Morgunblaðið - 18.01.1977, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 18.01.1977, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JANUAR 1977 31 + Faðir okkar og stjúpfaðir, SIGURÐUR JÓNSSON, trésmlSameistari, Bergstaðastræti 55. Rvk., andaðist 1 6 jan Elln M. Sigurðardóttir, Þórdls Sigurðardóttir, Ruth Erla Ármannsdóttir. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, RAGNHEIÐUR S. ERLENDSDÓTTIR, Grænuhlíð 22, Reykjavík, andaðist » Landspitalanum 1 6 janúar. Haraldur Kristjánsson, Börn, tengdaböm og barnabörn. Föðurbróðir okkar + SIGURÐUR SIGURÐSSON Háteigsvegi 15 Reykjavik lézt að Vifilsstöðum 1 5. janúar Stefanía, Guðrfður, Sigríður og Sigrún Pétursdætur. + Útför föður okkar EINARS Á SCHEVING húsasmiðs, Hrlsateig 1 7, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudagir n 1 9 janúar kl. 1 3.30 Fyrir hönd aðstandenda. Sigurlín Scheving, Birgir Scheving, Árni Scheving, Órn Scheving. + GUÐLAUG BJÖRG JÓNSDÓTTIR, frá Hóli í Breiðdal, sem andaðist 13. janúar, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 20 janúar kl. 3. e.h Systkini hinnar látnu og aðrir vandamenn. + Sonur minn, bróðir okkar, sonarsonur og dóttursonur LEIFUR KRISTINN SIGURÐSSON. Samtúni 38, andaðist 3. janúar. Útförin hefur farið fram. Þökkum hjálp og samúð Fyrir hönd vandamanna. Sigurður Dagnýsson. + GUÐNÝ JÓNSDÓTTIR, Skjólbraut 4. Kópavogi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 1 9 janúar kl 1 5 00 Eiginmaður, börn, tengdabörn og barnabörn. + Bálför eiginmanns mlns, sonar, föður og tengdaföður, SÆMUNDAR SIGURÐSSONAR Gnoðavog 72, sem lézt i Landspítalanum 8. þ m fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 1 9 jan kl 10:30 Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð. en þeir, sem mynnast vildu hins látna er bent á llknarstofnanir. Sigrlður Kristjánsdóttir, Elln Snorradóttir, Ása Sæmundsdóttir, Björn Bjarklind. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur hluttekningu við andlát og útför HAFSTEINS E. GÍSLASONAR, Hringbraut 82. Reykjavlk. Ása Sturlaugsdóttir, Hallfrfður Hafsteinsdóttir. Halldóra J. Hafsteinsdóttir, Dóra Hafsteinsdóttir, Pétur V. Hafsteinsson. Anna G. Hafsteinsdóttir Ingjaldur S. Hafsteinsson, Jarþrúður Hafsteinsdóttir, tengdabörn og barnabörn. Minning: Oddur Ólafsson Oddur Ölafsson barnalæknir varð bráðkvaddur á heimili sínu hinn 4. janúar s.l. Hann var bor- inn og barnfæddur Reykvíkingur, og stóð æskuheimili hans i hjarta bæjarins, í Þingholtsstræti 3. Þar bjuggu foreldrar hans, Ölafur ljósmyndari Oddsson og kona hans Valgerður H. Briem, ásamt sjö börnum sinum. Oddur var næstyngstur systkina sinna. Fjöl- skyldan í Þingholtsstræti var vinamörg og vinaföst og atbeini og gestrisni með þeim hætti, að gestkomandi, sem margir voru, fundu ekki fyrir því, þótt þröngt væri búið. Oddur gekk menntaveginn og varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavik árið 1934. Þar hafði hann verið oddviti nemenda i fé- lagslifi þeirra, inspector scholae. Tveimur árum siðar missti hann föður sinn, sem varð bráðkvaddur á vinnustað sínum, aðeins 56 ára gamall. Oddur-reið því ekki feit- um hesti til háskólanáms, en með dugnaði og staðfestu og mikilli vinnu samhliða náminu lauk hann læknaprófi frá Háskóla ís- lands árið 1943 með góðum vitnis- burði. Hann stundaði læknastörf víða um land, þar til hann réðst til sérfræðináms i barnalækningum í