Morgunblaðið - 06.03.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.03.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MARZ 1977 Morðsaga — leikinn islenzk kvikmynd — Morðsaga — leikinn íslenzk kvikmynd — MorA, Einstigid að baki og tindinum náð Rætt við Reyni Oddsson um tilurð Morðsögu „ÉG sé það núna að það var óhemju bjartsýni að ráðast í þetta fyrirtæki, og ef ég hefði í upphafi gert me> grein fyrir öllum þeim erfiðleikum og þeim ogurlega kostnaði sem því fylgdi að festa Morðsögu á filmu, þá hefði (¦>.; áreiðanlega aldrei þorað að leggja út f þetta. Mér dettur einna helzt f hug að það megi líkja gerð myndarinnar við að maður byrji að klffa hátt fjall og von bráðar kemur það f I jos að maður er kominn á einstigi, þar sem ekki verður aftur snúið heldur verður mað- ur að þrauka áfram þar til tíndinum er náð." Það er Reynir Oddsson kvikmynda- gerðarmaður, sem er að lýsa glímu sinni við nýja leikna kvikmynd, sem hann hefur unnið að hér heima og erlendis undanfarin misseri. Fjall- göngu Reynis lýkur væntanlega um næstu helgi, en þá hyggst hann frum- sýna myndina — Morðsögu, í tveimur kvikmyndahúsum i Reykjavík, Nýja bíó og Stjörnubíó. Myndin er hin hnýsi- legasta fyrir margra hlusta sakir og er vafalaust beðið með nokkurri eftir- væntingu. Reynir er óvefengjanlegur ,,1'auteur" myndarinnar, eins og sagt er á kvikmyndamáli — á allan heiður að henni. Hugmyndin er hans, handritið er hans, hann kvikmyndaði hana að langmestu leyti sjálfur, leikstýrði henni og framleiddj. i öllum hlutverk- um eru /slenzkir leikarar — i bland atvinnumenn og áhugafólk. Myndin er í fullri lengd eða 90 minútur, breið- tjaldsfilma og í Eastmanlitum. Efnivið- urinn er sóttur i nútímann, en atburð- irnur sem myndin lýsir gætu gerzt hvar sem er og þungamiðjan er reyndar sótt í raunveruleikann. ir Frétt f Vfsi „Hugmyndin að myndinni sló mig allt í einu fyrir fáeinum árum," segir Reynir í samtali við Morgunblaðið. „Ég var að lesa Vísi og rakst á erlenda frétt um glæp sem framinn hafði verið í Þýzkalandi — nánar tiltekið um stúlku sem myrt hafði föður sinn. Sú var kveikjan að þessu. Hugmyndin ásótti mig og ég fór að spreyta mig á því að reyna að staðfæra þennan atburð og finna þessu drama íslenzkar forsendur. Samt vakti aldrei fyrir mér að efnivið- urinn þyrfti endilega að lýsa algjörlega islenzkum aðstæðúm heldur átti mynd- in frá minum sjónarhóli að geta gerzt hvar sem er í hinum vestræna heimi. Þetta stafar kannski af því, að ég er þess sinnis að kvikmyndir af þessu tagi megi ekki vera of þjóðlegar heldur fela f sér alþjóðlegt þema í raun og veru." ir Ljón f veginum Reynir samdi handritið að Morðsögu á tæpu einu ári en fór þá jöfnum höndum að athuga möguleika á þvi að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. Og þótt hann væri fullur bjartsýni, eins og fram kom í upphafi, rak hann sig von bráðar á að mörg ljón voru í veginum. „Aðal vandamálið var hvernig ég ætti að fjármagna þetta fyrirtæki," segir Reynir. „Sjálfur hafði ég afar lítil auraráð, svo að ég átti ekki nema rétt fyrir filmu og framköllun á henni. Nú, sumir halda að kvikmyndagerð sé ekki annað en að taka mynd og framkalla en það er ótrúlega margt annað sem þar kemur til sögunnar. Til að mynda var ekki að fá hér tækjabúnað nema að litlu leyti og varð ég því að leigja það sem á vantaði erendis frá. Þá var einn- ig að finna rétta leikara í hlutverkin og það er ekki hlaupið að slíku vali. Það er þó rétt að taka fram á ótraustur fjár- hagsgrundvöllur myndarinnar var ekk- - ert vandamál varðandi leikarana. AU- flestir sem ég leitaði til, settu pening- ana ekki fyrir sig, heldur höfðu þeir mikinn áhuga á því að leggja sitt af mörkum til að hér yrði gerð alislnzk leikin kvikmynd í fullri lengd og voru reiðubúnir að leggja sig alla fram til að svo mætti verða." Mestum erfiðleikum var bundið að finna réttan mann til að skipa aðal karlhlutverkið í myndinni. „Þetta hlut- verk er þess eðlis að það er ekki á færi nema atvinnuleikara að gera því við- hlítandi skil. Þar að auki var ég fyrir- fram búinn að gera mér hugmyndir um hvernig þessi manngerð átti að vera og það þrengdi enn hóp þeirra leikara sem ég treysti til að taka að það að sér. í fyrstu stóð til að Jón Laxdal léki þetta hlutverk en þegar til kom gat hann ekki fengið sig lausan frá leikhúsinu þar sem harin starfar erlendis, til að geta gert þetta. Ég leitaði þá