Morgunblaðið - 10.02.1977, Blaðsíða 16
16
MOHCiÚNBLAÐIÐ, FIMMTUUAOUR 10. FEBRUAR 1977
Dr. Björn Sigfússon:
I. Samábyrgð norrænna fjalla-
ríkja vakin af EEC.
Á sveimi flugs við miðlinur,
sem skilja oss frá Grænlandi og
Færeyjum, sér oft milli Islands og
þeirra; fjórða land komandi sam-
ábyrgðar er Noregur. Hún krefst
af mér Ieitar eftir framtið utan
EEC. Ótímabært væri enn að
spyrja grannt eftir norskum
stjórnarvilja eða hins vegar fram-
kvæmdum 1978 á því þjónustu-
hlutverki, sem Danmörk kynni þá
enn og framvegis að annast í með-
höndlun grænlenzkrar efnahags-
lögsögu í þágu EEC og með aðstoð
frá starfsliðsheimastjórn þeirri,
sem Grænlendingar kváðu senn
eiga að velja sér.
Landsráð þeirra er í baráttu,
vill raunar finna úrræði til, að sú
heimastjórn verði lagalega jöfn
hinni færeysku, með fulla
efnahagslögsögu, sem alrikið hafi
aðeins eftirlit með, en engan
afsalsrétt á í hendur BrUssel-
valds. Þá héldist og raunar yxi
mjög skylda Norðurlandaráðs,
dansks að hluta, til umhyggju
fyrir Grænlandi og fiskimiða-
vernd þess, söm skiptir ísland
miklu.
Mér sýnist liggja í þjóðfélags-
eðli baráttunnar, hvað sem Ríkis-
degi sýnist, að þrátefli verði um
lögsögu þessa fram á næsta ára-
tug, eða lengur. Það er EEC-
afrek, en ekki danskt, ef klippt
skal á ein eða önnur þúsund ára
bönd milli Islands og Noregs á
aðra hönd, en fyrrverandi
danskra úthafsamta á hina, og
mundi krefjast mótleikja af vorri
hendi, án óvinsemdar. Reiði þess
bandalags, kannski líka einhverra
Dana, fengjum við víst afborið.
Látum F'æreyjar óumræddar í
dag, þar er ekkert á huldu, við-
ræður við fulltrúa þeirra í gangi,
tæplega nein áhætta, að F;FX
hefni sín á þeim.
Undir fyrsta konungi, sem ég
’atti, Krisljáni níunda (en nú er
hinn ellefti), voru öll þjú
verðandi eyríkin aðeins ömt í
Danmörku, þau vesölustu í veldi
hans, og ung kynslóð millí
fermingar og þrítugs býsna litlu
fjölmennari á Íslandi en sömu
árgangar eru á Grænlandi i dag.
Virða ber mér því til vorkunnar,
að þegar ég hlustaði í vetur á séra
Jonathan Motzfeldt flytja i
Reykjavík óhlutdræga skýrslu um
danskt heimastjórnartilboð, sá ég
ekki betur en 1977 eigi að reyra
hann eða svipaðan staðgengil
niður í gamlan stól Magnúsar
okkar landshöfðingja, hitt sé yfir-
skin að mestu. Betur færi ef
meira rættist úr. Motzfeldt nefndi
á nafn einhvern sjálfstæðismögu-
leika samt (= Færeyjar), en
kannski yrði á þvi 100 ára bið.
Hann hræðist hve hið „unga
Grænland" er uppreisnarhneigt,
atvinnurýr verkalýður við fisk-
laus mið nú um stundir. Um-
myndun á verkalýðsunglingum til
þjóðlegs eskimóalifnaðar horf-
inna mannsaldra er óhugsandi
nema kannski í siðaprédikun
óreynds félagsfræðings eða
jkálds. Til hverra ófyrirsjáan-
legra tiltekta hlyti þarna að verða
gripið margsinnis í 100 ára
nýlenduauðmýkingu? Hvað
varðar oss, ætti ekki Brtissel að
hirða þetta?
Þegar veggur grannans
brennur, er velferð þín í háska,
kvað Hóraz á öld Krists. Hnöttur-
inn dregst nú saman, heims-
æsingar vitna um þröng; suma
blóðlangar að sjá eldsvoðann,
„funi kveikist af funa; brandur af
brandi brennur, unz brunninn
er“, og þetta segja bæði Hávamál
og ábyrgar SÞ.
