Morgunblaðið - 18.01.1977, Page 12

Morgunblaðið - 18.01.1977, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1977 Endurnýjun eldri hverfa Nokkrar hugleiðingar um stefnu og markmið Kynning skipulags Á skipulagssýningu Reykja- víkurborgar á Kjarvalsstöðum sem lauk nú um helgina, fóru fram sérstakar kynningar á ein- stökum þáttum skipulagsins. Meðal annars var kynnt skipu- lagsstarf vegna endurnýjunar eldri hverfa. k'jölsótt var, samanborið við hliðstæðar kynningar. Augljóst er því að mikill áhugi er á því hvað verður um eldri hverfi Reykjavíkur og hvaða stefnu stjórn borgarinnar tekur gagn- vart þeim. í hinum fjörlegu umræðum kom í Ijós, að margir drógu í efa að fram kæmi æskileg stefna i þessum tillögum og tóku sumir s’vo djúpt í árinni að segja, að veríð væri að kveða dauðadóm yfir helstu scrkcnnum gömlu Reykjavíkur. Yfirlýstur tilgangur borgar- yfirvalda með skipulagssýning- unni er sá að kynna fyrir hin- um almenna borgara fram komnar tillögur um skipulag og skipulagsbreytingar bæði i eldri og nýjum hverfum borgar- innar. Ennfremur að koma af stað umræðum og fá fram sjónarmið manna áður cn til- lögurnar eru teknar til af- greiðslu í borgarráði og borgar- st jórn. Þögn er sama og samþykki Þvi miður hafa umræður lítið borist inn í fjölmiðla. Hef ég haft af því áhyggjur, að litið verði á þögnina sem samþykki. Það sem ég hef heyrt til manna, leikra og lærðra um þessi mál, ekki bara, er menn koma saman á Kjarvalsstöðum, heldur einnig oftlega þess utan, bendir eindregið til þess að lólk almennt hafi nokkra aðra skoð- un á því hvað skynsamlegt sé að gera í skipulagsmálum en fram kemur i þeim tillögum sem sýndar eru á Kjarvalsstöðum, ekki bara að því er varðar eldri hverfin heldur einnig nýju hverfin í Breiðholti, framtíðar- byggð á Ulfarsfellssvæði, gatnakerfið o.fl. Hvet ég fólk til að ræða málin á vinnustöðum, í félögum og við önnur óformleg tækifæri og mynda sér skoðun. Helst þyrftu margir að koma skoðunum sin- um á framfæri í stuttum pistl- um eða grcinum i dagblöð- unum. Hljóðvarp og þó sérlega sjónvarp þyrftu að gera út menn til þess að gera gagnrýna úttekt á þeim tillögum sem fyrir liggja. Öll málefnaleg umræða um þessi mál mun hafa sín áhrif á skoðanamyndun meðal almenn- ings, skipulagsmanna og stjórn- málamanna og þvi verða til góðs. Skipulag borgarinnar hefur víðtækari áhrif á líf íbúanna en menn grunar fljótt á litið. Jafn- framt eru örlög gamla borgar- hlutans Reykvíkingum hjart- fólgnari en svo að þögn megi ríkja þegar þau eru ráðin. Ég vil nú ekki láta mitt eftir liggja og varpa hér fram fáein- um spurningum og staðhæfing- um varðandi endurnýjun eldri hverfa, í þeirri von að það komi af stað nokkrum umræðum. Aukning húsnæðis f gamla bænum. I fyrirliggjandi tillögum er gert ráð fyrir að byggðir verði ca 200.000 ferm húsnæðis til viðbótar þeim ca 500.000 ferm sem fyrir hendi eru þ.e. á mið- bæjarsvæðinu milli Hlemms og Aðalstrætis norðan Skólavörðu- holts. Gera má ráð fyrir að þetta leiði af sér 5—7000 ný atvinnutækifæri á svæðinu. Frekari uppbygging i Grjóta- þorpi við vesturhöfnina, við efri hluta L:ugavegar og Suðurlandsbraut er þar ekki talin með. Hér af leiðir ýmsar spurning- ar: Hvar verða byggðar fbúðir á sama tíma og hvar kemur það fólk til með að búa, sem þarna mun fð atvinnu. Að meginhluta i nýju hverf- unum austast í bænum, Breið- holti, Keldnaholti, en einnig í nýjum hverfum nágranna- sveitarfélaganna. Ilvaða ný umferðarmannvirki þarf að byggja til þess að allt þetta fólk komist leiðar sinnar milli íbúðarhverfa og vinnustaða? Reikna má með samsvarandi aukningu umferðar að og frá miðbænum vegna umrædds svæðis. Ekki er einungis um að ræða umferð þeirra sem vinna á svæðinu, heldur einnig