Morgunblaðið - 08.03.1977, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.03.1977, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1977 37 Guðný Bjarnadóttir (Rúna) og Kristján L. Jónsson (Manni). Ljósm.: Páll Pálsson. jafnvel þó þær komi ekki fram og leikhúsgestir kynnist þeim ekki nema af afsprun. Rúna verður þá fyrst hin fullkomna eiginkona, þegar hún hefur verið kúguð og fallið frá því að það sé markmið að tryggja væntanlegu afkvæmi fjárhagslegt öryggi, þótt foreldr- arnir (faðirinn) verði að leggja nokkuð að sér. Pétur og Rúna er að vfsu hrátt verk, en þó alls ekki leiöinlegt og skemmtilegt á köflum. Fyrsti þáttur er að vísu langdreginn og verður það að skrifast á reikning leikstjórans að nokkru, þar sem auðgert er að stytta hann og fella úr, án þess að boðskapur höfund- ar missi sín í nokkru. í heild var sýningin i jafnvægi, enginn skar sig úr fyrir sérstakan leik. Mér þóttu Theódór Júlíusson (bróðir Rúnu) og Svanhildur Björgvins- dóttir (móðir Péturs) öruggust og gera margt vel, einnig Guðný Bjarnadóttir í hlutverki Rúnu. Rúnari Lund tókst ekki að gera Pétur að sannfærandi leiðtoga, eins og fyrr segir, en fórst margt vel úr hendi og var sjálfum sér samkvæmur. Áhrifamesta og besta atriðiö voru átök þeirra Rúnu og móður hans þegar i ljós kom að hann hafði heykst á þvf að taka upp eftirvinnu. Manni i túlk- un Kristjáns L. Jónssonar lifgaði mikið upp á og kunnu leikhús- gestir vel að meta það. Á hinn bóginn var túlkunin of revíu- kennd að minu mati, en það verð- ur að skrifast á reikning leikstjór- ans. Höfundur ætlast ugglaust til að Manni sé kaldhæðinn fremur en fáránlegur. Einar Arngríms- son og Sveinbjörn Hjörleifsson fóru með smáhlutverk eins og efni stóðu til. Leikfélag Dalvíkur á sér merka sögu og hafa sýningar þess oft á tiðum vakið verðskuldaða athygli. Það er mikið átak og krefst mikill- ar fórnar að taka þátt f slíkri starfsemi, enda gefur hún ekkert i aðra hönd, er fyrir ánægjuna. Það er i rauninni með ólíkindum að unnt skuli að halda þræðinum ár eftir ár og taka þó ávallt fyrir leikhúsverk, sem þykja frambæri- leg hvar sem er. Eins og áður segir er Pétur og Rúna engan veginn gallalaust leikhúsverk, en það er fyllilega þess virði að sjá það og hefur þann mikla kost, að það vekur umræður og umhugsun leikhúsgesta að sýningu lokinni. Ég get því með góðri samvizku hvatt Norðlendinga til að skjótast til Dalvíkur og njóta þar einnar kvöldstundar með Leikfélagi Dai- vikur. Ilalldór Blöndal. Fræðslu- erindi um kaþólsku kirkjuna... Séra Robert Bradshaw, írskur prestur sem hér er staddur um tíma og hefur verið kynntur áður hér í blaðinu, flytur fræðsluer- indi á ensku um kaþólsku kirkj- una og kenningar hennar á hverju miðvikudagskvöldi klukk- an 8 siðdegis í Stigahlið 63. Fræðsluerindi þessi eru fyrst og fremst ætluð því fólki sem ekki er kaþólskt. Umræðuefni næstu tveggja miðvikudagskvölda, 9. og 16 þ.m., verður: Kristilegt hjónaband (9. mars) og Matt Talbot, írski drykkjumaðurinn sem tók sinna- skiptum og helgaði Guði líf sitt, (16.mars). öllum er velkomið að hlýða á þessi erindi. — Búnaðarþing Framhald af bls. 29 verið lág. Árið 1975 voru þau 800 þús., kr , en voru hækkuð i 1.600 þús kr á árinu 1 976 og veitt til 20 ára með 18% vöxtum Leggja verður mikla áherzlu á að auka jarðakaupalánin verulega, svo að eigendaskipti á jörðum verði ekki jafnmikið vandamál og nú er Þvi er lagt til í ályktunmni, að þau verði hækkuð í 70% af matsverði jarðanna