Morgunblaðið - 10.02.1977, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. FEBRUAR 1977
27
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Vogar
til sölu 64 fm. eldra einbýlis-
hús við Vogagerði Laust
fljótlega. Útb. 1.5 millj.
Fasteignasala Vilhjálms og
Guðfinns, Vatnsnesvegi 20,
Keflavik símar 1263 —
2890.
Garður
Til sölu 120 fm. einbýlishús,
4 herb. og stofa. Hagstæð
útborgun. Laust fljótlega.
Fasteignasala Vilhjálms og
Guðfinns Vatnsnesvegi 20,
Keflavik simar 1263 og
2890.
Seljum gamlar myntir
Sendum sölubækling.
Möntstuen, Studiestræde 47
DK—1455, Köbenhavn K.
Til sölu
trollspil, línuspil, bómuspil
ásamt dælu.
Vélbátaábyrgðafélagið Grótta
sími 27720 milli kl. 3 — 5.
Körfuborð
með spónlagðri plötu, teborð
á hjólum og bólstraðir körfu-
stólar gamla gerðin.
Körfugerðin, Ingólfsstr. 16.
Gömul íslenzk frí-
merki
í heilum örkum til sölu. Til-
boð merkt: Góð fjárfesting
leggist í pósthólf 294 Rvk.
Buxur
Dömu terylenebuxur. Fram-
leiðsluverð.
Saumastofan
Barmahlíð 34, sími 14616.
Ferðadiskótekið Dísa!
Upplýsingasími: 50513.
26 ára gamall maður
óskar eftir hlutastarfi „60-
80%". Vinnur annars vakta-
vinnu. Tilboð sendist Mbl.
merkt: H — 1 685.
Nuddkona óskast
Júdódeild Ármanns. Upplýs-
ingar í síma 83295 milli kl.
13 — 22.
Plymouth Valiant '70
4ra dyra einkabill, 6 cyl.
sjálfsk. powerstýri til sö1u.
Má borgast með 2ja—3ja
ára skuldabréfi eða eftir sam-
komul. S. 22086.
Arinhleðsla
Skrautsteinahleðsla. Uppl. i
sima 84736.
Haraldur Jónasson
hdl.
Hafnarstræti 16. — Simi
14065.
□ St.St. 59772107 VII.
IOOF 1 1 = 1 582 108V2 =
KFUM
Aðaldeildarfundur i kvöld kl.
20.30 í húsi félagsins við
Amtmannsstig. Kvöldvaka.
A.D. KFUK boðið á fundinn.
SÍMAR. 11798 oc 19533.
Aðalfundur
Ferðafélags íslands
verður haldinn þriðjudaginn
15.2 ki. 20.30 i Súlnasal
Hótel Sögu. Venjuleg að-
alfundarstörf. Félagsskírteini
1976 þarf að sýna við inn-
ganginn.
Stjórnin.
Kvenfélagið Keðjan
heldur aðalfund í kvöld kl.
20.30 að Ásvallagötu 1.
Stjórnarkjör. Þorramatur.
Stjórnin.
Hjálpræðisherinn
Almenn samkoma í kvöld kl.
20.30. Kapt. Daniel Óskars-
son, brigdaer Ingibjörg og
Óskar Jónsson taka þátt í
samkomunni. Allir velkomn-
ir.
Sálarrannsóknar-
félagið
í Hafnarfirði
heldur fund í kvöld fimmtu-
daginn 10. febrúar í Iðnaðar-
mannahúsinu og hefst kl.
20.30. Dagskrá. Ræða Þórð-
ur Halldórsson frá Dagverð-
ará. Einsöngur Hjálmtýr
Hjálmtýsson með undirleik
Magnúsar Péturssonar.
Nýtt ííf
Ungt fólk talar og biður fyrir-
sjúkum í Sjálfstæðishúsinu
Hafnarfirði í kvöld kl. 20.30.
Allir velkomnir.
Fíladelfía
Almenn samkoma i kvöld kl
20.30.
