Morgunblaðið - 10.02.1977, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. FEBRL'AR 1977
Jónasína Þóra Run-
ólfsdóttir — Minning
Fædd. 2. september 1894.
Dáin 8. janúar 1977.
Jónasína var fædd í Öseyrar-
nesi við Eyrarbakka, en þar voru
foreldrar hennar þá vinnuhjú.
Litlu síðar hófu þau búskap að
Haústhúsum I Stokkseyrarhreppi
og þar ólst hún upp hjá þeim
ásamt systkinum sínum, tveimur
systrum og tveimur bræðrum.
Foreldrar Jónasínu voru hjónin
Sólrún Guðmundsdóttir, ættuð af
Rangárvöllum, og Runólfui
Jónasson bónda í Magnúsfjósum í
Sandvíkurhreppi, síðar í Eyvakoti
á Eyrarbakka, Hannessonar
bónda i Ranakoti efra á Stokks-
eyri Runólfssonar. Voru þau hin
mestu dugnaðar- og sæmdarhjón.
Árið 1920 fluttust þau til Vest-
mannaeyja og bjuggu þar siðan til
æviloka.
Jónasina varð strax á unga aldri
hin mesta atgervisstúlka og vakti
athygli vegna fegurðar og glæsi-
legrar framkomu. Þegar hún var
tæplega tvítug að aldri fluttist
hún úr foreldrahúsum og settist
að í Vestmannaeyjum og hóf störf
á heimili Jóns Ingimundarsonar í
Mandal. Þar var þá ungur maður,
sem hafði alist upp á Mandals-
heimilinu. Þetta var fríður sveinn
og vaskur sjómaður, enda varð
hann skipstjóri á mótorbát aðeins
22 ára gamall 1915 og stýrði fari
sinu jafnan heilu í höfn með
sæmd og prýði i 30 ár. Þessi ungi
sveinn hét Þórarinn Guðmunds-
son, meginhluta ævi sinnar
kenndur við ibúðarhús sitt Jaðar.
Þau Jónasina og Þórarinn felldu
brátt ástarhug hvort til annars og
gengu í hjónaband 24. október
1915. Stofnuðu þau heimili sitt á
Jaðri og bjuggu þar alla tíð þang-
að til eldgosið 23. janúar batt
enda á veru þeirra þar. Þó
stendur Jaðar enn, því glóandi
hraunstraumurinn stansaði örfáa
metra frá hinum farsæla og fall-
ega bústað þeirra hjóna, hrannað-
ist þar upp og myndaði hamra-
vegg. Þegar þetta skeði var Jóna-
sína búin að dvelja i Eyjum í 60
ár. Heimili þeirra hjóna var alltaf
rómað fyrir snyrtimennsku úti og
inni, enda voru þau samhent um
allt sem laut að heimilisprýói,
sem og i öllu öðru. Ekki varð þeim
barna auðið, en þau bættu sér það
upp með þvi að taka í fóstur tvo
drengi, systursyni Jónasinu, ann-
an á fyrsta ári en hinn sex ára.
Ólust þeir svo upp hjá þeim við
ást og umhyggju og nutu stuðn-
ings þeirra til menntunar, sem
þeir öfluðu sér hvor á sínu sviði.
Guldu þeir báðir fósturlaunið
með þvi að reynast fósturforeldr-
unum alla tíð og ekki síst í elli
þeirra eins og eigin synir hefðu
best getað gert. Þessir fóstursynir
þeirra eru Erlendur Eyjólfsson
vélsmiður, kvæntur Helgu Aberg,
og Jónas Þórir Dagbjartsson
hljóðfæraleikari, kvæntur Ingrid
Kristjánsdóttur, báðir búsettir í
Reykjavík.
