Morgunblaðið - 16.01.1977, Síða 25
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16.JANUAR 1977
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16.JANUAR 1977
25
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulitrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthfas Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10100.
Aðalstræti 6, simi 22480.
Áskriftargjald 1 100.00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 60.00 kr. eintakið.
Mannréttindabarátta
í Austur-Evrópu
Sagan endurtekur sig, segir máltækið. Á tfmum keisaradæmis
í Rússlandi mynduðust vfða f Vestur-Evrðpu nýlendur landflðtta
Rússa, er margir hverjir voru frumherjar hins nýja þjððskipulags,
sem nú er 60 ára reynsla af í Sovétrfkjunum. Og enn eru nýlendur
landflðtta Sovétmanna vfða um hinn frjálsa heim. Hið nýja alræði
hefur dregið dám af þvf gamla. Fðlk, sem ekki hefur átt skoðanalega
samleið með ráðandi aðilum, hefur neyðst tal að yfirgefa feðraslðð sfna
og leita nýrra heimkynna, þeirra á meðal heimsþekkt skáld, vfsinda-
maður, skákmenn og fþrðttamenn. Og viðurstyggð kynþáttafordóma
gegn Gyðingum blómstrar á ný f Sovétrfkjunum.
Allir kunna skil á uppljðstrunum Sovétmanna sjálfra um voðaverk
Stalfnstfmabilsins. En ástandið hefur Iftið breytzt. fangelsanir og
geðveikrahæli gegna enn sínu hlutverki austur þar. Hins vegar er sú
breyting að verða á, að Sovétstjórnin treystir sér ekki lengur til að láta
andstæðinga sfna hverfa sporlaust. Og hún á æ erfiðara með að tjðnka
við þá. Þess vegna hefur hún gripið til þess að gera þá útlæga. Sú er
meginorsök fyrir tilvist hinna nýju nýlendna landflðtta Rússa.
1 gær var hér í leiðara blaðsins vitnað til viðtals við fslenzkan
skipstjðra, sem dvaldist tvo mánuði f Póllandi, um aðbúð alls almenn-
ings þar f landi, vöruþurrð og verðhækkanir. Þar f landi hefur bðlað
mikið á andðfi verkafðlks gegn ráðandi aðilum, sem brotizt hefur út f
beinum átökum. Fjöldi verkamanna hefur þar verið handtekinn.
Réttarhöldin yfir verkamanninum Josef Smágowski vöktu athygli um
gjörvallan heim. En það sem mestu máii skaptir er e.t.v. sú staðhæfing
fréttaskýrenda, að þar f landi sé f raun að myndast stjðrnarandstaða,
sem samanstandi af þremur megin þáttum: verkamönnum, mennta-
mönnum og kaþðlsku kirkjunni. Þessi „stjðrnarandstaða“ sé svo sterk,
að stjórnvöld neyðist senn til að semja við hana, nema þau grfpi til
þess að brjðta hana niður með hervalda, en beiting rússnesks hervalds
á sér fordæmi bæði f Tékkóslóvakíu og Ungverjalandi.
Nýjustu fréttir frá Tékkóslóvakfu bera þess ljósan vottinn að
stuðningsmenn Dubceks eiga þar enn sterkar rætur. Allstór hópur
kunnra menntamanna þar f landi hefur látið frá sér fara yfirlýsingu,
sem kölluð hefur verið „Mannréttindi 1977“, og borizt hefur vestræn-
um fjölmiðlum. Undir þessa mannréttindayfirlýsingu rituðu m.a. Jiri
Hajek, fyrrverandi utanrfk’sráðherra, Vaclav Havel leikritaskáld, og
Jan Patocka heimspekiprðfessor. 1 kjölfar hennar fylgdu fjöldahand-
tökur og yfirheyrslur. En tékknesk yfirvöld hafa ekki treyst sér til að
sýna fyrri hörku f meðferð handtekinna enn sem komið er og hvað sem
verður.
Fréttir berast og um vfðtækar andðfsaðgerðir í Austur-Þýzkalandi.
Þar hafa stjðrnvöld neyðst til að grfpa til rússnesks fordæmis um
brottvísun úr landi. Nægir f þvf efni að minna á a-þýzka listamanninn
W'olf Biermann, sem telur sig sðsfalista. Sfðustu fréttir greina frá
fangelsun fðlks sem leyfði sér að mótmæla útlegð Biermanns.
