Morgunblaðið - 08.03.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.03.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1977 Valdimar Björnsson, fyrrverandi fjár- málaráðherra Minnesota, er nú staddur hér á landi ásamt konu sinni í boði Ísiensk-ameríska félagsins. Ræðuna sem hér er birt, flutti hann á árshátíð félagsins sl. laugardags- kvöld. TENGSL íslands og Bandaríkjanna eru kunn- uglegt efni, og yfirgripsmikið er það líka. Að ýmsu leyti væri vel við hæfi að taka það til umræðu hér í kvöld. Einn þáttur þess eru tengsl íslendinga heima á ættjörðinni og „út- laganna" erlendis, þeirra manna, sem fluttust héðan búferlum, og afkomenda þeirra. En það eru ekki nama þrjú ár liðin frá því, að haldið var hátíðlegt 1100 ára afmæli íslandsbyggðar árið 1975 og f fyrra voru einnig haldin hátíð- leg 100 ára afmæli íslendingabyggða í Kan- ada og Bandaríkjunum. Mér er þvi útlátalaust að gera að beiðni Sigurðar Helgasonar, for- manns íslenzk-emerfska félagsins, og fjalla um annað efni. Hin, sem ég nefndi áðan, verða þó ekki sett alveg hjá. Það væri reyndar ógerningur, eða nærri þvi, þó ekki væri nema vegna mála, sem svo hafa gripið hugi manna f Bandarfkjunum upp á sfðkastið, að jaðrar við faraldur þetta eru þjóðræknismál. Ég mun víkja að þeim siðar. Sigurður stakk upp á því, að ég fjallaði um stjórnmál; viki að þeim í upphafi, að minnsta kosti. Hann mun telja mig bæran um það vegna þess, hve ég hef lengi verið við þau riðinn. En þessi uppástunga sýndi jafnframt hve honum er hugleikið það kappsmál, sem ég tel, að einkenni íslendinga fremur en flesta aðra, það er flokkapólitfk. Á henni hafa þeir óbilandi áhuga, seint og snemma. Vafalaust er veðrið helzta umræðuefni allra manna hvar, sem er i heiminum. En min skoðun er sú, að íslendingum séu stjórnmál næstkær- ust. Það væri því ekki nema rökrétt, að ég gerði bandarísk stjórnmál að umræðuefni hér í kvöld. Ég gæti rætt um það, sem að mér sjálfum sneri: ég hef varið repúblikani alla mina tíð og nú ráða demókratar lögum og lofum í Bandarfkjunum. Ég gæti sagt hug minn um það. Mér þykir þó ekki rétt að setja efninu svo þröngar skorður. Mér er það minnisstætt, er ég var fenginn til þess fyrir nokkrum árum að flytja þrjú erindi hér i Reykjavik; þau flutti ég reyndar á islenzku. En þau voru flutt á vegum Stúdenta- félags Reykjavíkur og það var þáverandi for- maður þess, Eyjólfur Konráð Jónsson, sem bauð mér að koma. Ræðuefnin voru „ pönt- uð" fyrir fram. Eitt erindið átti að helga því gamalkunna efni „gamla landið, góðra erfða"; það er ættlandinu og tengslunum við afkomendur íslendinga erlendis. Önnur „pöntun" hljóðaði upp á tvennt, sem allir menn eiga víst; þaðeru dauðinn og skattar. Skattavandi er þekktur um allar jarðir, og hann er líka eitt helzta umræðuefni manna um víða veröld. En þriðja efnið, sem um var beðið, það var öllu ótrúlegra: Ég átti að lýsa greinarmuninum á Repúblikanaflokknum og Demókrataflokknum. Mérflaug í hug þá og ég hef ímyndað mér það upp frá því, að það væri áreiðanlega íslandsferðar virði að fá að heyra þessum muni skilmerkilega lýst — að ekki sé minnzt á undirbúning erindis um hann. Tvenn sjónarmið, tveir flokkar Ég reyndi að fara að þessu með dálitlu