Jónasína lagði mikla alúð við
störfin á heimili sínu sem hús-
móðir. Fyrstu búskaparárin vann
hún með manni sínum á vorin og
sumrin að því, að verka vertiðar-
hlut hans. Vaska fiskinn og
þurrka eins og þá var tfðkað, en
umhyggjan fyrir eiginmanni og
fóstursonum og að prýða heimilið
var hennar mikla köllun. Hún var
mikil hannyrðakona og gerði
marga fagra og góða hluti, sem
báru vitni hagleik hennar og
smekkvfsi. Jónasína hafði mikla
óbeit á allri óreglu og bar sérstak-
lega fyrir brjósti starf góðtempl-
ara. Vann hún alla tið ötullega á
bindindismálum á vegum góð-
templarastúku og gegndi þar
mörgum trúnaðarstörfum. Þá tók
hún einnig þátt í starfi slysavarn-
arfélags kvenna í Eyjum.
Jónassina var glaðlynd í dag-
fari. Fylgdist jafnan vel með þvi
sem gerðist í málefnum samtiðar-
innar, var föst fyrir í skoðunum
og hreinskiptin. Hún vakti alla
ævi sína athygli vegna glæsi-
mennsku sinnar þvf hún var
kvenna vænst eins og sagt er i
fornum sögum um þær konur er
þóttu taka öðrum konum fram að
fegurð og skörungsskap. Þjóðleg
var hún mjög i háttum og kiædd-
ist alltaf þegar hún fór út af heim-
ili sinu hinum islenska peisufata-
kvenbúningi. Hélt hún vel reisn
sinni á meðan hún gat á fótum
staðið.
Ég, sem þessar línur rita, var
mágur Jónasinu, giftur Ingi-
björgu systur hennar og nágranni
i Eyjum hátt á fjórða áratug.
Sýndi hún heimili minu og börn-
um okkar hjóna alla tíð einstaka
tryggð og hjálpfýsi. Voru þær
systur, Ingibjörg og Jónasína,
alltaf mjög samrýndar. Fannst
mér, sem var um áratugi sjómað-
ur og stundum langdvölum að
heiman, mikill styrkur að vita af
þessari eldri systur konu minnar í
nágrenni við hana ef einhverja
örðugleika bæri að höndum því
Björg Björnsdóttir
frá Vigur — Minning
hvorki vantaði hana ráð né dáð til
hjálpar.
Eftir að Þórarinn hætti störfum
að mestu og elli fór að færast yfir
hjónin á Jaðri þá nutu þau þess
með mikilli ánægju að ferðast
dálitið um land sitt með fóstur-
sonunum, en þeir tóku þau stund-
um með i bifreiðar sínar og óku
með þau um sveitir og þorp. Þetta
var mikil upplyfting fyrir þau
sem lítið höfðu 'komið út fyrir
Eyjarnar, enda erfitt um ferðalög
til landsins og slikt litið tiðkað á
þeirra búskapartíð. Eftir eldgosið
i Vestmannaeyjum bjuggu þau
hjón í fjölbýlishúsi að Kleppsvegi
32 í Reykjavík og undu hag sínum
allvel, en 30. maí 1975 andaðist
Þórarinn og hafði þá verið sjúkur
um nokkurra mánaða skeið. Þau
voru þá búin að vera i hjónabandi
í sátt og samlyndi í 60 ár og má
nærri geta, að Jónasinu yrði
þungbært að missa félagsskap
manns síns, enda fór það svo, að
lífsþróttur hennar lét fljótt und-
an eftir andlát Þórarins og var
hún búin að vera rúmlega hálft
annað ár á Landakotsspitala, oft-
ast rúmliggjandi og allþjáð. Hún
hélt þó rósemi hugans, ráði og
rænu fram undir það síðasta,
kviðalaus og þakklát hjúkrunar-
fólki og öllum þeim sem heim-
sóttu hana, ekki sist fóstursonun-
um, sem reyndust henni eins og
best varð á kosið.
Utför Jónasinu Runólfsdóttur
fór fram frá Landakirkju í Vest-
mannaeyjum að viðstöddu miklu
fjölmenni hinn 15. janúar s.l. Var
þar kvödd mikilhæf og glæsileg
kona, sem ekki gleymist þeim er
hana þekktu og fengu að njóta
mannkosta hennar. Blessun og
þök fylgir henni frá mér og min-
um.
