Morgunblaðið - 16.01.1977, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16.JANUAR 1977
Dag nokkurn var
dyrabjöllunni hringt
hjá gamalli konu. Þeg-
ar hún kom til dyra.
rak hún upp stór augu.
Fyrir framan hana
stóö lítill drengur með
kött í fanginu.
„Hvaö er þér á hönd-
um, drengur minn?“
spurði hún vingjarn-
lega.
„Ég er að koma með
kanaríufuglinn þinn,“
svaraði drengurinn,
„og mig langar til þess
að fá fundarlaun.“
„Já, en þú ert með
kött í fanginu, en ekki
kanaríufugl," sagði
gamla konan.
„Ég veit það vel,“
svaraði drengurinn,
„en fuglinn er í mag-
anum á kettinum."
Skntlur
„Heyrðu marnma,"
sagði Svandís, „hefur
Anna nokkuð sagt þér
frá því, hvað ég hef
verið vond?“
„Nei,“ svaraði
mamma hennar.
„Jæja, það var gott.
Og úr því að hún hefur
ekki borið út sögur um
mig, ætla ég ekki held-
ur að segja frá því, að
hún braut fína vasann
í stofunni."
Umsjón: Rúna Gfsladóttir og Þórir S. Guðbergsson.
Barna- og
fjölskyldusíða
Morgunblaósins
Gle|í te^T
Brúður í búningi...
&
Marvlslegar brúður má gera
á einfaldan hátt. Myndin sýnir,
hvernig vír er beygður til, og
efst er sett t.d. tréperla fyrir
höfuð (eða perla af öðru tagi,
svo sem úr gamalli festi). Ilár-
ið er gert úr þunnu ullargarni
og límt á perluna. „Fötin“
(merkt 1) eru vafin utan um
vírinn og fest með saumspori.
Klippt er upp 1 til að gera
buxnaskálmar, þær svo saum-
aðar saman og rykktar að neðan
(trúðurinn og hollendingur-
inn). Hattar, húfur og annar
höfuðbúnaður (merkt 2, 3, 4)
eru sniðin úr pappfr eða þunnu
kartoni og llmt á. En skemmti-
legast er að reyna sjálfur að
geraeigin búninga.
Hér er galdur, sem vekja mun athygli. Klipptu
til fimm papparæmur, og spurðu gesti þína eða
vini, hvort þeir geti lyft öllum ræmunum fimm
upp með þvf að snerta aðeins eina ræmuna. Þeir
geta það eflaust ekki, en á teikningunni sérðu,
hvernig þú átt að fara að.
LjÓS
og mgrkur
VIÐ KÖLLUM desember dimmasta mánuð ársins.
Og nú er kominn janúar með nýju ári og við
segjum, að daginn fari að lengja. Hvað þýðir það
eiginlega? Það merkir, að bjarti timinn á daginn
fer að verða lengri — smátt og smátt. Og mörgum
fullorðnum léttir, þegar daginn fer að lengja, þeir
segjast verða fegnir og léttari í skapi.
En er dimmi tíminn svo leiðinlegur? Er ekki
margt gott við hann líka? Við getum kveikt ljós
inni og stytt okkur stundir við svo margt. Um jólin
keppast allir við að gera notalegt á heimilunum, en
getum við ekki haldið því áfram lika í janúar og
febrúar, og kannski svolitið lengur? Við getum
setzt saman við borð og föndrað — spjallað saman
eða unnið saman að einhverju. Eða einn lesið
upphátt fyrir hina á heimilinu. Og ekki er heldur
ónýtt að skreppa út síðari hluta dagsins og lita á
stjörnurnar, ef himininn er skýjalaus. Fullorðna
fólkið veit vafalaust einhver deili á þeim — því að
þær hafa margar — og blika sumar skært. Undan-
farið hefur Venus verið skær á vesturhimni á
kvöldin. Og þegar tungliö sendir geisla sina á
drifhvíta snjóbreiðu er oft heillandi að fá sér
kvöldgöngu. Við þurfum ekki að vera seint á ferð
né lengi til þess að hrifast af því. Og gleymum því
ekki heldur, að hér á íslandi höfum við norðurljós
og sú fegurð er ein af sér-eignum okkar, því að þau
sjást ekki svo víða annars staðar.
Við skulum reyna að njóta þess, að við getum á
hverjum árstíma og hafa athyglina vakandi fyrir
því, sem gerist í kringum okkur og þeim möguleik-
um sem við höfum.
Afaría og Jósef, for-
eldrar Jesú, ferðuðust á
hverju ári upp til Jerú-
salemborgar um pásk-
aná. Og þegar Jesús var
orðinn tólf ára, fékk
hann að fara með þeim
þangað. Þau voru þar
nokkra daga og héldu
hátíðina með vinum og
ættingjum. Loks kom að
þvf, að þau skyldu halria
heim aftur.
María og Jósef voru
neð frændfólki sfnu og
allt fólkið ferðaðist fót-
gangandi. Þau voru húin
að ganga góðan spöl,
þegar þau áttuðu sig á að
Jesús var hvergi nálægt
Litla sagan:
Jesús tólf ára
þeim. Þau spurðust fyr-
ur um hann meðal barn-
anna og ýmissa vina,
sem voru samferða
þeim, en enginn hafði
séð Jesúm á heimleið-
inni. Þegar Marfa og
Jósef höfðu gengið allan
daginn og ekki fundið
Jesúm í hópi samferða-
fólksins, sneru þau við
og fóru aftur til borgar-
innar. Þau leituðu að
honum fram á nótt, og
hðfu leitina aftur
snemma morguninn eft-
ir. En þau fundu hann
ekki. Loks að þremur
dögum liðnum datt þeim
f hug að athuga f helgi-
dóminum, þar sem
menn komu saman til
guðsþjónustu og bæna.
Og þar sat hann, eins og
ekkert væri sjálfsagð-
ara, og var innan um
lærimeistara og fróða
menn og spurði þá út úr
og hlustaði á þá. Og
kringum þá voru margir
að fylgjast með, og alla
furðaði á skilningi Jesú
og svörum.
Þegar Marfa og Jósef
sáu hann, urðu þau
undrandi. Marfa sagði
við hann: „Barn, þvf
gerðirðu okkur þetta?
Faðir þinn og ég höfum
leitað þín lengi og verið
sárhrygg“. En Jesús
svaraði: „Hvers vegna
voruð þið að leita að
mér? Vissuð þið ekki, að
mér ber að vera í húsi
FÖÐUR míns?“ En þau
skildu ekki, hvað hann
átti við.
En Jesús fór heim
með þeim, og kom til
Nazaret, - heimabæjar
þeirra. Og hann var
þeim hlýðinn. Og móðir
hans get ekki gleymt
orðum hans. Hann hafði
kallað helgidóminn „hús
föður síns“, og átti þá
við, að Guð væri faðir
hans.