Morgunblaðið - 06.03.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.03.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MARZ 1977 19 1 öllum leiðslum, sem lægju að og frá þessu svæði (síma, rafmagni, heitu og köldu vatni, skolpi). Alveg væri tilvalið að hafa danshús og aðra skemmtistaði undir Tjörninni fyrir allt það fólk, sem sífellt vantar fleiri skemmtistaði. Þar gæti það haft eins hátt og það vildi án þess að trufla aðra borgara. Fjöldamörg önn- urfyrirtæki mætti hafa þarna, sem borgin tæki leigu fyrir. E.t.v. væri hægt að leggja niður sum strætis- vagnastæðin í Miðbænum og hafa þau í Tjarnarkjallaranum. Gera má ráð fyrir að Tjarnarkvosin sé svo djúp á stóru svæði að hafa mætti kjallarann tveggja eða jafnvel þriggja hæða ef það borgaði sig fjárhagslega. í neðri kjallaranum mætti hafa bNageymslur og aðrar geymslur og í þeim neðsta vatns- geymslu fyrir slökkviliðið, sem oft hefur vantað vatn þegar bruna hef- ur borið að höndum í Miðbænum. Trúlega væri heppilegt að hafa öflugar dælur tilbúnar í kjallaranum til að dæla vatninu eftir brunaslöng- unum. Heitt frárennslisvatn af stóru svæði frá umhverfi Tjarnarinnar mætti nota til að hita upp kjallarann. Hann myndi svo hita upp Tjörnina nægilega til að hún yrði oftast is- laus. Fuglarnir myndu því hagnast af þessari nýbreytni. Vel gæti komið til mála að hækka yfirborð Tjarnar- innar allt að hálfum metra. Eins og Tjörnin er nú virðist hún dálltið niðurgrafin og gervitjarnarleg. Það gera upphlöðnu bakkarnir. Tjarnar- hólmarnir ættu að vera miklu fleiri og fjölbreyttari en þeir tveir, sem fyrir eru. Afleitt er að hafa þá með lóðréttum köntum, sem fyrirmuna sundfuglaungum að skríða upp í þá. Ef trjágróður yrði ía.m.k. sumum þeirra myndi hann vernda ungana frá ránfuglum (veiðibjöllum o.fl.). Við þetta myndi fuglalif aukast og verða fjölbreyttara en nú er. Athugasemd: Þegarég tala um Tjörnina á ég við norðurhluta henn- ar að Skothúsvegi og Tjarnarbrú. Umferð um Tjarnarkjallarann. Ef bílastæði væru bönnuð með- fram Lækjargötu myndi hún breikka um tvær akreinar. Akstursstefnur eftjr henni ættu að haldast óbreytt- ar, en bílaumferðin til suðurs færi ekki inn á Fríkirkjuveg heldur niður í Tjarnarkjallarann við hornið á Bún- aðarfélagshúsinu undir Tjörnina og svoáfram ígöngum undir Tjarnar- brúna og suðurtjörnina og undir eða eftir Hljómskálagarðinum: A. austan eða V. vestan litlu (syðstu) týarnar- innar eftir þvi hvar heppilegra væri talið til að tengjast Hringbrautinni (2. mynd). Frikirkjuvegurinn allur yrði með þessu móti einstefnugata til norðurs, en vestari akrein hans beygði svo undir Tjörnina og sam- einaðist akveginum til suðurs (2. mynd). Úr Tjarnarkjallaranum væri sjálfsagt að hafa undirgöng fyrir gangandi fólk, hjólastóla, barnakerr- urogþ.h.: 1. undir Templarasund, Austurvöll og Pósthússtræti (3. mynd), 2. á mótum Lækjargötu og Fríkirkjuvegar, 3. á móts við Kvennaskólann (Listasafnið, Fríkirkj- an, Tjarnargarður). Þetta myndi gera bilaumferð greiðari og auka öryggi þeirra, sem notuðu undir- göngin. Bryggjur úr og í kjallarann fyrir gangandi fólk og hjólastóla þurfa að vera nógu margar og á heppilegum stöðum (1. og 3. mynd). Snyrtiherbergi fyrir almenn- ing eru aldrei of mörg. Þessi þáttur heilbrigðisþjónustu hefur verið van- ræktur til vansa hér í Reykjavík eins og annarsstaðar á landinu. Ef úrframkvæmdum yrði væri sjálfsagt (og raunar hvort sem er) að rannsaka áburðargildi botnleðju Tjarnarinnar. Hún hefur veriðað myndast i þúsundir ára efalaust aðallega úrfugladriti („guanó"), sem lengi hefur verið í háu verði erlendis Allt eru þetta lauslegar tillögur, sem þurfa ítarlegra rannsókna og samvinnu margra fagmanna. Ófeigur J. Ófeigsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.