Svíþjóð. Oddur var ekki einungis lærður læknir. Hann var læknir í beztu merkingu þess orðs, meðan heilsa og auðna entist. Mér hafa sagt samstarfsmenn hans og sjúkling- ar, að hann hafi verið óvenju næmur og naskur læknir. Einkum var honum sýnt um sjúkdóms- greiningu, fljótur er snöggt varð að bregðast við, en jafnframt nat- inn og laginn við ákvörðun með- ferðar. Barnalækningar áttu vel við Odd. Börn löðuðust að honum. Eki verður þó sagt, að hann hafi verið smáfriður, með kolsvart hár og skegg. En það gerði engan mun. Milli hans og barna varð trúnaðarsamband frá fyrstu stundu. Þennan eiginleika varð- veitti hann til siðasta dags. Hann var ekki einn þeirra lækna, sem eru einfarar á sinni bylgjulengd. Slikir menn eru iðulega ágætlega menntaðir, en ná því aldrei alveg að verða læknar, liknarar, af lífi og sál. Þrátt fyrir góða greind og marga eiginleika, sem prýða mega beztu menn, varð auðnan minni en við virtist blasa. I Iifi hans var skinið bjart og fagurt, meðan það varði, en skúrarnir urðu einnig miklir og stundum skjóllítið í verstu hryðjunum. En Oddur læknir var ljúfur í lund, þótt á- móti blési. Kímnigáfa hans var með afbrigðum skörp og kersknis- laus. Honum voru ekki tamar til- lærðar gamansögur, heldur bjó hann yfir skopskyni hins daglega lífs, þannig að honum yfirsást sjaldnast hið spaugilega i tilver- unni. Oddur átti sex börn: Ólafur, menntaskólakennari, Davíð, lög- fræðingur, Haraldur (látinn), Lillý Valgerður, húsmóðír, Runólfur stúdent, og Vala Agnes, 11 ára gömul. Eg bið góðum vini blessunar þess guðs, sem nú geymir hann. V. Samkeppnisaðstaða inn- lends fóðuriðnaðar óeðlileg EINS og fram kom f blaðinu fyrir helgi hefur verð á fóðurvörum hér á landi lækkað nokkuð að undanförnu og er þar einkum um að ræða áhrif niðurgreiðslna Efnahagsbandalagsins á efnum, sem notuð eru I fóðurblöndur. Auk innfluttra fóðurvara er kjarnfóðurnotkun landsmanna fullnægt með innlendunt gras- kögglum og lætur nærri að hlutur graskö^glanna sé um 10% af ár- legri kjarnfóðurnotkun. Vegna lækkunar innfluttra fóðurvara hefur verð á íslenskum grasköggl- um orðið óhagstæðara í saman- burði við erlent kjarnfóður. — Við sem framleiðum og seljum grasköggla hér á landi teljum þá samkeppnisaðstöðu, sem við nú stöndum i mjög óeðli- lega og ekki vænlega til að fram- fylgja því stefnumiði að við flytjum sem mest af okkar kjarn- fóðurframleiðslu inn i landið, sagði Árni Jónsson landnáms- stjóri er blaðið ræddi við hann i gær. íslensku graskögglafram- leiðendurnir verða nú að keppa við niðurgreitt fóður frá EBE á sama tíma og öll nágrannalönd okkar tryggja fóðurframleið- endur sína gagnvart slíku. Verð á graskögglum var ákveðið i haust með tilliti til framleiðslukostn- aðar og i samræmi við verð á innfluttu fóðri. Sala kögglanna hefur verið eðlileg og jöfn fram aó þessu enda þótt verð þeirra hafi eins og undanfarin ár verið litið eitt hærra en innflutt kjarn- fóður, sagði Árni. Fram kom hjá Árna að um H af graskögglafram- leiðslunni frá sl. sumari væri nú seldur og farinn frá verk- smiðjunum og væri það líkt hlut- fall og undanfarin ár. Búið væri að afgreiða 2500 tonn en eftir væru um 5000 tonn en nokkuð væri komið af pöntunum til verk- smiðjanna sem ekki hefðu enn verið afgreiddar. Verð á hverri fóðureiningu af graskögglum er nú milli 50 og 52 + Bróðir minn HELGI JULIN Mellemsfortsalle 8, Kaupmannahöfn andaðist