Morgunblaðið - 08.03.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.03.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞKIÐJUDAGUR 8. MARZ 1977 Magnús Eggertsson hefur verið lögregluþjónn i 47 ár. Hann hefur gegnt störfum bæði í almennu lögreglunni og eins I rannsóknarlögreglunni frá 1941. Við báðum Magnús ; >. segja okkur frá þessu u gömlu dögum og þeirri þ- >/un, sem orðið hefur á starfsemi lög- reglunnar þau ár, sem hann hefur verið svo tengdur henni. ,,Ég byrjaði í lögreglunni 2. janúar 1930. Þá gekk ég á lög- reglunámskeið, en var þó ekki ráðinn fyrr en 1. marz, er nám- skeiðinu lauk. Við vorum 14 á námskeiðinu, sem telst hafa byrjað 1. janúar þetta ár og var þetta talsverður liðsauki fyrir lögregluna, því að fyrir voru aðeins 15 menn. Þetta var fyrsta skiptið, sem lögreglu- námskeið var haldið og við þessa miklu breytingu, sem varð að lögregluliði borgarinn- ar, voru jafnframt teknir í notkun nýir einkennisbúning- ar. Var það búningurinn, sem síðar var notaður um mörg ár, eða þartil núverandi einkenn- isföt komu." „Hermann Jónasson var lög- reglustjóri á þessum tíma og með þessari eflingu lögreglunn- ar voru gerðar ýmsar veiga- miklar breytingar á starfshátt- um hennar. Vinnutíminn var styttur talsvert og komið á þremur 8 klukkustunda vökt- um á sólarhring, en vaktir höfðu verið mun lengri áður. Ég byrjaði strax sem varðstjóri og hygg ég að það hafi ekki komið fyrir fyrr né síðar. Þó byrjaði Stefán Thoararensen einnig um sama leyti sem varð- stjóri og var hann á morgun- vakt, en ég og Guðbjörn Hanns- son skiptumst á á síðdegis- og næturvakt. Áður hafði aðeins verið einn varðstjóri, Guðbjörn, en hann stjórnaði þá nætur- vaktinni. Erlingur Pálsson yfir- lögregluþjónn gegndi jafn- framt varðstjórastörfum á dag- inn. Þessar þrjár vaktir, sem settar voru á stofn þetta ár voru þannig, að morgunvaktin var alltaf sami hópurinn, en í henni voru elztu mennirnir. Hún var frá 06 til 14 á daginn. Hinar tvær vaktirnar skiptust á að taka næturstörfin mánuð í senn. Næturvaktin var frá klukkan 22 til 06 og dagvaktin frá 14 til 22. Morgunvaktin var heidur fámennari en hinar tvær, sem töldu 9—10 menn, en voru 7 á morgunvakt." „Hvernig voru lögregluþjóns- störfin á þessum tíma?“ „Þau voru að ýmsu leyti ólík því sem nú er. Þegar ég hóf störf var lögreglustöðin í bak- húsi að Lækjargötu 6B og höfð- um við þar tvö heldur óvistleg herbergi til ráðstöfunar. Árið eftir eða 1931 flyzt lögreglan siðan í Arnarhvol og jókst þá húsnæðið í 3 herbergi, þar af eitt, sem ætlað varyfirlögreglu- þjóninum, Erlingi Pálssyni. Á þessum tíma vann hin almenna lögregla einnig rannsóknar- störf, þar sem rannsóknarlög- reglan í Reykjavík hafði þá ekki verið stofnuð. Til marks um, hversu störfin hafa aukizt má geta þess, að i þessum tveimur herbergjum lög- reglunnar og fjórum öðrum herbergjum lögreglustjóra- embættisins var unnið að störf- um, sem nú eru unnin í hinni veglegu lögreglustöð við Hverfisgötu, tveimur öðrum lögreglustöðvum borgarinnar hjá rannsóknarlögreglunni í Reykjavík og hjá Sakadómi Reykjavíkur. Á þessu sést hvað störfin hafa aukizt gifurlega á þessum 47 árum. Lögreglan hafði sjálf tvö herbergi í Arnar- hvoli. Umferðin á þessum tíma var ekki vandamál, þótt okkur fyndist þó nóg um sjálfum á þeim tíma. Um þetta leyti eru innan við 1.000 bílar í Reykja- vík og þótt gatnakerfið hafi ver- ið ófullkomnara og minna, var áreiðanlega miklu rýmra um bilana þá en um þá 50 þúsund bila, sem eru í Reykjavík í dag. Litið var um árekstra í umferé inni.“ „Hefði ekki viljað fara „Hvað var það helzta, sem lögreglan þurfti að hafa af- skipti af?