Afríka skal gerð upptæk fyrir
Afrikumenn, Asía er öll asísk.
Lönd Vesturheims, sem eru öll
sjálfstæð eða eiga þess kost, geta
með málskoti til SÞ eða í sértil-
fellum til USA (Monroekenning)
búizt við sterku svari:
Eigi vfkja. Þið þurfið ekki að láta
rétt ykkar.
Hvenær rís sá dagur, að græn-
lenzk þjóðkjörin löggjafarsam-
koma megni að framfylgja heilli
efnahagslögsögu sinni yfir
námum og hafsvæði undir því
einurðartákni samningamanns,
sem vér áttum: Eigi víkja?
Eða leyfa aðstæður, að sam-
vizkuspurn gerðri, að skipta um
fyrsta atkvæði eins orðs í
gjallandi eggjun hans frá 1849?
— og segja þá:
Róið nú, Grænlendingar, nú er
lag!
Enginn ránsfengur, en gagn-
kvæmur hagnaður fiskverndar og
samgangna yrði samningsgrund-
völlur Islands og Grænlands, auk
hluta sem þá lægju undir Norður-
landaráð og ég tel ekki upp. Rispa
mín sprettur af þvi að ég las Eyja-
bandalag um fiskimál eftir
Gunnar G. Schram prófessor í
Mbl. 11. janúar. Það er hans og
ekki mitt að kryfja ýmsa vand-
meðfarna þætti máls. Slíkt ræðst
einnig mjög eftir hraða atburða
og því, ef svo ósennilegt gerðist,
að Danmörk gengi úr EEC.
Nordekhugmyndír hafa nú legið
hálfan áratug í salti, m.a. í bið
eftir fyllri olíu- og landgrunns-
þekkingu en var 1971, bið eftir
stöðlun á- norrænum EEC-
tollakjörum að loknum cfnahags-
lögsögudeilum og eftir því, að
fyrst semdist sérlega um orku-
sölur Norðurlandanna í milli; og
virðast þau efni óháð Grænlandi.
Háðir því yrðu hins vegar hugsan-
legir samnorrænir mótleikir gegn
harðsvíruðum fjölþjóðafyrir-
tækjum, gegn EEC eða kannski
olíuveldum, svo fátt eitt af týpísk-
um Nordekverkefnum sé nefnt.
Bætum þar ofan á tilteknum sam-
norrænum þegnréttindum, sem
vist mættu líkjast farsælli 6. gr.
dansk-íslenzka sambandslagasátt-
málans, er gilti 1918—1944, og
yngri reglum t.d. um sveitar-
stjórnarkosningarétt eftir 2—3
ára dvöl utan heimalands og þá
um kyrrt í norrænu bandalags-
ríki. Slíkt stendur utan greínar
Gunnars, en ég held rispunni
áfram innan sömu landsýnar og
hún hófst.
Dæmi mættu skýra, hver
fásinna væri að heimta, að íslenzk
viðbrögð við sjálfstæðis-
hræringum, aðkomnum í nafni
Færeyja eða Græniands, verði
ætíð rökræn. Af ótta við að gera
þeim bjarnargreiða, ef ekki sýna
beina heimsku, höfum við sparað
mjög að eggja Færeyinga á sömu
tæpuvöðin, sem við höfðum þó
slarkað óskaddir yfir og stært
okkur af. Miklu hræddari vorum
við þó að eggja vanþróunaramtið i
vestri. Meiri sérhæfingargetu og
fjölþætt sjálfstraust þarf með
hverjum nýjum áratug til að geta
ráðizt í hálft eða heilt fullveldi.
Þjóð getur, að svo miklu leyti
sem hún þorir og vill, losað sig frá
fortíð sinni. Biturt að vísu.
Enginn fær hins vegar flúið und-
an hálfráðinni framtíðargátu
sinni og lifað svo áfram sem þegn
og þjóð, því sjálfgildingunni, von-
um og heildstæðum tilgangi er þá
glatað, en einsætt orðið að fyrir-
búa niðjunum heldur annað þjóð-
erni. Það styrkir frelsisvitund og
trúna á val, í einstaklingnum, að
þurfa að leggja „sín eigin örlög í
tauma" í samakstri við íbúaheild
lands. Taumhald þetta, til-
finningu háð, er e.t.v. líftaug ein-
hvers, sem titlað er þjóðarvilji.