Aþekk dæmi væri hægt að tína til úr flestum A-Evrópurfkjum. Sú
spurning leitar þvf á hugi manna, hvort þetta stjðrnkerfi, sem hefur
valdið fleiri mönnum vonbrigðum en nokkurt annað, muni fyrr en
menn hingað til hafa gert ráð fyrir gliðna innan frá. Sú spurning styðst
við þá staðreynd, að það er hægt að fangelsa og Iffláta menn en ekki
skoðanir og hugsjónir. Þær lifa af hvers konar ofbeldi og skepnuskap.
Augljðs tengsl eru milli þessarar þrðunar f Sovétrfkjunum og
A-Evrðpu og nýrrar stefnumörkun kommúnistaflokka f V-Evrðpu,
einkum á Italfu, Frakklandi og Spáni. Italskir kommúnistar hafa tekið
afstöðu með aðild lands sfns að Atlantshafsbandalaginu'. Foringi
þeirra segir að auðveldara sé að framfylgja frjálsum sðsíalisma innan
en utan varnarbandalags vestrænm rfkja. Foringi spánskra
kommúnista telur og rétt að Spánn fái aðild að EBE og og Nato. Hann
gengur jafnvel svo langt að telja æskilegt að bandarískar herstöðvar
verði áfram á Spáni. Báðir rökstyðja þeir afstöðu sína með þvf að rangt
sé að raska núverandi valdajafnvægi f heiminum. Þessi breytta afstaða
ber þó ekki sfður vott um viðleitni til að hasla sér völl f sjálfstæðri
afstöðu gagnvart Sovétrfkjunum. Alþýðubandalagið er einn af fáum
slfkum flokkum f V-Evrðpu, sem enn heldur fast við hina gömlu
Moskvulínu f afstöðu sinni til Atlantshafsbandalagsins.
Þessi breytta afstaða vestrænna kommúnistaflokka hefur á sinn hátt
styrkt afstöðu mannréttindahðpa austan járntjalds. Þannig sagði
tékkneski andðfsmaðurinn Kohouts f viðtali við fréttamenn Reuters:
„Hvernig sem allt fer vona ég að kommúnistaflokkar á Vesturlöndum
geri sitt bezta til að koma f veg fyrir að mannréttindayfirlýsing
Sameinuðu þjððanna verði fðtum troðin f Tékkðslðvakfu.“ Hætt er við
að málið fái ekki þann hljðmgrunn f Þjððviljanum, sem tékkneski
andðfsmaðurinn vænti.
Nýlega undirstrikuðu tvö rfki tilvist pðlitfskra fanga opinskátt.
Þetta voru Sovétrfkin og Chile. Þau sömdu einfaldlega um að skipta á
tveimur slíkum, verzla með einstaklinga og skoðanir þeirra. Þessi
heimssögulegi atburður varpar nýju Ijðsi á mannréttindabaráttuna
austan tjalds. Hann svarar að vfsu ekki spurningunni um, hvort þetta
stjðrnkerfi muni gliðna innan frá. En hann áréttar þá brýnu þörf sem
er á siðferðilegum stuðningi frjálshyggjumanna um gjörvallan heim
við mannréttindabaráttu f rfkjum kommúnismans.
Rey k j aví kurbréf
Laugardagur 15. janúar
Lýðveldi og
herstöðvar
Minnzt var á siðasta hefti Skírn-
is í Reykjavíkurbréfi fyrir ára-
mótin og ekki ástæða til að vega í
sama knérunn að öðru leyti en því
að höggva lítillega í athyglisverða
grein, sem í ritinu birtist, Lýð-
veldi og herstöðvar, eftir Þór
Whitehead. Grein þessi hefur
sýnilega vakið verðskuldaða at-
hygli, en þó hefur samt farið fyrir
henni eins og ýmsu öðru, sem lent
hefur í fjölmiðlaskolpræsum is-
lenzkrar samtiðar, að hún hefur
verið misnotuð á hinn herfileg-
asta hátt — og þá einkum í mál-
gagni kommúnista, þar sem reynt
hefur verið að nota hana i því
skyni að gera leiðtoga lýðræðis-
flokkanna á árunum eftir síðari
heimsstyrjöld að ófyrirleitnum
tækifærissinnum, eða jafnvel ill-
skeyttum landráðamönnum. Hérí
Reykjavíkurbréfi hefur oft verið
minnzt á þessi landráðabrigzl,
sem virðast vera einhverskonar
sjúkdómseinkenni á mörgum ís-
lendingum og má geta þess til
samanburðar, að það heyrir til
algerra undantekninga í sið-
menntuðum lýðræðisríkjum að
vega þannig stöðugt að æru
manna og orðstír, þó að gerðir
þeirra séu gagnrýndar með öðr-
um hætti. Menn hafa fyrr og síðar
verið á öndverðum meiði um það,
hvernig ríkjum þeirra sé bezt
borgið, og hefur það átt við ís-
lenzka stjórnmálamenn ekki síð-
ur en erlenda. Það er frumskylda
þeirra, sem um slík mál fjalla á
opinberum vettvangi, að kynna
sér allar heimildar, sem tiltækar
eru, svo og málavöxtu, og þá ekki
sízt að komast inn í hugarheim
þeirra, sem um er rætt. Það er t.d.