Aðalfundir
Farfugladeildar Reykjavikur
og B.Í.F. verða i kvöld kl.
20.00 að Laufásvegi 41.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Farfuglar.
— Ræða Gunnars
Framhald af bls. 20
Nú liggja fyrir undirritaðir
tæknisamningar milli járnblendi-
félagsins og E.S. og fyrsti viðauki
við rafmagnssamninginn.
Sölusamningur liggur og fyrir í
endanlegu formi og verið er að
ganga frá lóðaleigusamningi og
starfsleyfi og gengið verður á
næstunni frá hafnarsamningi.
Öll þessi samningsgjörð er með
þeim fyrirvara að endanlegt
samþykki Alþingis liggi fyrir á
því frumvarpi til laga um járn-
blendiverksmiðju i Hvalfirði, sem
nú er til umræðu.
Endurminningar
Framhald af bls. 25
kennslunnar verður að geta runn-
ið snurðulaust eins og ljúfur ár-
straumur, sem er í reynd öllum
til, einlægrar gleði. Leikfimi-
kennurum þarf ekki að segja þau
sannindi, að ekki er vert að skipta
of oft um stundaskrá, enda á eftir
fornum fræðum að gera það smátt
og smátt.
Til þess að komast í nánari
kynningu við drengina mína og
heimilin, sagði ég stundum við
snáðana: Nú bið ég kærlega að
heilsa mömmu og pabba, jafnvel
afa ömmu, og þið bjóðið þeim
hingað á sýningu einhvern sunnu-
dag eftir svona 5—6 vikur. Þið
sýnið leikfimi og leiki og skil-
yrðislaust boðhlaup. Ég vil endi-
lega að foreldrar ykkar viti
glöggt, hvað það er, sem fer
venjulega fram I leikfimistím-
unum. Þessu var tekið með sannri
gleði. Og ég minnti rösklega á
það, að sýningarnar gætu því að-
eins farið fram með sönnum
sóma, að allir gerðu sitt bezta til
þess að svo yrði.
Tími til "ninga var enginn,
nema á s ' nudögum. Þetta var
boð án nokkurrar greiðslu. Það
hvarflaði aldrei í hug mér, að
skólinn greiddi þessi aukastörf.
Þetta var gert af fúsum þegnvilja,
en blandin þeirri eigingirni þó að
reyna með einhverju móti að
komast í nánari samvinnu við
heimilin, yoreldra og nemendur,
ef unnt væri. Ef satt skal segja,
var aðsókn foreldra oftast mun
meiri en mér kom nokkurn tfma f
hug. Svalirnar í leikfimissalnum
voru ævinlega þéttsetnar og mik-
ill fjöldi áhorfehda með öðrum
hliðarvegg. Mfna fyrirhöfn fékk
ég iðulega goldna með hlýjum
handtökum og brosvotti á vörum
foreldra að loknum sýningum.
I tveimur myndabókum á ég
ljósmyndir af mörgum þeirra
flokka, er saman voru í leikfimi á
þessum árum. Þar eru allir
klæddir leikfimisfötum og kenn-
arinn einnig. Og mér er nær að
halda, að þessi tilbreyting með
Tarzan-leikfimi, myndatökum
o.s.frv. hafi jafnvel borið nokk-
urn árangur.
— Kosningar
Framhald af bls. 21
Það er ljóst að lokun stórs dag-
blaðs i miðri kosningarbaráttu
hlýtur að hafa áhrif á hana. Nú er
orðinn skortur á dagblöðum í
Danmörku, en kjósendur sækjast
eftir upplýsingum um orð og at-
hafnir stjórnmálamanna. Hitt
stóra dagblaðið, Politiken, getur
ekki tekið við nýjum áskrifend-
um. Dæmi eru um að Politiken,
sem á sunnudögum kostar tvær og
fimmtíu, sé seld á svörtum mark-
aði fyrir tfu krónur. Flestir blaða-
turnar eru venjulega opnir til
miðnættis, en nú loka þeir margir
fljótt eftir hádegi, þvf öll blöð eru
uppseld.
