Morgunblaðið - 10.02.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.02.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLÁÐIÐ. FIMMTUDAGUR 10. FEBRL'AR 1977 Nauðsynlegt að samræma vinnu- brögð á skattstofunum sem mest - segja skattstjórar Friðrik hefur langmest af íslenzkum ELO- skákstigum SKÁKSTIGANEFND S.I. hefur nýlega gefið út skrá yfir íslenzk (ELO) skákstig og eru 400 menn á þessari skrá; þar af 39, sem ekki hafa verið þar áður. Sfðustu skák- stig voru birt 24. sept., en nú hafa bætzt við stig eftir Haustmót T.R., Taflfél. Kópavogs og Unglinga- meistaramót tslands 1976. Ætlunin er að næsta skrá komi út f júnf. í skákstiganefnd S. 1. eiga sæti Bjarki Bragason, Ómar Jónsson og Ásgeir Þór Árnason, og hafa þeir* unnið mikið og ágætt starf við útgáfu skrárinnar. S:utján stigahæstu skákmenn eru þessir: 1. Friðrik Ólafsson .2595 Framhafd á bls. 24. EINS OG komið hefur fram f fréttum hefur fjármálaráð- herra, Matthfas Á. Mathiesen, ákveðið að fara fram á það við rfkisskattstjóra að hann skrifi skattstjórum landsins bréf, þar lagt er til, að leitazt verði við að samræma skattaálagningu sem mest á skattstofunum. en marg- ir hafa haldið þvf fram, að við- miðunarreglur hinna ýmsu skattstofa hafi ekki ávallt verið þær sömu. Morgunblaðið hafði f gær samband við nokkra skattstjóra á landinu og spurði þá álits á þessu og ennfremur voru þeir spurðir hvernig þeim litist persónulega á nýja skatta- lagafrumvarpið. Það kom fram hjá skattstjórunum, að þeir telja nauðsynlegt að vinnu- brögð á skattstofunum verði samræmt, sem mest, og að reyndar væri unnið f einu og öllu eftir fyrirmælum laga og rfkisskattstjóra, en eðlilega væri misjafnt hvernig einstakir menn túlkuðu hin ýmsu atriði. Varðandi nýja skattalagafrum- varpið kom fram hjá skattstjór- unum, að þeir telja það flestir til bóta, en engu að sfður sé margt sem betur mætti fara „Samræmd vinnubrögð á skattstofunum er nokkuð sem við skattstjórar vinnum i sifellu að, og í þvi skyni hittumst við m.a. einu sinni til tvisvar á ári með rikisskattstjóra," sagði Páll Halldórsson, skattstjóri á Egilsstöðum, er Mbl. ræddi við hann. „En hvernig hægt verður að samræma þessa hluti full- komlega er svo annað mál, og það verður sjálfsagt erfitt." „Hvað skattafrumvarpið varðar, finnst mér það spor i rétta átt, bezti hlutinn í þvi er, að nú á að koma i veg fyrir það ranglæti, sem bitnað hefur t.d. á einstæðum mæðrum og hús- mæðrum, ef það verður gert, er mikið ranglæti leiðrétt." Þá sagði Páll, að fækkun frá- dráttarliða hefði einnig mikið að segja hvað úrvinnslu á skatt- stofunum snerti, en að öðru leyti sagðist hann ekki vilja tjá sig um frumvarpið. „Það er mjög gott, að ákveðið sé að samræma úrvinnslu á skattstofum sem mest. Og það er mjög óviðfelldið að eitt um- dæmi leggi svona á, og hitt svo öðru vísi. Reyndar komum við skattstjórar annað slagið saman til að ræða þessi mál, og ef tekst að samræma okkar verksvið al- gjörlega, er mikið verk unnið, “ sagði Ragnar Jóhannesson, skattstjóri í Siglufirði. Ragnar sagðist ekki vilja út- tala sig mikið um nýja skatta- lagafrumvarpið. Ljóst væri, að margt gott væri i þvi, en lika sumt sem þyrti að athuga nán- ar. Jón Eiriksson, skattstjóri á Akranesi, sagði þegar Mbl. hafði samband við hann, að gera mætti ráð fyrir að vinnu- brögð á skattstofunum væru nokkuð misjöfn, og væri oftast um túlkunaratriði að ræða, þannig að álagning i sumum tilfellum færi eftir því hvaða endurskoðandi væri að verki. Þvi væri ekki nema eitt gott um ákvörðun fjármálaráðherra að segja. „Við skattstjórar höldum fundi til að bera saman bækur okkar, og reynum að starfa á sem Hkustum grundvelli. Hins vegar er eðli málsins þannig háttað, að bezt er að einhverjir aðrir en við sjálfir dæmum okk- ar störf, þar sem málið er svo tengt okkur. Starfsmenn skatt- stofanna eru mannlegir eins og annað fólk, þvi geta komið fram mistök eða að úrvinnsla sé ekki alltaf eins,“ sagði Jón. Hann sagðist ekki hafa kynnt sér nýja skattalagafrumvarpið nákvæmlega, en sér virtist i fljótu bragði, að það yrði til bóta. Með nýja frumvarpinu væru ýmsir vankantar sniðnir af gömlu lögunum. En það mætti líka segja, að ýmislegt mætti betur fara i nýja frum- varpinu. „Það hefur viljað brenna við, sérstaklega i seinni tíð, að lög og reglugerðir eru ekki nógu skorinort orðaðar og margt er mjög tvirætt i þeim reglum og lögum, sem við verð- um að starfa eftir," sagði hann að lokum. „Það er hlutverk rikisskatt- stjóra að segja okkur fyrir verkum og hann hefur gert mjög mikið i þvi á siðustu árum að reyna að samræma okkar störf sem mest, og því er ekkert nema gott um bréf rikisskatt- stjóra að segja og ákvörðun fjármálaráðherra, en reyndar höfum við ekki fengið þetta bréf enn.