Morgunblaðið - 06.03.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.03.1977, Blaðsíða 15
,. . MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MARZ 1977 15 ¦ ¦ ¦ ¦ isaga — leikinn íslenzk kvikmynd — Morðsaga — leikinn islenzk kvikmynd — Morðsaga ¦ ¦ ¦ ¦ ¦ ¦ ¦ ¦ ¦ ¦ ¦ ¦ ¦ ¦ ¦ ¦ móðurinnar, annað aðalkvenhlutverk- ið. „Ég hafði séð Guðrúnu Asmunds- dóttur á sviðinu I Iðnó í Selurinn hefur mannsaugu — einmitt um sama leyti og ég var að skrifa handritið og eftir það fannst mér engin önnur leikkona koma til greina í þetta hlutverk. Ég hef þess vegna ef til vill skrifað hlutverkið — óafvitandi þó — með Guðrúnu í huga. Það var síðan sama sagan með hana og Steindór — strax og hún hafði ' lesið handritið svaraði hún mér ját- andi. Helzti höfuðverkurinn í hlut- verkavali var þó að finna stúlku i hlut- verk dótturinnar, sem er þriðja aðal- hlutverkið í myndinni. Við vorum byrj- aðir að taka myndina án þess að búið væri að skipa f þetta hlutverk. Búið var að kemba hálft landið í leit að heppi- legri manneskju f hlutverkið, þegar við svo fyrir tilviljun fundum Þóru Sigur- þórsdóttur, þar sem hún sat uppi á borði í tízkuverzun einni í borginni og eftir reynslutöku vissum við að stúlkan sem við leituðum, var fundin. Þóra er feiknalegt efni, myndast sérlega vel, svo að hún minnir mann stundum einna helzt á Grétu Garbo. Ég trúi því staðfastlega, að hún muni ná langt, ef hún leggur sig fram og tileinkar sér þá gífurlegu sjálfsögun, sem þarf til að ná árangri á þessu sviði og heiðarleika gagnvart sjálfri sér." if Langur tfmi I tóku Val í önnur hluterk var auðveldara viðfangs, þótt þau skipti miklu máli. Reynir segir, að þar hafi bæði verið leitað til atvinnuleikara og nemenda í leiklistarskólanum, svo og til fólks sem aldrei hafði komið fram áður. Hjá áhugafólkinu reyndi ekki svo mjóg á leikhæfileika heldur kvaðst Reynir hafa verið þar fremur á höttum eftir manngerðum. Kvikmyndatakan hófst síðan f júlflok 1975 og var unnið allt fram í fyrripart september mánaðar. ,,Þá komu upp erfiðleikar sem urðu þess valdandi að við urðum að hætta tökunni og gátum við síðan ekki byrjað aftur fyrr en í júni ári síðar. Þá var unnið alla sumarmánuðina og fram i september, svo að alls hefur farið um 5 og Vi mánuður í kvikmyndatökuna. Þetta er auðvitað óeðlilega langur timi miðað við það sem yfirleitt fer í töku leikinnar kvikmyndar, og t.d. eyða Bandarfkjamenn að öllu jófnu ekki nema um þremur mánuðum til þessa þáttar kvikmyndaframleiðslunnar. En þá er þess að gæta að tæknilið við venjulega bandarfska kvikmynd er um 50 manns. í Evrópu er þetta dálítið mismunandi, en t.d. hjá Svfum og Frókkum, þar sem ég þekki vel til, fara um 2 mánuðir í tökuna með 25—40 manna tækniliði. Við vorum hins vegar fjögur þegar bezt lét, svo að þetta segir sína sögu — og við þurftum að sjá um allt, framkvæmdir allar og hvers kyns reddingar sem upp á komu," segir Reynir. Myndin var sfðan hráklippt hér Guðrún Ásmundsdóttir farðar sig fyrir eitt af atriðum myndarinnar. „Hið ljúfa lff" f baðkarinu. heima, en ég fór að því búnu til Kaup- mannahafnar og lauk klippingunni hjá Laterna film, dótturfyrirtæki Nordisk filmkompani. Endanlegur frágangur hennar hefur sfðan farið fram hjá sænsku kvikmyndastofnuninni, og hún kemur beint þaðan úr vinnustofunni til sýninga hér heima. Reynir hefur verið tregur til að rekja mjög efni