Berlingske-málið hefur tvisvar
verið til umfjöllunar hjá atvinnu-
dómstólnum en enginn úrskurður
hefur verið kveðinn upp, né verð-
ur fyrir kosningar. Báðir aðilar
deilunnar hafa gert kröfu um að
mótaðilinn verði dæmdur til að
greiða háar skaðabætur fyrir
samningsbrot.
Þegar á allt er litið verða þetta
óvenjulegar kosningar i Dan-
mörku. Margir kjósendur áttu í
upphafi kosningabaráttunnar erf-
itt með að ákveða hvaða flokk
þeir ættu að kjósa og sú ákvörðun
verður ekki auðveldari án pósts
og dagblaða.
— Meira skipulag
Framhald af bls. 29
samningagerðin sé slitin um of úr
tengslum við einstaka launþega
og séraðstæður og sérþarfir ein-
stakra vinnustaða og félaga. Gegn
því er úthlutun sérkröfuupphæð-
ar ætlað að vinna. Og vissulega er
ekki óeðlilegt að leitað sé ráða til
að gera starfsmönnum einstakra
vinnustaða kleift að hafa nokkur
áhrif á afgreiðslu sinna sérmála.
Það yrði enn auðveldara ef sú
skipan kæmist á uppbyggingu
verkalýðshreyfingarinnar, sem
Alþýðusambandið hefur haft á
stefnuskrá sinni allt frá því
snemma á síðasta áratug að
vinnustaðurinn myndi vérkalýðs-
félagið.
Að lokum skal áréttað að þau
sjónarmið, sem hér hafa verið sett
fram, miða að því fyrst og fremst
að tryggja meira skipulag, sam-
ræmi og sanngirni í kjara-
samningagerð og kjaraákvörðun-
um hér á landi heldur en hér er
nú til staðar.
— Heparinvinnsla
Framhald af bls. 14
að skv. verðskrá frá Sigma Chemical
Co í Bandarikjunum 1976 sé verðið á
heparíni i stærstu fáanlegum pakkn-
ingum á bilinu 54—125 dollarar fyrir
eina milljón eininga. Og fram kemur að
aðallega eru hér notaðar aðferðir, þar
sem orka er aðalútgjaldaliðurinn auk
stofnkostnaðar í sambandi við tæki og
áhöld. Sé erfitt að meta slikan kostnað
á þessu stigi
í lokaorðum segir m.a : Að sjálf-
söguð er þetta verkefni ekki fullleyst
ennþá, til þess þarf miklu meiri vinna
að koma til. Þær niðurstöður tilrauna
með W-heparin úr hvalsgörnum
jákvæðar, einnig tilraunir með heparín
úr lungum sauðfjár. Enda þótt niður-
stöður tilrauna með nautgripaliffæri
séu ekki síður jákvæðar, er hráefnis-
magnið hér á landi það lítið, að vinnsla
úr þvi myndi að öllum líkindum ekki
borga sig nema þá í tengslum við
vinnslu úr öðru skyldu hráefni. Þá er
rætt um að niðurstöður athugana á
vinnslu andstorknunarefna úr fiski og
fiskslógi hafi verið neikvæðar, en bent
á að þar með sé ekki sagt að slí efni
séu ekki í fiski. Spurningin sé með
hvaða hætti sé hægt að vinna slík efni
úr þessu hráefni og hve virk þau séu.
Segir í lokin: Út frá þeim niðurstöðum,
sem hér liggja fyrir eftir þessa frum-
athugun, er ekki hægt að leggja mat á
það hvort heparínvinnsla. úr íslenzku
hráefni muni geta svarað kostnaði
Áður en þeirri spurningu verður svarað
þurfa að fara fram ítarlegar athuganir á
kostnaði við vinnslu á verksmiðjustigi,
gera þarf verkfræðilega útreikninga
vegna hönnunar slíkrar verksmiðju og
auk þess þyrfti að fara fram markaðs-
könnun.
