Morgunblaðið - 06.03.1977, Blaðsíða 32
32
MOBGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MARZ 1977
WTV4RP
erlendar
FRÉTTIR
ROLLING Stones hafa nýlega
gert samning við EMI-
plötufyrirtækið I Bretlandi um út-
gáfu og dreifingu á plötum sínum
á næstu árum Samningur þeirra
við Atlantic fyrirtækið rann ný-
lega út og bá notuðu þeir tæki-
færið til að flytja sig um set. „Er
þaS ekki bezt viS hæfi a8 við
semjum vi8 brezkt fyrirtæki á
þessu afmælisári?" sagSi Mick
Jagger, en sem kunnugt er hefur
Ellsabet Englandsdrottning nú
setiS á valdastóli i 25 ár. Rolling
Stones munu a8 sjálfsögSu hafa
mörg hundru8 milljónir króna i
tekjur af þessum nýja samningi á
næstu árum, þ.e. ef ekki fer allt i
upplausn vegna fikniefnabrota
Keith Richards a8 undanf örnu.
JACK Bruce er að koma fram á
sjónarsviðið á ný me8 nýja hljóm-
sveit, en enginn félaga hans í
hljómveitinni getur talizt mjög
þekktur.
BÍTLARNIR eru enn sem fyrr I
fréttum — nú vegna þess, a8 í
undirbúningi er útgáfa á tveggja
plötu albúmi me8 hljóSritunum
frá hljómleikum þeirra í Holly-
wood áriS 1964. George Martin
hefur séS um úrvinnsluna.
CROSBY. Stills og Nash hafa tek-
i8 saman á ný og eru a8 vinna a8
ger8 nýrrar plötu. SambúS þeirra
hefur veriS slitrótt frá upphafi.
BOOKER T og M.G.'s — gömul
og virt hljómsveit — eru einnig
gengin til samstarf s á ný
QUEEN og Thin Lizzy hafa veriðá
hljómleikaferSalagi saman í
Bandaríkjunum a8 undanförnu.
Fregnir herma, að mikill rigur sé
á milli hjómsveitanna og þær spili
bókstaflega upp á líf og dauSa á
hverju kvöldi i harSri samkeppni
um hylii áhorfendanna. Queen
hefur þó vinninginn, kannski
helzt vegna þess, að hún telst
aðalhljómsvwitin og spilar alltaf
á eftir Thin Lizzy.
LEONARD Cohen hefur hafiS
hljóðritanir fyrir nýja plötu og
vinnur a8 þessu sinni með þeim
fræga Pil Specter, sem þykir
flestum fremri í að gera stór-
brotnar útsetningar og áheyrileg
ar, en stundum yfirdrifnar.
MANFRED Mann komst á topp-
inn í Bandarikjunum með lag eftir
Bruce Springsteen hinn banda-
ríska — „Blinded by the light"
— og þvi þykir pað ekki skritiS,
a8 Manfred ætlar að hafa annaS
Springsteen-lag á næstu litJn
plötu.
PAICE, Ashton og Lord 6 þrír
gamlir jálkar, kunnir úr Deep
Purple og fleiri hljómsveitum —
eru a8 stiga fram i sviSsljósiS á
ný og mun fyrsta stóra platan
þeirra nefnast „Malíce in Wond-
erland".
ROUGH Diamonds nefnist ný
hljómsveit sem hefur m.a. innan
borSs þá David Byron. fyrrum
söngvara Uria .. Heep, Clem |
Clempson úr Humble Pie og
Geoff Britton úr Wings. Hljóm
sveitin hefur þegar lent f erfiS-
leikum vegna nafnsins, þvi a8
önnur hljómsveit hefur höf&aS
mál og sagzt eiga allan rétt á
þessu nafni eftir þriggja ára
stanzlausa notkun!
ERMERSON. Lake og Palmer eru
búnir að taka upp tvær stórar
plötur sem koma á markaS sam-
an í albúmi á næstunni. Hver
Ii8sma8ur ræSur ferSinni á einni
plotuhlið g síSan er hljómsveitin
samábyrg fyrir fjórðu plötuhliS-
Fleira er ekki i fréttum. Frá
veSurstofunni. . . __sh.