dálítið annað að standa á sjónar-
hóli ársins 1977 og fjalla um at-
burði, sem gerðust í síðustu
heimsstyrjöld eða upp úr henni,
eða þá að vera þátttakandi í þeim
hildarleik og þeim gífurlegu
átökum, sem eiga rætur að rekja
til skiptingar heimsins og valda-
röskunar, sem þá blasti við allra
augum. Sigurvegarar síðustu
styrjaldar höfðu ekki fyrr staðið
yfir höfuðsvörðum nazismans en
kommúnistar byrjuðu að leggja
undir sig lönd i Evrópu og þenja
ríki sitt út í allar áttir og hefja
með þeim hætti heimsvaldastefnu
í anda gamals, rússnesks
imperialisma. Þetta voru höfuð-
einkenni stalínismans, sem ógnað
hefur síðan lýðræðisríkjum um
allan heim og náði hámarki með
valdaráninu í Tékkóslóvakíu, sem
varð til þess að lýðræðisþjóðir
vesturálfu hrukku svo kyrfilega
við, að þær sameinuðust að lokum
í öflugu varnarbandalagi NATO,
sem síðan hefur séð til þess, að
ekkert ríki Evrópu hefur orðið
kommúnisma að bráð eða þeirri
stalinistfsku útþenslustefnu, sem
fylgdi í kjölfar síðustu heims-
styrjaldar, enda þótt Rússar hafi
gert innrás í lönd eins og Tékkó-
slóvakíu og Ungverjaland.
Þannig var sú ákvörðun Islend-
inga að taka þátt í varnarsam-
starfi vestrænna ríkja byggð á
staðreyndum sins tíma en for-
sendurnar fyrir öryggisstefnu
okkar hafa síður en svo brostið,
því miður mætti vel segja, svo
óhugnanlegt sem vígbúnaðar-
kapphlaupið er i flestum þeim
rikjum heims, sem telja hag sín-
um bezt borgið undir brýndum
spjótsoddum.
Þeir sem lesa grein Þórs White-
heads hljóta að setja sig i spor
þeirra manna, sem lifðu árin 1945
og 1946 og báru ábyrgð á fyrstu
sporum ungs lýðveldis, sem
Bandaríkjamenn höfðu átt mik-
inn þátt í að komið yrði á hér á
landi þrátt fyrir það, að þeir hik-
uðu nokkurn tíma, vegna þess að
bandamenn þearra í Danmörku
lágu í blóði sínu undir járnhæl
nazismans og með engu móti
mátti draga úr siðferðisþreki
þeirra. Þegar Bandaríkjamenn
höfðu loks sannfærzt um, að lýð-
veldisstofnun á Islandi væri rétt
og sjálfsögð, þrátt fyrir ástandið í
heiminum í miðri heimsstyrjöld,
urðu þeir fyrstir manna til að
styðja lýðveldisstofnun hér á
landi. Bandaríkjamenn voru með
herlið á Islandi þegar þetta gerð-
ist, enda þótt Bretar sæju að
mestu um þau ógnlegu átök, sem
urðu við Þjóðverja á Atlantshafi.
Bretar höfðu aðstöðu hér á landi,
sem ýmsir telja, að ráðið hafi úr-
slitum um hergagnaflutning milli
Bandaríkjanna og Evrópu, og þá
ekki sízt til Sovétríkjanna. Án
þessarar aðstoðar Bandaríkjanna
hefði þrek og geta Breta, Rússa og
annarra þeirra, sem áttu í blóð-
ugri styrjöld við möndulveldin,
ýmist í eigin landi eða i túngarð-
inum, verið brotin á bak aftur
með þeim hætti, að þúsundára
villimannaríki nazismans hefði
getað séð dagsins ljós.