Mig langar til að minnast Bjarg-
ar Björnsdóttur fyrrum húsfreyju
i Vigur, sem lézt á sjúkrahúsi
Isafjarðar 24. jan. sl. Björg var
farin að heilsu nú seinustu árin,
en átti því lán} að fagna að lifa í
skjóli barna sinna og tengdabarna
þó sérstaklega í Vigur, sem henni
var svo kær. Einnig var dóttir
hennar Þorbjörg, búsett á ísa-
firði, alltaf tilbúin með opna kær-
leiksarma handa móður sinni og
létta henni erfiði elliáranna.
Það kemur margt til að ég vil
minnast Bjargar I Vigur. Við vor-
um sveitungar um árabil og ég
mun hafa verið átta ára þegar ég
sá hana fyrst. Var það við messu
og fermingu í Ögurkirkju, þar
sem tengdafaðir hennar og
frændi sr. Sigurður Stefánsson i
Vigur þjónaði. Bjarni Sigurðsson,
eiginmaður Bjargar, var organisti
og tengdamóðir hennar, Þórunn
Bjarnadóttir, alltaf kölluð mad-
ama Þórunn, var þar líka og
margt annað fólk, þvi það var
alltaf vel sótt kirkja I þá daga. Þá
var venja að bjóða öllum kirkju-
gestum kaffi í hinum rúmgóðu og
velbúnu húsakynnum hins glæsi-
lega Ögurheimilis. I þessu um-
hverfi urðu mín fyrstu kynni af
Björgu. Börn taka vel eftir ókunn-
ugu fólki og virða það fyrir sér á
allan hátt. Ég man það eins og
væri í dag, þegar nafna min Ragn-
hildur i Ögri leiddi mig sér við
hlið inn í fínu stofuna til þessa
góða fólks — en í ögri var ég
alltaf með annan fótinn frá sex
ára aldri til þess tima að ég gifti
mig. Ég var nú heldur feimin til
að byrja með. En þá sagði blessuð
Ragnar Þorvaldsson. prestsfrúin, „komndu hérna vin
t Faðir okkar og tengdafaðir MAGNÚS RICHARDSON fyrrv. umdæmisstjóri sem andaðist 7 þ.m. verður |arðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 1 1. febrúar kl 1 3 30 Blóm og kransar afbeðmr Þeir sem vildu minnast hins látna. eru beðnir að láta liknarstofnanir njóta Hrafnhildur og Gunnar Richardson Jóhanna og Benedikt Gunnlaugsson Marfa og Þór Magnússon Erla og Þórir S. Gröndal börn og bamabörn. t Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og útför EYMUNDAR MAGNÚSSONAR skipstjóra Þóra Árnadóttir Magnús Eymundsson Eirfka Sigurhansdóttir Kristín Eymundsdóttir Halldór Blöndal Árni Þór Eymundsson Elfzabeth Eymundsson Katrfn Eymundsdóttir Gfsli G. Auðunsson og barnabörn.
t Faðir okkar. tengdafaðir og afi FRIÐBJÖRN ÞORSTEINSSON Vík, Fáskrúðsfirði andaðist á Borgarspltalanum 8 þ.m. Börnin. t Við þökkum hjartanlega samúð og vinarhug við fráfall og útför föður okkar, stjúpföður tengdaföður og afa SIGURÐARJÓNSSONAR Bergstaðastræti 55. Þórdfs Sigurðardóttir Elfn M. Sigurðardóttir Sveinn H. Bjömsson Ruth Erla Ármanssdóttir Þórður Guðmundsson og barnabörn.
t Sonur minn GUNNAR STEFÁN lézt þann 27 1 Jarðförin hefur farið fram t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför GÍSLA BJÖRGVINS MAGNUSSONAR, Vallargötu 5. Keflavfk,
Magnús Magnússon. Anna Marfa Andrésdóttir. og aðrir vandamenn.
an“ og hjá henni sat Björg. Þær
sögðu svo falleg orð við mig, enda
þekktu þær foreldra mina vel, að
öll feimni hvarf út í veður og
vind.
En kynni okkar Bjargar áttu
eftir að verða meiri og alltaf
fannst mér sama heiðrikjan
fylgja henni. Hún var svo fersk og
falleg alla tíð í íslenzku peysuföt-
unum sínum, sem hún bar svo vel,
enda kunni Björg vel að meta allt
þjóðlegt.
