að fá eitt fransk- brauð. Áður en Holcombe fór i bankann hafði hann lagt leið sina til umboðs manns International Harvester á staðnum og vildi kaupa spónnýjan Scoutbíl, sem kostaði 7000 dollara (1.3 millj.kr.) Umboðsmaðurinn kvaðst ekki geta tekið við 100.000 marka seðlinum. Þó hringdi hann í banka og spurði hvers virði 100.000 þýzk mörk væru i dollurum — en gleymdi að geta þess, hve gamall seðillinn væri. Var honum sagt, að pappirinn væri 40.000 dollara virði. Hann treystist samt enn ekki til að taka hann og lauk svo viðskiptum höfðingi; gaf lyftuverðinum m.a. 900 dollara (170 þús.kr) i þjórfé. Sagði Holcombe slðar um það: ,,Nú, mér fannst hann bara stjórna lyft unni afburða vel og vildi sýna honum einhvern viðurkenningarvott". Holcombe hélt nú út að kanna verzlanir Í Chicago. Keypti hann dýrt og fint segulbandstæki, tvihleypta haglabyssu, skambyssu og veiði- stöng. Svo ók hann aftur heim til Traverse City. En þá var kauptiðin á enda Lögreglan veítti Holcombe varmar viðtökur og tók af honum öll hin nýfengnu leikföng. ,,Þeir brutust inn til min", sagði Holcombe, ,,og hirtu allt dótið, bílinn líka, og 5.200 dollara i peningum (970 þús.kr). Svo drógu þeir mig niður i banka og létu mig skrifa undir eitthvert skjal. Þar fór það, sem ég átti eftir inni í bankanum". Ekki hafa verið bornar fram kærur á Holcombe nema bankinn i Traverse City vill fá þá rúma 18.000 dollara (3.4 millj. kr.), sem honum tókst ekki að endurheimta. Yfir- heyrslur i þvi máli áttu að hefjast i nóvember, en þeim var frestað og óvíst, hvenær þær verða. Sá kaupglaði maður Holcombe sagði aðspurður, að 100.000 marka seðillinn hefði verið i eigu sinnar fjölskyldu frá þvi hann myndi eftir SÝNISHORN — Stephen Holcombe heldur á samskonar peningaseðli og hann fékk innleystan þeirra Holcombes að sinni. En stuttu seinna kom Holcombe aftur, var þá búinn að fara i bankann og dró 40.000 dollarana upp úr vasanum. Keypti hann nú Scoutinn. Hann ók svo af stað og kom viða við. Keypti hann jafnan nokkuð á hverjum stað. Segist hann eiga margar góðar endurminningar um frá þeirri kaup- tíð, þótt hún stæði stutt. Hann ók, sem leið lá til Chicago og settist að á hóteli Þar þótti hann hinn mesti sér. Móðir hans hefði eitt sinn verzl- að með fornmuni og væri seðillinn Ifklega til kominn þannig. Móðir Holcombes er nú hætt fornmuna verzluninni og vinnur I snyrtistofu. Hún tók fréttunum af syni sínum þunglega. „Hann er góður drengur og heiðarlegur", sagði hún hálfgrát andi. „Hann kann að vera svolítið klikkaður. Kannski er hann snarbil aður. En þeir áttu samt ekki að fara svona illa meðhann. . ." SJUKDOMAR „HJARTABÍLL" — Sé8 inn I annan neySarbtl RKÍ, sem gefinn var til minningar um Hauk Hauksson blaSamann. Hjartad: Skjót vidbrögð geta skipt sköpum Talið er, að 100 þúsund manna látist i hjartaáföllum I Bandarikjunum á ári hverju af því. að sjúkdómurinn varð ekki greindur nógu fljótt, ellegar þeir létu hjá líða að leita læknis, þótt þeir hefðu fengið aðkenningu af yfirvofandi hjartakasti. Auk þess munu tugir þús- unda blða óþarfar hjartaskemmdir af sömusökum. Til dæmis er þessi saga: Stjórnmála- maður nokkur var að halda ræðu eftir miðdegisverð með hópi kjósenda Maðurinn var á fimmtugsaldri. Þar sem hann er nú I miðri ræðu sinni kennir hann allt I einu mikils sársauka fyrir miðju brjósti, fær svima og verður andstuttur. Hann hélt þó áfram að tala Fannst honum nú sem sárindin færð- ust upp I hálsino og urðu þau þar áfram. Hann imyndaði sér, að fiskbein hefði hrokkið niður I hann og þegar hann var laus af fundinum fór hann rakleitt til háls-, nef- og eyrnalæknis. En læknirinn fann hvergi neitt fiskbein. Stjórnmálamaðurinn hélt þá aftur heim I hótel sitt I fylgd