Morgunblaðið - 10.02.1977, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 10.02.1977, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. FEBRUAR 1977 43 ÍS í erfiðleikum með Stígánda og UMSE tapaði tveimur leikjum ÞAÐ var mikið um að vera I blak- inu um helgina og I 1. deild karla voru leiknir þrfr leikir, Vfkingar og Laugdælir unnu UMSE 3—0 eins og búizt hafði verið við, en hins vegar áttu stúdentar f mun meiri erfiðleikum með Stfganda, eina liðið I 1. deild sem enn hafði ekki unnið hrinu, og lauk þeim leik með naumum sigri stúdent- anna 3—2. En þau úrslit sem mest komu á óvart var sigur kvennaliðs Þróttar gegn Víkings-stúlkunum, 3—2, en Víkings-stúlkurnar hafa verið ósigrandi undanfarin ár. Að lok- um var einn leikur í 2. deild á milli b-liðs Vikings og b-liðs Þrótt- ar og lauk honum með sigri Vík- ings 3—2. Fyrsti blakleikur helgarinnar var á milli kvennaliða Þróttar og Vikings og lauk honum eins og áður sagði með óvæntum sigri Þróttar, 3—2 (15—12, 15—12, 7—15, 8—15 og 15—12) og eins og sjá má af úrslitatölum var þetta spennandi og skemmtilegur leikur, og brá fyrir ýmsum skemmtilegum tilþrifum. Næsti leikur var á milli Víkings og UMSE og unnu Víkingar þar öruggan sigur, 3—0 (15—8, öruggir með sigur fyrir fram. Ekki er hægt að segja að nokkur laugdælanna hafi átt góðan leik, en þó átti Tómas Jónsson nokkra fallega skelli, sem eyfirðingarnir réðu ekkert við. Þrátt fyrir að eyfirðingarnir hafi tapað báðum leikjum sínum um þessa helgi er greinilegt að þeir eru I talsverðri framför og ekki er ólíklegt að þeir eigi eftir að verða erfiðir á heimavelli það sem eftir er vetrar. Þá léku Stígandi og ÍS og fór sá leikur fram á Laugarvatni og lauk honum með afar naumum sigri stúdentanna, 3—2 (15—13, 6—15, 12—15, 15—11 og 15—11). Stúd- entarnir voru mjög slappir I þess- um leik og má segja að þeir hafi verið heppnir að vinna botnlið 1. deildar enda var greinilegt að stúdentarnir lögðu ekki mikla áherzlu á leikinn og höfðu þeir til Framhald á bls. 24. FYLKIR Aðalfundur Fylkis verður hald- inn þriðjudaginn 15. febrúar n.k. í samkomusal Arbæjarskóla. Hefst fundurinn kl. 20.00. 15—11 og 15—11) og þrátt fyrir að Eyfirðingarnir stæðu svona lengi í Víkingunum var sigur þeirra aldrei í hættu. Bezti maður Víkings í þessum leik var Páll Ölafsson, en þeir Elías Níelsson og Kristján Aðalsteinsson áttu einnig góðan leik. Beztu menn eyfirðinganna voru Jón Steingrímsson og Gunnar Jónsson en það háir þeim afar mikið hve uppspil og móttaka eru slök, því að liðið hefur á að skipa sterkum skellurum, sem að sjálf- sögðu njóta sín ekki án þess að fá gott uppspil. Eyfirðingar léku svo á sunnu- deginum við Laugdæli ofe lauk þeim leik með 3—0 sigri Laug- dæla (15—9, 15—9 og 15—11). Þetta var fremur rólegur leikur og var sigur laugdæla aldrei f hættu og þurftu þeir litið að hafa fyrir sigrinum og var það greini- legt á leik þeirra að þeir þóttust .OLDUNGALKT TEKUR ÞATT IKVENNAMÓTINUISTAÐ BANDARÍSKRA STÚLKNA SEM KOMA EKKI i VETUR 1 fyrrakvöld hélt stjórn Hand- knattleikssambands íslands og landsliðsnefnd kvenna fund með þeim stúlkum sem ritað höfðu opið