Morgunblaðið - 06.03.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.03.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÍ), SUNNUDAGUR 6. MARZ 1977 3. mynd Hug- leið- ingar um skipu- lag Miðbæjarins í Reykjavík Fyrir sl. jól var mikil sýning á Kjarvalsstöðum um skipulag Reykja- víkur. Þar var gestum boðið upp á að koma á framfæri athugasemdum sínum og tillögum. Þaðgefurað skilja að skipulagi, sem unnið hefur veriðaðaf sérfræðingum um árarað- ir og þegar hefur verið samþykkt af yfirvöldum, verði varla breytt þótt einhverjir leikmenn telji að ýmislegt mætti beturfara. Boðið hefur því verið hylliboð fremur en meining. Ég læt mig þó hafa það að heimska mig á aðfjalla svolítið um Miðbæinn okkar. Eins og nú er komið verður varla stungið niður fæti án þess að beygja þurfi fyrir bíl í Miðbænum. Flest óbyggð svæði, sem efalaust skipta þúsundum fermetra og allar götur eru alþaktar bilum. Oft verða bil- stjórar að aka fram og aftur áður en þeir geta lagt bíl sínum í námunda við þann stað, sem þeir ætla á. Maður sem þarf t.d. inn í Pósthús verður e.t.v. að skílja bíl sinn eftir suðurá Fríkirkjuvegi eða vestur í Garðastræti. Viðstaðan ' Miðbæn- um, sem átti ekki að vera nema örfáar minútur, getur þvi orðið hálf- tími, klukkutími. Við þetta hringsól eyðist benzín og bíll bætist við í hina miklu umferðá annatíma dagsins. Maðurinn þarf e.t.v. að ganga sunn- an af Fríkirkjuvegi eða vestan úr Garðastræti í Pósthúsið hvernig sem veðri er háttað og ekki getur hann sinnt atvinnu sinni á meðan á þessu stendur. Ég tek þetta sem dæmi til að benda á að umferð vegna erindisrekstrar manna i Miðbænum er alls ekki eins góð og best verður á kosið. Göturnar eru svo þröngar að bilastæði við þær eru næstum öll til trafala fyrir umferðina. Bílastæði á óbyggðum lóðum eru Ijót og til óþrifnaðar. Þau taka upp dýrmætar lóðir, sem nota mætti undir bygg- ingar, gangstíga og smágarða eftir ástæðum. Það vantar því enn fleiri bílastæði í Miðbæinn og breiðari götur fyrir bílamergðina, sem stöð- ugt fer vaxandi. Þær götur, sem fyrir eru ætti frekar að mjókka en breikka því þá fengjust breiðari gangstéttirt.d. i Austurstræti, Aðal- stræti og Hafnarstræti. Um lagn- ingu nýrra gatna norðan Tjarnarino- ar og niður að höfn er ekki að ræða. Hvað viðvíkurfleiri bílastæðum er kominn vísir að bilahúsum þar sem er önnur hæð í Tollstöðvarhúsinu (áreiðanlega rándýr með langri og dýrri bryggju, sem tekur upp mikið pláss, sem mætti t.d. nota undir smáverslanir). Þetta er eftir erlendri fyrirmynd. Þar hafa sumstaðar verið reyst margra hæða hús, eingöngu fyrir bílastæði. Þetta er þó ekki heppilegt fyrirkomulag. Menn verða að aka upp eftir bröttum og krókótt- um brúm af einni hæð á aðra og svo að leita eftir bílastæði. Oft verður að fara i marga hringi og á margar hæðir áður en bás fyrir bilinn finnst. Svo verða þeir, sem i bílnum eru að fara niður í lyftu eða stiga til að komast út á götuna sinna erinda. Þessar byggingar verða að vera mjög stórar um sig svo hægt sé að koma sem flestum bflastæðum á Eftir Ofeig J. Ofeigsson, lækni hverja hæð. Þær verða að vera með mjög sterkum gólfum og burðar- veggjum. Við það bætist kostnaður við lyftu og stiga. Þetta eru dýrar byggingar, sem byggðareru á dýr- ustu lóðum þéttbýla, annars kæmu þær ekki að gagni. Bílastæði verða því alltaf ódýrari í byggingu á jörðu niðri. En ávallt taka þau mikið pláss og verðmætt, nema ef pláss er fyrir hendi, sem annars yrði ónotað. Slíkt pláss er einmitt til í Miðbænum — Tjarnarstæðið. Ég hef ýjað að því við verkfræðinga og arkitekta, að nota mætti Tjörnina fyrir umferðaræðar, bílastæði ofl. með því að hreinsa hana út og steypa kjallara undir henni. Allir hafa þessir menn talið hugmyndina óframkvæmanlega vegna þess að jarðvatnið myndi lyfta kjallaranum upp á yfirborðið. En sl. haust átti ég tal við arkitekt Sem hlustaði á útskýringar mínar og féllst á að þessi hugmynd væri framkvæmanleg. Það þarf sem sé ekki annað en að steypa nægilega djúpa vatnsþró yfirallt kjallaraloftið til þess að byggingin haldist niðri (1. mynd). auk þess mætti dæla því litla vatni, sem rennur i Tjarnadældina úr henni. Þannig héldi Tjörnin áfram að vera á sínum stað. Vandalaust yrði að ganga þannig frá börmum hennar að ekki bæri á að hún væri steypt þró. Kjallari undir Tjörninni yrði til margra hluta nytsamlegur, ekki að- eins sem bílastæði að degi til, held ur gæti fólk búsett í nágrenninu fengið leigt þar bilastæði árið um kring. Stöðumælaleiga ætti að hækka mikið í námunda við Tjörn- ina en haldast óbreytt i Tjarnarkjall- aranum. Sjálfsagt væri aðafnema öll bílastæði við þær götur, sem mest umferðer um. Öll umferð yrði þá miklu greiðari en nú er. Fólk myndi fljótt læra að meta það að geta gengið að bil sínum þurrum og notalegum undir Tjörninni hvern- ig sem viðraði ofanjarðar. í kjallar- anum yrði smám saman komiðfyrir ^AM^VTfTT 1. T -S Ö<Vt*\

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.