Morgunblaðið - 10.02.1977, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. FEBRUAR 1977
25
Aðalsteinn Hallsson:
EINS og flestum foreldrum og
kennurum er kunnugt, og þá eigi
síður nemendum skólanna, verð-
ur allt íþróttanám oftast nær
aukanámsgreinar. Má hér nefna
leikfimi, leikjakennslu, sund,
skauta- og skfðaíþróttir o.fl. Af
þessum ástæðum verður það oft-
ast þannig að nemendur við bók-
legt nám fyrir hádegi verða að
mæta einhvern tíma á eftirmið-
dögum í leikfimi og aðrar íþrótta-
greinar. Þetta veldur iðulega
miklum erfiðleikum við allt skóla-
starfið, eins og mörgum er kunn-
ugt. Fyrir mörgum árum var það
gert að lögum, að einkunnir
skyldu gefnar fyrir bæði leikfimi
og sund. Ég tel að þetta hafi verið
góð ráðstöfun, réttmæt og sjálf-
sögð. En þessu verður að fram-
fylgja með fyllsta drengskap og
aðgát, ef vel á að heppnast. Kunn-
ara er það en um þurfa að tala að f
þessu fátæka landi vantar alltaf
íþróttahús og ekki annað sýnilegt
en að svo muni ennþá verða um
langa tfð.
Á fyrstu starfsárum mínum við
Austurbæjarskólann f Reykjavfk
voru aðeins örfáir leikfimisalir til
í höfuðborginni. Allir salir voru
fullsetnir frá kl. 8 að morgni og
fram til 11 að kvöldi. Þannig var
þetta 1929—30 og um fjölda ára
þar á eftir. Þessi fyrstu ár voru
einkunnir alls ekki gefnar fyrir
leikfimi eða sund. Aðhald var því
minna en vert hefði verið, með
sókn nemenda f aukanámsgrein-
arnar. Hér voru mörg ljón á veg-
inum og sum eigi lftil. Sundurslit
námstfmanna var og er alltaf
vandamál. Börnin áttu sannarlega
við ýmsa örðugleika að etja með
að geta mætt stundvfslega. Og var
það nú alveg fullvfst að leikfimi-
kennarinn væri svo bráðskemmti-
legur, að ýmsir nemendur
gleymdu honum ekki blátt áfram,
t.d. skemmtilegt skrað á skautum
eða skíðum? Gat sollur götunnar
ekki ruglað ungdóminn f rfminu
svo að hann gleymdi leikfiminni?
Og frómt frá sagt, eftir því að
dæma, hvernig ýmsir hópar
drengjanna minna mættu á þess-
um fyrstu árum í leikfimi hjá
mér, gat ég stundum vægast sagt
ekki verið upp með mér, eða
ánægður. Sfður en svo. Ég hugs-
aði margt og mikið um ástandið.
Hvað gat ég gert til að laða æsk-
una til mfn og inn f leikfimisalina
af einlægum áhuga?
1 eanu stundarhléinu sat ég og
horfði yfir þennan glæsilega leik-
fimisal, sem var búinn mörgum
og margháttuðum fimleikatækj-
um.
Allt í einu tók ég furðu hart
viðbragð. Ég blátt áfram ruddi
öllum þessum tækjum fram á
gólfið og raðaði þeim langsum og
þversum f salnum, f bugðum og
beygjum og f kross, eftir þvf sem
mín litla sköpunargáfa bauð mér
þarna f svipinn. Salurinn var 9 x
18 m að stærð. Rimlar voru með
báðum veggjum og rúðustigi við
annan endavegg. Var hann til
margra hluta nytsamlegur. Tíu
kaðla var hægt að draga fram frá
hliðarveggjum. Skemlar voru
jafnmargir og rimlar í salnum.
Þarna var einn langhestur, einn
kubbhestur og ein leikfimikista.
Leikfimislár voru bæði fyrir
hangæfingar og jafnvægisæfing-
ar. Leikfimidýnur voru til 2 ef
ekki 3. Handboltamörk voru 2
eins og vera bar og tóku sem
minnst rúm og voru föst. Ég hygg,
að ég gleymi engu með tegundir
áhalda og tel þær rétt fram. Þessu
næst snaraðist ég upp í búnings-
klefann. Þar biðu mín rúmlega 30
drengir 11 ára að aldri. Góðan
dag: 1 2 raðir: Standið rétt. Áfram
gakk: — 1 — 2: o.s.frv. Ég opnaði
dyrnar að leikfimisalnum. Gerið
svo vel og gangið inn, og benti á
autt svæði til vinstri við dyrnar.
Frá drengjunum kvað við al-
mennt undrunaróp með spurn-
ingarkeim: Ó, æ, hvað var þetta
eiginlega? öll leikfimitækin úti
um allt gólf. Alveg skilyrðislaus
regla var það, að hvert tæki var
flutt á sinn ákveðna stað eftir
notkun. Næsta skipun: Gerið svo
vel að fá ykkur sæti með kross-
lagða fætur — niður: Ég kfmdi og
sagði glaðlega:
Hafið þið séð Tarzanmyndina?