Þannig átti Island og aðild þess
að átökunum þátt í því að unnt
var að hrínda af höndum sér árás-
um nazismans og efna til þess
friðar, sem átti að reisa á rústum
styrjaldarinnar, en heimurinn
hefur því miður ekki þekkt, eins
og vonazt var til. Stalín og
kompaní sáu um það, að enginn
trúði lengur á frið, sem ekki
styddist við öflugar varnir. Eftir
að Stalín og kommúnistar höfðu
sýnt klærnar í öllum áttum — og
þá ekki sízt með styrjöldinni við
Sameinuðu þjóðirnar í Kóreu —
varð íslendingum ljóst, að þeir
gátu ekki setið auðum höndum í
varnarlausu landi, og stigu það
spor að leyfa hér varnarlið á veg-
um Atlantshafsbandalagsins til
að efla öryggi Islands og tengja
það nauðsynlegu varnarkerfi
vestrænna lýðræðisríkja.
Atökin 1945
og 1946
Af grein Þórs Whiteheads má
sjá, að leiðtogar Islendinga 1945
og 1946 — og þá ekki sízt forystu-
menn Sjálfstæðisflokksins með
Ólaf Thors í fararbroddi — hugð-
ust leysa öryggismál tslands með
einhvers konar tengslum við
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
og eru til margar heimildir þess
efnis. I þeim samningi sem ís-
lenzk stjórnvöld gerðu svo við
Bandaríkin 1946, þ.e. Keflavíkur-
samningnum, var gert ráð fyrir að
bandarískt herlið færi frá land-
inu, en Bandaríkjamenn fengju
einungis aðstöðu hér á landi til að
sjá um herlið sitt í Vestur-
Þýzkalandi, en þá var álitið að
mörg ár, eða jafnvel áratugir
gætu liðið, áður en unnt yrði að
létta hernámi af Vestur-
Þjóðverjum. Það gekk þó fljótar
fyrir sig en flestir töldu, að unnt
gæti orðið, enda urðu Vestur-
Þjóðverjar fljótlega ein helzta
lýðræðisþjóð samtímans og tóku
þegar virkan þátt i samstarfi vest-
rænna lýðræðisrikja. Aftur á móti
er hernámi Rússa i Austur-
Þýzkalandi ekki lokið af augljós-
um ástæðum. Samkv. Keflavíkur-
samningnum skyldi Bandaríkja-
stjórn heimilt að reka flugvöllinn
með óbreyttum borgurum og bún-
aði sem reksturinn krefðist, og
bandarískum flugvélum áskilinn
afnotaréttur af vellinum.
Þeir, sem sjá vilja atburðina 1945
og 1946 í réttu ljósi og í samhengi
við þær aðstæður, sem þá ríktu,
verða einnig að setja sig í spor
Bandaríkjamanna, því að með því
einu er unnt að skilja óbilgirni
þeirra og áleitni við íslenzk
stjórnvöld, en af heimildum má
ráða, að Bandaríkjamenn hafi fyr-
ir alla muni viljað hafa tsland að
herbækistöð vegna þess, hvernig
Stalín lagði hálfa Evrópu undir
sig og af ótta við frekari útþenslu-
SVEINN BJÖRNSSON
0 # 1
/
■"V |
HERMANNJÓNASSON |
stefnu hans. Hitt er svo annað
mál, og mætti ef til vill taka það
upp á öðrum vettvangi, að fulltrúi
Bandaríkjamanna hér á þessum
árum, Dreyfus sendiherra, var
ekki allur, þar sem hann var séð-
ur, enda lék hann skollaleik, sem
engum sendiherra er sæmandi. I
grein Þórs Whiteheads kemur
meðal annars í ljós að hann sendir
lognar upplýsingar til stjórnar
sinnar í Washington um afstöðu
Ólafs Thors, afflytur mál hans
með þeim hætti, að Ólafur skilur í
raun og veru ekki svar Banda-
ríkjastjórnar við ósk hans um
frestun umræðna um her-
stöðvarmálið, frá 6. nóvember
1945. Ólafur Thors og stjórnarfor-
ysta Nýsköpunarstjórnarinnar
stóðu svo fast í íslenzka ístaðinu
gagnvart óbilgirni bandaríska
sendiherrans, að aðdáun hlýtur
að vekja og þakklæti í brjósti
