Morgunblaðið - 06.03.1977, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 06.03.1977, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MARZ 1977 Anna Tauriala frá Finnlandi: Fyrirlestur (á sænsku) með litskyggnum um finnskar barnabækur og barnabókamyndskreyt- ingu í Norræna húsinu SUNNUDAGINN 6. MARS KL. 16:00. í BÓKASAFNI OG ANDDYRI: Sýning á myndskreytingum barnabóka eftir 13 finnska listamenn. Litskyggnusýning um þróun myndskreVting- anna. Verið velkomin Norræna húsið. NORfeEM HUSIO POHJOLAN TAIO NORDENS HUS LEÐUR: * Jakkar * Blússur * Frakkar NÝSENDING H E R RA D E I LD AUSTURSTRÆTI 14 Skodsborgarstóllinn Hátt sæti. Háir armar,höfuðpúði og íhvolft bak fyrir góða hvíld Ný stóltegund hönnuð fyrir þá. sein erfitt eiga með að rísa upp úr djúpu sæti, þurfa góðan stuðníng og þægilega hvíldarstellingu. Stóllinn er framleiddur fyrir áeggjan forstöðumanna elli- og endurhæf- ingarstofnanna hér á landi. Nafnið gáfum við honum, án nokkurrar hugmyndar um hvort svo góður stóll sé til á þvi fræga hvildarsetri. LSkeign m&ORGARDI SÍMI Britíge Umsjón ARNÓR RAGNARSSON Mikið öryggi í spilamennskunni hjá sveit Hjalta MEISTARAKEPPNI Bridge- félags Reykjavfkur er lokið. Eins og raunar var vitað fyrir- fram sigraði sveit Hjalta Elfas- sonar örugglega, hlaut 116 stig af 140 mögulegum, sem er mjög gðður árangur. 1 sveit Hjalta eru ásamt honum: Asmundur Pálsson, Einar Þor- finnsson, Guðlaugur Jóhanns- son og Örn Arnþórsson. í öðru saeti varð sveit Eiríks Helgasonar með 95 stig og kom svejtin mjög á óvart. Hana skipa ungir og lítt þekktir spilarar og skutu þeir mörgum þekktari spilurum ref fyrir rass. í þriðja sæti varð sveit Jóns Hjaltasonar með 77 stig. í fyrsta sæti sigraði sveit Ólafs H. Olafssonar órugglega en mikil keppni var um annað sætið. Sveit Steingrims Jónas- sonar hafði þó betur og hlaut annað sætið, alls 96 stig. í þriðja sæti varð sveit Sigurðar B. Þorsteinssonar með 84 stig. 16 sveitir tóku þátt I keppn- inni, átta í hvorum flokki, en tvær efstu sveitirnar í hvorum flokki fá rétt til þátttöku i meistaraflokki næsta spilaár. Framkvæmd mótsins var keppnisstjóranum, Guðmundi Kr. Sigurðssyni, til mikils sóma. Næsta keppni félagsins, sem hefst næsta fimmtudag, verður svokölluð „board a match" keppni sem er sveitakeppni. Þetta er skemmtilegt keppnis- form, sem eflaust verður vin- sælt. Þar vegur hvert spil þyngra i úrslitum leiks en í venjulegri sveitakeppni. 2 stig eru til skiptahna fyrir hvert spil en þar að auki ræður „saldómismunur" 12 vinnings- stigum. Þannig verður t.d. I 10 spila leik 32 stig til skiptanna. Enn er hægt að bæta við sveitum I keppni þessa sem verður í fjögur kvöld. Þátttaka tilkynnist til stjórnarmanna félagsins fyrir þriðjudag. Siðastliðinn mánudag öttum við kappi við Ásana i Kópavogi. Var það mjög skemmtileg og drengileg keppni sem lauk með sigri okkar heimamanna — en naumum þó. Næsta keppni félagsins hefst á mánudaginn en það er sveita- keppni með Patton- fyrirkomulagi og stendur yfir í tvö kvöld. Allir eru velkomnir. Naumur sigur Kópavogsbúa yfir Húnvetningum S.L. fimmtudag heimsóttu Húnvetningar Bridgefélag Kópavogs og var spiluð