RIO PILTARNIR með sjö gullplötur:
Gunnar Þórðarson, Ólafur Þórðarson, Helgi Pétursson og Águst Atlason.
% Hljómplötusöfn liðsmanna Ríó
stórhækkuðu í verði á þriðjudags-
kvóldið, er í þau bættust gullplöt-
ur sem Fálkinn hf. veitti þeim
félögum f viðurkenningarskyni
fyrir mikla sölu á tveimur stórum
plötum þeirra. Plöturnar tvær
eru „Allt í gamni", sem út kom
siðla árs 1973 og „Verst af öllu2
sem kom út á miðju síðasta ári.
Báðar hafa þær selzt í yfir 10
þúsund eintökum. Ríó hefur alls
leikið inn á sjö stórar plötur á
vegum Fálkans og hafa þær selzt í
yfir 52 þtisund eintökum — og
eru þá segulbönd talin með.
Á fundi með fréttamönnum sl.
þriðjudag afhenti Ólafur Haralds-
son, forstjóri Fálkans, félögunum
í Ríó gullplöturnar og þakkaði
þeim fyrir ánægjulega og
árangursríka samvinnu. Það kom
fram á fundinum, að forráða-
mönnum Fálkans er ekki kunn-
ugt um að aðrir íslenzkir lista-
menn hafi náð svo mikilli heildar-
sölu með plötum sínum. Fyrsta
stóra platan sem Ríó gerði var
hljómleikaplata og kom hún út í
desember 1970. Siðan hafa þeir
félagar gefið út að jafnaði eina
plötu á ári.
Ríó hét raunar Ríó tríó lengst af
og voru fyrstu liðsmenn þess þeir
Halldór Fannar, Helgi Pétursson
og Ólafur Þórðarson, en árið 1969
tók Ágúst Atlason sæti Halldórs.
Gunnar Þórðarson lék með á
óllum stóru plötunum og varð
fastur liðsmaður í Ríó fyrir
nokkrum árum, en þá var trióið
orðið að kvartett og felldi þvf
niður triósheitið. Ólafur Þórðar-
son sagði síðan skilið við félagana
áður en gerð nýjustu stóru plöt-
unnar, „Verst af öllu", hófst, og
var Ríó þá aftur orðið tríó — en
heitir þá bara Ríó sem fyrr. Jónas
Friðrik Guðnason hefur átt stóran
þátt f velgengni Ríó, því að hann
RÍÓ
fær
gnll-
plótnr
fyrir
lOþns.
eintaka
sólu
hefur samið flesta texta fyrir þá
allt frá upphafi og hefur raunar
stundum verið nefndur hirðskáld
Ríó.
Á fundinum á þriðjudags-
kvóldið var úthlutað alls ellefu
gullplötum. Helgi, Ágúst og
Gunnar fengu tvær hver, Ólafur
fékk aðeins eina, þar sem hann
átti ekki aðild að seinustu plöt-
unni, tvær plötur voru sendar (í
ábyrgð væntanlega) til Jónasar
Friðriks norður á Raufarhöfn, en
hann átti ekki heimangengt
þennan dag, og Fálkinn fékk
sjálfur tvær plötur.
Helgi Pétursson mælti nokkur
þakkarorð fyrir hönd þeirra
félaga — og var það í samræmi
við það, að Helgi hafði yfirleitt
orð fyrir Rió á skemmtunum
forðum daga. Helgi þakkaði
Fálkanum og þá sérstaklega Ólafi
Haraldssyni fyrir hönd þeirra
félaga — og var það í samræmi
við það, að Helgi hafði yfirleitt
orð fyrir Ríó á skemmtunum
forðum daga. Helgi þakkaði
Fálkanum og þá sérstaklega Ólafi
Haraldssyni fyrir mjög skemmti-
lega samvinnu um margra ára
skeið og sagði að sér fyndust þessi
ár einhvern veginn hafa verið
stutt, þvi að margt hefði á dagana
drifið. Hann kvaðst sakna Jónasar
Friðriks úr þessum kjarna, sem
kominn væri til Ieiks f Óðali, en
Jónas þyrfti að gera upp og greiða
laun fyrir frystihúsið á Raufar-
höfn og einnig stæði til að fara að
endurbæta félagsheimilið og væri
Jónasar því þörf þar. Helgi kvað
samvinnu Ríó og Fálkans hafa
verið lipra og þægilega, gagn-
kvæm skoðanaskipti hefðu jafnan
verið um hvernig haga ætti
hverju máli. „Við höfum á marg-
an hátt verið heppnir í sam-
skiptunum við Fálkann, höfum
getað komið með stuttum fyrir-
vara og lagt inn hugmyndir sem
kannski hefðu þótt brjálæðislegar
á öðrum stöðum, og samt fengið
jáyrði," sagði Helgi, og bætti svo
við: „En 52 þúsund plötur segja
sína sögu um það hversu jákvæð-
ur Fálkinn hefur verið!"