með aðstoðarmönn- um slnum. Á leiðinni leið hann út af og var fluttur I sjúkrahús samstundis. Þar kom I Ijós, að hann hafði fengið hjarta- kast Þetta er gott dæmi um viðbrögð margra við hjartaáföllum Þeir fást ekki til að trúa þvl, að alvara kunni að vera á ferðum Þegar þeir kenna sársauka telja þeir sér trú um það að hann eigi sér upptök alls annars staðar en I hjartanu Oft vaða aðstandendur sjúkl- inganna og I sömu villu, telja sér trú um það. að ekkert hættulegt sé að og leita þá ekki læknisráða Það er svo sem skiljanlegt, að menn vilji sízt af öllu viðurkenna það, að þeir kunni að vera komnir I llfshættu. Það hefur komið I Ijós I rannsóknum, að algengt er, að fjórir eða fimm tlmar llði frá þvl, að menn fá aðkenningu af hjartakasti og þar til þeir koma I sjúkrahús. Reyndar er ekki ótltt, að menn gangi dögum saman með sárindi, sem benda til yfirvofandi hjartakasts, en ekkert sé gert þeim til bjargar fyrr en þeir detta niður. Fyrsta klukkustundin eftir hjartaáfall er mönnum hættulegust Á þeim tlma látast 40—75% sjúklinga, en flestum þeirra hefði mátt bjarga. Meinið er, að flestir sjúklingar koma ekki til læknis fyrr en mesta hættan er gengin yfir. Það er til stórvandræða, að fáir sjúkl- ingar þekkja einkenni hjartaáfalls Þá er það, að einkenni þessi eru oft og tíðum fremur væg og hætt við þvl, að þau séu kennd einhverju öðru en hjartasjúkdómi Núfá 70—90% sjúkl- inga sllk sárindi I brjóst, að þeir verða að fella niður verk s!n samstundis En það er misskilningur, sem margir halda. að hjartaáföll lami menn ævin- lega, öndun stöðvist og menn riði til falls. Ekki heldur fá menn ævinlega snöggan sting I hjartað. Sársaukinn er fremur óþægilegur þrýstingur, eða kreistingur I miðju brjósti aftan við bringubeinið, líkt og þungur sandpoki legðist ofan á mann fyrir hjartastað Sársaukinn getur svo liðið upp I öxlina, hálsinn og út I handlegginn. Hann llður stundum hjá og kemur aftur á dálitlum fresti. Stundum hverfur hann svo, að skiptir klukkustundum, eða dögum Þá er algengt, að maður með hjartakast finni til svima, almenns las- leika og ógleði og hann verði andstutt- ur. Margir sjúklingar kenna slík sjúk- dómseinkenni meltingartruflunum. Svo virðist að minnsta kosti af þvl, að algengast er, að menn grlpi til einhvers sýrulyfs, er svona ber undir. Það er oft, að menn finna fyrst til yfirvofandi hjartakasts, er þeir reyna óvenjumikið á sig, andlega eða llkam- lega En annars geta hjartaköst riðið yfir hvenær sem er, hvar sem er og við hverjar aðstæður sem eru, hvort heldur er I vöku eða svefni Eins og fyrr var sagt dregur það fjölmarga til dauða, að þeir þverneita þv! bæði við sjálfa sig og aðra, að þeir geti verið hjartveikir Menn hyllast til að hugsa sem svo, að „slikt geti ekki komið fyrir þá '. Mörgum er líka óljúft, að „valda ónæði' ellegar vekja lækni o.s.frv. Kenni menn óþæginda og þau haldi áfram grlpa þeir heldur til ein- hverra húsráða. ( einni rannsókn kom á daginn, að fleiri en 90% manna, sem kenndu sársauka fyrir brjósti gripu til þýðingarlausra eða jafnvel hættulegra lyfja, sem fengust án lyfseðils. Var það hvaðeina frá meltingartöflum tíl áfeng- is Helft sjúklinganna, eða um það bil, reyndi jafnvel meira á sig eftir en áður, svo sem til staðfestingar þvl, að ekkert gengi að þeím. Loks er svo að nefna þá, sem vita fullvel, að þeir eru að fá hjartakast en gera ekkert við þvl vegna þess, að þeir vilja fremur deyja en lifa við „örkuml", sem „hjartasjúklingar" eða „krypplingar", eins og sumir orða það. Þeir brygðu kannski við ef þeir vissu það, að langflestir þeirra, sem komast yfir hjartakast eru alls engir „krypplingar". Flestallt þetta fólk lifir eðlilegu llfi áfram og margt lengi, og hefur enga