Morgunblaðið - 10.02.1977, Blaðsíða 18
18
MOKGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 10. FKBKUAR 1977
sviiimynðir
Adladi ritarinn
viniWilsons?
OPINBERAR deilur
tveggja háttsettra sam-
starfsmanna Sir Harold
Wilsons, fyrrverandi for-
sætisráðherra, hafa veitt
Bretum góða innsýn i
sitthvað sem gerðist að
tjaldabaki í Downing-
stræti 10 í stjórnartið
hans.
Deilurnar hófust þegar fyrr-
verandi blaðafulltrúí Wilsons,
Joe Haines, hélt því fram að
einkaritari forsætisráðherrans,
Marcia Williams, hefði haft
..yfirþyrmandi" áhrif á hús-
bór\ia sinn. Ásökunin kom
fryn í kafla, sem Daily Mirror
birti úr bókinni ,,The Politics of
Power", sem Haines sendir frá
sér I þessum mánuði. Þar hefur
Haines eftir ónefndum
trúnaðarvini Wilsons að án
áhrifa frú Wílliams „hefði
Wilson orðið merkasti forsætís-
Sir Harold Wilson
ráðherra Breta". Haines kveðst
sjálfur hafa samúð með þeim
„harða dómi".
Frú Williams var öðluð þegar
Wilson lét af embætti og heitir
nú lafði Falkender. Mesta
athygli vekur einmitt sú ásökun
Haines að hún hafi sjálf samið
listann með nöfnum þeirra sem
Wilson heiðraði með titlum
þegar hann sagði af sér Listinn
vakti reiði í Verkamannaflokkn-
um þar sem ýmsir töldu þar að
finna nöfn manna, sem hefðu
lítið gert til eflingar sósíalisma.
Meðal þeirra sem voru heiðrað-
ir voru fjármálamaðurinn
James Goldsmith, sem hefur
lagt fé í sjóði íhaldsflokksins,
tveir menn sem eru umsvifa-
miklir í skemmtiiðnaðinum,
Lew Grade og Bernard Delfont,
og gamanleikarinn Mike
Varwood, sem varð frægur fyrir
að herma eftir Wilson.
Lafði Falkender hefur svarað
Haines með ásökunum um að
hann hafi verið svo skapvondur
og orðljótur að samstarfsmaður
hans hafi hellt yfir hann úr
whisky-gfasi á fundi þar sem
Wilson hafi verið viðstaddur og
hann hafi eitt sinn skellt simtóli
sínu svo harkalega í reiðikasti
að það hafi brotnað. Haines
sakar lafði Falkender líka um
skapvonzku sem hann kveður
hafa vakið skelfingu allra sem
umgengust hana og segir hana
hafa notað síma sinn eins og
pyntingatæki. Að hans sögn
hélt lafði Faleknder því fram að
án sín hefði „Wilson ekki orðið
forsætisráðherra".
Wilson hefur komið fyrrver-
andi einkaritara sínum til hjálp-
ar og segir ekkert hæft í því að
lafði Falkender hafi haft áhrif á
mikilvægar stjórnmála-
ákvarðanir sem hann tók. Hann
sakar Haines um „rangfærslur
á staðreyndum og meintum at-
burðum sem aðeins gerðust I
hugarheimi hans sjálfs."
Slagorðin blómstra
í Madrid
%
YFIRVÖLD f Madrid virðast
heyja vonlausa baráttu gegn þús-
undum vfgorða, sem eru máluð á
veggi borgarinnar. Áður en of-
beldisaldan hðfst f janúarlok
áætluðu yfirvöldin að slagorðin á
mmm
- : *. 4'" : - ' : ■iiS-i.-rw-K.
Magnús Sigurjónsson:
Alþíngismenn og
áfengfevandamáBð
Nokkur umræða og blaðaskrif
hafa að undanförnu verið' um
störf Áfengismálanefndar Al-
þingis og viðhorf og afstöðu al-
þingismanna til áfengismála yfir-
leitt.
Umræða þessi hefur spunnist
af og fylgir í kjölfar skrifa eins
nefndarmanna í áfengsmála-
nefndinni, Steinars Guðmunds-
sonar, sem hann hefur birt í
dreifiblaði, sem hann gefur út og
sent er til fjölda manns um allt
land.
Það er alltaf mikið vafamál.
hvort rétt sé að svara ómerkileg-
um rangfærslum og hreinum
ósannindum, þó þau séu sett fram
í skrifum opinberlega. Oftast er
hægt aó leiða sllkt hjá sér. Þó geta
aðstæður verið þannig, að ekki
verði hjá því komist, sér í lagi ef
sýnt er, að ósannindin valda mál-
efninu tjóni. Þannig er það í
þessu tilfelli, þar sem eru skrif
Steinars Guðmundssonar. Þau
eru svo rætin og víðsfjarri sann-
leikanum, að ef kyrrt væri látið
liggja, fengi almenningur alranga
mynd af störfum áfengismála-
nefndar og viðhorfi og viðbrögð-
um alþingismanna til áfengis-
mála.
Ég tel mér því skylt að taka af
öll tvímæli og láta það sanna
koma I ljós.
BYRJUNIN_________
Mér finnst rétt að segja I örfá-
um orðum frá tilurð nefndarinn-
ar, störfum hennar, framvindu
málsins og samvinnu við alþingis-
menn. Síðan mun ég birta sýnis-
horn af skrifum Steinars, svo að
Magnús Slgurjónsson
form. áfengismálanefndar
mönnum gefist kostur á að sjá,
hvaða maður er þarna á ferð og
meta sjálfir, hversu marktækur
hann er.