Rétt er að geta þess að lauslega
áætlað eru fiskinnyflin um 15% af
þunga fisksins og geysilegt magn fisk-
innyfla nýtist aðeins til mjölvinnslu Af
sláturúrgangi fara árlega til spillis
a m.k. þrjú þúsund tonn, skv. áfanga-
skýrslu frá 1974 frá lyfja og lífefna-
vinnslunefnd. Og innyfli hvala eru nær
eingöngu nýtt til mjölvinnslu, en
magnið á meðalvertíð lauslega áætlað
800 tonn.
— Félag ísl.
foreldra
Framhald af bls. 15
meö fylgi nákvæm línurit sem
sýni það að einstæðir foreldrar
muni skv. nýja frumvarpinu í
nánast öllum tilvikum bera skarð-
ari hlut frá borði en aðrir þegnar
og fái FEF ekki séð að nokkur
hópur komi verr út hvað snertir
skattaálagningu og varla hafi það
verið ætlunin með þessu nýja
frumvarpi að mismuna einum
þjóðfélagshópi jafn hrikalega og
ráð sé fyrir gert skv. frumvarp-
inu. Siðan segir: „Félag ein-
stæðra foreldra telur sýnt að ein-
stæðir foreldrar verði að axla
sameiginlegar byrðar með öðrum
f þjóðfélaginu og hvergi er farið
fram á neins konar forréttindi
eða hlunnindi til handa einstæð-
um foreldrum. Hins vegar teljum
við ámælisvert að sú hugsun skuli
vera allsráðandi f frumvarpinu að
skattar hækka þvf meira sem
börn hins einstæða foreldris eru
fleiri."
(Fréttatilkynning)
— Bókmenntir
Framhald af bls. 13.
urðar tímabærust fyrir þá sök
að vatnsvirkjunarmál eru enn á
dagskrá. Enn eru íslendingar
naumast stignir yfir þann
þröskuld sem fáeinir sáu fyrir
sér í hillingum um aldamót —
að nýta orku íslenskra
fallvatna. Verkmenntun er enn
fyrirlitin í raun hérlendis,
hvað best má marka af siðustu
og verstu skólalöggjöf, enn-
fremur nýjum tillögum um
framhaldsskóla sem Halldór
Guðjónsson segir i síðasta hefti
Tímaritsins Máls og menningar
að séu „í heild sinni ótækar“.
Eigi að síður munu þær vera
það sem koma skal.
Þá er í þessu hefti ritgerðin
Alþýðuflokkurinn og fslenzkir
jafnaðarmenn gagnvart Sam-
bandslagasamningunum árið
1918 eftir Bergstein Jónsson, að
nokkru leyti unnin upp eftir
munnlegum heimildum; og
minningargrein um Sverri
Kristjánsson ásamt með rita-
skrá hans eftir Jón Guðnason.
Einnig nokkrar ritfregnir og að
lokum ritaukaskrá um sagn-
fræði og ævisögur 1975, tekin
saman af Inga Sigurðssyni
bókaverði.
Flokkur islenskra sagn-
fræðinga er fámennur. En
áhugamenn um sögu eru hér
margir. Og sá mun vera grund-
völlur þess að unnt er að halda
úti svona faglegu riti áratugum
saman. Ritstjórar eru sem fyrr
Björn Sigfússon, Björn Teits-
son og Einar Laxness.
— Orkumál
Framhald af bls. 12.
Á svipaðan hátt hefur hann
vandlega velt fyrir sér kostnað-
inum af ljósnema-kerfi til raf-
orkuframleiðslu. Markmið
ERDA (Energy Research and
Development Administration) í
þessu efni er $500 per KW.