Morðsögu að ráði eða skipa henni í flokk til skilgreiningar, en eins og heiti hennar ber með sér er hér sakamálamynd á ferð, en með sálfræðilegri undiröldu ef svo má segja. ,,Það er einnig ákaflega erfitt fyrir mig eða höfunda yfirleitt að gefa út neina gæðamatsyfirlýsingu um af- sprengi sfn og ég vil helzt að það komi í hlut almennings að dæma um kosti og lesti þessarar myndar" segir Reynir. „En miðað við þær erfiðu aðstæður sem þessi mynd var unnin við, get ég þó ekki annað sagt en ég sé bærilega ánægður með útkomuna, því að í raun- inni og allri skynsemi samkvæmt hefði þetta átt að vera ómögulegt." Reynir er þegar búinn að selja einn sýningarrétt á Morðsögu — til sænska sjónvarpsins, eins og áður hefur verið tfundað hér í blaðinu. Sýningaréttinn hér heima á Reynir sjálfur og hyggst hann frumsýna Morðsögu í tveimur kvikmyndahúsum f Reykjavík laugar- daginn 12. marz nk. en fara síðan fljót- lega einnig út á land og verður þá byrjað á Akureyri, væntanlega hinn 30. marz að þvf er Reynir segir. Nordisk filmkompani hefur einnig áhuga á að fá sýningarrétt fyrir Morðsógu í Dan- mörku og sagði Reynir að fljótlega væri að vænta ákvörðunar um það hvort af því yrði. Ýmislegt annað er í deiglunni varðandi dreifingu myndar- innar erlendis en það er allt lausara í reipunum enn sem komið er. it Ymiss önnur áform Reynir hyggst ekki láta staðar numið með Morðsögu. „Strax og gengið hafði verið frá sölu myndarinnar til sænska sjónvarpsins komu fram uppástungur frá Svfum um áð ég starfaði á einhvern hátt með þeim. Sænska kvikmynda- stofnunin hefur yfir miklum fjár- munum að ráða, en hefur ekki notað nema brot af þeim undanfarið, þar sem þeir segja að ekki séu fyrir hendi nægi- lega margir hæfileikamenn á þessu sviði til að eyða þessum fjármunum f. Þess vegna væri það vel mögulegt, að ef maður gæti komið fram með fram- bærilegar hugmyndir að stof nunin vildi þá styðja við bakið að manni. Þá eru einnig áform á prjónunum um að gera leikna mynd úti f New Yprk, sem yrði kostuð af mér og amerískum aðil- um, en þar yrði rakin saga einnar þeirra þúsunda stúlkna sem fara til New Yvrk á hverju ári og eiga sér þann draum heitastan að verða ljósmynda- fyrirsætur og prýða forsfður tízkublað- anna. Þetta er svona dramatísk harm- saga, eins og er hjá allflestum þessara stúlkna." En hvernig skyldi fjárhagsdæmi Morðsögu lita út þegar upp er staðið. „Kostnaður við gerð myndarinnar hef- ur ekki verið lagður saman endan- lega," segir Reynir, „en hann hleypur á nokkrum tugum milljóna. ()g ég held að það sé alveg Utilokað að endarnir náist saman, jafnvel þótt metaðsókn verði að myndinni. En meðal annars af þessari ástæðu hef ég orðið að stilla miðaverðinu töluvert hærra en á al- mennum kvikmyndasýningum, þannig að miðaverðið verður hið sama og er í leikhúsunum. Ég held lika að það sé ekki óeðlilegur samanburður. Leikfél- agsmenn segja mér til daemis, að ef þeir hefðu ætlað á síðasta leikári að láta miðasöluna eina standa undir rekstri Leikfélagsins, þá hefði miðinn þurft að kosta 3 þúsund krónur en ekki þúsund krónur. Hjá þeim eru-það borg- in og rikið sem greiða mismuninn en varðandi Morðsögu er engu slíku til að dreifa. Þetta vona ég, að almenningur skilji og það meti þessa viðleitni sem í gerð þessarar myndar er fólgin. Þarna er þó á ferðinni tilraun til að gera tæknilega fullkomna leikna islenzka kvikmynd