sveita- keppni 10 sveita frá hvoru félagi. í'rslit urðu þau að Bridgefélag Kópavogs vann 5 leiki, Húnvetningar 4, en einn varð jafntefli. Heildarúrslit vinningsstiga varð Kópavogur 108 stig, Húnvetningar 92 stig. Næsta fimmtudag hefst tvi- menningskeppni með baromet- erfyrirkomulagi og verða spiluð tölvugefin spil, sem sér- staklega eru gefin fyrir þessa keppni. Enn er hægt að bæta i þessa keppni nokkrum pörum og eru þeir sem áhuga hafa beðnir að tilkynna þátttöku I síma 40006 eða 41794 í síðasta lagi á þriðjudagskvöld. Keppnisstjóri er Vilhjálmur Sigurðsson, en spilað er í Þing- hól Hamraborg 11. Verzlunarskóli Islands Árgangur 1967-10 ára nemendur útskrifaðir frá V.í. vorið 1967. — Mætum öll í Snorrabæ (Austurbæjarbíó, uppi), mánudaginn 7. marz, kl. 21.00 Nefndin Ekið á konu í Njarðvíkum ALVARLEGT umferðarslys varð á Reykjanesbraut f fyrrakvöld um klukka 21.30 á móts við bið- skýlið f Njarðvikum. Þar var ekið á gangandi konu, 37 ára. Hún var flutt meðvitundarlaus f sjúkra- húsið f Keflavík og þaðan f Borg- arspítalann f Reykjavfk. Konan er höfuðkúpubrotin. Hafnarstræti 22 til sölu SVEINN Björnsson og Co hefur boðið Reykjavikurborg til kaups húsið Hafnarstræti 22, en það stendur við Lækjartorg og Hafnarstræti. Borgarráð hefur visað málinu til borgarverkfærð- ings og er það til athugunar þar. Leiðrétting á grein Ingimars Erlends ALLMARGAR prentvillur slædd- ust inn í grein Ingimars Erlends Sigurðssonar, „Hið andlega ilsig", i Mbl. i gær, en lesa má þó í þær flestar. Um leið og beðist er vel- virðingar á mistökunum, er birt hér aftur sú efnisgrein, sem harð- ast varð úti af þessum sökum: „Hann getur ekki glaðzt yfir að rithöfundur, starfsbróðir, skyldi ásamt skáldinu Matthiasi Johannessen hafa verið goðorðs- maður þjóðhátíðar í þessu landi skáldskapar, þar sem þó er landlægt vanmat að skáld séu aumingjar og þess vegna skáld. Þeir skáldbræður afsönnuðu þá afdalakenningu með glæsi- brag, svo það er stærra að vera skáld og rithöfundur i þessu Iandi, eftir þá þjóðhátíð. Pétur er ekki einn um ógleði — öfundar- innar. Það virðist þjóðlegt að þola ekki stórbrotna menn í þessu lahdi hárra fjalla. Mörgum þykir óþolandi það náttúrulögmál and- legt að f jöllin skapi dalina og öf- ugt; talið bera lítinn vott um lýð- ræði. Hvorki guð þessa lands né guð andans eru guðir kommún- ismans — flathyggjuguðir. Lýð- ræði er ekki leiðin niður á við heldur upp á við; leiðin til vaxtar — jafnrétti til ólíks vaxtar. Kommúnismi leitast hins vegar við aó jafna allt við jörðu. I and- legu rlki hans má ekki lofta undir il " /6975 SMIDJUW.GI6 SIMI 44544 o EIGENDUR OLYMPIA SKRIFSTOFUVÉLA Frá 1.1. 1977 höfum við tekið að okkur einkaumboð fyrir Olympia International AG., hér á landi. Fullkomin viðgerðar- og varahlutaþjónusta er nú þegar fyrir hendi á verkstæði okkar. Allar gerðir OLYMPIA rit- og reiknivéla verða á næstunni til sýnis og sölu hjá okkur. o Olympia International - Biiromaschinen ¦ Biirosysteme Olympia Werke AG • Wilhelmshaven [Ml^©[^l[y^ KJARAIM hf skrifstofuvélar & verkstæði — Tryggvagötu 8, sími 24140 .,,«/«*«>«»_ .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.