Vilji sá á það til að lyppast niður,
þegar viðrar blítt. En landsýn til
ófremdarskeiðs að baki manni
ætti að hressa hann við, og hann
man, þegar „nábúinn fátæki
fjötraður sat, sem föðurleifð varði
á meðan hann gat, er látinn var
liðsmunar gjalda“. Kynslóðaarfur
beggja hitaði blóð: „Það knýr þig
svo fast þegar arfurinn er á ein-
verustundum réttur að þér af
minningum mörgum og sárurn"
(Þ.E.: Arfurinn).
Björn Sigfússon
Það er orðin meira en fertug
sálgreiningar- og skáldmenna-
tízka að sjá í svo baráttugjarnri
hvöt fátt annað en pislar- og van-
metakenndir og hatur, sem af
slíku spretti. Kynni af fólki
staðfesta þó, í fleiri tilfellum
annað mat, aðrar staðreyndir. Ég
á við, hver mikið af sárindunum
spratt af annari vöntun en þeirri,
sem vanmetum veldur og hvetur
meira til hefndar en hlutgengis.
Það gátu verið líkamlegar
vantanir, en sljákkuðum metnaði
getur líka fylgt vanmetalaus
ögrandi þungi.
Það gætu orðið fleiri en Sam-
einuðu þjóðirnar, sem lesa okkur
lögbók sína strítt, ef við kjósum
hlutlausa hjásetu, þá sem hjálpi
til að seinasta evrópsk „kólonía
litaðra frumbyggja" verði brotin
undir EEC, kannski í sárabót
fyrir veiðitap þess hér eða fyrir
eldri nýlendnamissi (og hvað
segði „klúbbur hinna 77 ríkja“?).
Islenzk lund, gædd ferskum
amerískum skilningi á skiptri
þegnskyldu tvíþjóðaþegns, knúði
Stephan Klettafjallaskáld til þess
i upphafi á Heimleiðis 1917 að
lýsa yfir stækkaðri landvarnar-
skyldu, sem minnir mig á hafvörn
Grænlands:
Islendingur sérhver veit, að
honum gegna ber
heilli landvörn heima fyrir,
hálfri landvörn hér,
heimi öllum þegnskyldugur, hvar
sem helzt hann fer.
Slík Bjarkamál Stephans 1917
orkuðu enn sterklegar sakir
harðrar baráttu hans gegn
íslenzkri þátttöku i stríðsglimu
milli nýlenduveldanna 1914—18.
Stundum er rétt að deila á
íslenzka menn fyrir að flækja sig i
slíkt. Gæti hugsazt, að árátta valdi
þátttöku og okkur sé varla sjálf-
rátt með hlutsemina? Ég þver-
neita að Eyjabandalagshugmynd
stafi af áráttu. En meinlaus eftir-
máli minn gæti verið sá að bót-
mæla því, þótt við yrðum meiri
„heimsþjóð" en nú i samræmi við
stefnuskrá SÞ.
Þegar komið er á faraldsfót og
helzt úr einu landi í annað, fara
bæði Norðmenn og Irar að Iíkjast
og jafnvel samsamast Is-
lendingum, þó hvorir tveggja séu
þeim býsna ólíkir sem sveitamenn
heima fyrir og umhverfisverkun
heimalands sé ólík. Þrátt fyrir
fámenni eru öll 3 löndin allvirk
innan SÞ.) Utþrá úr öllum þrem
löndum er feiknarleg, segulafl
þeirra heimleiðis álíka sterkt, og
vissan, að „það líkist engum
löndum."
Öfullnæging, nema það fáist að
sjá og skipta sér loks af öðrum
löndum, ófullnæging seinna,
nema heim verði flogið sem fyrst.
Það að íslendingar lyftu hæst
fyrstu bókmenntum sínum og
fram eftir 13. öld með því að velja
norsk söguefni eða fjarlægari,
sþratt víst af skyldri áráttu.