fræðimannssniði. Ég sótti í tvær heimildir. Ég þýddi heilmikið upp úr tveimur ritum, sem ættu að vera afdráttarlaus um þetta efni. Annað heitir „ Why I am a Democrat", að ég held, og er eftir Averill Harriman, gamlan forvígismann Demókrataflokksins og viðfræg- an af stjórnmálaa’fskíþftim sínum. Hitt var svar við hinu stutta en merkilega riti H: rri- mans, og hét „Why I am a Republican". Það var eftir Arthur Larson, gamlan nágranna minn, ef svo má segja, frá Sioux Falls i Suðurdakóta, og bráðskýran mann, Hann var varaatvinnuráðherra í stjórn Eisenhowers og siðar varð hann framkvæmdastjóri Upplýs- ingaþjónustu Bandarikjanna. Larson brást við bók Harrimans af mikilli snerpu og lánaðist honum með ágætum að sýna fram á það, að demókratar nú á dögum vildu bara koma nýskipan (New Deal — „uppstokkun") Roosevelts og aðferðum á aftur, enda þótt hvort tveggja væri löngu úrelt. Báðir þessir menn gerðu vel grein fyrir sínu máli og munurinn á sjónarmiðum þeirra kom vel i Ijós. Ekki veit ég þó, hvort áheyrendur hér i Reykjavik voru nokkru nær eftir endursögn mina og eigin athugasemdir, en það er annað mál. Tveir stærstu stjórnmálaflokkar Bandaríkj- anna, Demókrataflokkurinn og Repúblikana flokkurinn, eru ólíkir í ýmsum g einum. Það er efalitið, enda þótt stundum vefjist fyrir mönnum að greiða þann mun i sögunni. Mér hefur jafnan þótt þaðkaldhæðni orlaganna, að eitt sinn komu repúblikanar saman við grafhýsi Abrahams Lincolns i Springf ield i lllinois til þess að lýsa fylgi sinu við rétt einstakra fylkja. Þangað til hafði Demókrata- flokkurinn haft nokkurs konar einkerétt til þess, jafnvel í borgarastyrjöldinni, þegar þetta var eitt höfuðmála. En um það leyti, sem ég nefndi, þótti Repúblikönum sýnt, að Demó- krötum hef ði alveg snúizt hugur. Þeir höf ðu aukið miðstjómarvaldið i Washington geysi- lega, einkum í stjornartið Roosevelts. Þeir höfðu dregið völd úr höndum yfirvalda ein- stakra fylkja, svipt þau fraumkvæði til þess aðfást viðeigin vandamál. Repúblikanar vildu, að þessi yfirvöld réðu eigin málum sjálf í rikara mæli. Þessi held ég, að hafi alla tíð verið höfuðmunur flokkanna tveggja — og sé enn.a Það hefur auðvitað reynzt örðugt að hamla gegn straumnum, og reyndar hefur það ekki tekizt enn. Enn er valdið að mestu saman komið í Washington, hverjir svo sem ráða hverju sinni. Bandarikjaþing fer yfirleitt frem- ur að almenningsáliti, en löggjafarþing ein- stakra fylkja. í stjórnartíð Nixons kom fram eitt ráð við þessum vanda, sem ég nefndi. Skipting alrik- istekna er það nefnt. Það er í höfuðatriðum á þá leið, að fé úr alríkissjóði er veitt aftur til einstakra fylkja og sveitarfélaga — þangað, þaðan sem þaðkom. Fylkin og sveitarfélögin fá sem sé aftur nokkuð af þeim sköttum, er þau greiddu, — og það þótt alríkissjóður verði að taka lán til þess að greiða þeim það. Fylkin fá þarna aukið ráðstöfunarfé, og það ætti að verða yfirvöldum þeirra hvatning til þess að taka aftur frumkvæðið hver í sínu héraði. Það ætti ekki að dyljast neinum, að það er mikils háttar munur á stefnu James Earl Carters og Geralds R. Ford. Ford forseti lagði á það mikla áherzlu, að grundvallarþættir efnahagslífsins hefðu nægilegt svigrúm. Hann lagðist