“ sagði Hallur Sigur- björnsson, skattstjóri á Akur- eyri. „Um nýja skattalagafrum- varpið get ég sagt það eitt, að sumt er gott og annað miður gott. í heild er þó frumvarpið til bóta, „sagði Hallur. Þá hafði Morgunblaðið sam- band við Svein Þórðarson, skattstjóra Reykjanesumdæm- Framhald á bls. 24. Bæði kostir og ókostir við nýja skattalagafrumvarpið Fágætar bækur á uppboði Klausturhóla Listmunauppboð Guðmundar Axelssonar, Klausturhólar, efna til fyrsta listmunauppboðs ársins laugardaginn 12. þ.mán. f Tjarnarbúð og hefst uppboðið kl. 2 e. hádegið. Á þessu uppboði verða seldar fágætar bækur. Uppboðsskrá skiptist í nokkra kafla: Vmis rit, Árni Magnússon, Rit islenzkra höfunda, Blöð og tímarit, Saga lands og lýðs, Ævi- minningar, Þjóðsögur og þjóðieg fræði, Ferðaminningar og land- fræðirit, Ljóð. Af einstökum bók- um og verkum má nefna: Stjörnu- fræði Ursins, þýðing Jónasar Hallgrimssonar, Viðey 1842. Kvennafræðari Elinar Briem, Rvfk 1891. Lækningabók Jónas- sens, Rvík 1884. Ólafur Stephen- sen: Kort Underretning om den islandske Handels förelse 874 — 1788. Kiöbenhavn 1798. Lestrar- bók Þórarins Böðvarssonar, Kaupmh. 1874. Bók með 70 kon- unglegum tilskipunum frá árun- um 1830 — 1842. Timaritið Vaka 1927/1929. Arnfirðingur, ritstjóri Þorsteinn Erlingsson, Bíldudal og Reykjavik 1901 — 1903. Skemmti- leg Vinagleði, útg. af Magnúsi Stephensen, Leirárgörðum 1797. Stephan Hansen Stephanius (útg.) De regno Daniæ et Norwegiæ, Holl. 1629. Poul Uttenreitter: Guðmundur Thor- steinsson (Muggur). Rvík 1930. Manntal á Islandi 1816. Ak. og Rvik 1947 — 1974. Þjóðsögur Ólafs Davíðssonar frá 1899, 1935 — 39 og 1945. Sagnaþættir Brynjólfs frá Minna-Núpi I—II, Eyrarbakka 1911 — 1913. Ferða- bækur m.a. eftir Svein Pálsson, Matthías Johumsson John F. Campbell, Jón Sveinsson (Nonna) Walter von Knebel, E.J. Oswald, Ida Pfeiffer, Lord Dufferin, Arthur Feddersen, Frederick Metcalfe o.m.fl. Nicolai Mohr: Forsög til en islandsk Naturhistorie, Kiöbenhavn 1786. Kvæðakver Halldórs Laxness i frumútgáfu. Ljóðmæli Þorláks Þórarinssonar, Rvik 1858. Rit eft- ir E.B. (Eirík Brynjólfsson): Gamansamur qveðlingr um vorn gamla forföðr Nóa, Kh. 1787. Og að lokum verður seld hin geysifágæta vísnabók frá Hólum 1748: Su gamla vijsna-book, epter hinne fyrre aldeilis rett lögud, med enum sömu vijsum, kvædum, psalmum, lofsaungvum og rijm- um. Bækurnar verða til sýnis i Klausturhólum, Lækjargötu 2, n.k. föstudag kl. 9 — 18. Flutningaskipið Saga selt GENGIÐ hefur verið frá sölu á flutningaskipinu Sögu úr landi og verður skipið selt til Beirút f Lfbanon, og eiga hinir nýju eig- endur skipsins að taka við þvf f Rotterdam sfðast f febrúarmán- uði. Athugasemd Vegna fréttar Mbl. í gær um boð Skáksambandsins til Bobby Fischers, er rétt að það komi fram, að Skáksambandið ritaði sjálft boðsbréfið en Sæmundur gekk frá bréfinu í póst ásamt eig- in bréfi til Fischers enda honum einum kunnugt um heimilisfang skákmeistarans. úr landi Fyrirtækið Sjóleiðir hf. keypti Sögu fyrir fjórum árum og Sig- urður Markússon, einn aðaleig- andi Sjóleiða og skipstjóri á Sögu, sagði I samtali við Morgunblaðið i gær, að sala skipsins hefði átt sér nokkurn aðdraganda. Þó svo að búið væri að selja Sögu úr landi, væri ekki þar með sagt, að Sjó- leiðir hættu rekstri flutninga- skips. Allt eins gæti komið til greina að kaupa annað skip siðar meir og þá nýtizkulegra. Saga er um þessar mundir að lesta loðnumjöl á Austfjörðum, þaðan siglir skipið síðan til Gdynia i Póllandi með farminn og frá Gdynia til Rotterdam, þar sem það verður afhent. Austurstræti 22 2. hæð, sími 28155.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.