Milliríkjaverzlun íslands,
dreifð á ýmsar álfur, nemur
stærri hundraðshluta þjóðtekna
en í flestum löndum öðrum. Það
er afdrifaríkt út af fyrir sig. En
ekki er tilhæfulaust að segja, að
þar sjáist einnig mælikvarði
nokkur á andlega og veraldlega
áráttu, að vér sem heimsþjóð
örsmá erum ekki nógir sjálfum
oss. Skyldi ekki hugmynd um
Eyjabandalag eiga enn dýpri rót í
þessu hugarástandi en þeirri fisk-
markaðshagræðingu, sem af
bandalagi mundi leiða? Svo
innhverf sem alþýða varð á ein-
okunartimum, er furða, hve gagn-
stætt eðli landinn temur sér æ
betur með yngstu kynslóðum, og
mér sýnist Færeyingar teknir til
að breytast þannig á eftir okkur,
en álíka hratt.
Fyrst þetta örvar „utanferð" úr
hafskerjum beggja til heims-
miðjanna vestra og í suðri, hver
er þá gagnstæði segullinn? Það
eru jöfnum höndum sérþróað
samfélag vort, sem er fálátt við
fyrstu sýn, en með því nota-
legasta, sem álfan á, og sjálf
landsmyndin skarpleit og lit-
brigðarik.
Hver þekkir ekki óþreyju á
heimflugi eftir kallinu: Landsýn
til Öræfa? — og á sumra vörum er
hvísl þriggja atkvæða: Ut vil ek.
Eða eins og Hannes mælti í Land-
sýn: „Land mitt! Þú ert sem
órættur draumur, óráðin gáta,
fyrirheit. Hvað verður úr. .
II. Brottfall ætternishroka úr
þjóðarhugtaki f lögum.
Það er allra farþjóða reynsla, að
aukin sambönd milli landa gera
samfélag opnara heima fyrir en
áður var, og allmargir taka sér
þar nýtt ríkisfang, sumir hins
vegar fara og hverfa inn í aðra
þjóð. Siðan um miðja öldina hefur
víðast verið rýmkað um þetta, þó
ekki án manngreinarálits, og á
stefnunni verður framhald.
Norðurlönd vilja hafa samræmda
stefnu með sér (Danir raunar
innan EEC). Þörf Finna og Is-
lendinga fyrir erlent vinnuafl
hefur ekki verið sú, að gesta
þeirra gæti að ráði, en Svíþjóð er
dæmi um ríki sem er þeim mjög
háð (1976 voru þar kringum 860
þús. erlendra gesta í atvinnu-
dvöl). I aldarlok má hvert ríki
búast við einhverju áþekku, en
holskeflur flóttamanna úr
ófriðar- og ofstjórnarlöndum eru
þó lfklegri til að verka á reita-
skipan hnattar og niðurjöfnun
framfærsluskyldna á fæðuríku
reitina, eftir að heimsbúar
komast yfir sjö milljarða að
20—30 vetrum liðnum. Það segi
ég ekki í málsfærslu fyrir þá
flóttamenn en óheiðarlegt er að
sniðganga þessa landfræði-
vitneskju, sem 120 önnur smá
(undir 15 millj.) eða máttvana
ríki óttast að steðji senn að innan
SÞ. Temprun mannflutninga
næst ekki nema með ríkjasam-
tökum, er verndi, og fullnýti
saman, víðari hnattsvæði en
heimalandið og láti heima-
menning eigi kaffærast. Ég drap
á Nordek.
Þjóðstefnur valdasmárra ríkja
miðast við nauðsynina að þær
leggja hver annarrar þegna að
jöfnu og amast sem minnst við
blöndun. Að öðrum kosti yrðu
þær heiminum minna til bóta en
þær eru nú. Misjöfn menntun og
efnahagur veldur í flestum
löndum þeim gjám, sem kljúfa
íbúana í velferðarþjóð á aðra
hönd, eymdarlýð á hina. Með
temprun mannflutninga á ég ekki
Ný landsýn
frá miðlínu hafs
neinn megi gjalda ættar og
litarháttar, en þó við hitt að
eymdarlýð, sem verði óbræðan-
legur saman við þjóð vora, megi
ekki gróðursetja hér. Slíkt vofir
ekki heldur strax yfir. Minnumst
heldur á, hvað sé þjóðin.
