Morgunblaðið - 10.02.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 10.FEBRÚAR 1977
13
Af spjöldum sögunnar
eftir ósigurinn i heims-
styrjöldinni fyrri. Hann dró allt
magn sitt af ástandinu þar og
þá, miðaðist ekki við útbreiðslu
til annarra landa; var enda lítt í
útbreiðslu fallinn þar sem i
honum fólst krafa um for-
réttindi þjóðverjum einum til
handa á kostnað allra annarra.
Kjarni hreyfingarinnar voru
hermenn úr fyrra striði sem
slepptu aldrei hendi af
vopnunum og dreymdi um það
fyrst og siðast að jafna um
„óvininn" i nýju stríði. Fjölda-
fylgi nazismans I Þýskalandi
skapaðist svo meðal annars af
þvi að þar í landi var f jölmenn
millistétt sem stríðsskaðabætur
óðaverðbólga og siðan kreppa
höfðu þrykkt niður á öreiga-
stig. Valdataka Hitlers var þvi
millistéttabylting (ef hægt er
að tala um „byltingu“ þar sem
hann komst fyrst inn í stjórn á
þingræðislegan hátt). Hér-
lendis var líka kreppa. Vafa-
laust hefur hún leikið margan
svo grátt að hann teldi frelsinu
fórnandi fyrir brauð. En hér
var fámenn millistétt og enginn
her. Fylgismenn þjóðernis-
hreyfingarinnar munu því öðru
fremur hafa verið menn sem
voru „óánægðir með pólitikina“
eins-eg stundum er sagt; menn
sem toidu stjórnmálaflokkana
ala á sundrung með þjóðinni i
stað þess að sameina hana, og
ólu I brjósti rómantiskar hug-
myndir um samtaka þjóð. Af
ritgerð Ásgeirs má ráða að
þessir menn hafa i fyrstunni
litið á stefnu Hitlers sem fyrir-
mynd, eða þar til i ljós kom að
þar var á ferðinni ógnarstjórn
sem stefndi að styrjöld. Eftir
það tók að hraðfækka i röðum
þjóðernissinna og þegar striðið
skall á hefur hópur þeirra verið
orðinn næsta fámennur. Ásgeir
grefst ekki svo mjög fyrir dýpri
orsakir stefnunnar en varpar
einkum ljósi á ytri atburðarás.
Minnir ritgerð hans því fremur
á skemmtilega blaðamennsku
en grundaða sagnfræði, en á þó
heima i Sögu, tel ég, þvi
óneitanlega hefur hann unnið
verk sitt af fræðilegri
nákvæmni.
Næst er ritgerð Trausta
Einarssonar, Sprengisands-
vegur og örlög hans (undirtitill
svo langur að ég sleppi
honum). Trausti reynir að geta
sér til um hvaða leið Skálholts-
biskupar fóru er þeir lögðu leið
sína til Austurlands. Hugleið-
ingar Trausta eru athyglis-
verðar og minna á að saga
þjóðarinnar á liðnum öldum
verður trauðla skilin frá sögu
lándsins, loftslag og gróðurfar
hafði sin áhrif eigi síður en
einokun, einveldi og stórabóla.
Jón Þ. Þör á ritgerðina:
Snorri Pálsson verzlunarstjóri I
Siglufirði. Ævi hans og störf.
íslenskri verslunarsögu hafa
hvergi verið gerð samfelld skil
til þessa. Ritgerð Jóns er þarft
framlag til hennar.
Er þá komið að þvi efninu
sem mér þykir forvitnilegast í
ritinu, sem sé ritgerð Sigurðar
Ragnarssonar: Fossakaup og
framkvæmdaáform. Þættir úr
sögu fossanálsins. Sigurður
skrifaði um svipuð efni í siðasta
árgang; raunar hefði þessi rit-
gerð nú átt að koma á undan
því hún fjallar um upphaf
málanna en sú í fyrra um endi
þeirra. Sigurður segir meðal
annars:
„Sjálfir voru íslendingar afar
seinir til aðgerða í þessum efn-
um og sýndu furðulegt tómlæti
varðandi beizlun vatnsaflsins i
þágu landsins barna. Til marks
um þetta má taka viðbrögðin,
þegar fyrst var bryddað upp á
þeirri hugmynd 1894 að virkja
' Elliðaárnar i þágu Reyk-
vikinga. Flest blöðin höfðu tak-
markaða trú á sliku fyriræki
eða voru þvi beinlnis andsnúin,
og bæjarstjórn Reykjavikur
þekkti ekki heldur sinn
vitjunartíma i rafmagnsmál-
unum.“
Þrátt fyrir sljóleika
íslendinga og fjarlægð landsins
frá öðrum löndum fór ekki
framhjá augum erlendra fjár-
magnsaðila að hér var ærið
vatnsafl sem virkja mátti. Nú
tóku þeir að falast eftir þvi.
