Morgunblaðið - 10.02.1977, Blaðsíða 14
14
MORGliNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. FEBRUAR 1977
Um flúor 1
drykkjar-
vatni og
heilsufar
Tannskemmdír f 4 ára barni. Ástand tannheilsu hér á
landi er óhugnanlegt, einkum í börnum og ung-
lingum.
SL. TVÆR til þrjár vikur hafa
verið birtar í dagblöðunum
greinar um flúor, gagn það sem
flúor gæti gert tannheilsu
manna og svo sú hætta, sem
neyzla þessa sterka eiturs gæti
haft fyrir heilsu manna. Það er
gagnlegt að ræða opinskátt um
flúor sem eitur og heilsulyf og
þeim mun gagnlegra sem um-
ræðurnar eru málefnalegri.
Ekki skal því leynt, að flúor
er sterkt eitur. Banvænn
skammtur er talinn einhvers
staðar á bilinu 2—10 grömm.
Langvinnar eiturverkanir af
smáskömmtum eru ekki óal-
gengar. Ekkí þarf meira en 2
mg i litra drykkjarvatns til þess
að hætta geti verið á brúnleit-
um blettum á glerungi tanna og
8 p.p (parts per million = 8
milligr. í lítra) í drykkjarvatni
leiða til þess að 10% neytenda
geti búizt við ofkölkun bein-
vefja.
Við 50 p.pm. getur verið
hætta á breyttri starfsemi
skjaldkirtilsins, 100 p.p.m. geta
seinkað vexti. Við 125 p.pm.
getur verið hætta á skertri
nýrnastarfsemi. Það er því von
að fólk spyrji hvaða vit sé f að
taka svona áhættu. Hér skal
gerð grein fyrir hvernig nokkr-
ir heilsugæzlufulltrúar líta á
málið.
Tveir af fjórum mönnum,
sem ritað hafa um málið, þeir
Sigurður Herlufsen og Mar-
teinn Skaftfeils, hafa mótmælt
því harðlega að blandað verði
flúor í drykkjarvatn okkar og
telja að það gæti leitt til heilsu-
tjóns og ýmissa hörmunga. Ber
þar sérstaklega að geta um
Rapaportskýrsluna frægu, sem
Sigurður skrifar um.
Dr. Rapaport birti árið 1954
skýrslu um rannsóknir í Wis-
counsin í Bandaríkjunum, þar
sem hann komst að þeirri nið-
urstöðu, að mongolismi væri
meir en helmingi algengari þar
sem flúor hefur verið bætt í
drykkjarvatn til þess að bæta
tannheilsu, heldur en meðal
þeirra, sem drekka flúorsnautt
vatn. Það er óhætt að segja að
þessi skýrsla kom eins og reið-
arslag yfir talsmenn flúorsins.
Visindamenn í ýmsum löndum
fóru að kanna hvað væri hæft í
þessari staðhæfingu því svo
virðist sem alls staðar sé að
finna einhverja staði, þar sem
flúor í drykkjarvatni er 1 mg á 1
eða meira. Viðamestu rann-
sóknirnar voru gerðar í Banda-
ríkjunum, á ýmsum stöðum í
Bretlandi, Sviss og víðar. Er
skemmst frá þvi að segja, að
hvergi fannst nokkurt samband
milli flúors í drykkjarvatni og
mongolisma. Árið 1963 birtir
dr. Rapaport aðra skýrslu um
sama efni, sem að mestu leyti
var endurtekning á þeirri fyrri.
Aftur var rokið til og vísinda-
menn í ýmsum löndum beittu
ýtrustu nákvæmni við könnun
og skýrslugerð en allt kom fyrir
ekki, þeir fundu ekkert sam-
band milli flúorneyzlu og
mongolisma. Var nú farið að
gaumgæfa betur staðhæfingar
dr. Rapaports.
Kom þá I ljós ýmis óná-
kvæmni bæði i könnuninni
sjálfri, gagnasöfnun og úr-
vinnslu þeirra. Létti þá mörg-
um flúorsinnum, sem þetta
hafði legið á eins og mara.
„Ekki snefill
af líkindum...“
G.E. Godaber lýkur greinar-
gerð til brezka heilbrigðisráðu-
neytisins um staðhæfingar dr.
Rapaports með þessum orðum:
„Það er ekki snefill af likindum
til þess að ætla að ein einasta
móðir fæði mongolita vegna
hóflegrar flúorneyzlu.“
Sigurður Herlufsen segir:
„Flúor er stórhættulegt eitur.
Ef tankbíll, sem væri að flytja
þetta efni yrði fyrir hnjaski og
innihaldið rynni út í umhverf-
ið, gæti það orðið milljón
manns að fjörtjóni."
Sannleikurinn er nú sá, að
flúorinn er fluttur sem þurrt
flúorsalt, eða sem upplausn.