fyrir mér hjá fáeinum öðrum leikurum hér heima, sem ekki gátu tekið þetta að sér Reynir Oddsson kvikmyndagerðarmaður undirbýr tökuna. Hjonaerjur (Guðrún og Steindór) af ýmsum ástæðum en þá hittist svo vel á, að mér var sagt að Steindór Hjör- leifsson væri á leið til landsins með Smyrli úr ársfríi. Ég komst að því að Smyrill var staddur um sólarhrings- siglingu út af Austfjörðum, herti því upp hugann, hringdi i Steindór og sagði honum hvað til stæði. Hann tók málaleitan minni mjög vel en sagðist þurfa að lesa handritið og kynna sér málið þegar í land kæmi." if Forsjón að fá Steindór Kvikmyndatakan var raunar byrjuð þegar hér var komi sögu og úr vöndu að ráða úr þvi að aðal karlleikarann vantaði. En Steindór kom eins og frels- andi engill. „Strax og Smyrill var kom- inn til hafnar fyrir austan, brenndi Steindór á hundrað suður til Reykja- vikur, las handritið og sló strax til, segir Reynir. „Og mér finnst núna eftir á, að það hafi verið einhver forsjón sem þarna greip í taumana, því að ég get ekki ímyndað mér að nokkur mað- ur hafi getað gert þessu hlutverki betri skil. Sannast sagna er þetta gífurlega erfitt hlutverk og margrætt, en Stein- dór getur því óhugnanlega mikla og mannlega dýpt." Reynir átti ekki i sömu erfiðleikum með að finna réttan mann i hlutverk w Guðrún Asmundsdóttir: „Algjört kraftaverk II „MÉR fannst ákaflega gaman að vinna að þessari mynd og skemmtileg upplifun f alla staði, enda er þetta nokkuð sem við fslenzkir leikarar höfum fengið lítið að spreyta okkur á hingað til," sagði Guðrún Ásmundsdóttir leikkona, sem fer með hlutverk eiginkonunn- ar f Morðsögu. Morgunblaðið hafði samband við Guðrúnu og bað hana að lýsa lftillega kynn- um sfnum af kvikmyndaleik f Morðsögu. Kvikmyndaleikur: „Mér fannst aðallega sá munur á því að leika í kvikmynd og á sviði, að einbeitingin er töluvert frá- brugðin. Þegar maður er á leik- sviði og kemur inn í atriði, þá veit maður að næsta hálftim- ann eða svo þarf einbeitingin að vera algjör allan þann tíma en í kvikmyndaleík varir ein- beitingin ekki nema 2—li mínútur í einu, þannig aó mér finnst þetta í rauninni ekki nærri því eins erfitt. Nei, ég varð þess ekki vör að öll þessi hlé röskuðu samt samfellunni í leiknum. Maður er einhvern veginn alltaf með heildina í huganum og svo áður en nýtt atriði er tekið þá ræddum við jafnan saman um hvað komið var á undan og hvernig það var, svo að þetta var ekki eins og manni vaeri ýtt fyrirvaralaust fyrir myndavélina." Dramatísk átök: „Já, kvik- myndaleikur gefur hiklaust til- efni til sömu dramatísku átaka og leiksviðið, þótt svona sé um pottinn búið. Astæðan fyrir þvf að ég tók hlutverkið að mér var sú, að mér þótti handritið gott og það kveikti strax í mér löng- un á að spreyta mig á þessu hlutverki. Eg leik þarna óhamingjusama konu, sem á vissan hátt hefur skorið á tengsl sín við veruleikann — hún reynir að sjá ekki hvað er að gerast í kringum hana og telur sjálfri sér trú um að allt sé í lagi, hún njóti fjárhagslegs öryggis og þá sé allt eins og það virðist á ytra borðinu — slétt og fellt. En eirin góðan veðurdag vaknar hún upp úr þessum sljó- leika og fremur þá ofbeldis- verk. Mér finnst að í daglega lífinu í kringum okkur séu ótal Guðrún Ásmundsdðttir f hlutverki eiginkonunnar f Morðsögu. dæmi um þetta — sérstaklega hjá konum sem telja sér efnahagslega vel borgið, ákveða að allt sé þá eins og það eigi að vera og láta bjóða sér hvað sem er." Bjartsýni: „Auðvitað fannst okkur þetta fyrirtæki Reynis oft yfirgengileg bjartsýni. Þetta tók líka voðalega langan tíma hjá okkur og var hið mesta basl, peningaleysi og allt það, en ég hefði samt ekki viljað vera án þessa tímabils. í raun- inni átti Reynir alla okkar samúð, þvi að í fyrsta lagi var hann afskaplega indæll i allri þessari vinnu, aldrei óþolin- móður eða pirraður við einn eöa neinn og manni fannst líka alveg ótrúlegt, að hann skyldi þora að leggja út i þetta fyrir- tæki, þvf að þessar peningaupp- hæðir sem einni kvikmynd eru samfara — maður hreinlega trúir þeim ekki. Og að þessi mynd skuli nú vera að koma hingað heim til sýninga, það finnst mér algjört kraftaverk, ef ég á að segja eins og er." iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitintiiiii lllllllllllillllllllllllllllllllilllllllllllllllllHIIIII llllllllllllllllllllllllllll'l"il",ii"" • « • « •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.