hvers þess íslendings, sem annars
vegar fagnar staðfestu gagnvart
áleitni útlendinga og hins vegar
þvi innra þreki, sem islenzku
þjóðinni er í blóð borið og hefur
raunar alla tið varðað veg hennar
til sjálfstæðis. Nú sjáum við’einn-
ig, hvernig þetta íslenzka sjálf-
stæðisþrek hefur varðað veginn
eftir lýðveldistöku. Hitt er svo
annað mál, að athyglisvert er að
sjá, hvernig ýmsir framsóknar-
menn hafa brugðizt við átökunum
1945, eins og þau birtast í skýrsl-
um Dreyfusar. Enginn efar, að
Framsóknarflokkurinn stóð
jafnvel gegn erlendri ásælni og
stjórnarflokkarnir, en leiðtogar
Framsóknarflokksins virðast þó
hafa leikið venjulegan skollaleik
hér á landi, þegar um pólitisk
völd er að tefla, og svo virðist sem
þeir hafi talað upp í eyrun á
Bandaríkjamönnum og reynt að
ná fram valdatakmarki sinu hér á
landi með ýmiss konar henti-
stefnu. Raunar er ekkert við því
að segja, svo mjög sem öll stjórn-
málabarátta, ekki sízt hér á landi,
er henti- og tækifærisstefna og er
t.d. afstaða núverandi stjórnar-
andstöðu til landhelgisbar-
áttunnar glöggt dæmi um það
sama að hvorki þá né nú hafa
íslenzkir stjórnmálamenn hikað
við að nota hin viðkvæmustu
utanrikismál sjálfum sér og
flokkum sinum til framdráttar í
baráttu um völdin innanlands.
Forystumenn allra íslenzkra
stjórnmálaflokka stóðu augsýni-
lega gegn langtíma herstöðvum
hér á landi en um það snerust
óskir Bandaríkjamanna, enda
þótt þeir næðu þeim aldrei fram
eins og kunnugt er. Islendingar
höfnuðu þessum óskum. Þær voru
stundum bornar fram af mikilli
óbilgirni af hálfu fyrrnefnds
sendiherra Bandaríkjamanna, en
auðvitað var hann ekki að túlka
málstað Islendinga í þessum
átökum heldur stjórnar sinnar, og
skulu menn varast að ímynda sér
annað en ríkisstjórnir, hvort sem
þær eru rikisstjórnir einvalda-
eða lýðræðisríkja, hugsi fyrst og
síðast um eigin hagsmuni, og
verða þeir í flestum tilfellum
ofan á, jafnvel þegar vinveitt ríki
eiga hlut að máli. Aftur á móti
virðist af þessum gögnum sem
ýmsir aðstandendur Utanþings-
stjórnarinnar hafi með öllum
ráðum viljað koma Nýsköpunar-
stjórninni frá völdum, og þá með
aðstoð Bandaríkjamanna, enda
áttu Bandaríkjamenn að því er
virðist miklum vinum að fagna í
röðum utanþingsstjórnar manna.
Þeir virðast hafa átt þá ósk
heitasta að sprengja stjórn Ölafs
Thors og ekki sízt að ryðja
kommúnistum úr Nýsköpunar-
stjórninni, en á því varð bið — og
raunar tókst engum að koma
kommúnistum úr stjórninni nema
son sagði við Ölaf Thors, að
kommúnistar ættu ekki sizt aðild
að Nýsköpunarstjórninni til að
koma í veg fyrir aðstöðu Banda-
ríkjamanna hér á landi. Fleiri
skjöl eru til um ýmis atriði þessa
máls, sem fróðlegt væri að
minnast á við önnur tækifæri, en
niðurstaðan af grein Þórs White-
heads er sú að lslendingar létu
ekki segja sér fyrir verkum. Sú
niðurstaða er rétt. Leiðtogar
Sjálfstæðisflokksins höfðu um
það forystu að hrinda áleitni
Bandaríkjamanna af höndum sér
og ákveða, að Islendingar sjálfir
mörkuðu eigin stefnu í utanrákis-
og öryggismálum, enda varð sú
stefna ofan á, og hafa íslenzk
stjórnvöld ávallt síðan markað
öryggisstefnu sína samkvæmt
þessum ákvörðunum, enda þótt
frávik hafi orðið á hentistefnu-
timum vinstri stjórna í landinu,
eins og kunnugt er.
