Morgunblaðið - 06.03.1977, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.03.1977, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR6. MARZ 1977 27 Lamaði maðurinn JESÚS dvaldi um hríð úti í óbyggðum til að hvilast og biðjast fyrir. En þegar hann kom aftur til Kapernaum, þar sem hann átti heima, fréttist þegar, að hann væri kominn. Menn streymdu að, svo að hús- ið fylltist og mannþröng stóð einnig fyrir utan dyrnar. Jesús talaði til þeirra Guðs orð. Allt i einu heyrðist þrusk ofan af þakinu. Þangað voru komnir fjórir menn með vin sinn, sem var lamaður. Þeir höfðu ekki komizt inn í húsið til Jesú, en þeir vissu, að Jesús gæti hjálp- að þessum vini þeirra. Nú var aðeins eitt til ráða, þeir klifu upp á flatt þakið og rufu gat á það. Síðan létu þeir síga niður sængina, sem lamaði maðurinn lá í, og hann kom niður þar sem Jesús var. Þegar Jesús sá, hversu sterk trú þeirra var, sagði hann við lamaða manninn: Barnið mitt, syndir þinar eru fyrirgefnar. Margir urðu undrandi á þessum orðum, og nokkrir fræðimenn, sem þarna voru, hugsuðu: Hvers vegna segir hann þetta. Enginn getur talað þannig nema Guð. Enginn get- ur fyrirgefið syndir nema Guð einn. Jesús sá hugsanir þeirra og sagði: Hvers vegna hugsið þið þetta? Hvort er auðveldara að . segja: Syndir þinar eru fyrir- gefnar — eða segja: Statt upp, tak sæng þina og gakk? Og til þess að sýna þeim, að sonur guðs hefði vald til að fyrirgefa syndir, sagði hann við lamaða manninn: Ég segi þér, statt upp, tak sæng þína og far heim til þin. Maðurinn stóð upp og tók sængina og gekk út í aug- sýn allra, svo að allir urðu frá sér nurfidir og lofuðu Guð. Þeir fannst þetta svo stórkostlegt, að þeir sögðu hver við annan: Aldrei höfum við séð neitt þessu líkt. Erókles hinn mikli EINU sinni, ekki fyrir löngu, var uppi voldugur konungur, er Erókles hét. Erókles hinn mikli átti voldugt ríki, seravar í Mið-Afríku. Hann átti einnig fríða konu og fylgdarlið. Einn góðan veðurdag kom bréfdúfa til Erókles- ar og lét hann fá bréf, sem var svohljóðandi: „Erókles, komdu strax til Þýskalands og þú skalt búast við að vera þar í tvo eða þrjá daga. Bið að heilsa, Skarphéðinn A. J." Erókles var fyrst á báð- um áttum um pað, hvort hann ætti að fara, og ákvað svo að fara og vita hvað Skarphéðinn vinur hans hefði að segja. Hann bjóst í flýti til ferð- ar og kvaddi konu sína. Þegar Erókles var alveg að koma að Þýskalandi með einkaflugvél sinni, var sem stærðar land- svæði væri alelda. Hann flýtti sér að lenda og sjá hvað væri að gerast. Þeg- ar hann fór að athuga þetta betur sá hann ljós mikið sem lýsti upp stór- an hallargarð. Og loks komst hann að raun um að þetta var hallargarður Skarphéðins og þar væri mikið samkvæmi. Honum var boðinn dans og vín, en hann hló bara og sagði: Skarphéðinn hefur kallað mig til samkvæmis með sterkum ljósköstur- um til þess að láta mér bregða í brún og halda að hér væri um að ræða stórbruna. Saga og myndskreyting: Ingibjörg Óðinsdóttir, 11 ára, Kópavogi. VESTUR-ÞÝZK GÆÐAFRAMLEIÐSLA Þér getið auðveldlega séð hve stór Lítið á hve stór hann er að innan: með 2,38 ferm. setplássi. Opnið lyftidyrnar að aftan og sjáið allt farangursrýmið sem kemur I Ijós, það er um 1100 lltrar frá gólfi til lofts, eftir að aftursætið hefir verið lagt fram. Takið eftir hve lítið pláss þarf fyrir vélina: 13%, hin 87% af rýminu eru fyrir þig og fjölskyldu þína. En þessi 13% eru vel nýtt, 50 ha vél er þar staðsett, sem nær 140 km/klst. hraða. Bensineyðsla aðeins 8 lítr- ar á 100 km. — eða 75 ha vél, sem nær 100 km hraða á 12,3 sek. Hámarkshraði yfir 160 km/klst. Bensíneyðsla 8,5 Iftrar á 100 km. OOLFheiur allt sem nútímabíll þarf að hafa. Allt frá nýtisku undirvagni upp í þróaða vél, — frá hinum fullkomna búnaði upp í hið mikla rými. OOLF hefur orðið afar vinsæll. Þegar hafa rúmlega ein milljón OOLF-hWa verið framleiddir. OOLF er nú ekið i 120 löndum víðsvegar um he'rm. Vissulega viðunandi árangur af ekki eldri bil I © I VIÐGERÐA- OG VARAHLUTA- ÞJÓNUSTA Hlutafjárútboð stendur yffir Verkalýðsfélög sem hyggjast nota forkaupsrétt sendi tilkynningu hið fyrsta. Frestur rennur út 15. apríl. Alþyóubankínn hf. Laugavegi 31 sfmi 28-70O YOKOHAMA gróf mótorhjóladekk: 300-16 meðslöngukr. 5.630- 275-17 meðslöngu kr. 5.290- 300-17 meðslöngu kr. 5.981- 250-18 meðslöngu kr. 5.542- Sendum í póstkröfu. HEKLAhr Laugavegi 170—172 — Sími 21240 EF ÞAÐ ER FRETTNÆMT ÞA ER ÞAÐI MORGUNBLAÐINU AUGLYSINGASIMINN ER: ÍTr^. 22480 kisÖ Véladeild Sambandsins HJÓLBARDAR HÖFDATÚNI 8 SÍMAR 16740 OG 38900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.