Morgunblaðið - 16.01.1977, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16.JANÚAR 1977
39
Staðhæfingum um
morðsamsæri gegn
Kissinger vísað á bug
Það er sárt að sjá á bak góðri og
ástrikri eiginkonu, elskulegri og
umhyggjusamri móður, tengda-
móður og ömmu, en trúin á að
okkar bíði betra lif hinumegin
landamæranna mildar þá sorg og
bið ég góðan Guð að styrkja
hennar nánustu.
Við bróðurbörn Lóu frænku og
fjölskyldur okkar þökkum henni
fyrir allt og allt og óskum henni
Guðs blessunar á sinni nýju
tilverubraut. Dagmar
Washington, 14. janúar. Reuter.
BANDARlSKA utanríkisráðu-
neytið visaði f dag á bug staðhæf-
ingum New York-blaðsins „Daily
News“ um að í fyrrakvöld hafi
aðstoðarmaður Kissingers utan-
rfkisráðherra komizt á snoðir um
samsæri fsraelskra öfgamanna
um að ráða Kissinger af dögum. I
fregn blaðsins segir, að I.ikud-
flokkurinn, sem er f stjórnarand-
stöðu í tsrael, hafi greitt 150 þús-
und dali til að koma ráðherranum
fyrir kattarnef.
Fulltrúi utanríkisráðuneytisins
lét svo um mælt í þessu sambandi
í dag: „I samræmi við þá reglu að
ræða ekki sögusagnir um ákveðn-
ar hótanir skal þess getið, að við
höfum aldrei fengið upplýsingar
um hótanir, sem rekja má til
stjórnmálaflokka í Israel, eða
hópa innan ísraelskra stjórnmála-
flokka, og þar er hinn tilgreindi
Likud-flokkur meðtalinn.'*
Leiðtogi Likud-flokksins,
Menahem Begin, sagði i dag, að
ásakanir blaðsins væru út í hött
og hefðu svo fáránleg brigzlyrði
aldrei birzt í nokkru dagblaði
fram að þessu, en leyniþjónusta
Bandaríkjanna vildi ekkert láta
hafa eftir sér um málið.
Nánar tiltekið segir „Daily
News“ að klofningshópur innan
Likud-flokksins hafi greitt leigu-
morðingjum 150 þúsund dali
fyrirfram, en tilgangurinn með
þvi að ráða Kissinger af dögum
væri að koma fram hefndum
vegna þess að hann hafi ekki gætt
hagsmuna Israelsmanna sem
skyldi i afskiptum sínum af deilu-
málum fyrir botni Miðjarðarhafs.
Lovísa Eyjólfsdótt-
ir—Minningarorð
Lóa frænka er látin. Hún lést á
St. Jósepsspítala i Hafnarfirði að
morgni 7. janúar. Fullu nafni hét
hún Anna Dagmar Lovisa Eyjólfs-
dóttir. Hún fæddist a Sauðárkróki
12. júlí 1907 og var næst yngst af
8 börnum þeirra Eyjólfs Isaks-
sonar og Sólveigar Hjálmars-
dóttur. Niu ára gömul fluttist hún
til Hafnarfjarðar og siðan til
Reykjavíkur ásamt foreldrum.
sínum og yngri systkinum. Eru nú
aðeins þrjú eftirlifandi af syst-
kinahópnum, þau Margrét,
húsfreyja á Eyrarbakka,
Haraldur, fyrrum bóndi í Gauts-
dal, nú búsettur á Blönduósi, og
Sigrún, húsfreyja í Reykjavík.
Látin eru María, sem lést í ágúst á
síðastliðnu ári, Ágústa d. 1962,
Ferdinand, d. 1946, og Vilhjálm-
ur, d. 1951.
Lóa frænka, eins og hún var
alltaf kölluð af okkur
systkinunum og fjölskyldum
okkar, hefir alla tið , verið
uppáhaldsfrænka okkar og var
okkur sem önnur móðir alla tið og
þá ekki síst eftir að móðir okkar
lést fyrir 26 árum siðan. Ávallt
hefir hún munað eftir afmælis-
dögum okkar og barna okkar og
meira að segja barnabarna
minna. Hún var ávallt vakandi
yfir hag okkar og bar hag okkar
eigi síður fyrir brjósti heldur en
sinna eigin barna og barnabarna.
Lóa var stórglæsileg kona og
höfðingleg i allri framkomu. Ég
man alltaf eftir þvi, er ég 8 ára
gömul horfði á hana leika álfkonu
í leikriti á jólatrésskemmtun, sem
ég var á. Ég var svo montin, að
mig langaði mest til að kalla það
upp yfir alla, að þessi fallega
kona væri frænka min. Lóa
frænka giftist eftirlifandi manni
sinum, Sigurði Hannessyni, 14.
nóvember 1942. Á fyrstu
hjúskaparárum sínum ættleiddu
þau tvö börn, Pálma, sem kom til
þeirra aðeins tveggja tíma gamall,
og Stellu, sem var fárra mánaða
er þau fengu hana. Seinna ólu
þau upp dótturson sinn Sigurð,
sem nú er 18 ára. Sýnir það best,
hvern mann Lóa frænka hafði að
geyma, að samt hafði hún alltaf
tíma til að liðsinna öllum öðrum,
sem einhverrar hjálpar þurftu
með. Hún stóð reyndar aldrei ein,
-með annan eins mann og Sigurð
sér við hlið, enda voru þau hjónin
einstaklega samhent í einu og öllu
og öll sambúð þeirra byggð á
fölskvalausri ást og djúpri
virðingú.
Árum saman stundaði Sigurður
sjómennsku og var þá langdvöl-
um að heiman og varð Lóa þá að
vera bæði húsmóðir og húsbóndi
á heimilinu.
Þau hjónin höfðu ráðgert að
fara til Kaupmannahafnar næsta
sumar í tilefni 70 ára afmælis
hennar, en eftir að hún hafði
snögglega þurft að gangast undir
uppskurð, um miðjan október sl.,
og hennar nánustu gerðu sér
grein fyrir, hve stuttan tíma hún
gæti átt eftir hér í þessu lífi, var
ákveðið að þau hjónin færu i
þessa fyrirhuguðu ferð strax og
hún væri orðin nógu hress til að
treysta sér. Dvöldu þau í þrjár
vikur á heimili Aðalheiðar,
bróðurdóttur Lóu og fengu þar
tækifæri til að uppiifa ýmislegt,
sem slegið hafði verið á frest i
gegnum árin. Heim komu þau svo
á Þorláksmessudag og áttu saman
jólin með börnunum og barna-
börnunum, en hinn 28. desember
lá leið hennar aftur á spitalann og
var þá stutt i skilnaðarstundina.
Afmælis-
og minn-
ingar-
greinar
Að marggefnu tilefni skal
athygli vakin á þvi, að af-
mælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig
verður grein, sem birtast á i
miðvikudagsblaði, að berast
i sfðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera í sendibréfs-
formi eða bundnu máli.
Sé vitnað til ljóða eða sálma
skal höfundar getið. Grein-
ariiar þurfa að vera vélrit-
aðar og með góðu lfnubili.
AUGLÝStNGASÍMINN ER:
22480
jnorgmnbliibiþ