Þjóðin skal í landi voru ná yfir
alla, sem eiga hér ríkisfang, enda
er það þjóðernið skráð í manntöl
og. á vegabréf þeirra. íbúatala
lands er jöfn og þessi þjóðar-
stærðin og tekur því engin
ætternistillit. Hefð er þó og
réttur, að nefna ber erlenda
íslenzkumælandi þegna Islend-
inga svo lengi sem þeim er það
munntamt sjálfum, t.d. mörgum
Vestur-islendingum, nokkru
færri Skandinavíuíslendingum,
sem er auðvelt að skynja sig vera
tvíþjóða. 1 þriðja lagi kæmu
flestir þeir aðfluttir til greina
(tvíþjóða), sem hér koma til með
að njóta almannatrygginga og
sveitarstjórnarkosningaréttar og
skilja málið.
Athuga ber, að með slíkri skil-
greiningu á þjóð er jafnt hafnað
nazistískri kenningu sem eldri
greiningu sprottinni úr ættbálka-
hugmyndum. Hin síðarnefnda á
hins vegar rétt á sér í ritum, er
hrærast mest á sögulegum
grunni, meðan landsýn var önnur.
Þjóðmálaágreiningur um þetta
frá 2. fjórðungi aldar er hjaðn-
aður, þó ekki séu glæður aldauða.
Gleymdur er líka uggurinn frá
fyrri öld við dönskumælandi
handverks- og kaupsýslustétt,
blandaða að kyni; hann var
stéttarlegur. Einar Benediktsson
er dæmi um menntamann, sem lét
ekki á sér standa i þjóðernis-
þrugli, en gat þó tekið í annan
streng af meiri víðsýni. Hann
segir í Landsýn, kvæði til storkn-
andi eylands hinna glóandi eld-
fjallarústa: „Þú lagðir þín eigin
örlög í tauma og eldana slökktir
við frosin höf. . . þaggar glepjandi
glauma og geymir í vöggu þinn
framtímalýð1* — og segir síðan:
Og fáeinum stöðvum stranda og
dala
er stráð um þfn eyðisvið,—
um landið, sem heimsþjóð er
ætlað að ala.—
Nú opnarðu þögul þfn voldugu
hlið,
því þeir verða okkar, sem tung-
una tala...
III. Kröflustríðni og annað dæmi
um væntanlega seinkun aðgerða.
Geir forsætisráðherra hefur
fullvissað þjóð ársins 1977, að við
höfum sannarlega enga ástæðu til
minnimáttarkenndar, og er vel
mælt og rétt, yfir þjóð sjálf-
skaparvíta, sem henni lukkast.
Enginn skal halda, að hún eigi
bágt.
Á bernskujörð föðurföður hans,
Reykjahlið, er hola 4 frægasta
borgat stjórnartíðarinnar, nefnd -
Sjálfskaparvíti til greiningar frá
Víti rétt hjá, stýrðu af þeim í
„Verra". Hinn manngerði nýi
leirhver er öryggisventill, óvart
kannski orðinn að hyggilegri
„fjárfestingu", því ekki er að vita
hvar byltingarfjandinn í gufunni
hefði brotizt út ella.
Guð gefi, að væntanleg öryggis-
ventlasmíði íslands í Eyjabanda-
lagi Gunnars Schrams, og seinna
e.t.v. í fleiri meinþróunarstöðvum
sunnar, slysist aldrei verr en í
þessu glettilega fordæmi okkar
Norðlendinga.
Þörf er sem sagt á gætni, en líkt
og við virkjunarmálin nyrðra er
stórhætta sú í nánd, að tíminn
hlaupi frá okkur.
Ekkert er samjafnanlegt á svo
ólíkum stöðvum nema þetta hlaup
tímans og að ungborin tíð vekur
storma og stríð. Sízt kann ég
réttustu aðferðir á leið til Eyja-
bandalags. Upp úr tilraunum að
hefja verkið með þvi að stinga vel
á einhverju grænlenzku van-
þróunarkýli hefðist kannski
aðeins nýr leirhver.
Aðgerðaleysi í nokkur sumur
skóp okkur nauðugum ógætni,
þegar í cindaga þurfti loks að
stökkva í virkjun. Svo hittist þá á,
að eldfjall tók hríðir, dúði upp og
niður, vitanlega öðruvísi en jóð-
sjúku Grænlandsmæðurnar
mörgu og barnungu, sem eru að
ala af sér stríðlynda stétt, ung-
borna tíð.
Mér finnst þó eitthvað tengja
dæmin, mér sýnist eins og
Gunnari að stærsta ógætnin væri
aðgera núna ekkert í málinu.
BS