Það eina sem gerðist ef svona
tankbíll yrði fyrir hnjaski og
innihaldið rynni út, væri svið-
inn gróður og ef það slettist á
hörund ylli það brunasári. Það
er víst Hka engin hætta á því,
að ef flúorblanda væri virkari
til manndráps en kjarnorku-
sprengjur, að hermennsku-
brjálæðingar hefðu ekki fyrir
löngu nýtt þann eiginleika.
Mér sýnist á greinum þeirra
tveggja, sem eru mótfallnir þvi
að blanda flúor í drykkjarvatn
þannig að flúormagnið yrði ná-
lægt 1 mg í lítra, að kveikjan að
þeim tugþúsundum rannsókna,
sem gerðar hafa verið á áhrif-
um flúors á tannheilsu og
heilsu almennt síðustu 3—4
áratugi, sé runnin undan rifj-
um vestrænna auðhringja, stór-
iðjuhölda eða spilltu tann-
læknasamfélagi.
Sé svo, þá hefur auðvaldinu
sannarlega tekizt að leika So-
vétmenn grátt, því að hvergi
veit ég virkari eða betur skipu-
lagða notkun flúors til þess að
bæta tannheilsu manna en ein-
mitt í Sovétrikjunum.
I grein sem prófessor Ana-
toly Rybakov, forstöðumaður
rannsóknarmiðstöðvarinnar í
Moskvu, ritar og birt er í tíma-
riti alþjóðaheilbrigðisráðsins,
„World Health“, segir: Tann-
læknar og aðstoðarmenn þeirra
kanna munn- og tannsjúkdóma
á því svæði, sem þeim hefur
verið falin umsjón með og gera*
við þær tennur, sem aðgerðar
þurfa. Síðan er reglulega fylgzt
með heilsufari fólksins af
hverskyns sérfræðingum I
læknisfræði. Varnir gegn tann-
sjúkdómum mótast af jarðeðlis-
fræði svæðanna. Allsstaðar þar
sem flúor er undir 0.5 mgr í
lítra er bætt flúor i vatnið
þannig að það sé um 1 mg í
litra. Þar sem ekki eru vatnsból
með leiðslum sem hægt er að
eftir JÓNSIG-
TRYGGSSON
prófessor
blanda flúor i, eru gefnar flúor-
töflur og ráðlagt að nota flúor-
tannkrem.“
Það er erfitt að velja úr þeim
nær óteljandi greinargerðum,
sem samdar hafa verið 'um flú-
orneyzluna, eitthvað sem gæti
varpað ljósi á þetta umdeilda
nauðsynjamál, flúorinn, og
áhrif hans á tannheilsu og
heilsu. Nokkrar álitsgerðir
skulu þó til færðar.
Árið 1964 sendi sænska heil-
brigðismálaráðuneytið frá sér
greinargerð um flúor sem vörn
við tannskemmdum. Þætti
þeim, sem fjallar um hugsan-
legt heilsutjón vegna flúor-
neyzlu, lýkur með þessum orð-
um: „Reglubundið eftirlit hef-
ur verið haft með nokkrum
stöðum, þar sem flúor hefur
verið blandað i drykkjarvatn.
Sumsstaðar hefur þetta eftirlit
staðið I áratug eða lengur.
Kannaður var þroski unglinga,
litið eftir sjón- eða heyrnar-
breytingum, blóð og þvagsýni
könnuð, breytingar á beinum
athugaðar. Ekki hefur nokkur
munur fundizt á stöðum þar
sem lítið var af flúor I drykkjar-
vatni og þeim, þar sem flúor
hafði verið bætt I drykkjar-
vatnið." 419 þúsund Sviar búa
við drykkjarvatn, sem frá nátt-
úrunnar hendi hefur 8.0—12
mg af flúor i lítra. Hafa margir
þeirra búið þar áratugum sam-
an og hefur ekki fundizt munur
á heilsufari þeirra og annarra
Svia.
Ekki mælt
með öðrum
aðferðum
Norska félagsmálaráðuneytið
skipaði 21. júni 1967 nefnd 10
vísindamanna, sem jafnframt
voru háskólakennarar í ýmsum
greinum læknisfræði og tann-
lækningum, og átti nefndin að
kanna hver áhrif það hefði á
tannheilsu og heilsufar að bæta
flúor í drykkjarvatn svo að
magnið yrði um 1 mg í lítra. í
október 1968 skilaði nefndin
viðamikilli greinargerð, rúm-
um 100 bls. I stóru broti, og
skulu hér aðeins raktar loka-
niðurstöður, sem voru í þremur
liðum.
1. Heimila skal fylkjum
landsins að bæta þvi magni af
flúor í drykkjarvatn, sem talið
er veita mesta tannvernd.
2. Nefndin mælir ekki með
öðrum aðferðum flúorneyzlu.
3. í þeim viðamiklu og ná-
kvæmu rannsóknum, sem gerð-
ar hafa verið víða um heims-
byggðina hefur ekki sannazt að
1 mg I lítra drykkjarvatns valdi
nokkurskonar heilsutjóni.