Nu glaðnaði fyrir alvöru yfir
hópnum, þegar Tarzanmyndin
var nefnd. Það var lfkast því, að
hver drengur sæti á afarsterkum
gormi, sem ætlaði að lyfta honum
óðfluga hátt upp í loftið. Sumir
spruttu á fætur og nokkur hreyf-
ing var á flestum. Það var hó, það
var hf, það var hæ.
Langhesturinn stóð beint fyrir
framan drengana, þar sem þeir
sátu. Kristmundur, komdu hing-
að, og benti á leikfimihestinn.
Hoppaðu upp á hestinn. Nei,
þetta er ekki rétt: Hesturinn
táknar tré einhvers staðar í frum-
skógum Afrfku. Kristmundur var
fljótur til framkvæmda, en ég
sagði: Nú ert þú Tarzan á ferð um
frumskóginn. Hann sveiflaði sér á
kaðlinum af langa hestinum og
yfir á kistuna og var hinn allra
vfgalegasti. Hann setti fætur
Aðalsteinn Hallsson
sundur, teygði hægri arminn aft-
ur með sveiflu, en sveiflaði hon-
um tafarlaust og til hægri með
krepptum hnefa, sem hann sló
með bylmingshöggi á brjóst sér.
Þessum viðbrögðum fylgdi sköru-
legt öskur. En þetta vorum við
flestir búnir að sjá áður. Hinn
víðfrægi sundgarpur Weissmull-
er, lék nefnilega í Tarzanmynd-
inni sem var sýnd f Gamla Bíói
um þessar mundir. Hér með hófst
upp æðislegt lófatak, húrraóp og
það kvað við eitthvað lfkt og hæ
duúdelí, dúdelí dæ. Tarzan fram-
kvæmdi þetta stóra svif með
glæsibrag fimleikadrengsins og
gleðiópin glumdu um allan skóg-
inn.
Ég benti nú á rimlana á veggn-
um til vinstri f salnum og sagði:
Þetta er stuðlabergsklettur, sem á
að klifra eftir eins og ég sýni nú:
Höndum á að halda um þriðju rim
að ofan, brjóstið alveg inn að
rimlunum og olnbogar í axlarhæð
og færa sig sfðan til hliðar og út
að jafnvægisslánni, sem var f
miðjum salnum. Hér með var
komin góð og gagnleg æfing, sem
var í góðu gildi, þótt ekki verði
útskýrt nánar.
Næsti áfangi var þannig, að
stigið var út á jafnvægisslá, og
gengið eftir henni vel beinn með
arma í axlarhæð með lófa niður.
Sláin var höfð í 40—60 sm hæð.
Énnþá sýndi sig, að margt örugt
varð á veginum. Þessar æfingar í
leikformi virtust ætla að verða
svo skemmtilegar, að öllum lá þau
iifandis ósköp á. Það sýndi sig
þegar, að einmitt jafnvægisæfing-
arnar,- sem gera á alltaf hægt og
rólega, voru nú gerðar hlaupandi.
Hættan lá beint við að hrata út af
slánni, en slfkt gat orsakað slys
s.s. handleggsbrot og fleiri meið-
ingar. Stjórnandinn sagði: Halló,
ungu Tarzanar, jafnvægissláin
táknar tré í skóginum, sem fallið
hefur um koll yfir hyldjúpt síki,
sem er fullt af krókódílum. Sá,
sem hleypur eftir trénu og hratar
ofan í sfkið, er úr leik. Ég ætla að
fá hérna 2 krókódfla, sem eiga
blátt áfram að éta alla, er ekki
hlýða réttum og settum reglum
með rólega ferð yfir þetta tré. Nú
gullu við óstjórnleg fagnaðarlæti.
Framboð á krókódílum varð
geysimikið. En 2 urðu fyrir valinu
til að byrja með. Þær reglur voru
settar strax, að hver, sem lenti í
gini krókódflanna, var úr leik í 3
mfnútur. Hann var þar með óvirk-
ur í leiknum og steindauður, en
kyrrð og dauða kaus hér enginn
eins og nærri má geta. Og áfram
var vagninum ekið á margháttuð-
um leiktækjum. Næsta skrefið
var eitt af tvennu, ef ekki þrennu,
sem um var að velja, t.d. kollhnfs
á dýnu, kollstökk eða kraftstökk á
leiðinni til rúðustigans. 1 ruðu-
stiganum var unnt að gera fjöl-
breytt úrval æfinga, s.s. skrfða út
og inn um rúðurnar og klifra í
þessu góða tæki á margan máta,
upp eða niður og til hliðar. Það
var hangið á slá í rúmlega seil-
ingarhæð og teygt ríkulega á
brjóstvöðvum, sem oft verða of
stuttir á ungum aldri og toga axl-
irnar fram og valda þannig
slæmri reisn f líkamsburði og
vaxtarlagi.