sérstaka fyrirhöfn af hjört- um slnum —JANE BRODY. PORTÚGAL - Árið 1974 var hægri sinnuðu einræðisstjórninni i Portúgal steypt og vinstri menn tóku völd- in. Nú f desemberbyrjun gaf for- setaembættið þar í landi út skýrslu þar, sem segir, að vinstri- sinnaðir herforingjar hafi staðið fyrir viðtækum pyntingum, gjör- ræðislegum handtökum og margs kyns ofbeldi öðru eftir valdatök- una, og hafi gengið á þessu það hálft annað ár, sem þeir réðu lög- um og lofum. Mörg hundruð Portúgala sættu „grimmdarlegri og niðurlægjandi meðferð", að þvi, er segir I skýrsl- unni. Mörg dæmi eru talin. Meðal þeirra það, er hermenn börðu fanga nokkurn á iljarnar, héldu logandi eldspýtum að höfði hans, beindu innrauðum geislum I augu hans langtímum saman og neyddu hann til að horfa á, er þeir mis- buðu eiginkonu hans. 1 skýrsl- unni er komizt svo að orði, að „viðbjóðslegum hvötum hafi SVIPUR MARTIN Sostre (myndin) er einn af fáum skjólstæðingum Amnesty International í Randa- rfkjunum. Hann kom til Lundúna fyrir skömmu í tilefni af þvf, að nú er hafið ár þeirra, sem sitja í fangelsi fyrir sannfæringu sfna. Sostre gat þó ekki verið lengi f London. Ilann á nefnilega yfir höfði sér skilorðsbundinn dóm þar til ðrið 2001 og mð ekki vera ð brott úr Ney York lengur en þrjð daga f senn. En dóminn hlaut hann fyrir afbrot, sem hann framdi aldrei. Sostre var dæmdur f 40 ðra fangelsi. Það var þungur dómur; Sostre er orðinn 53 ðra gamall. Ilann slapp svo út I fyrra fyrir atbeina Amnesty, og helgar nú krafta sfna barðttunni fyrir frelsi og almennum réttindum allra manna. „Nú veit ég með vissu, að almenningur getur fengið nokkru Maðurinn sem missti ekki kjarkinn ðorkað f svona málum", segir hann. „Eg hélt áður, að það væri tómt tál. En ég komst að raun um annað með ðþreifanlegum hætti“. Sostre komst I kast við lögin, er hann stofnaði bókaverzlun f Buff- alo I New Yorkrfki og fór að verzla með pólitfsk rit. Hann vann jafnframt f stálverksmiðju. „Betri borgarar“ fóru brðtt að Ifta bókaverzlun Sostres óhýru auga. Þangað dreif að fátækt fólk, sem sat þar löngum og las f bók. Það voru vitanlega bækurnar, sem góðborgararnir litu illu auga. Þær voru pólitfsks efnis mestan part og róttækar. Sostre bóksali lét ekki við það sitja að selja mönnum eða IJa bækur, heldur hélt hann gjarna fyrirlestra f því skyni að hrista dðlitla pólitfska vitund upp f viðskiptavinunum. Einkum reyndi hann að koma atvinnulausum unglingum I skilning um það, að þeir ættu að Iðta af bardögum innbyrðis en berjast gegn „kerfinu" þess f stað. Mönnum f Buffalo er fæstum gefið um róttækar stjórnmðla- skoðanir. Þar kom, að lögreglan fór að gefa gaum að Sostre. Lögregluþjónar fóru að aka fram og aftur utan við verzlun hans, skyggnast inn og athuga við- skiptavinina, ellegar þeir sðtu f bilum sfnum handan götunnar svo, að tfmum skipti. 1 júlf 1967 urðu óeirðir í Buffalo og þegar leiðtogar blökkumanna komu ð vettvang og reyndu að jafna sakir æstust unglingarnir, sem vöndu komur sfnar til Sostres, og grýttu þá. Hðlfum mánuði sfðar var Sostre tekinn og honum gefið ýmislegt að sök — Ifkamsðrðs, fkveikja, sala ffknilyfja og það að hafa kennt unglingum undir lögaldri að búa til Mólótoff sprengjur. AII- ar þessar kærur voru Iðtnar niður falla fyrir réttarhöldin — nema ein. Það var kæran um ffknilyfja- sölu. Hún var reist ð vitnisburði gamals ffknilyfjaneytanda, Arto Williams. Hann bar það, að Sostre hefði selt sér ffknilyf. Var Sostre dæmdur fyrir vikið og hlaut 40 ðra dóm. Ilann missti þó ekki kjarkinn. 1 fangelsinu lagði hann stund ð lög og varð „fangelsislögmaður", tók að sér að draga fangaverði og yfirmenn f fangelsum fyrir rétt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.