Morgunblaðið - 16.01.1977, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.01.1977, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16.JANÚAR 1977 The Towering Inferno, Am., 1974. Leikstjóri: John Guillermin. Kvikmyndataka: Fred Koenekamp, Joseph Biroc. Klipping: Harold Kress. Tónlist: John Williams. Handrit: Stirling Silliphant, byggt á sögunum „The Tower" eftir Richard Martin Stern og „The Glass Inferno" eftir Thomas M. Scortia og Frank M. Robin- son. Með gerð The Towering Inferno voru mörkuð tíma- mót í kvikmyndasögu Holly- wood Tvö risafyrirtæki, 20th Century Fox og Warner Bros., sameinuðust um gerð þessarar myndar, en slík samvinna milli samkeppnis- aðila er alger nýlunda Ástæðan fyrir þessu var sú, að bæði fyrirtækin höfðu tryggt sér rétt á sögum, sem fjölluðu nær því um sama atburðinn, stórbruna í háhýsi. í báðum tilfellum hefði verið um að ræða kostnaðarsama framleiðslu og eftirtekjur vafasamar, ef önnur mynd um sama efni .kæmi á markaðinn á sama tíma. Árangurinn varð The Towering Inferno, sem kostaði í islenskum krónum tíu stafa tölu, sem ég vona að prentist rétt, kr 2850.000.000 —. íslenskir fjármálaspekúlantar geta velt því fyrir sér, hvað hægt væri að gera fyrir slika upphæð, en það er vafasamt, að þeir gætu hagnýtt sér þessa upphæð á ábatasamari hátt en hinir amerisku framleið- endur, því þeir hafa nú þegar tryggt sér margfaidan ágóða af þessu ævintýri Til marks um hina miklu vinnu og eyðslu í þessari mynd, má geta þess, að i venjulegri ameriskri kvik- mynd er notuð 15 til 30 sinnum lengri filmna en lengd myndarinnar nemur í lokin. fullunnin Þetta er kallað tökuhlutfall (shooting ratio) og skrifað 1:15—1:30. í The Towering Inferno er töku- hlutfallið 1:144, sem þýðir 6—7 sinnum meira filmu- magn en almennt gerist (í íslenzkum heimildarmyndum er yfirleitt gert ráð fyrir hlut- falli á bilinu 1:4 til 1:7). Fyrir leikin atriði i The Towering Inferno voru byggðar 57 sviðsmyndir en um afdrif þeirra segir ritstjóri American Cinematographer svo: „Það er til marks um hið ofursterka drama í þessum yfirþyrmandi eldsvoða, að þegar kvik- myndatöku var lokið i stúdíóinu, voru aðeins 8 sviðsmyndir af hinum 57 óskemmdar." En hver er svo árangurinn af allri þessari vinnu, þessari nákvæmni og peninga- eyðslu? Þessi 165 mín. stór- slysamynd er sennilega eitt- Log- andi víti SIGURDUR SVERRIR PÁLSSON VALDIMAR JÖRGENSEN SÆBJÖRN VALDIMARSSON hvert besta dæmið nú i langan tima um „drauma- framleiðslu" Hollywood Hér eru vandamálin ekki andlegs eðlis, heldur tæknileg og likamleg. Höfuðáherslan er lögð á mikla hreyfingu, fjöl- mörg atriði gerast samtímis og leikararnir framkvæma skipanir líkt og vélmenni. Lítil áhersla er því lögð á leikræna tjáningu eða per- sónusköpun Likt og i öðrum stórslysamyndum eru allmargar persónur kynntar í upphafi myndarinnar, og við- kynningin getur verið í stysta lagi vegna þess, að hér er i flestum tilvikum um mjög þekkt andlit að ræða, Paul Newman, William Holden, Faye Dunaway, Richard Camberlain, þannig að áhorf- endur verða ekki í neinum vandræðum með að þekkja þessar persónur aftur, þegar þær skjóta upp kollinum siðar. Leikstjórinn þarf þvi ekki að gera hverja persónu eftirminnilega sem persónu, en getur sloppið með yfir- borðskennda viðkynningu, sem og er raunin. Á 1 5 min. er eldur kynntur fyrir áhorf- endum, innilokaður i her- bergi uppi á 81. hæð, en vegna tæknilegra bilana í viðvörunarkerfi veit enginn um hann ennþá Þar með er sett i gang sú spenna, sem á eftir að magnast alla mynd- ina i gegn Eftir að eldurinn hefur verið uppgötvaður tekur sviðsmyndin við aðal- hlutverkinu, þannig að leikur leikaranna verður allur auðveldari, og hægt er að bjarga ýmsum slælega leikn- um atriðum með snöggum klippingum og dálitlu magni af reyk. í myndinni kemur fram gagnrýni á öryggi í háhýsum og má segja að þetta sé eini bitastæði boðskapur myndar- innar. Það kemur í Ijós, að byggingameistarinn hefur sparað sér nokkrar milljónir dollara i raflögnum og öryggisútbúnaði, þó hann hafi eins og hann segir sjálf- ur, haldið sig við almenna byggingarsamþykkt Þrátt fyrir þessa staðreynd, er byggingameistarinn (Holden) ekki gerður að „vonda kallinum" í myndinni, heldur er það tengdasonur hans, sem var rafverktakinn í bygg- ingunni. Hann er eina per- sónan, sem gerð er sjálf- birgingsleg og alvond, enda fær hann makleg málagjöld. Því verður ekki á móti mælt, að heildaráhrif The Towering Inferno, eru þau, sem sóst hefur verið eftir við gerð myndarinnar, spenna og stórkostlegt sjónarspil. En þar sem myndir eins og þessar treysta nær eingöngu á tæknilega fullkomnun og trúverðugleika þess, sem á tjaldinu birtist, verður það eins konar leikur áhorf- framhald á bls. 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.