Morgunblaðið - 08.03.1977, Side 5

Morgunblaðið - 08.03.1977, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1977 5 Klukkan 21.30: Það er ekki skemmtilegt, sem oiður fanganna á Coiditz ef Þeir reyna að flýja; vopnaðir verðir og úlfhundar eða „schefer“ eins og þeir eru venjulega kallaðir. Colditz — Fangarnir fá nýjan talsmann Colditz er á dagskrá sjón- varpsins í kvöld, klukkan 21.30, og heitir þessi þáttur Kaldar kveðjur og er sá mest spennandi þeirra þátta, sem komnir eru að því er þýðandi þeirra Jón Thor Haraldsson sagði. ,,í þremur fyrstu þáttun- um voru þrjár aðalpersón- ur kynntar, og nú kemur sá f jórði til sögunnar, en þessi þátur gerist eingöngu í fangabúðunum sjálfum. Nú fá fangarnir nýjan tals- mann að nafni Preston. Hann er það, sem Bretar kalla Senior Britisth Officer en skammstöfunin fyrir það er SBO og ég kalla i minni þýðingu tals- mann. Preston þessi hefur mjög ákveðnar hugmyndir um hvernig fangarnir eigi að hegða sér. Hann er mis- skilinn af þeim, því hann vill að þeir fari hægt í sak- irnar og ani ekki út í flótta strax, heldur að þeir blekki Þjóðverjana með því að vera fúsir til samstarfs, þannig að Þjóðverjarnir sofni á verðinum, smátt og smátt. En brezku fangarnir eru hreint ekki tilbúnir að viðurkenna að þetta við- horf Prestons sé rétt og álita hann aumingja, ræfil og Þjóðverjasleikju. Hann reynir allt hvað hann getur að þeir skilji hvað hann er að fara,“ sagði þýðandinn. Hann sagðist enn fremur eingöngu hafa séð fimm þætti af fimmtán, þannig að óvíst væri hver endalok fanganna á Colditz yrðu. Þess utan hefði hann ekki lesið „The Colditz story“. Jón Thor sagði einnig að honum fyndust þættir þessir vera byggðir á skáld- sögu formúlu, þegar hann var inntur eftir því hvort hann teldi að þær persón- ur, sem við kynntumst í þáttum þessum, hefðu átt sér hliðstæðu i raunveru- leikanum. Kvaðst hann þó ekkert vilja fullyrða um það, þar eð hann hefði ekki lesið fyrrnefnda sögu. „En það var sýnd bíómynd hér fyrir nokkr- um árum“, sagði Jón Thor, „ og hét sú „The Great Escape" og var hún senni- lega byggð á sögunni um Colditz-fangelsið. í þeirri mynd var einn allsherjar fjöldaflótti, þar sem megn- ið af föngunum flúði í einu. Vel flestir náðust og lentu í klónum á Gestapo. Hvort örlög fanganna, sem við er- um nú að kynnast í þessum sjónvarpsþáttum, verða hin sömu, þori ég ekkert að segja um og læt bara sjón- varpsáhorfendum eftir að fylgjast með.“ Mikið úrval af með og án vestis úr fínflaueli, riffluðu flaueli, 100% ullarefni West of England, Cavalary Twill terelyn og ull Glæsilegt úrval af fermingarfötum og fermingardrögtum #1 TÍZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS KARNABÆR LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20a SÍMI FRÁ SKIPTIBORÐI 28155

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.