1986 miðað við $14.000 núna —
það er kostnaðurinn á aó lækka
í 1 /28 af núverandi upphæð. Og
sumir gera ráð fyrir því, að
markið verði að vera $300 til að
verða samkeppnishæft við aðra
orkugjafa — það er 1/50 af
núverandi kostnaði. Hann
viðurkennir, að þetta gæti tek-
izt — en allt raunhæft mat á
þessu og orkuturna tækninni
virðist hniga i þá átt, að mögu-
leikarnir 3 þvi, að sólarorka
geti nokkru sinni verið sam-
keppnishæf við jarðbundna
orku, séu mjög litlir og jafnvel
engir.
Dr. Hirsch telur, að hinar
vænlegri tækniaðferðir til nýt-
ingar orku frá sól séu — eins og
varðandi orku sjávarfalla, sem
myndi koma Bretlandi betur en
Bandaríkjunum, þar eð öldurn-
ar eru aflmeiri þar — enn „van-
þróaðar". Það gæti orðið til
skaða að ausa of miklu fé til
þeirra áætlana á þessu stigi,
þar sem ekki er vitað nægilega
vel, hvernig ætti að verja þeim
fjárframlögum. En þvi miður
eru þessar röksemdir litt skilj-
anlegar stjórnmálamönnum.
Þeir hafa tilhneigingu til að líta
svo einfaldlega á málin, að
hvert rannsóknarefni sé hægt
að leysa, ef nægilegt fé sé til
þeirra veitt — en það er sjónar-
mið, sem ekki skortir stuðnings
miður samvizkusamra vísinda-
manna.
En snúum okkur siðan að
annarri iðngrein, sem viróist
mun raunhæfari frá fjárhags-
legu sjónarmiði og er langtum
lengra á veg komin frá tækni-
legu sjónarmiði. í áðurnefndri
áætlun um sjálfstæði í orku-
málum var ERDA sett það tak-
mark að framleiða 1 milljón
tunna á dag af gervieldsneyti
úr kolum og olíuúrgangi 1985.
ERDA hefur þó enn ekki hafizt
handa í þessum efnum.
1975 og aftur í september
1976 felldi Þjóðþingið áætlanir
ERDA Dr. Robert Seamens,
framkvæmdastjóri- ERDA (sem
kom til stofnunarinnar frá
geimferðaáætlununum) og
starfsmenn hans hafa mætt á
fundum eigi færri en 36 þing-
nefnda og undirnefnda. Dr.
Seamens segir: „Enn hafa
menn ekki almennt viðurkennt
það fullkomlega, að Bandarikin
eigi við orkuvandamál að striða
og svo miklu siður komið sér
saman um, hvað beri að gera í
málinu."
Dr. Seamens er þess fullviss,
að áætlanirnar um gervields-
neyti séu byggðar á nægilega
traustum grundvelli tæknilega
til þess, að hægt sé að setja
markið 8—10 milljónir tunna á
dag — sem er framleiðsla
Saudi-Arabiu á dag — um árið
2000.
Þrjú ár mikilla vonbrigða í
sambandi við áætlunina um að
gera Bandaríkin óháð innflutn-
ingi orku,“ hafa opnað augu
mín fyrir vandkvæðunum á þvi
að fá hlutum breytt,“ segir Dr.
Seamens. En jafnvel þótt áætl-
unin væri endurskoðuð nú og
umsamin fyrir næstu 10 ár,
býst hann við, að frá tækni-
fræðilegu sjónarmiði myndi
breytingin aðeins verða lftils-
háttar — einungis yrði lögð
meiri áherzla á aðhaldssemi. Á
þvi sviði hafa hin sijóu við-
brögð i Bandarikjunum verið
gagnrýnd af Alþjóða orkustofn-
uninni, en þar telur Dr.
Seamens, að með tæknilegum
ráðum einum mætti draga úr
aukningu orkunotkunar um
1% áári, úr 3% i2%.
Þau atriði, sem hér hefur ver-
ið drepið á, sem og sú stað-
reynd, að sjö ríki Banda-
rikjanna hafa á þessu ári snúizt
til fylgist við þá, sem mæla með
kjarnorku lausninni, gera
bjartsýnismenn vongóða um, að
Carter, forseti, geri eitthvað i
málinu.
Cr , J'inanciai Times" — svá—