Morgunblaðið - 06.03.1977, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 06.03.1977, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MARZ 1977 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA OIOOKL. 10— 11 . FRÁ MÁNUDEGI 1r ny(/JvaT7ío,"a^u\i þegar hann flýtti sér að skrifa vini sínum að fyrir guðskuld skyldi aldrei nokkur maður fara þangað. Það vill heldur enginn verkamaður á Vesturlöndum flytjast til járntjaldslandanna. Þeir vilja ekki vinna þar sem rétt- lausir ríkisþrælar heldur láta sér nægja atvinnuleysisstyrkinn í von um betri tima. Ég veit að þrælarnir í Róm á sínum tíma höfðu nóg að bíta og brenna, en hver öfundar þá. Þetta er gott sem Pravda segir, kommúnisminn samræmist ekki lýðræði og mælir með „friðsam- legu ofbeldi." Hvaða hæstiréttur á að skilgreina ofbeldið og hver á að líta eftir framkvæmdinni. Er það bjóðandi nokkrum manni að eiga að sætta sig við þess konar stjórnskipulag? Svari þeir riú þessu, þessir sem ennþá trúa á kommúnismann. Húsmóðir." I lokin hér tökum við eitt bréf um aðalmálið þessa dagana, sem sagt bjórmálið: % Áfengi er ekki alltaf gleðigjafi „Hailó Velvakandi. Vegna þáttarins með og móti bjór vil ég skrifa: Ég vil benda Hrafni Gunnlaugssyni á að fá sér skemmtilegra starf ef honum leið- ist i vinnunni, mér fannst þessi skemmtilegi maður bera það mér sér að honum leiddist. Ég álit að hann oski eftir ölkrám til að skemmta sér og öðrum — ég bendi honum hér með á „heitu pottana" á sundstöðunum í borg- inni — og svo að koma við í Templarahöllinni — ásamt öðrum skemmtistöðum. Einnig að starfa í klúbbum, ég mæli með klúbbhúsum þar sem fátt fólk kemur en ekki með öl- krám. Jón Sólnes er svo þekktur maður að hann fengi sennilega hvergi frið fyrir „elsku vininum" á hverri krá. Ég bendi honum á Hótel Holt — þar er friðsælt. Ef ölkrár yrðu opnaðar þyrftu þær að loka fyrr en skemmtistaðir, — a.m.k. meðan „strætóar" ganga. Annars myndu þær orsaka meira öngþveiti fólksins í umferðinni. Svo myndu menn undir áhrifum sækja þangað og ungt fólk og þar er hættan, að börn um fermingu byrjuðu fleiri drykkju. Til þess eru vitin að varast þau er gamall málsháttur og með lóg- um skal land byggja. Mér finnst sjónvarpið ætti að sýna og fræða um áhrif alkóhóls eins og þættirn- ir með AA-samtökunum. Það er bara ekki nóg — það þyrfti ein- hvern sem þekkir áfengisvanda- mál að skrifa bók um alkóhólista sem kennd væri í 12 ára bekk, ekki til að vera prófuð í — heldur sem væri lesin. Alkóhólisti er maður sem ekki hefur stjórn á drykkju sinni — hann er sjúklingur. Ég hefi lesið um sekt á almannafæri og þeir sem veita manni sem er öfurölvi eru sektaðir. Hvernig væri að bæta einum þjóni við á barana sem neitaði fullum mönnum um vín? Svava Valdimarsdóttir." Þessir hringdu . . 0 Varasamur forgangur ökumaður: — Mér finnst það nokkuð vara- samur eða vafasamur heiður að veita strætisvögnum Reykjavíkur (og kannski Hafnarfjarðar og Kópavogs) einhvern forgang fram yfir okkur hina í umferð- inni, eins og tillaga hefur komið fram um á Alþingi. Það er rétt að oft er erfitt fyrir blessaða menn- ina að halda sinni tímaáætlun, en hvers vegna er hún þá gerð þann- ig að þeir þurfti helzt að brjóta allar reglur til að geta haldið áætluninni? Ég held líka að marg- ir ökumenn sýni SVR það mikinn forgang og tillitsemi í umferðinni nú þegar að ekkert þurfi þar að bæta úr. En ég held að það geti SKAK Ums/ón: Margeir Pétursson I HINU fræga heimsmeistara- einvfgi þeirra Aljekíns og Capa- blanca f Buenos Aires f Argen- tfnu 1927 kom þessi staða upp f fyrstu einvlgisskákinni. Aljekín hafði svart og átti leik. E.t.v. var það í þessari stöðu þar sem gert var út um einvígið: ^ Wmy, wtm W Wí// W& JÍ//Z/M míffiíx ^A w/zy/ ^253 mlW'. WWf,***- WM/ <• ..... i........mAMw w m,,w3,y/y wm a b c d • I | h 16... Rxc2!, 17. Hxc2 (Eða 17. Dxc2 — Dxc2, 18. Hxc2 — Bxf4) Dxf4! og svartur vann peð og skákina. Sigurvegari i einvíginu varð Aljekín. Einvfgi þetta var oftast nesfnt einvígi aldarinnar al- veg þar til þeir Fischer og Spassky tefldu í Laugardalshöll- inni. orsakað stóraukna hættu í um- ferðinni ef maður á allt í einu að stöðva á miðri akbraut ef strætis- vagn er að aka út frá biðstöð sinni. Maður á það á hættu að einhver renni sér aftan á mann (bifreiðina á ég við) og þar fram eftir götunum. HÖGNI HREKKVÍSI Ég hélt að ekki fengi hver sem væri inngöngu í gamla klúbbinn okkar. S^ SlGeA V/öGA Í VLVtMi Leðurlíkisjakkar kr. 5.500 Nylonúlpur kr. 6.100 Gallabuxurkr. 2.270 Terylenebuxur frá kr. 2.370 Peysur, skyrtur, nærföt o.fl. ódýrt. Andrés, Skólavörðustíg 22 Smíðið sjálf Eigum nú fyrirliggjandi 12 mm reyklitaðar glerplötur í eftirtöldum stærðum. 1 50 X 80 cm, 90 X 90 cm, 60 X 60 cm, 40 X 60 cm, 90 cm hringplötur Plöturnar eru slípaðar og henta vel sem borð- plötur eða í hillusamstæður. Ótal möguleikar fyrir hugmyndaríkt fólk. Kristján Knútsson, umboðsverslun, Austurstræti 6 sími 26113. /?-// " $tój®'fe VILVti<\ \jELWL4XA \<AUA VIDWVI9&9AW0'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.