gegn áætlunum um „tilbúin störf'', atvinnubætur, og hélt því fram, að ekki væri hægt að halda uppi raunhæfri at- vinnu nema þjóðarhagur væri heilbrigður og færi hækkandi. Eftirmaður hans, Jimmy Car- ter, hefur viðurkennt, að ríkið eitt gæti ekki dregið úr atvinnuleysi, heldur yrðu einkaaðil- ar og fyrirtæki að gera það. Samt er hann enn að mæla með einhvers konar hallarekstri líkum þeim, sem stjórn Roosevelts tók upp í kreppunni. Valdimar Björnsson Íhaldsmenn Fyrir einum þremur vikum rakst ég á blaða grein, sem mér þótti einkar skilmerkileg; hún var eftír íhaldsmann, James J. Kilpatrick hjá Washington Star Syndicate. Hann fjallaði þar um ræðu, sem Ronald Reagan hélt nýlega og var að hvetja ihaldsmenn til þess að rísa upp og láta að sér kveða. Reagan er mikill bar- áttumaður, þótt honum tækist ekki að verða útnefndur frambjóðandi Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum. En þessa ræðu flutti hann á þingi, sem ihaldsmenn héldu í Wash- ington. í grein sinni fjallaði Kilpatrick um siðavendni fhaldsmanna annars vegar, en hins vegar nauðsyn þess að afla atkvæða. Grein Kilpatricks lauk með þessum orðum: „Þessi er höfuðvandi íhaldsmanna. Þeir geta ekki sætt sig við neitt misjafnt. Þótt þeim hefði lánazt að útnefna Reagan og fá hann kjörinn í fyrra, væru þeir áreiðanlega famir að gera honum lífið leitt þegar hér væri komið. Stundum verður manni spurn, hvort ihaldsmenn vilji vinna, vilji það einlæglega. langi í raun og veru til að koma saman rikisstjórn og stjórna landinu. Ég veit ekki hvað halda skal um það. Aftur á móti veit ég annað. Það er það, að virkir íhaldsmenn, hvort sem er I Repúblik- anaflokknum ellegar öðrum flokki sem þeir kunna að stofna, verða að temja sér umburð- arlyndi við sérhyggjumenn, verða að læra að Eeita sátta og samkomulags, viðurkenna ýmis- legt. sem ekki verður umflúið i stjórnmálum. Þeir munu verða utangátta þangað til þeim tekst að höf ða til fjölda manna misjafnra skoðana. Og ég. fyrir mitt leyti sem eiglægur stuðningsmaður, er orðinn allleiður á þvf að standa úti í kuldanum". Þannig endaði grein Kilpatricks. Vist ber mönnum saman um það, að Ford var frjálslyndari en Reagan — I vanalegri merkingu þess orðs. Báðir eru þeir Repúblik- anar og glöggt sást, þegar kom að útnefn- ingu. að hvor um sig hafði mikið fylgi. En Ford er þó nokkru íhaldssamari en Jimmy Carter. Og Carter er aII sjálfstæður eftir þvi, sem gengur og gerist með Demókrötum i suður- rikjunum, miklu f rjálslyndari en ýmsir flokks- bræður hans, Hermann Talmadge öldunga- deildarþingmaður og „Tip" O'Neill deildarfor- seti til dæmis að nefna, en öllu íhaldssamari þó er varaforseti hans, Walter Mondale. Þessi nöfn sem ég nefndi og dæmin, sem ég tók gefa til kynna þann vanda, sem flokkarnir báðir eiga við að etja hvor i sinum hópi. Það vakti mér talsverða undrun, hversu Jimmy Carter var tekið i sænskum blöðum eftir, að hann var kjörinn forseti i nóvember siðast liðnum. Þannig er, að ég sé um út- varpspistil meðfréttum frá Norðurlöndum; hann var.fluttur vikulega i St. Olaf College útvarpsstöðinni, WCAL. Þátturinn er tekinn upp á segulband upp úr miðri viku og póst- sendur til Northfield. Honum er svo útvarpað á