“ „Nú — menn drukku sig fulla þá eins og nú,“ segir Magnús og brosir. „Þetta var þó á bannárunum, en einhvern veginn urðu menn sér úti um áfengi þrátt fyrir það. Var það fyrst og fremst smyglað vín. Þá voru einnig alls konar árekstr- ar og útköll, sem sinna þurfti og fyrir kom að menn stælu og sviku eins og nú. Upp úr þessu hefst heimskreppan og henni fylgdi atvinnuleysi og eymd og fleira. Þetta hafði í för með sér talsverðan óróa I sambandi við þröng kjör, sem fólk átti við að búa. Á árunum 1932 og ’33 var talsvert um óeirðir einkum í sambandi við pólitíska atburði og ég minnist sérstaklega hinna miklu atburða 9. nóvember 1932. Þá urðu óeirðir við Góð- templarahúsið, Gúttó, er þar var haldinn bæjarstjórnarfund- ur. Lögó var fram á fundinum tillaga um að lækka kaupið í atvinnubótavinnu, sem bærinn hélt uppi — sjálfsagt til þess að fjármunirnir entust betur — en þetta mæltist að sjálfsögðu illa Magnús Eggertsson. — Ljðsm.: Friðþjófur. Magnús Eggertsson yfirlögregluþjónn rannsóknarlögregl- unnar sjötugur í dag fyrir og olli miklum slagsmál- um. Um þetta hefur mikið verið ritað og rætt.“ „Var ekki erfitt fyrir fá- mennt lögreglulið að stilla til friðar í slíkum hamagangi?" „Jú, vissulega. Við vorum 29 í liðinu og þennan dag voru til- tækir 27 lögreglunenn. Einn varð að vera á stöðinni, en ann- ar var veikur að því er mig minnir. Ég held að aðeins 4 hafi verið ósárir eftir bardagann við Gúttó.“ „Varðst þú fyrir meiðslum?“ „Já, ég var algjörlega rotaður og brákaðist að auki á herða- blaði. Þetta er eina skiptið, sem ég hef verið rotaður á starfs- ferli mínum, en einu sinni áður hafði ég einnig orðið fyrir meiðslum. Það var á öðrum bæjarstjórnarfundi, er ég var nefbrotinn. Ég man nú ekki hvaða mál var á dagskrá fund- arins, en þetta var held ég dag- inn fyrir gamlársdag 1931. Kvöldið eftir urðu svo nokkrar eftirhreytur vegna þessara óláta.“ „Gamlárskvöld voru áður fyrr heldur mikil ólátakvöld?“ „Já, það voru þau áður en menn tóku að dreifa brennun- um svo víða. Ég held ekki að mönnum hafi almennt verið uppsigað við lögregluna á þess- um tíma, a.m.k. fann ég aldrei persónulega fyrir því. Á þess- um árum voru óeirðir yfirleitt tengdar polítiskum atburðum og leit fólk þá gjarnan á lög- regluna sem fulltrúa rikisvalds- ins og skeytti því skapi sínu á henni.“ „Hver voru svo tildrög þess að þú réðst til rannsóknarlög- reglunnar?" „Ég gegndi störfum í almennu lögreglunni til 16. mai 1941. Ástæðan fyrir þvi að ég réðst þangað var að mér þóttu næturvaktirnar heldur leiðin- legar og vildi fá skaplegri vinnutíma. Það þreytir menn líka að þurfa ávallt að ganga í einkennisbúningi. Rannsóknar- lögreglan í Reykjavík er stofn- uð 1933, en áður en hún varð til hafði lögreglan rannsakaó mál. Hafði það að nokkru komið í hlut yfirlögregluþjónsins, en óbreyttir lögregluþjónar gegndu einnig þessu starfi. Það hafði Guðlaugur Jónsson gert, en hann fór siðan að vinna við sakaskrá Reykjavikur. Þá tók Sveinn Sæmundsson við og varð fyrsti yfirlögregluþjónn rannsóknarlögreglunnar, er það embætti var stofnað 1938. Fyrst í stað voru þeir þrír, sem voru í rannsóknarlögreglunni, Sveinn, Ingólfur Þorsteinsson, sem síðar tók við yfirlögreglu- þjónsstörfum af Sveini, og Ágúst Jónsson. 1940 verður sú breyting, að dómsvaldið er tek- ið frá lögreglustjóraembættinu og stofnaður er Sakadómur Reykjavikur. Þótti þá rétt að rannsóknarlögeglan tilheyrði Sakadómi. Þegar ég kem 1941, eru starfsmenn rannsóknarlög- reglunnar orðnir 7 eða 8, þar með taldir boðunarmenn fyrir sakadómarana. Fyrst vann ég aðallega við rannsókn umferðarslysa, en aó sjálfsögðu urðum við allir að vinna það sem til féll, þvi að í svo fámennum hóp voru ekki tök á neinni verkaskiptingu. Þá fékkst ég einnig við brunarann- sóknir og ávísanasvikarann- sóknir. Á þessum tima hef ég því að sjálfsögðu fengizt við all- ar tegundir mála, sem rann- sóknarlögreglunni hafa borizt. Breytingin á starfseminni er mikil. Nú eru hér t.d. 32 fast- ráðnir starfsmenn og auk þess þrír lausráðnir. Af þessum fjölda vinna 7 að boðunum fyr- ir sakadómarana, að flutningi fanga og fleira.