Morgunblaðið - 16.01.1977, Page 37

Morgunblaðið - 16.01.1977, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16.JANUAR 1977 37 — Sjötugur Arni Framhald af bls. 27 maður nefndarinnar og þessi byggingarnefnd undir forystu Arna sá um byggingu Vinnu- heimilisins. 3. júni 1944 grófum við byggingarnefndarmenn ásamt allmörgum velunnurum SÍBS grunn fyrsta hússins og þar með má segja að bygging vinnu- heimilisins væri hafin. I árslok þetta sama ár stóðu 5 hús vinnu- heimilisins fullsmiðuð og tilbúin til notkunar og önnur 5 voru langt komin. Mánuði síðar eða 1. febr. 1945 tók svo heimilið til starfa og inn fluttu 20 vistmenn. Og það voru ekki aðeins ibúðir vistmanna sem voru tilbúnar, heldur öll sameiginleg aðstaða er með þurfti og verkstæði til þess að vinna á. Þetta gerðist á styrjaldartíma þegar erfitt var að fá mannskap, þegar erfitt var að fá efni, en áhugi, stálvilji og kapp formanns byggingarnefndarinnar átti sinn stóra þátt i því að svo vel tókst til þetta fyrsta byggingarár SÍBS, að ég efa að ötullegar hafi annars staðar verið að verki staðið. Áfram hélt Árni að stjórna byggingarframkvæmdum ' SÍBS og þegar vinnuheimilinu siðar var skipuð rekstrarstjórn þá fluttist starf byggingarnefndar yfir til hennar og Árni geróist formaður stjórnar vinnuheimilisins. Árið 1948 tók Árni við fram- kvæmdastjórn Reykjalundar og það hefir hann verið siðan. Þegar Árni tók við framkvæmdastjórn Reykjalundar var atvinnurekstur þar með frekar frumstæðum blæ. Trésmíðaverkstæði, járnsmíða- verkstæði, saumaverkstæði og fleiri smáiðnverkstæði voru starf- rækt þar og flest I hermanna- skálum. Með árunum hefir orðið mikil breyting á. 1 glæstum vinnusölum er framleitt i sjálfvirkum vélum og framleiðsla Reykjalundar löngu landsþekkt að gæðum. Þetta vinnuheimili sjúkra hefir undir stjórn Árna orðió að einni af stærstu verksmiðjum Iandsins, er framleiðir nytjavörur fyrir tugi eða jafnvel hundruð millóna árlega og hafa fyrir löngu gert Reykjalund að einu fjárhagslega traustasta atvinnufyrirtæki landsins. Hinn myndarlegi at- vinnurekstur Reykjalundar og Árna frábæra stjórn á honum hefir einnig átt stærsta þáttinn í því að vekja athygli á og kynna hið sérstæða átak berklasjúklinga í endurhæfingarmálum. Snemma lærðist SÍBS-mönnum að Árni var mikilvirkur og traust- ur starfskraftur og sá ágæti félagi sem jafnan var gott að leita ráða hjá. Um langt árabil hefir það veið svo, að álits Árna hefir jafn- an verið leitað þegar SÍBS hefir átt úr vöndu að ráða. Sem stjórnarmeðlimur SÍBS hefir Árni átt aðild að ýmsum félagsmálum utan Reykjalundar. Þannig má lesa í annálum SÍBS fyrir árið 1957 eftirfarandi: Með aðstoó og fyrirgreiðslu SÍBS náðu 8 áður berklasjúkar fjölskyldur eignarhaldi á íbúðum i raðhúsum þeim, sem Reykja- víkurbær hefur látið byggja f Bústaðahverfi. Önnur félagsleg aðstoð stóraukin. Ennfremur. Utlán lánasjóða SÍBS i árslok kr. 1 milljón og 50 þús., til skýringar má bæta þvi við að SÍBS hefir í meira en 2 áratugi lánað þurfandi meðlimum sínum nokkrar upphæðir, einkum til þesS aó komast inn i eigið húsnæði. Við árið 1958 stendur meðal annars: Á árinu tókst SÍBS að hjálpa 17 fjölskyldum áður berklasjúkum, til að eignast íbúðir i húsum, sem byggð voru á vegum hins opin- bera til útrýmingar heilsu- spillandi húsnæðis. Allar þessar fjölskyldur voru eignalausar og févana og kom það því í hlut SÍBS að útvega þeim lán og aðstoða þær á alian annan hátt. Þannig mætti lengi halda áfram að telja upp ýmsa félagslega aðstoð er stjórn SÍBS hefir staðið að utan við sín höfuðverkefni. Um nokkurt skeið var Árni einnig framkvæmdastjóri Múla- lundar, öryrkjavinnustofu SÍBS i Reykjavik. i þau meira en 30 ár sem við Árni höfum starfað saman i stjórn SÍBS og á Reykjalundi, þá hefir sannarlega margt það á dagana drifið, er vert væri að minnast á. Margs konar erfið- leikar hafa yfir dunið, sem erfiðir þóttu viðskiptis um sinn, en