Á lokadögum Alþingis vorið
1975 (96. löggjafarþingi) var
kjörin áfengismálanefnd, sem fal-
ið var það verkefni að gera
nokkra úttekt á stöðu áfengis-
mála. Hún skyldi afla gágna og
leggja álit sitt og tillögur til úr-
bóta fyrir þingflokkana á næsta
reglulega þingi.
Nefndarmenn kosnir sam-
kvæmt tilnefningu þingflokkanna
eru: Magnús Sigurjónsson (S),
Jónas Gestsson (F), Helgi Seljan
(Ab), Hörður Zophaníasson (A)
og Steinar Guðmundsson (SFV).
Nefnd þessi starfaði allt sumar-
ið og fram á vetur að könnun og
úttekt á nokkrum þáttum þessa
vandamáls, aflaði gagna m.a. frá
öllum Norðurlöndunum, Kanada
og Bandaríkjunum, og auk þess
leitaði hún til fjölmargra aðila
hér á landi, sem mál þetta varðar.
Því næst var unnið að tillögugerð,
sem byggð var á þessari rann-
sókn, sem og hugmyndum og
reynslu nefndarmanna.
TILLÖGUR
NEFNDARINNAR
1 tillögum nefndarinnar var
gert ráð fyrir nokkrum breyting-
um á einstökum köflum áfengis-
laganna, og einnig var bent á
ákvæði í þeim, sem aldrei hafa
komið til framkvæmda, en mjög
þýðingarmikil sem fyrir-
byggjandi aðgerðir. Eftir að
nefndin hafði kynnt sér og skoðað
rækilega ýmsa þætti málsins, varð
samkomulag um að taka nokkra
þeirra fyrir, sem brýnast er að
ráða bót á og leggja fram sem
tillögur til þingflokkanna. Þessir
þættir eru:
1. Barna og unglingadrykkja. —
Abendingar um leiðir til að hefta
hana.
2. Breytingar á nokkrum grein-
um áfengislaganna: sektarákvæði
þyngd; ákvæði í lögunum, sem
aldrei hafa komið til fram-
kvæmda, öðlist gildi; felldar verði
niður greinar, sem vinna hver
gegn annarri.
3. Um upplýsingar og fræðslu i
skólakerfinu.
4. Staðið verði við ákvæði
áfengislaganna um aldurstak-
mark, án undanþágu. (það mun
hamla gegn unglingadrykkjunni
og leysa ótrúlegan vanda við
framkvæmd löggæslu og eftir-
lits).
5. Leiðbeiningastöð I ofdrykkju-
vörnum og aðstaða til skyndiaf-
vötnunar.
Sigurlaug Bjarnadóttir
1. flutningsm. þingsályktunartill.
til laga
ÞÁTTUR
ALÞINGISMANNA
Allar þessar tillögur okkar hafa
alþingismenn úr öllum flokkum
fjallað um. Þeir hafa setið fundi
með nefndinni og þar utan átt
viðræður um málið við einstaka
nefndarmenn. Hafa þeir sýnt því
mikinn áhuga og lagt vinnu í að
kynna sér það sem best. Árangur-
inn af þessu samstarfi er sá, að
allar þessar tillögur eru komnar
inn á Alþingi, fluttar þar sem
frumvarp til laga um breytingar á
áfengislögunum í Ed, og þings-
ályktunartillaga I Sameinuðu
þingi. Alþingismenn úr öllum
flokkum bera þessi mál fram, en
þeir eru: Sigurlaug Bjarnadóttir,
Helgi Seljan, Ingvar Gfslason,
Bragi Sigurjónsson, Karvel
Pálmason, Jón Helgason Jón Ár-
mann Héðinsson og Oddur Ólafs-
son. — Það reynir svo á það, nú á
þessu þingi, hvað af þessum mál-
um nær fram að ganga, en mín
skoðun er sú, að alþingismenn
muni taka tillögunum af skilningi
og velvilja.
Það sem hér að framan hefur
verið sagt um störf áfengismála-
efndar og hvernig viðbrögð al-
þingismanna hafa verið við þeim
málum er allt skjalfest, og geta
allir kynnt sér, hvort það er ekki
sannleikanum samkvæmt.
SKRIF STEINARS
GUÐMUNDSSONAR
Ekki mun ég að þessu sinni
ræða framlag Steinars Guð-
mundssonar m; það er kapftuli út
af fyrir sig og engum til ánægju
að heyra. En til þess að enginn fái
rangar hugmyndir um manninn
og úr hvaða brunni hann eys f
skrifum sfnum, er best að hann
kynni sig sjálfur. Ég birti hér
örlítið brot af ósómanum, þar sem
samstarfsmenn hans, alþingis-
menn, dómsvaldið og kennara-
stéttin fá hver sinn skamt.
Um árangur nefndarstarfsins
segir hann: — „Árangurinn varð í
molum og undirtektir alþingis-
manna sýndarmennska eins og
vant er þegar áfengismál krefjast
afgreiðslu. Þegjandi þáði nefndin
kinnhestinn." — Hann segir um
tillögu sína í nefndinni:
—„Nefndinni fannst ekki ástæða
til að ræða tillöguna." Þess skal
getið, að sú tillaga sem Steinar
lagði fram var rædd og löguð til
að orðalagi, og er hún i frumvarp-
inu um breytingar á áfengislög-
unum.