þeirra, er sækja þangað þjón- ustu. Ef sama stefna og hingað til verður áfram varðandi hlut al- menningsvagna og einkabif- reiða í umferðinni, þarf að leggja í milljarða-fjárfestingu við brúarsmíðar á gatnamótum við Miklubraut, byggingu Foss- vogsbrautar og Sætúns við Skúlagötu. Aðrar skipulags- ákvarðanir eiga að vísu nokk- urn þátt i nauðsyn þessara framkvæmda, en hér er megin- ástæðan. Mun unnt að halda í það sérkennilega svipmót byggðarinnar, sem hjart- fólgið er mörgum Reykvfkingum? Yfirbragð byggðarinnar er einkum mótað af sameiginleg- um sérkennum bygginganna. Hin sameiginlegu sérkenni er skapa yfirbragð byggðarinnar í dag eru enn bundin þeim gömlu húsum er byggðust á fyrstu áratugum aldarinnar og Er ráðlegt að fórna svona umhverfi? — Og fyrir hvað? fyrr. Hvergi sem ég veit til, hefur tekist með nýjum bygg- ingum að skapa ámóta viðfelldið og hugstætt yfir- bragð byggðar, og sjá má í gömlum hverfum þar sem .vöxtur var hægfara og mótaður af handverki er þróaðist hægt frá kynslóð til kynslóðar. Eftir því sem fleiri eldri hús eru rif- in og ný hús byggjast í staðinn, mun hið sérkennilega svipmót Reykjavíkur hverfa. Yfirbragð- ið verður þá líkara þvi sem sjá Hlýlegum þokka slfkrar byggðar verður aðeins útrýmt, en ekki náð með rfkjandi byggingarháttum f dag. Framlögð skipulagstiilaga gerir ráð fyrir 200.000 fm aukningu húsnæðis næstu 20 árin á afmarkaða svæðinu. má í nýjum borgum erlendis og nýjum miðbæjum hérlendis. ____ En hvað má þá gera til þess að halda sem lengst f gömlu húsin og það sérstæða andrúmsloft, er þeim fylgir? Margt er hægt að gera og skal hér fátt eitt nefnt: Aðalregla verði, að ekki verði leyfðar stærri byggingar á lóðum en fyrir voru. Húslögun og þak sé þá samræmt rikjandi reglu næsta umhverfis. Stofna sérstakan húsnæðis- lánaflokk, er veiti lán til lag- færingar á eldri húsum (einkum til íbúðar sbr. hér á eftir). Setja ákvæði í byggingarsam- þykkt er geri óheimilt að rífa hús fyrr en fyrir liggja samþykktar áætlanir (teikningar) um hvað og á hvern hátt verði byggt í staðinn. Húseigendum, sem ekki leggja fram árlegt vottorð um eftirlit með raflögnum og að þær standist kröfur hvers tima, svo og um viðhlitandi eldvarna- búnað, verði gert að greiða verulega hærri iðgjöld af brunatryggingum en ella. En hvað með auðu lóðirnar? Má ekkert byggja á þeim? Eigum við að nota þær áfram sem bflastæði? í tillögum skipulagshópsins kemur margt jákvætt fram varðandi þessi atriði. Eðlilegt virðist að gefa Aiþingi kost á að hasla sér frekari völl við tjarnarendann í kvosinni og fylla þar upp í eyðurnar. Sama má segja um helstu stjórnstofn- anir ríkisins austan Arnarhóls. Að öðru leyti verður, held ég, ekki nógsamlega brýnt að halda byggingarmagni í skefjum og gera stjórnunarlegar ráð- stafanir t.d. með ýmsum gjöld- um og sköttum er hvetur til byggingar íbúða á auðum lóðum, en koma i veg fyrir byggingu skrifstofuhúsa. En deyr þá ekki smám saman allt borgarlff og athafna- semi f gamla bænum? Það sem ég tel að einkum hafi haft slæm áhrif á þróun athafnalifs i miðborginni og þá sér i lagi kvosinni, er tvennt. Fækkun íbúa í miðbænum og hverfunum innan Hring- brautar, og útþensla banka- og skyldrar starfsemi á jarðhæðum við helstu verslunargötur. Koma þarf í veg fyrir frekari aukningu banka og ferðaskrifstofa á jarð- hæðum i miðbænum. Semja þarf við Landsbanka og Seðla- banka um að þeir dragi sig til baka af jarðhæðum við Hafnar- stræti og leigi í staðinn versl- unum húsnæðið. Komið hafa fram hugmyndir um að borgin hafi forgöngu um að leggja niður mötuneyti stofnana og hvetji eða semji við ríki og banka um hægfara breytingu í sömu átt. 1 staðinn verði Framhald á bls. 29

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.