þó munu þær fleiri ánægju- stundirnar er áfangasigrum var náð og þá stundum fyrr en búist hafði verið við. Ég býst við að við minnumst báðir með stolti þeirrar stundar er við afhentum fyrsta berka- sjúklingnum er útskrifaðist úr Iðnskóla Reykjalundar skilríki sin, og það var einnig mikil gleði- stund þegar fyrsta plastvélin á Reykjalundi tók að spúa út úr sér verkefnum fyrir vistmennina. Á þessum tímamótum f lffi Árna þá óska ég honum til hamingju með farinn veg. Ég flyt honum þakkir minar og fjölskyldu minnar fyrir öll sam- veruárin. Þau bundu okkur traustum vináttuböndum. Ég vil sérstaklega óska honum til hamingju með það, að hann skuli hafa fengið tækifæri til þess að styðja við bakið á þeim er gegn berklunum börðust og að hafa fengið að lifa þann dag, er berkla- sjúklingar sem útskrifuðust af hælum, þurftu ekki að óttast að lenda þar aftur. 1. okt. 1934 kvæntist Árni Hlfn Ingólfsdóttur Jónssonar frá Akra- nesi. Þau hjón eiga sex uppkomin efnisbörn. Árni og Hlin kynntust er bæði voru sjúklingar á berkla- hæli. Aðstoð við berklasjúka hefir þvf alla tíð verið sameiginlegt áhugamál hjónanna. Innan skamms mun Arni láta af störfum á Reykjalundi og þau hjón flytjast þaðan. Það verður sjónarsviptir er þau yfirgefa þann stað sem þau hafa átt svo ríkan þátt i að móta. Félagar SÍBS og aðrir þeir er notið hafa vináttu þeirra og félagsskapar á undanförnum árum, munu sakna þeirra. Þeir votta þeim virðingu sína og óska þeim til hamingju með árangurs- rfkt ævistarf. Oddur Ólafsson Gert við stefni Snorra Sturlusonar Snorri Sturluson, skuttogari Bæjarútgerðar Reykjavikur, skemmdist nokkuð i isnum á Halamiðum er skipið var þar að veiðum f aflahrotunni milli jóla- og nýárs. Stefni togarans skadd- aðist nokkuð mikið undir sjólinu, og var tekið til bragðs að láta togarann fara f söluferð til Þýzka- lands með aflann, þar sem gert verður við stefnið um leið, og á Snorri að koma til Cuxhaven um helgina. Snorri Sturluson er einn Spánartogaranna, og þeir þessara togara sem voru að veiðum innan um fsinn fyrir áramót skemmdust allir, en misjafnlega mikið. Hafnarfjarðartogarinn Júní var tekinn f slipp á Akureyri, hægt var að gera við stefni Ingólfs Arnarsonar við bryggju þá skemmdust stefni tveggja Akur- eyrartogara af Spánargerð. ASÍMINN ER: £7^. 22480 Til sölu Vél: perking diesel. Buðarþol: 4,7 tonn. Sturtur. Ekinn 53 þús. km. Hagstæðir greiðsluskilmálar. Biireidar & Landhúnaðan élar hí. Suilurlandshraul U - IlejkjaUk , Simi .18600 Morgunbladið óskareftir blaðburðarfólki Vesturbær Faxaskjól Hverfisgata Kaplaskjólsvegur frá 63—125 Ægissíða Skúlagata Austurbær Úthverfi Blesugróf _ , Upplýsingar í síma 35408 fwrijiwtiW&Wfo KALDS0LUN „Jafnvel betra en nýtt Nú getum við boðið viðskiptavinum okkar nýja kaldsólningarþjónustu. Ath. okkar hagstæða verð. Verð m. /sölusk. t.d kaldsólun á 1100 X 20 Kr. 29.030 m. sölusk. á 100x20 Kr. 26.670-m. sölusk. Næst reynir þú VULCAP TO'ODD'O'O'i KALDSÓLUN SOLNING HF. Smiðjuvegi 32—34, símar 448800—43288. hjólbarðaverksmiðja, hjólbarðaþjónusta, Stórbingó Knattspyrnufélagsins Hauka verður haldið í Sigtúni fímmtudaginn 20. janúar 1977. Spilaðar verða 1 8 umferðir og engin umferð undir 20 þús. kr. Aðgöngumiðar á 200 kr og bingóspjöldin 300 kr. Stjórnandi Ragnar Bjarnason. Húsið opnað kl. 19.30 og bingóið hefst kl. 20.30. Heildarverðmæti vinninga 600 þús. kr. GLÆSILEGT ÚRVAL VINNINGA M.A.: 4 sólarlandaferðir með Sunnu og Samvinnuferðum 2 hægindastólar frá húsgagnaverzluninni Dúnu að verðmæti 1 00 þús kr 2 umferðir af húsgögnum frá húsgagnaverzlun Hafnarfjarðar að verðmæti 100 þús kr 2 umferðir af hinum heimsþekktu Olma svissnesku gæða úrum að verðmæti 60 þús kr Starmix og Braun heimilistæki frá Pfaff og fl og fl Maðal aukavinninga eru 5 máltíðir fyrir 2 frá Skiphól, Kokkhúsinu og veitingahúsinu Gaflinn. HANDKNATTLEIKSDEILD HAUKA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.