Bandarfkjamenn komu til tslands 7. júlf 1941 samkvæmt herverndar-
samningi rfkjanna. A myndinni sjást Reykvíkingar horfa á fyrstu
bandarfsku herskipin nálgast Reykjavfkurhöfn þennan dag.
ÓLAFUR THORS
þeim sjalfum, þegar þeir vegna
skammsýni féllust ekki á Kefla-
víkursamninginn, þó að þar væru
jafnvel ákvæði um að bandaríski
herinn skyldi hverfa af landi
brott. Þegar upp var staðið voru
Bandaríkjamenn ekki ánægðir
með árangur af erfiði sínu.
Islenzkir ráðamenn voru
ákveðnir í því að móta sjálfir
utanríkis- og öryggisstefnu sína,
eins og síðar kom í ljós, því að
Bandaríkjamenn fengu enga að-
stöðu hér á landi, fyrr en íslenzk
stjórnvöld voru orðin sannfærð
um, að öryggi Islands væri bezt
borgið með aðild að Atlantshafs-
bandalaginu og varnarstöð
Bandarikjamanna hér á landi.
Skammsýni kommúnista 1946 er
eldur sem enn brennur á þeim,
enda má ætla að afstaða þeirra
hafi m.a. mótazt af þeirri ,,linu“
sem þeir fengu frá Moskvu, þ.e.
að hindra að Bandaríkjamenn
fengju aðstöðu hér á landi i hvaða
mynd sem væri, enda eru til skjöl
þess efnis, að Brynjólfur Bjarna-
Niðurstöður:
Lágmarksréttindi
Þór Whitehead segir í niður-
stöðum sínum: „Að áliti banda-
riska utanríkisráðuneytisins var
Keflavíkursamntngurinn „það
bezta sem hægt var að ná fram
undir núverandi kringumstæðum
i stjórnmálum íslands". Banda-
ríkin hefðu hlotið „lágmarks-
réttindi“ fyrir niðurfellingu her-
verndarsamnings. Frá bæjardyr-
um yfirherráðsins og þeirrar
stjórnardeildar, er fóru með
hermál, var samningurinn talinn
meingaliaður. 1 júní 1946 hafði
yfirherráðið skipað lslandi efst á
blað í nýrri herstöðvaáætlun. I
águst lagði flotamálaráðuneytið
til, að reynt yrði að halda her-
verndarsamningnum við lýði, þótt
setuliðið yrði kallað brott. Allt til
loka samningaviðræðnanna í
Reykjavík hélt ráðuneytið fast við
kröfuna um leguréttindi herskipa
f íslenzkri landhelgi. Hermála-
ráðuneytið taldi að við niður-
fellingu herverndarsamningsins
mætti „gefa út einhliða yfir-
lýsingu (af Bandaríkjastjórn), er
miðaði í þá átt að aftra öðrum
ríkjum frá því að afla herstöðvar-
réttinda á Islandi og legði jafn-
framt grunninn að því framtíðar-
verkefni okkar að ná öllum að-
kallandi hernaðarmarkmiðum",
eins og segir í einni þeirra
bandarísku heimilda, sem Þór
Whitehead hefur fundið og notar
við samningu ritgerðar sinnar. „I
afstöðu lýðræðisflokkanna til
Keflavikursamnings má í fyrsta
lagi greina hagnýt skammtíma-
sjónarmið. Rekstur flugvallarins
var Islandi ofviða. Samningurinn
tryggði framtíð flugstöðvar í
Keflavik og gaf fyrirheit um fjár-
hagslegan ábata. Þessi atriði
hefðu þó aldrei rekið Ölaf Thors
til þess að tefla stjórnarsamvinn-
unni í tvisýnu." Og Þór
Whitehead lýkur grein sinni á
þessum orðum: „Með Keflavíkur-
samningnum var stigið skref til
lausnar þeim viðfangsefnum í
öryggis- og viðskiptamálum, sem
blöstu við tslandi í stríðslok.
Samningurinn átti að treysta þau
nánu bönd, sem myndazt höfðu
við vesturveldin á ófriðarárunum.