bréf til HSl um landsliðsmál kvenna. Hefur bréf þetta birst í Morgun- blaðinu, svo og svör Handknatt- leikssambandsins við þvl. Allmargar stúlkur komu á fundinn f fyrrakvöld, svo og nokkrir þjálfarar 1. deildar liða, og urðu þar töluverðar umræður um málefni kvenna- landsliðsins. Meðal þess sem ákveðið var á fundi þessum var það, að landslið skipað stúlkum sem eru eldri en 23 ára, mun taka þátt f handknattleiksmóti þvf sem hefst nú seinni hluta febrúarmánaðar, en auk þess taka þátt f móti þessu landslið Íslands, Hollands og Færeyja. Kemur þetta „öldungalið" f stað landliðs Bandarfkjanna, sem hætt hefur við þátttöku f mótinu. Stjórnendur liðsins verða þeir Bjarni Jónsson, sem þjálfar kvennalið Vals f hand- knattleik, og Guðjón Jónsson, sem þjálfar Framliðið. Það sem einkum var gagn- rýnt af handknattleiksstúlkum þeim er sátu fundinn f fyrra- kvöld, voru aldurstakmörk þau sem landsliðsnefnd kvenna setti, eða það að fslenzka lands- liðið yrði aðeins skipað þeim stúlkum sem væru 23 ára og yngri. Svala Jörgensdóttir, for- maður landsliðsnefndar kvenna, skýrði sjónarmið nefndarinnar og forsendur þess að þessi ákvörðun var tekin. Sagði Svala að þegar á átti að herða s.l. haust og undir- búningur kvennalandsliðsins fyrir Norðurlandamótið átti að hefjast, hefðu eldri stúlkurnar sýnt þvf máli mjög Iftinn áhuga og ekki mætt á æfingar, jafnvel þótt boðið væri upp á jafngóðan þjálfara og Janusz Cerwinski. Stúlkurnar bentu aftur á móti á, að æfingatfminn hefði verið mjög óheppilegur og það hefði fyrst og fremst verið þess vegna sem þær mættu ekki á æfingar — áhugann hefði ekki vantað. 1 hinu opna bréfi sem stúlkurnar 53 rituðu og vitnað hefur verið til, köm m.a. fram að þær óskuðu eftir pressuleik við þær stúlkur sem nú skipa landsliðið. Með þátttöku þeirra f umræddu handknattleiksmóti fá þær hins vegar tilvalið tæki- færi, þótt undirbúningurinn hljóti hins vegar að verða af skornum skammti sökum þess hvað skammt er til mótsins. Þá var einnig ákveðið á fundinum f fyrrakvöld að stúlkurnar kysu fimm manna nefnd, til framhaldsviðræðna við stjórn Handknattleikssam- bandsins um mál þetta. Þrír góðir ganga í Fram FRÖMURUM hefur nú bætzt góð- ur liðsauki og munu þrfr leik- menn sem ekki voru með Fram- lióinu f knattspyrnunni í fyrra verða þeirra á meðal f sumar. Eru það þeir Sumarliði Guðbjartsson frá Selfossi, Elmar Geirsson, sem kemur heim frá Þýzkalandi, og fyrir helgina skipti Vestmannaey- ingurinn Kristján Sigurgeirsson um félag og mun leika með Fram i sumar. Er ekki að efa að þess- irimenn munu gera Framliðið sterkara og skapa aukna breidd í þessu harðjaxlaliði islenzkrar knattspyrnu. Gfsli Þorsteinsson hefur þarna náð góðu taki á einum andstæðing sfnum. t úrslitaviðureign mótsins varð hann svo að lúta í lægra haldi fyrir Viðari Guðjohnsen. Viðar sigraði í opna flokknum - og Suðurnesjamenn sigursælir í unglingaflokknum EINS og skýrt var frá f Morgun- blaðinu s.l. þriðjudag varð Viðar Guðjohnsen sigurvegari f opnum flokki á afmælismóti Júdó- sambands tslands, en seinni hluti móts þessa fór fram f Iþróttahúsi Kennaraháskólans á sunnudag- inn. Sigraði Viðar f úrslitaglfmu sinni við Gfsla Þorsteinsson, og var það vel af sér vikið, þar sem Gísli er töluvert þyngri en Viðar. 