Bústofnskaupalánin eru nú veitt til kaupa á nautgripum og sauðfé Upphæð þeirra er sem svarar ^katt- mati á hálfu visitölubúi Lánin eru aðeins veitt tvö fyrstu búskaparárin Þau eru til 6 ára með 1 2% vöxtum I ályktuninni er lagt til, að þau verði veitt þrjú fyrstu búskaparár viðkomandi bónda, ef það tekur þá það langan tima að koma sér upp bústofni, sem nemur 60% af stærð visitölubúsins, og lánstiminn verði lengdur í 8 ár Lán til jarða- og bústofnskaupa koma fyrst og fremst í hlut frum- býlinga. Þvi er áriðandi, að þau verði með góðum kjörum.' — íþróttir Framliald af bls. 21 ig voru þeir sem léku mest í keppni þessari komnir með um 600 landsleiki samanlagt. — Ef þessi kjarni heldur áfram, eins og ég held að allir hafi áhuga á, sagði Geir, — þá leyfi ég mér að taka það mikið upp i mig að fullyrða að íslenzka liðið geti gert ótrúleg- ustu hluti. Við getum unnið hvaða lið sem er, a.m.k. á heimavelli. Það væri að vísu rétt að nokkrir þessara leik- manna væru nú komnir um og yfir þrítugt, og þyrftu þvi að æfa meira en hinir ungu, en á móti kæmi svo leikreynslan, sem jafnan hefði gifurlega mikið að segjau Grikkirnir lesta um 1700 tonn loðnumjöls SJÓPRÓFUM f máli grfska skips- ins, Aliakmon Procress, sem skemmdi hafnarmannvirki á Reyðarfirði s.l. sunnudag, lauk f gær hjá bæjarfógetaembættinu á Reyðarfirði. t samtali við Boga Nflsson bæjarfógeta kom fram að fslenzkur maður var fenginn til þess að leiðbeina Grikkjunum inn Reyðarfjörð. Sló sá maður á stopp hjá vélunum við Klöpp á Reyðarfirði og seig skipið þá inn í átt að bryggjunni, en skipstjórinn setti vélarnar of seint f bakk og varð ásiglingu á bryggjuna ekki forðað. Þegar skipið sigldi á bryggjuna f annað sinn daginn eftir, varð ásiglingu ekki forðað. en enginn hafnsögumaður er á Revðarfirði. í dag koma menn frá trygg- ingarfélögum til Reyðarfjarðar til þess að meta skemmdirnar á skip- inu og hafnarmannvirkjum, en í dag verður byrjað að gera við skipið til bráðabirgða. Mun það lesta 1700 tonn af loðnumjöli á Reyðarfirði og sigla beint út þaðan án þess að koma vió og lesta loðnumjöl á öðrum höfnum landsins. Erlendis verður skipið tekið upp í þurrkvf til frekari við- gerðar, en loðnumjölinu verður skipað um borð í afturlestar skipsins og verða lestarþil styrkt fyrir siglinguna út. HUS- EIGENDUR varanleg á þök, loft og veggi-úti og inni. Seltuvarðar álplötur með innbrenndum litum, auðveldar í uppsetningu, þarf aldrei að mála, gott að þrífa, og gefa fallegt útlit.Tilvalið á ný hús, gömul hús, stór hús, lítil hús, lek hús og öll hús sem þörf er á góðri varanlegri klæðningu. Aukin einangrun, sparar hitakostnað. Vandið valið og set|ið Aá húsið. Framleiddar af Nordisk Aluminium A/S Noregi í mismunandi gerðum. Reynist vel við íslenskar aðstæður. Hafið samband við okkur og fáið upplýsingar, verðtilboð og góð ráð. INNKAUP HF ÆGISGÖTU 7 REYKIAVlK. SlMI 22000-PÓSTHÓLF 1012 TELEX 2025 SÖLUSTJÓRl: HEIMASlMI 71400. 0 3 flokkur Endurnýjun 9 á 1.000.000 — 9.000 000 — 9 — 500.000 — 4 500.000 — 9 — 200.000 — 1.800.000 — 126 — 100.000 — 12.600.000 — 306 — 50.000 — 15.300.000,— 8.163 — 10.000 — 81.630 000,— 8.622 124.830 000 — 18 — 50.000 — 900.000 — 8.640 125.730.000 — Það mælir ekkert á móti því að þér hljótið stóra vinninginn — nema þér gleymið að endurnýja Endurnýið tímanlega Dregið 10. marz. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS ______________________Tvö þúsund milljónir í boói

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.