Hann átti að vera Islandi lág-
markstrygging gegn markaðs-
hruni og kreppu — skjól til þess
að laga utanríkisverzlunina að
nýjum kringumstæðum í
strfðshrjáðum heimi. Hann átti að
veita vörn gegn þeim hættum, er
ráðamenn töldu lýðveldinu stafa
af Rússlandi Stalíns og alþjóð-
legum kommúnisma i gervi
Sósíalistaflokksins. Kefla-
víkursamningurinn gekk
skemmra en þær hugmyndir um
lausn öryggismála, sem ríkjandi
voru meðal leiðtoga iýðræðis-
JÓNAS
FRÁ
IIRIFLU I
DREYFUS
VILHJALMUR þór
flokkanna haustið 1945. Banda-
ríkjamenn gáfu flokkunum
hvorki ráðrúm né tíma til þess að
semja um gagngerari lausn. Að
því leyti var samningurinn af-
sprengi bandarískrar óbilgirni. En
i sögulegu tilliti varðaði hann veg-
inn frá hlutleysi til varnarbanda-
lags við þau ríki, sem Island hafði
deilt með örlögum í stríði."
Dreyfus —
vond heimild
Að lokum verður ekki hjá því
komizt að minna enn einu sinni á
hversu slæm heimild Dreyfus er.
Sést það bezt á því, eins og fyrr
greinir, að hann lýgur beinlínis
að stjórn sinni til að koma málum
sínum hér á landi í þá höfn, sem
hann ætlar sér, enda er það al-
kunna að diplómatar reyna að
þóknast stjórnum sínum eins vel
og unnt er, svo að þeir geti hækk-
að i metorðastigum og sýnt
árangur af erfiði sínu. Þetta er
alkunna úr sögu diplómatfskra
viðskipta, en sú ódiplómatíska
frekja, sem Dreyfus sýnir íslenzk-
um stjórnmálaleiðtogum verður
að lokum sá eldur, sem brennur á
honum sjálfum. Þó að hann hafi
sýnt íslendingum vissa vinsemd,
til að mynda í sambandi við lýð-
veldistökuna 1944 og aðild Islend-
inga að Sameinuðu þjóðunum
1946, er út í hött að byggja við-
horf okkar nú til atburða þess^
tímabils á tilvitnunum í málflutn-
ing hans, svo brenglaður sem
hann augsýnilega er. Skýrslur
hans sýna í raun og veru ekkert
annað en hugmyndaheim hans
sjálfs og þann erindis rekstur sem
hann telur sig eiga við íslendinga.
Þetta verðum við að hafa í huga,
ekki sízt þegar hann tíundar vin-
áttu ákveðinna Islendinga við
Bandaríkin með þeim afleiðing-
um, að þeir hafa jafnvel verið
kallaðir Bandarikjaleppar, og má
þar tilnefna Jónas Jónsson frá
Hriflu og Vilhjálm Þór, sem
sendiherrann kallar bezta vin
Bandaríkjanna. Fyrsti forseti lýð-
veldisins, Sveinn Björnsson fer
jafnvel ekki varhluta af þessu, þó
að enginn hafi leyfi til að draga
ættjarðarást hans í efa. Ýmsir
vildu, að kommúnistar færu um-
fram allt úr ríkisstjórninni og
töldu náið samstarf við Banda-
rikin Islendingum fyrir beztu. En
málefnalega gengu þessir menn
of langt, á þvi er lítill vafi, en
auðvitað höfðu þeir heimild til
þess að treysta á Bandaríkin með
þeim hætti, sem þeir gerðu, enda
þótt okkur hinum þyki engin
ástæða til að veðja á stórveldi með
þeim hætti og teljum, að umgang-
ast beri öll stórveldi með varúð,
hverju nafni sem nefnast.