Það var klifrað upp og niður
kaðla og skemlarnir voru notaðir
með margvfslegum hætti. En hér
ljúkum við ferð Tarzans um frum-
skóginn með lóðréttu stökki yfir
kubbhest, sem stóð innst f saln-
um. Þar sem gengið var út að
jafnaði.
Stökkbretti var notað við þenn-
an hest o þótti þarfaþing. En ég
vara við að nota stökkbretti alltaf
og ævinlega í leikfimi, því að með
þeim hætti fá nemendurnir aldrei
verulega sterka fætur.. Sömu sögu
er að segja um það, sem kallað er
trampólín. En bæði þessi tæki er
alveg lffsnauðsyn, vegna þess,
hve þau eru bráðskemmtileg og
mörgum sinnum auðveldar að ná
æskilegum stökkstfl með þeim. Ég
verð að vfkja örlftð nánar að Tarz-
anleikfiminni, eins og drengirnir
nefndu þetta fyrirbæri í breytt-
um starfsháttum. Annað hafði
ekki átt sér stað. Örlítil tilbreyt-
ing frá hefðbundinni venju. Og
það virtist að vfsu, að f bili hefði
mér tekist að fá snáðana til að
gleyma bæði stund og stað, en
hvað lengi myndi það vara? Verk-
efnin voru fjölbreytt og komu ný-
stárlega fyrar sjónir og féllu öll-
um allvel i geð. Og gleðin er að
sjálfsögðu rfkur aflgjafi í lífi allra
og ekki sfzt barnanna. Þessi
vinnumáti var að vissu leyti
myndrænn og ýtti undir
ímyndunaraflið. Weissmuller
hafði orðið drengjunum táknræn
og ljóslifandi fyrirmynd, þegar
hann barði sér á brjóst og rak upp
þetta líka ferlega apaöskur. Og
krókódílarnir voru leiknir í
fyllstu alvöru. Hið hrffandi og
svffandi svif f köðlunum gladdi
drengina stórkostlega. Gleðinni
og látunum var ekki linnt, og þar
var spurt: Fáum við þennan
skemmtilega leik aftur? Jú, jú, en
getum við ekki samið? Ef þið vilj-
ið vera vinar mfnir, prúðir, kurt-
eisir og skylduræknir með að
sækja alla skyldutfma með
ýtrustu samviskusemi, skal ekki
standa á mér að gera ykkur allt
sem allra skemmtilegast. Þessu
var tekið með miklum fögnuði,
sem bar vott um heilan hug.
Samningar tókust án allra undir-
skrifta.
É g verð að geta þess alveg
skorinort, að þessari gamansömu
háttsemi við nefnda Tarzanleik-
fimi var aldrei beitt að jafnaði,
eða á kostnað skyldustunda skól-
ans, nema stöku sinnum. Allt önn-
ur ráð voru mér ætíð í lófa lagin.
Á öðru eða þriðja ári eftir að ég
hóf kennslustörf í Reykjavík, var
ég búinn að breyta til verulegra
muna ýmsum starfsháttum frá
þvf, sem ég hafði lært á Iþrótta-
kennaraskóla Dana, Statens
Gymnastik Institut. Ég hafði nána
kynningu af danskri skólaleik-
fimi og einnig skólaleikfimi í
Suður-Svfþjóð. Leikfimin f þess-
um tveim löndum var sýnilega
með þvf marki brennd, að gólfæf-
ingarnar voru of langdregnar
samanborið við æfingar á áhöld-
um. Fyrir þessar sakir varð leik-
fimin öll of lfflítil og leiðigjörn. Á
mfnum fyrstu árum stytti ég gólf-
æfingarnar mjög mikið, er herti
snemma á æfingum við fjölbreytt
áhöld, t.d. stökk á hestum,
hástökki yfir snúru af lágu kistu-
loki. Stökkið verður að vera beint
yfir snúruna eða leikfimisstökk.
Skástökkið kemur síðar. Kistu-
lokið veldur þvf, að í stökkið fæst
meiri hæð og þar með lengri tími
til að gera þau viðbrögð, sem
nauðsynleg eru I svifi óg lend-
ingu. 1 fyllingu tímans er kistu-
lokinu svo sleppt.
Þá er að nefna jafnvægisslá,
hangislá, kaðla, hringi, tvíslá,
rúðustiga og boðhlaupskeflin
mega aldrei gleymast. Boðhlaup
margskonar eiga kennarar að
nota langtum meira en gert er.
Æfingar á áhöldum kenndi ég
jafnan i 3 — 4 flokkum, allt eftir
fjölda nemendanna hverju sinni.
Æskilegt verður, að í hverjum
flokki séu 5,6 til 7 nemendur.
Æfingar á áhöldum valda mun
meiri áreynslu, uppörvun og
skemmtun en einhverjar lang-
loku gólfæfingar, sem þó má alls
ekki leggja niður. Öll framkvæmd
Framhald á bls. 27
Einn leikfimiflokkurinn ásamt Aðalsteini Hallssyni kennara.
Endurminningar frá
Aus turbæ j ar skólanum
Tarzanleikfimi, sýningar fyrir
foreldra, kennsla leikja o. fl.