í viðamikilli bók, sem Al-
þjóðaheilbrigðisráðuneytið gaf
út 1970 i samráði við 93 sér-
fræðinga í læknisfræði og tann-
lækningum og nefnist
„Fluroides and human Health"
er fjallað um flúor, feril hans í
líkamanum og áhrif á ýmis líf-
færi og starfsemi þeirra. Loka-
orð bókarinnar hljóða svo.:
Frábærir eiginleikar flúors
Heparinvinnsla úr hvalgörnum
og sauðfjárlungum lofar góðu
Andstorknunarefni
gegn blóðtappa o. fl.
ÚT ER komin skýrsla um frumrannsóknir á vinnslu svonefnds
heparíns úr íslenzku hráefni, sem er liður í rannsóknum á
lyfja- og líefnavinnslu hér á landi úr innyflum fiska, hvala og
sláturdýra. En víða erlendis eru verðmæt lyfja og lífefni unnin
úr innyflum sláturdýra. Heparínrannsóknirnar eru unnar af
Björgvin Guðmundssyni cand. scient. hjá Raunvísindastofnun
háskólans.
Niðurstöður tilraunanna voru að
mörgu leyti jákvæðar, að þvi er segir í
skýrslunni, og þá einkum átt við til-
raunir með lungu úr sauðfé og garnir
úr skíðishvölum Niðurstöður tilrauna
með garnir og lungu úr nautgripum
voru eins og vænta mátti ef miðað er
við niðurstöður ýmissa erlendra aðila.
Úr sauðf|árlungum fengust mest 20
þús. alþjóða einingar úr einu kg af vef
Hms vegar aðeins um 10 þús IU pr
kg úr görnum sauðf|ár. Úr görnum
langreyðar fengust 22 þús IU úr kg
af vef og 10 þús IU pr kg úr lungum
þess sama hvals.
Heildarmagn vinnanlegs heparins er
áætlað um 27 milljarðar eininga Gerð-
ar voru tilraunir til að vinna virk and-
storknunarefni úr innyflum þorsksins,
ásamt heilli loðnu og grásleppu Þær
tilraunir báru ekki árangur
Heparín er notað til lækninga. Það
finnst í ýmsum vefjum og hefur m.a
þá eiginleika að hindra að meira eða
minna leyti storknun blóðsins, a m k
hjá dýrum er hafa heitt blóð Annar
þýðingarmikill eiginleiki herparíns er
örvun lipoprotemlipasa, sem er lífhvati
í blóðmassa Vegna þessara mikils-
verðu líffræðilegu eiginleika heparíns
hefur efnið verið unnið úr líffærum
sláturdýra og notað til lækninga
Vinnsla þess og hreinsun hefur þróast
með árunum og notkun þess farið
vaxandi hin síðari ár.
Heparín er einkum hentugt sem and-
storknunarefni vegna þess hversu fljót-
virkt það er og brotnar hratt niður,
þannig að áhrifin eru mikil og skamm-
vinn Heparín er aðallega notað við
skyndilega blóðtappa og við æða- og
hjartaskurðaðgerðir, auk þess sem
nefna má dæmi um notkun þess sem
andstorknunarefnis fyrir blóðsýni á
rannsóknastofum sjúkrahúsa. Heparín
hefur einnig verið notað til að draga úr
bjúg, þar sem efnið hefur áhrif á
vökvajafnvægi líkamans. Að lokum má
nefna notkun heparíns við lækningu
ýmiss konar húðsjúkdóma og við
græðingu brunasára
í skýrslunni er fjallað um helztu
vinnsluaðferðir. Nær undantekninga-
laust er byrjað á því að láta vefinn
sjálfmeltast fyrir áhrif meltingarhvata,
sem eru fyrir í vefnum eða hann er
meltur með próteinkljúfandi lífhvötum,
sem unnir eru úr brisi og skeifugörn-
um Markmiðið með þessari meltingu
er að sjálfsögðu að kljúfa protein vefs-
ins að einhverju leyti og auðvelda
þannig útdrátt mucofjölsykrunganna.
þ á m heparíns Verður ekki bér farið
nánar út í vinnsluaðferðir
Um verðgildi heparíns er þess getið
Framhald á bls. 27
Áfengislausar skemmtanir
með spilakeppni og dansi
AÐ undanförnu hafa orðið
nokkrar umræður um þörf
fyrir skemmtistað, þar sem
fólk skemmtir sér án
áfengis. Ekki hefur þar
komið fram að Templara-
höll Reykjavikur hefur i
mörg undanfarin ár rekið
margskonar skemmtanir
fyrir fólk á öllum aldri, þar
sem gestir skemmta sér án
afengis.
Á föstudagskvöldum eru þann-
ig haldin spilakvöld og dansleikir
og hefst hver skemmtun kl. 21.00
Á föstudaginn kemur, 11.
febrúar, hefst ný 8 kvölda spila-
keppni. Aðalverðlaun eru glæsi-
leg Sólarlandaferð auk góðra
kvöldverðlauna hverju sinni.
Gefst þar fóki á öllum aldri tæki-
færi til að sækja áfengislausa
skemmtun.