í samtali við Slagbrand sagði
Ólafur Haraldsson, að vissulega
hefði það verið hagstætt fyrir
Fálkann að gefa út plötur Ríó. En
það hefði einnig verið hagstæð
útkoma fyrir Ríó af þeirri útgáfu
og hin seinni árin hefðu þeir
félagar haft hagstæðari samninga
við fyrirtækið en almennt tfðkast
í þessari grein. Og það sem Helgi
nefndi „brjálæðislegar" hug-
myndir, væri í rauninni ekki neitt
mál í samanburði við ýmislegt
annað sem tíðkast í plötuútgáfu
hér. öll vinna væri ákaflega fag-
mannleg af hálfu Ríó, þeir önnuð-
ust sjálfir allar útsetningar og
kæmu með efnið fullæft og mótað
í upptökustúdíóið og væru eld-
fljótir að taka plóturnar upp, yfir-
leitt ekki meira en 60—70 tíma og
væri þá allt meðtalið. — Þess má
geta i þessu sambandi, að algengt
er að íslenzkar stórar plötur séu
teknar upp á um 200 tfmum. —
Og þótt Ríó hefði hljóðritað
erlendis þá væri upptóku- og
ferðakostnaðurinn samanlagður
mun lægri en upptöku-
kostnaðurinn einn hjá mörgum
hljómveitum og listamónnum,
sem hljóðrituðu verk sín hér
heima. Því væri plötur Ríó
ódýrari í framleiðslu en margar
aðrar plötur og þar sem þeir Ríó-
félagar fengju prósentur af
hagnaði af útgáfunni, væri þetta
þeirra hagur líka að halda
kostnaði niðri. En gæðin væru þó
alltaf aðalatriðið, engu að sfður,
sagði Ólafur Haraldsson að
lokum.
„Gnllplötnr ég góðar íel...'
• GULLPLATA lítur út eins og
venjuleg plata, að litnum
undanskildum, en hún á samt
ekkert erindi á plötuspilarann.
Hvorki hún né nál plötuspilarans
hefðu gott af að kynnast hvort
öðru. Platan á bezt heima uppi á
vegg — og þess vegna eru gull-
plötur alltaf afhentar innrammað-
ar — tilbúnar á vegginn.
En hvers vegna er þá verið að
gefa gullplötur? Það er vegna
þess, að plótuíyrirtækið vill
heiðra hljómlistarmennina fyrir
(Bræði þær og síðan sel...)
þann góða árangur sem náðst
hefur í sölu platna þeirra. Þeir
hafa yfirleitt þegar hlotið góð
laun f peningum — vissan hluta
af söluverðinu — og því er þeim
það sjálfsagt meira ánægjuefni að
fá varanlegan minjagrip um vel-
gengnina en peninga.
Hvað þarf plata að seljast í
mörgum eintökum til að fá á sig
gullhúð og ffnan ramma? Það fer
eftir aðstæðum á hverjum stað.
Gjarnan er tekið mið af ibúa-
fjölda og því geta menn fengið
gullplótur fyrir tfu þúsund ein-
taka plötusölu á íslandi, en yrðu
að selja eina milljón platna í Bret-
landi til að fá sömu viðurkenn-
ingu. Yfirleitt eru mörkin höfð
það há í hverju landi, að líklegt
sé, að einungis fáar plötur verði
þessa heiðurs aðnjótandi. Ef
Bandarfkjamenn ættu til dæmis
að fara að veita gullplötu fyrir