“ „Hve mikið hefur þeim mál- um, sem borizt hafa, fjölgað á þessum tima?“ „Hér áður fyrr var aðeins haldin skrá yfir einstaka mála- flokka og yfir bifreiða- og um- ferðarslys, sem rannsökuð voru hér fram til næstrfðustu ára- móta, var haldin sérstök skrá. Öll mál hafa síðan verið skráð frá 1972 og það var málafjöldi 5.759, 1973 var hann 6.155, 1974 var hann 6.570, 1975 var hann 6.619 og á síðastliðnu ári var fjöldi mála, sem okkur barst 6.350. Samkvæmt þessu sést að stöðugt stígandi er i málafjöld- anum, þar til á siðastliðnu ári að nokkur fækkun verður. Þrátt fyrir það hefur vinnuálag hér aukizt gifurlega, þvi að mál- in verða sífellt umfangsmeiri og hinum meiri háttar sakamál- um hefur fjölgað — einkum í sambandi við fjársvik. Það hef- ur verið erfitt að koma því svo fyrir, að menn hafi fengið að vinna óskiptir að einu máli í senn, hvað þá fleiri saman án þess að þurfa að sinna öðrum störfum jafnframt. — Það er fyrsta sinni í Geirfinnsmálinu að heill hópur manna er látinn vinna mánuðum saman að einu máli. Þetta er fyrirbrigði, sem þykir sjálfsagt og eðlilegt erlendis, en til þess að unnt sé að taka upp þessa starfsháttu hér, þyrfti starfsmönnum rann- sóknarlögreglunnar að fjölga mikið.“ „En er ekki verið að leggja rannsóknarlögregluna í Reykjavík niður?“ „Jú, nú er auðvitað mjög mik- il breyting í vændum, þegar rannsóknarlögreglan í Reykja- vík verður lögð niður og rann- sóknarlögregla ríkisins tekur við af henni. Ég verð því ef að likum lætur síðasti yfirlög- regluþjónn rannsóknalög- reglunnar i Reykjavík og hætti með henni. Erum við þá þrir, sem gegnt höfum þessu starfi, Sveinn Sæmundsson, Ingólfur Þorsteinsson og ég.“ „En að lokum Magnús. Hvernig hefur þú kunnað við starfið?“ „Ég hefði ekki gegnt lög- reglumannsstarfi i 47 ár, ef mér hefði ekki likað það sæmilega og ég sé a.m.k. ekki eftir þvi að hafa gerzt lögregluþjónn. Hitt er svo annað mál, að einhvern tíma hefur e.t.v. hvarflað að mér að skipta um starf. Ég hef unnið hér með mörg- um ágætum mönnum og það er að sjálfsögðu ýmislegt, sem maður lærir og kynnist í starfi sem þessu. Ég hef fengið margs konar reynslu, sem ég vildi ekki hafa farið á mis við,s‘ sagði Magnús Eggertsson yfirlög- regluþjónn að lokum. —mf. Að lokum skal þess getið, að Magnús Eggertsson verður í dag hjá dóttur sinni og tengda- syni að Espilundi 13 í Garðabæ og tekur þar á móti gestum. Frá lögreglusíöðinni, er hún var f Arnarhvoli upp úr 1930. A myndinni eru: Magnús Eggertsson, Björn Vigfússon (styður hönd undir kinn), Magnús Hjaltested og Guðmundur Stefánsson (talar f sfma). Myndina tók Loftur Guðmundsson Ijósmyndari. á mis við reynslu lögreglustarfsins ’ ’ „HANN er eini lögregluþjónninn á tslandi, sem aldrei hefur verið óbreyttur lögregluþjónn, heldur yfirmaður frá fyrsta. Þrátt fyrir það er hann einhver bezti yfirmaður, sem unnt er að hugsa sér og skilningsríkastur á vandamál óbreyttra Iögreglumanna,“ sagði einn af starfsmönnum rannsóknarlögreglunnar f Reykjavík, er blaðamaður Morgunblaðsins leit inn í höfuðstöðvar rannsóknarlögreglunnar nú fyrir skömmu. Erindið var að ræða við Magnús Eggertsson yfirlögregluþjón rannsóknarlögreglunnar, en f dag er hann sjötugur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.