Morgunblaðið - 10.02.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. FEBRUAR 1977
15
til þess að varna tannskemmd-
um með einhverjum hætti, sem
við þó ekki skiljum fullkomlega
ennþá, hvetja til mikiila átaka
við rannsóknir bæði á grunn-
greinum og klfnískum greinum
læknisfræðinnar, og að nota
beri flúorinn sem örugga leið
til betri tannheilsu, sem er sam-
tvinnuð almennu heilsufari
manna.
í málgagni brezka tann-
læknasambandsins, „The brit-
ish dental Journal", , sem út
kom 6. janúar 1976, segir að
læknafélag Lundúnaborgar
hafi skipað nefnd ýmissa sér-
fræðinga f lænisfræði til þess
að kann áhrif flúors i smá-
skömmtum á mannslíkamann
og gefa sérstaklega gaum að
hugsanlegri nýrnasköddun,
vanskapnaði og krabbameini.
Nefndin komst að þeirri niður-
stöðu, að tannskemmdir hafi
veruleg áhrif á almennt heilsu-
far manna og sé þar að auki
dýrasti sjúkdómur í brezku
þjóðfélagi. Skýrslan endar með
ályktun i 4. liðum:
Áhrifin endast til
æviloka
1. Flúor í drykkjarvatni,
hvort sem það er náttúruleg
uppspretta eða þvi bætt f þann-
ig að 1 mg sé í litra lækkar tiðni
tannskemmda verulega og end-
ast þau áhrif til æviloka.
2. Ekkert finnst, sem bendir
til þess að drykkjarvatn með
áðurnefndu flúormagni hafi
nokkur heilsuspillandi áhrif
við „temprað loftslag."
3. Flúor i drykkjarvatni er
gagnlegra en flúordropar,
flúortöflur eða flúor blandað i
salt.
4. Engin merki finnast þess
að flúor í drykkjarvatni spilli
umhverfinu.
Að lokum: nefndin mælir
með þvf að bætt verði flúor i
drykkjarvatn, þar sem það nær
ekki að vera 1 mg í litra.
í sama hefti brezka tímarits-
ins er haft eftir formælanda
Alþjóðaheilbrigðisráðsins um
tannlækningar almennt að
hefðbundnar tannlækningar án
almennra varnaraðgerða og
sem aðaluppistaða tannheilsu-
aðgerða séu óheyrilega dýrar,
sérlega gagnlitlar (grossly
inefficient) og beri að telja þær
félagslega óæskilegar i ljósi nú-
tíma þekkingar.
Árið 1975, nánar tiltekið 25.
mai hélt Alþjóðaheilbrigðisráð-
ið 28. þing sitt. Fyrir þinginu lá
dagskrá um flúorblöndun og
heilsufar. Fluoridation and
human health. Eftir nokkrar
umræður var gerð samhljóða
samþykkt fulltrúa þeirra 148
ríkja, sem aðild eiga að ráðinu,
og skal nú i suttu máli getið
þeirra atriða er tannskemmdir
og flúorneyzlu varða.
1. Engin þjóð getur nokkru
sinni búizt við þvi að koma I veg
fyrir tannskemmdir með því að
fjölga tannlæknum og auka
fjölda tannaðgerða.
2. Hvetja skal til raunhæfra
aðgerða, sem dragi úr tann-
skemdum, sérstaklega er mælt
með því að bæta flúor í
drykkjarvatn þar sem þvi verð-
ur við komið.
3. Ráðið mun aðstoða aðildar-
rikin við að skipuleggja og
vinna að framkvæmdum hnit-
miðara varnaraðgerða.
Ég verð þvi miður að valda
gömlum skólabróður og vini
Marteini Skaftfells, vonbrigð-
um, en hann krefst órækrar
sönnunar þess að flúor valdi
ekki heilsutjóni, því i svona til-
fellum er ekki hægt að fá
óræka sönnun. Læknisfræðin
er og getur aldrei orðið annað
en afstæð raungrein, þar sem
reynsla og rannsóknir birtast i
hlutfallstölum tölfræðinnar um
að eitt reynist öðru betra en
ekki sem óræk sönnun eins eða
neins.