1 þriðja sæti f flokknum varð svo Halldór Guðbjörnsson úr JFR sem sigraði Jónas Jónasson, Á, f keppni um sætið. Auk keppninnar f opna flokkn- um var keppt f þremur þyngdar- flokkum kvenna. í flokki þeirra sem voru undir 61 kg sigraði Magnea Einarsdóttir, Ármanni, en Anna Lindal, Á, varð í öðru sæti og Rut Sigurðardóttir, A, f þriðja sæti. í flokki stúlkna 61—65 kg sigraði Anna Lára Frið- riksdóttir, Á, en Rósa Össurar- dóttir, Gerplu, varð í öðru sæti og Hildur Einarsdóttir, Á, í þriðja sæti. 1 flokki þeirra sem voru 65 kg og þyngri sigraði Sigurveig Pétursdóttir, Á, Þóra Þórisdóttir, Á, varð önnur og Hólmfríður Garðarsdóttir, JFR, i þriðja sæti. Á mótinu á sunnudaginn var einnig keppt í þremur flokkum unglinga 15—17 ára. í flokki þeirra sem voru léttari en 60 kg sigraði Ólafur Hermannsson, UMFK, Arnar Þ. Sigurjónsson, UMFK, varð í öðru sæti og Kristján Másson, UMFG, varð i þriðja sæti. í flokki 60—70 kg varð Daniel Eyjólfsson, UMFK, i fyrsta sæti. Þórarinn Ólafsson, UMFK, i öðru og Guðmundur Þ. Ármannsson, UMFG, i þriðja sæti. Sigurður Hauksson, UMFK, sigraði svo i flokki þeirra sem voru 70 kg og þyngri, Sigurður G. Ásgeirsson, Á, varð i öðru sæti og Gunnar Rúnarsson, UMFG, varð þriðji. Valsstúlkurnar höfðu betur nyrðra Lyftingasamb andið setur lágmörk Á SÍÐASTA ársþingi Lyftingasambands tslands var ákveðið að setja lágmörk f tvíþraut og kraftþraut til ákvörðunar þátttöku á Íslandsmeistaramótum lyftingamanna. Sú regla gildir um lág- mörkin að þeim þurfa keppendur að hafa náð á tímabilinu frá og með siðasta meistaramóti til síðasta skráningardags. Lágntörkin eru eftirfarandi (flokkur á við líkamsþyngd keppenda): ÞÓR og Valur léku f 1. deild kvenna í Skemmunni á Akureyri á laugardag. Ekki tókst Þórsurum að stöðva sigurgöngu Vals að þessu sinni, Valur sigraði með 14 mörkum gegn 9. 1 leikhléi hafði Valur skorað 4 mörk gegn 3 Þórs- ara. Leikurinn var fremur slakur og lftt skemmtilegur fyrir áhorfend- ur. Þórsstúlkurnar virtust óvenju ragar að þessu sinni og létu Vals- stúlkurnar hrekja sig um of út á völlinn í sókninni og þvf nýttust skytturnar ekki sem skyldi. Valsliðið átti ekki heldur góðan dag, helst að sjá sem æfingin sé ekki upp á það besta. Þau eiga það annars sammerkt þau lið sem undirritaður hefir séð leika f kvennahandboltanum i vetur að mjög skortir á að stúlkurnar búi yfir nægjanlegum krafti til að leika handknattleik sem „bragð er að“. Mörk Vals: Björg Guðmunds- dóttir og Ragnheiður Lárusdóttir 4 hvor. Björg Jónsdóttir og Oddný Guðmundsdóttir 2 hvor, Harpa og Halldóra eitt mark hvor. Mörk Þórs: Anna Gréta og Sofffa 3 hvor, Harpa Sigurðar- dóttir 2 og Guðrún Stefánsdóttir eitt mark. Sigb.G. Tvíþraut Flokkur Kraftaþraut 90 kg 52,0 kg 260 kg . 100 kg 56,0 kg 280 kg 120 kg 60.0 kg 300 kg 140 kg 67,5 kg 350 kg 160 kg 75.0 kg 400 kg 180 kg 82,5 kg 460 kg 200 kg 90,0 kg 520 kg 220 kg 100,0 kg 560 kg 240 kg 110,0 kg 620 kg 240 kg 110+ kg 640 kg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.