Viðbrögð islendinga — þings og
blaða — rekur Sigurður stig af
stigi. Ber sú saga með sér að
íslendingar hafa verið furðufá-
fróðir um það sem var að gerast
i heiminum I þessum efnum að
ekki sé talað um hitt sem I
vændum var og aðrir þóttuSt
sjá fyrir. Jafnvel „lærðir"
menn, sem hafa þó væntanlega
kunnað sina latínu sóma-
samlega, hafa verið litlu nær en
sauðsvartur almúginn þegar
tækni bar á góma. Almenning-
ur hefur litið á tæknispár eins
og fólk litur nú á sögur um
fljúgandi diska — sem eitthvað
órafjarlægt og óskiljanlegt. Þvi
voru landeigendur, sumir
hverjir að minnsta kosti reiðu-
búnir að eligja vatnsréttindi
um aldur og ævi fyrir sáralitinn
pening.
Ef til vill er þessi ritgerð Sig-
Framhald á bls. 27
mætti að orði kveða. Samt virð-
ist hver dráttur og hver litasam-
setning hafa hnitmiðað frá-
sögugildi, sem hvergi er aukið
né ýkt. Þannig er sá heimur,
sem þetta fólk á sér. Sá raun-
veruleiki, er það lifir og tjáir í
sterkum og snöggum litbreyt-
ingum, sem stundum eru unn-
ar með mikilli sannfæringu og
sterkum tilfinningum.
Ekki ætla ég hér að tala um
einstakar myndir á þessari sýn-
ingu, en það eru fyrst og
fremst heildaráhrifin, sem mér
finnst mest um. Það kemur i
Ijós, að litir og form hafa sér-
stakan og sterkan áhrifamátt,
sem á stundum virðist fara fyrir
ofan garð og neðan hjá mörg-
um. Það er þetta einstaka eðli
lita, sem gerir það að verkum,
að hægt er að tjá tilfinningar
sínar eingöngu með litatónum
og línum. Hér höfum við gott
dæmi um, hvernig hægt er að
létta af sér’ dumbung dagsins
með þvi að bregða á leik og
hræðast ekki að tjá það, er
leitar á hugann. Það er ef til vill
fyrst og fremst þetta, sem lesa
má úr þeim verkum, sem nú
hanga á Loftinu. Það eru einnig
skemmtilegt að fá tækifæri til
að kynnast verkum sem þess-
um, en sjaldan er efnt til opin-
berra sýninga á slíkri myndlist.
Ég hafði sanna ánægju af að
sjá þessi verk, og ég vil enn-
fremur benda lesendum á, að
það fólk, sem hér á hlut að
máli, á sannarlega skilið að því
sé sýnd vinsemd og hjálp. Það
væri ekki ónýtur stuðningur við
félagsskap þann, er mest hefur
unnið fyrir þetta fólk, að fá það
sannreynt, að almenningu r
hugsar til þeirra, sem skapað
hafa þessa myndlist og vill
styðja við bak þeirra. Það er
auðvelt með því að skoða sýn-
inguna á Loftinu, og hver veit
nema fólk vilji gjarnan eignast
eitthvað af þvi, sem á veggjun-
um er.
Sýningin stendur enn um
nokkurn tima, og það er einfalt
mál að llta við á Loftinu á
venjulegum búðartíma. Von-
andi verður hið merkilega fram-
tak Bjargar Sveinsdóttur ekki
unnið fyrir gýg.
Fylgist
með verðlagi
Verðsýnishorn úr HACKAUP
\
VERSLUN B
Koo jarðarberjasuita 11b
Paxo rasp
Krakus jarðarber 1 /1 dós
Tropikana 1 I
Vilko súpur
Royal búðingur
River rice 454 g
Kaffi 250
Unghænur 1 kg
Opið til 10 föstudag lokað laugardag
Ef þér verslið annars staðar, þá hafið
þér hér eyðublað til að gera
verðsamanburð.
SKEIFUNNI15IISIMI 86566
66.8