Engin læknisaðgerð er svo
fullkomlega örugg að það séu
ekki möguleikar þess að hún
geti orðið einhverjum ofviða.
Engin dreyfing, svæfing eða
bólusetning getur talizt öllum
örugglega hættulaus.
Öll lyf hafa einhver neikvæð
áhrif fyrir einhverja, en við
hættum ekki að leita aðgerða,
láta deyfa okkur, svæfa og bólu-
setja þótt við kunnum hugsan-
lega að bíða heilsustjón vegna
þessa og þvi siður hættum við
að skófla i okkur allskonar lyfj-
um.
Þannig er það með flúorinn.
Jákvæður árangur flúorsins
hefur svo mikla yfirburði yfir
hugsanleg neikvæð áhrif, að
mælt er eindregið með notkun
hans af þeim, sem gerzt ættu að
vita. Ég vona að tslendingar
beri gæfu til að virkja þennan
þátt heilsugæzlu, því ástand
tannheilsu hér á landi, einkum
hjá börnum og unglingum, er
óhuganlegt.
Reykjavík 3. febrúar 1977.
Félag einstæðra foreldra:
„Ámælisvert að skatt-
ar hækki eftir því
sem börn eru fleiri”
Félag einstæðra foreldra hefur
sent til fjárhags- og viðskipta-
nefndar Neðri deildar Alþingis
umsögn um frumvarp til laga um
tekjuskatt og eignaskatt. Þar seg-
ir:
Félag einstæðra foreldra leggur
höfuðáherzlu á, að fellt verði nið-
ur það nýmæli í frumvarpinu, að
meðlag/ barnalífeyrir verði talin
til tekna hjá þvi foreldri, sem við
greiðslu tekur (sbr. 2 tl. 7. gr. 2.
kafla). Meðlag/ barnalifeyrir er
framlag þess foreldris sem ekki
hefur barnið hjá sér, til fram-
færslu barnsins.
Á móti kemur siðan framlag
þess foreldris sem hefur barnið
hjá sér og hefur það að sjálfsögðu
greitt skatt af sinu framlagi. Eigi
einhver að greiða skatta af hinum
helmingnum, hlýtur að vera rök-
rétt að það geri sá sem þess fjár
aflar. Ekkert réttlæti felst I, að
það foreldri, sem hefur barnið hjá
sér, greiði einnig skatta af fram-
lagi hins.foreldris, eins og gert er
ráð fyrir skv. frumvarpinu.
Þá er í bréfi ,til nefndarinnar
bent á, að það sé að flestra dómi
ósanngjarnt, að skv. nýja frum-
varpinu hækki heimili margfalt i
sköttum, þegar karl verður ekkju-
maður.
i öðru lagi telur FEF í hæsta
máta óeðlilegt að auknar barna-
bætur (sbr. 64. og 65. gr.) skuli
háðar þvi, að einstætt foreldri
hafi unnið tólf vinnumánuði I ári,
enda aðstæður til tekjuöflunar
ákaflega misjafnar. í þriðja lagi
telur FEF ný ákvæði um vexti og
viðhaldskostnað óraunhæf og
muni bitna óþyrmilega á einstæð-
um foreldrum sem og mörgum
öðrum ærlegum þjóðfélagsþegn-
um.
í greinargerð með breytingar-
tillögum FEF er tekið fram að
Framhald á bls. 27
Stórkostleg
útsala
Peysur og skyrtur frá 500.-
buxur frá 400.-
kjólar frá 990.-
kápur frá 1990.-
jakkar frá 990.-
20—70% afsláttur
&cdlabú&in
Kirkjuhvoli Sími 26103
BMW-alhliða
gæðingur fi
BMW - óskabíll dllra sem vilja eignast bíl með góða dksturseiginleika,
vandaðan frágang, vel hönnuð sceti, fullkomið fyrirkomulag
stjómtækja, þcegilega fjöðrun og góða hljóðeinangrun. Við bjóðum
varahluta- og viðgerðaþjónustu.
Leitið nánari upplýsinga um BMW bifreiðar.
BMW 316 verd ca kr. 2.330.000,- BMW 518 verð ca kr. 3.070.000,-
BMW - ánægja í akstri
KRISTINN GUÐNASON HF.
SUÐURLAN DSBRAUT 20, SÍMI 86633