aðfaranótt 1 5 janúar Edith Thorberg Jónsson. krónur en eins og kom fram í blaðinu i gær kostar hver fóður- eining i A-kúníeati, sekkjuðu og köggluðu. nú milli 46 og 49.50 krónttr Eg er bjartsýnn á aö gra;,hogglaframleiðendur selji sina köggla i vetur en þessi staða hlýtur að leiða til þess að stjórn- völd verða að gera það upp við sig hvort hér eigi að koma upp inn- lendum fóðuriðnaði. I dag stendur þessi iðngrein berskjöld- uð gagnvart viðskiptaheiminum og til landsins má flytja allar fóðurvörur, hvort sem það eru graskögglar eða kornfóður Ef TVÖ hagsmunamál blindra hafa ver- i8 nokkuð til umræðu hjá Blindra- félaginu að undanförnu og má nefna að fram kom á slðasta aðalfundi félagsins tillaga varðandi kostninga- rétt blindra. í fréttabréfi frá blindra- félaginu er skorað á Alþingi að tryggja blindu fólki og sjónskertu að það geti neytt kosningaréttar slns hvort sem það kýs á kjörstað eða utankjörstaðar. Er m.a. greint frá þvi að þegar gengið var til bæja- og sveitarstjórnakostninga vorið 1974 hafi þeim Arnþóri og Gísla Helgason- um verið nær ókleift að njóta kosningaréttar slns, þar sem þeir voru staddir utan heimahéraðs sins. Slðan segir: ,,Þess er krafizt, þegar atkvæði er greitt utan kjörstaðar, að kjósandi riti sjálfur bókstaf á flokki þeim er hann kýs en hins vegar er leyfilegt að handsala undirskrift embættis- mönnum I votta viðurvist. Magrt blint fólk og sjónskert hefur aldrei fengist við að rita bókstafi með rithönd og segir það sig sjálft að þetta ákvæði gerir þvl afar erfitt fyrir. Bæta mætti úr þessu með þvl t.d. að taka nánar fram I reglum þessum hversu blindir og sjónskertir skuli fara að þegar um er að ræða utankjórstaðarkosningu. Má t.d. nefna notkun stimpla eða ritvéla. Þess er vænst að alþingismenn taki tillögur þessar til gaumgæfilegr- ar athugunar Verði það ekki gert er kosningaréttur blindra enn sem fyrr takmarkaður." j fréttabréfi Blindrafélagsins er greint frá öðru hagsmunamáli blindra en það er varðandi seðla. Er bent á að seðlar þeir er nú eru I fóðurbætisverð yrði líkt og það er nú næsta sumar, og fóður- innflytjendur hafa spáð, get ég ekki séð að graskögglaframleiðsl- an geti staðist þá samkeppni miðað við fyrirsjáanlegar hækkanir á rekstrarvörum við framleiðslu þeirra frá sl. sumri sagði Arni. Fram kom hjá Árna, að danskir bændur fá nú 0,9 kíló af fóðurvör- um fyrir einn Htra af mjólk en eins og fram hefur komið frá íslenskir bændur nú 1,6 til 1,17 kílo af fóðurbæti fyrir hvern litra af mjólk. umferð séu svo llkir að stærð að ekki sé unnt fyrir blint fólk að greina þá I sundur eins og hægt var áður fyrr. Segir að þessir upphleyptu stafir má- ist út með tlmanum og er spurt hvort ekki sé unnt að hafa stæærð seðl- anna mismunandi. Morgunblaðið leitaði til Seðla- bankans og sagða Stefán Þórarins- son, aðalféhirðir, að Seðlabankanum hefði ekki borizt nein beiðni um þetta frá Blindrafélaginu, en þetta ætti að vera framkvæmanlegt, og mætti hafa I huga við næstu útgáfu seðla. Ekki væri t.d. enn búið að ákveða stærð hins fyrirhugaða 10 þúsund króna seðils. Stefán sagði að allir seðlarnir yrðu þó að hafa sömu breidd til að þeir væru meðfærilegri við vélatalningu og pökkun, en lengdin gæti hins vegar verið breyti- S. Helgason hf. SfE/NIOJA flnhöltl 4 Slmat 14417 og 14254 Seðlar sömu stærð- ar valda blind- um erfiðleikum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.