Vigurheimilið og umhverfi þess
gleymist engum sem þangað hef-
ur komið. Björg var fyrirmyndar
húsmóðir í öllu, einnig trúuð og
kærleiksrík móðir. Um tíma vor-
‘um við í nábýli. Var það þegar
foreldrar mínir fluttust i Ögur-
nesið, sem er örstutt frá Vigur, en
miklar samgöngur voru við Nesið,
sem svo var kallað, því allt varð
að fara sjóleiðis til og frá Vigur.
Var þá oft komið við hjá foreldr-
um mínum og drukkinn heitur
sopi.
Ég vil lika minnast þess að það
var alla tíð mikið vinfengi milli
Vigurhjóna, eldri og yngri, og Ög-
ursystra, Ragnhildar og Halldóru
Jakobsdætra, sem ríktu eins og
drottningar yfir sinu ættaróðali
og höfuðbóli ögri. Enn i dag helzt
það vinfengi með Vigur- og ögur-
fólki.
Oft tókum við Björg tal saman
eftir að ég varð búsett á ísafirði,
en hún alla tið I Vigur, og ekki
sist á hennar efri árum ræddum
við um ótalmargt. Alltaf var'gam-
an að tala við svo gáfaða konu,
með svo mikla lífsreynslu og
þekkingu, sem hún bjó yfir.
Margt hefur hún þurft að yfir-
vega með stillingu hugans, t.d.
þegar hún tók sér búsetu í Vigur,
en þar hefur ástin ráðið mestu.
í þá daga var ekkert samband
við land langtimum saman, eftir
veðurfari. Bjarni maður Bjargar
var framúrskarandi sjósóknari og
stundaði sjóinn mikið með stór-
brotnum búskap, en margt þarf
til og margar hendur á eyju með
svo margar nytjar sem Vigur.
Fyrst voru Björg og Bjarni í búi
með prestshjónunum foreldrum
Bjarna, en tóku svo við öllu þegar
heilsa prestshjónanna þvarr.
Björg og Bjarni sátu í Vigur með
rausn og prýði og enn helzt það
svo, þar sem tveir synir tóku við
af þeim. Það er von mín og ósk að
þannig verði þetta alltaf og eyjan
græna við hið undurfagra Djúp
standi alltaf i blóma.
Ég man að Björg sagði mér að
viðbrigðin hefðu verið mikil að
koma úr hinu víðfeðma Skaga-
fjarðarhéraði og setjast að á eyju.
Það var margs að sakna — stór
systkinahópur þeysandi þar á
gæðingum um sléttar grundir. Því
var það þegar Björg kom í ögur,
að þær ögursystur notuðu hvert
tækifæri til að bjóða henni á hest-
bak, ef timi vannst til. Sagði
Björg að þessar stundir hefðu ver-
ið sér dýrmætar, en í ögri voru
góðir hestar á þeim tíma.
Um börn þeirra Vigurhjóna
ætla ég ekki að fjölyrða, það er
betur gert af öðrum. En öll eru
þau mannkostafólk, þjóðkunn og
meira en það, og bera því foreldr-
um sínum fagran vitnisburð.
Svo fór það nú þannig, að við
Björg áttum eftir að verða tengd-
ar, þar sem Þorbjörg dóttir henn-
ar giftist syni minum Brynjólfi og
eiga þau einn son, Bjarna.
Ég þakka Björgu allt gott frá
liðinni tíð og votta öllum ættingj-
um hennar nær og fjær innileg-
ustu samúð mína. Ég veit að
henni hefur verið vel fagnað í
landi eilífðarinnar af ástkærum
lífsförunaut og öðrum vinum, sem
á undan henni voru farnir, svo
einlæg trúkona sem hún var.
Guð blessi minningu þeirra
mætu hjóna, Bjargar Björnsdótt-
ur og Bjarna Sigurðssonar i Vig-
ur, sem voru höfuð sveitar sinnar
um langt skeið, en hafa nú lagst
til hinztu hvildar í kirkjugarðin-
um í ögri.
Ragnhildur Helgadóttir,
Keilufelli 26,
Reykjavfk.