fyrir fslenzka áhorfendur og það er algjörlega í höndum almennings hvort framhald verður þar á." Steindór Hjörleifsson: eftirvænting II „ÉG á sannast sagna dálftið erfitt með að tala um hlutverk mitt f þessari mynd fyrr en ég sé árangurinn f heild sinni. En mér fannst þetta alls ekki erfitt hlutverk. Þetta er hálfgerður harðjaxl sem ég leik þarna, ákaflega frekur maður og ófyrirleitin getum við sagt, en það má ábyggilega finna þessum manni hliðstæður vfða í mannlffinu," sagði Steindðr Hjörleifsson leikari, en hann fer með aðal karlhlutverkið f Morðsógu. Við báðum Steindðr að lýsa þvf nokkuð hvernig vinnan við myndina kom honum fyrir.sjónir. Upphafið: „Hlutdeild mfn f þessari mynd er þannig til komin að við hjónin, Margrét Ólafsdóttir og ég, fengum kaup- iaust frí í eitt ár frá leikhúsinu og vorum vfða i Evrópu þennan tíma. Þegar við komum síðan til landsins, beið Reynir eftir mér og bað mig að taka að mér þetta hlutverk. Þar sem ég átti þarna dálitlum tíma óráðstaf að, var ég eiginlega búinn að segja já á stundinni áður en ég vissi til fullnustu hvað um var að ræða. Nú, nokkrir meðleikarar mfnir lögðu lika fast að mér að taka þátt í þessu, ekki sízt Guðrún Ásmundsdóttir. Það var sænskur kvikmynda- tökumaður með Reyni l byrjun, maður sem sannarlega kunni sitt f ag, en því miður varð Reynir fyrir ýmsum erfið- leikum, þar sem f ljós kom að töluvert af þvf sem Svíinn og Reynir höfðu tekið reyndist ónothæft vegna galla í kvik- myndatókuvél, sem ég ber ekki skynbragð á. Reynir varð þvf að taka myndina að miklu leyti á nýjan leik. Ætlunin var að ljúka tökunni á um tveim mánuðum en vegna þessa slyss seinkaði þessu öllu og úr þvi að maður var einu sinni byrjaður, var ekki um annað að ræða en halda áfram og ég sé ekkert eftir því. Annars hef ég alltaf haft áhuga á þvf að vinna við kvikmyndagerð frá þvf að ég var tengdur sjónvarpinu á sínum tíma, en ekki háft tæki- færi til þess fyrr en nú." Vinnan: „Kvikmyndaleikur er allt annað heldur en að leika á sviði. Það sem mér þótt einna Steindðr Hjörleifsson f hlut- verki sfnu. verst, ef ég má byrja á þvf, var kannski að vita svona lítið um það sem maður var að gera, því að öll listræn stjórn og endan- leg úrvinnsla er eðlilega i höndum leikstjórans. En að öðru leyti fannst mér ánægju- legt á allan hátt að vinna við þetta og vil taka það sérstak- lega fram, að ég hef aldrei kynnst annarri eins bjartsýni og taugastyrk og Reynir Odds- son sýndi i öllu þessu basli. AUt er þetta af vanefnum gert og eiginlega er ekkert fyrir hendi hér á landi sem lýtur að þessum iðnaði. Menn geta t.d. gert sér í hugarlund hversu erfitt það er að geta ekki fljótlega séð fram- kallaða filmuna, vita f raun og veru ekki hvernig tekizt hefur og verða aðeins að vona hið beztá. Engu að siður sýndist mér Reynir vanda sitt verk mjög vel og gefa sér allan þann tíma sem hann mátti. Við vorum t.d. að kvikmynda í tveimur DAS-húsum og Reynir hafði þar takmarkaðan tíma og einnig á einkaheimili, en þar ber að geta sérstaklega hjálp- semi og skilnings hiisráðenda, þeirra Krístins Olsens og Ingi- bjargar konu hans, sem lögðu sig fram um að sem beztur árangur næðist." Kvikmy ndin: — „Ég get vel hugsað mér að finna mér starfs- vettvang i kvikmyndagerð. Þetta er mjög áhugavert starf, þótt það hafi þessa annmarka Framhaldábls. 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.