Markmið Jónasar frá Hriflu og
Vilhjálms Þór verður þó að skoða í
ljósi þess að skýrslur Dreyfusar
eru sizt af öllu fallnar til þess að
sýna afstöðu manna og flokka til
þess, sem gerðist á íslandi árin
1945 og 1946. Dreyfus virðist ekki
geta unnt neinum sannmælis, sem
ekki vildi hlusta á kröfur hans og
stjórnar um langtíma herstöðvar
á Islandi, en gælir við hina, sem á
slíkt hlusta af ýmsum ástæðum,
bæði vegna dálætis á Bandaríkj-
unum og haturs á ríkisstjórn
Ólafs Thors, sumir vafalaust einn-
ig vegna haturs á kommúnistum,
og aðild þeirra að stjórninni. En í
úttekt sem þessari er nauðsynlegt
að takamið af öllum hliðum máls-
ins. Það hljóta að vera til fleiri
íslenzk skjöl varðandi þetta
örlagaríka tímabil en Þór
Whitehead hefur við höndina, og
ef slík skjöl kæmu í ljós, er eng-
inn vafi á því, að ýmis blæbrigði
þeirrar myndar, sem hann dregur
upp, mundu breytast, enda þótt
heildarmyndin sé vafalaust rétt,
og þær niðurstöður, sem hann
dregur af þeim plöggum, sem
hann vinnur úr. Á einum stað
segir Þór Whitehead til að
mynda: „Við samanburð á þess-
um frásögnum (þ.e. frásögnum
Ólafs Thors og Dreyfusar í sam-
bandi við svar Ólafs Thors til
Bandaríkjastjórnar 6. nóvember
1945, þar sem hann tekur ekkert
undir kröfur Bandaríkjastjórnar
og vill drepa málinu á dreif með
því að fresta því) vakna þær
grunsemdir, að sendiherrann hafi
af ráðnum hug vanrækt að skýra
yfirboðurum sínum frá aðal-
atriðunum í máli forsætirráð-
herrans“. Hér er sterklega að orði
kveðið, en þó mætti bæta því við,
að engar grunsemdir þurfa að
vakna í þessu sambandi, svo aug-
ljóst sem það er, að sendiherrann
afflytur mál Ólafs Thors. Skýrslur
þeirra Ólafs Thors og Dreyfusar
eru ekki „allólikar", eins og Þór
Whitehead segir, að minnsta kosti
ekki þegar þær einar eru hafðar í
huga, heldur gjörólíkar- og raun-
ar er það fagnaðarefni, að Þór
Whitehead skuli hafa haft
minnisblöð Ólafs Thors við hönd-
ina, þegar hann ritaði grein sina,
svo gjörólíkt sem efni þeirra er
allri þeirri brengluðu óskhyggju
og afvegaleiðandi þrjósku og
þrákelkni, svo að ekki sé talað um
þá frekju og yfirgang, sem ein-
kennt hefur Dreyfus í máli þessu,
eins og fram kemur í skýrslum
hans og minnismiðum. Má raunar
varpa þeirri spurningu fram,
hvort nokkur heil brú væri í mál-
flutningi, sem byggði eingöngu á
einhliða mati á skýrslum
diplómata eins og Dreyfusar, svo
fáranlegar sem þær eru oft og
einatt. Tilvitnanirnar í Dreyfus
eru þó athyglisverðar, því að
hann var aðalsamningamaður
Bandarikjamanna og fulltrúi hér
á landi og nauðsynlegt að skyggn-
ast um í hugskoti þess, sem rak
erindi annarra en Islendinga. Að
öllu þessu samanlögðu eru um-
mæli hans um einstaka Islend-
inga, hvort sem þeir heita Jónas
frá Hriflu, Vilhjálmur Þór,
Hermann Jónasson eða
„tækifærissinninn" Ólafur Thors,
í raun og veru dauð heimild og
ómerk, sem a.m.k. verður að taka
með miklum fyrirvara. En fram-
sóknarmenn með þessa
forystumenn sína i fararbroddi
virðast hafa notað heldur ógeð-
felldar aðferðir til að bola
Nýsköpunarstjórninni frá. Það
sýna m.a. heimildir sem enn hafa
ekki séð dagsins ljós. Og vitaskuld
voru menn misjafnlega hallir
undir bandamenn — og þá ekki
sizt Bandaríkjamenn og Sovétrik-
in — á þessum árum.
En spyrja má til gamans:
hvernig hefði slík úttekt orðið,
eins og sú sem um hefur verið
fjallað í þessu Reykjavíkurbréfi,
þar sem ekki hefði verið unnt að
byggja á öðrum heimildum en
þeim bandarísku, svo varhuga-
verðar sem þær virðast oft vera?
Þór Whitehead fékk minnisblöð
Ólafs Thors i hendur og hefur
sagt við þann, er þetta ritar, að
það hafi breytt myndinni í veru-
legum atriðum. Við eigum ekki að
láta Bandaríkjamenn eða ein-
hverja útlendinga meta íslenzka
sögu, það eigum við að gera sjálfir
— og taka erlendum heimildum
með varúð. En þá verðum við líka
að veita ábyrgum fræðimönnum
eins og Þór Whitehead aðgang að
þeim islenzku skjölúm, sem nauð-
synleg eru til að draga upp rétta
mynd af íslenzkri samtímasögu.