Morgunblaðið - 10.02.1977, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 10. FEBRUAR 1977
41
VELVAK ANDI
SVARAR í SÍMA
0100KL 10— 11
FRÁ MÁNUDEGI
ast bæta við þriðju lyftunni upp á
Hákoll. Gilið hefur verið lagfært,
þannig að nú er það rýmra og
hættuminna. Þar ætti þvi að geta
orðið góð miðstöð með aðstöðu
fyrir alla, félagsbundna og
ófélagsbundna, bæði til almennr-
ar skíðaiðkunar, til mótahalds og
æfinga fyrir alla skíðamenn.
Skíðafélögin geta fengið að
setja upp lyftur sínar annars stað-
ar með vissum skilyrðum, sem eru
þau að þau skuldbindi sig til að
hafa lyftur opnar almenningi til
jafns við félagsmenn og reka þær
á mesta annatíma, að þau taki
þátt í sameiginlegri miðasölu, og
ef þörf krefur verði siðar hægt að
yfirtaka þær og greiða fyrir. Þetta
er gert til að tryggja það að allir
hafi frjálsan aðgang að skiða-
aðstöðunni. Og þess vegna var
einmitt í haust komið á miðakerfi,
sem gildir i allar lyftur í fólk-
vanginum. Gæti jafnvel orðið
samvinna við skíðafélög annars
staðar um miðakerfi, ef þau vilja,
þannig að fólk geti farið með
sömu miða i hvaða lyftu sem er,
og farið á milli lyfta.
Sum skíðafélögin hafa hug á að
koma upp eigin skíðalyftum skv.
þessu. Skipulagsuppdráttur af
svæðinu sýnir mörg hugsanleg
skálastæði og lyftustæði, eins og
Björn Kristinsson, formaður
skíðadeildar Ármanns, segir rétti-
lega i bréfi sínu til Velvakanda.
Og þó aðsókn hafi aukist alveg
gifurlega, þegar snjór er, á þess-
um stutta tíma síðan fólkvangur-
inn var stofnaður og eigi eftir að
aukast enn meir, verður áreiðan-
lega rými þar fyrir alla, ekki sist
þegar búið verður að teygja
veginn svolítið lengra, lagfæra
hann og leggja raflínur lengra.
Vonandi fáum við svo einhvern
snjó í Bláfjöllin siðari hluta vetr-
ar, svo við getum fengið að njóta
útiverunnar þar.“
Þessir hringdu . . .
0 Um tízkuorð
í f jölmiðlum
„Um skeið voru orðin ,,ég
mundi segja“ og „á ársgrund-
velli" mjög í tízku. Hið fyrra í
sjónvarpi, útvarpi og manna á
milli. Hið síðara í fjölmiðlum,
vafalaust þýtt úr ensku af ein-
hverjum fjármálaspekingi og öðr-
um þótti fínt og apa eftir, gott ef
einhver var ekki farinn að fræða
bændur á því hve mörg kíló
kýrnar mjólkuðu á „ársgrund-
velli". Nú eru þessi orð að mestu
horfin, en önnur komin í þeirra
stað, notuð i tíma og ótíma.
1. í viðtölum í útvarpi byrja
sumir varla nokkra setningu án
þess að láta frá sér fara meira og
minna langdregið „nú“. Þetta
verður æði leiðigjarnt til lengdar
og vandræðalegt í meira lagi.
2. Í orðabók Menningarsjóðs er
orðið „þróun“ útlagt sem „fram-
för, ferill frá lægra stigi til hins
æðra“. Nú er þetta orð á hvers
manns vörum um hvers konar
breytingar, bæði til hins betra og
verra, um hreina afturför af ýmsu
tæi, um minnkandi veiði í sjó og
vötnum, vaxandi spillingu á ýms-
um sviðum o.s.frv., en um slíkt
hefur stundum verið notað orðið
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á skákmóti í Yalta I Sovétríkj-
unum, sem haldið var í júlí í
fyrra, kom þessi staða upp I skák
Sovétmannanna Terentjevs, sem
hafði hvítt og átti leik, og
Bengievs;
27. Hxd6!! 28. Bxe5 — Dxe5, 29.
d6+ — Kd7, 30. Dxb6 — Dxc3+,
31. Dc2 — Dxe3+, 32. Kbl —
Hgd8, 33. Db7+ — Ke8, 34 Be4 —
Kf8, 35. De7+ — Kg7, 36. De5+,
því að hann á enga fullnægjandi
vörn við 37. Hhl. Sigurvegari á
mótinu varð Zidkov með 10l/í v. af
15 mögulegum, en næstir komu
þeir Gofstein, Kapengut, A.
Petrosjan og Terentjev með 914 v.
Aðeins Sovétmenn tóku þátt í
mótinu.
„öfugþróun“. Er hér ekki um
hrein málspjöll að ræða?
3. Þá ganga eins og gráir kettir
orðin „að tjá sig“ „að mínu mati“,
„á þessu stigi málsins", allt út af
fyrir sig óaðfinnanleg orð, en
þreytandi þegar til lengdar lætur.
Björn L. Jónsson."
0 Oscar Clausen
níræður 7. febrúar
Utvarpshlustandi: „Það
fer ekki milli mála að Oscar
Clausen, rithöfundur og braut-
ryðjandi Fangahjálparinnar á Is-
landi, er meðal merkustu Islend-
inga á þessari öld. 1 áratugi var
hann framarlega í sjálfstæðisbar-
áttunni og meðal vinsælustu
ræðumanna í Utvarpinu. I
Morgunblaðinu sl. sunnudag var
hans rækilega minnst að makleg-
leikum í grein, sem Sveinn Bene-
diktsson framkvæmdastjóri
ritaði. Daginn eftir afmælið var
hans minnst mjög vinsamlega í
stuttri grein, sem Jón Sigurðsson,
framkvæmdastjóri Menningar-
sjóðs, birti í Tímanum.
En Ríkisútvarpið þagði þunnu
hljóði um afmæli þessa merkis-
manns. Hvernig má slíkt verða?
Vill ekki Útvarpsráð beiðast
afsökunar á þessum mistökum og
endurtaka nokkur af þeim
erindum, sem Oscar hefur flutt í
Útvarpið?
HÖGNI HREKKVÍSI
© 1977 ^ Mc.Naught Synd., Inc.
f||v íj^ , 11
?
777 # 777
DRATTHAGI BLYANTURINN
Pípulagningamenn
Húsbyggjendur
Hafnarfirdi, Gardabæ, Áiftanesi
Eigum fyrirliggjandi pípur í flestum
stærdum. Svartar og ga/vinseraðar,
tengihluti og fí. ti/ vatns- og hitalagna.
Kantadar plastrennur
Eigum fyrirliggjandi mjög stílhreinar
kantadar plastrennur. Gott veró.
Leitid ekki langt yfír skammt.
SESAMH.F.
Trönuhrauni 6. Sími 52128.
Opið á laugardögum frá kl. 10—12.
Aðalfundur
Knattspyrnufélags Reykjavíkur heldur aðalfund
sinn þriðjudaginn 15. febr. 1977 í húsi Slysa-
varnarfélags íslands við Grandagarð og hefst
fundurinn kl. 20.30 Á dagskrá eru venjuleg
aðalfundarstörf. Aðalstjórn
og auoveiaar i uppsetningu
Fáanlegar í gullálmi, eik, hnotu og teak.
Verð frá kr. 1080 per. fm m.sk.
Klapparstig 1, Skeifan 19,
Símar 18430 — 82S44
-■_________-