sunnudag. Fréttirnar i honum eru ekki beinlinis glænýjar, en þær fjalla um efni, sem annars er heldur litið sinnt. Stundum eru jafnvel fréttir frá islandi! En ég get nefnt það til dæmis um að fréttirnar eru yfirleitt ekki nýjar af nálinni, að áður en ég hélt hingað las ég eina þrjá sunnudagspistla inn á segulband. Sumar heimildir að þessum þáttum fæ ég frá Stokkhólmi; þær eru sendar simleiðis til New York og opinbera sænska fréttastofan dreifir þeim svo. Rétt eftir forsetakosningarn- ar barst mér slatti af útdráttum úr forystu- greinum helztu dagblaða í Stokkhólmi, Gautaborg, Málmey og einhverjum öðrum borgum. í öllum þessum forystugreinum var hinn nýkjömi forseti talinn íhaldsmaður. Það má segja, að þetta sé sjónarmið út af fyrir sig. En heldur kemur þessi einkunn Svianna Bandarikjamanni undarlega fyrir sjónir. Ef til vill eru báðir. ég og áheyrendur, orðnir ruglaðir i ríminu af þessari stuttu úttekt á bandariskum stjórnmálum. Og nú mun bezt, að ég viki að efninu, sem ég lofaði — eða hótaði öllu heldur— aðfjalla um, þ.e. þjóð- ræknismálum; annars kynni svo aðfara, aðég kæmist aldrei að þvi. Mér dettur i hug það. sem gamall kunningi minn, blaðamaður i Minesota. segir oft: „Timinn flýgur áfram — enn ekki langt!" Í orðabók Websters er orðið „ethnic" skýrt þannig:....um eða viðvíkjandi kynþáttum eða stórum hópum manna flokkuðum eftir sameiginlegum einkennum og siðum". Orðið „ þjóðrækni" á sér djúpar rætur i hugum og lífi manna i Bandarikjunum og það svo, að erfitt er að gera sér fulla grein fyrir þvi. Óafvitandi notaði ég orðið „rætur"; en þaðer einmitt titill bókar um þjóðrækni, sem orðið hefur feykivinsæl í Bandarikjunum. Hún er eftir Alex Haley, gáfaðan blökkumann. og fjallar um ætt hans og uppruna, sem hann rekur aftur til þess forföður sí, er var fluttur nauðungarflutningum frá Afríku til Bandarikj- anna og hnepptur i þrældóm. Eftir þessari bók voru gerðir sjónvarpsþættir. Þeir voru sýndir samfellt á hverju kvöldi i vikutima og hlutu meiri hylli áhorfenda en flest annað sjón- varpsefni. Þetta varð samlöndúm Haleys hvatning til þess aðgefa meiri gaum að uppruna sínum en áður. Það varð lika til þess að vekja hvitum mönnum aftur smánarkennd: Þrælahald er Ijótur blettur á síðum sögunnar, og ekki sizt þrælahaldið i Bandarikjunum forðum. Yfirleitt hefur bók Haleys glætt mjög þjóðræknislogann i Bandaríkjunum, ef svo má að orði komast. Ég held, satt að segja. að ekki séu nema fáein ár frá þvi, að ég heyrði orðið þjóðrækni fyrst nefnt i Bandaríkjunum. En nú er það á allra vörum. Búið er að stofna alls kyns samtök og stöðvar til þess að rannsaka og rekja ættir og uppruna þjóðarbrota i landinu. og ótal rit eru gefin út um þessi efni. Þegar Sigurður Helgason kom aftur frá New York fól hann mér það verkefni að taka saman ritgerð um íslendinga i Bandarikjun- um. Ég spurði, hvað ætti að verða um þá ritgerð. Hún átti þá aðfara f „Harvardalfræði- bókina um þjóðabrot i Bandarfkjunum." Og i þvi safnriti þessa mikla menntaseturs verður áreiðanlega fjallað um alla þá. sem nöfnum tjóir að nefna, frá Aröbum til Zúlúmanna. En hvað mér viðvikur get ég nefnt það til gam- ans. að i fyrsta bréfinu, sem þeir Harvard- menn sendu mér var ég nefndur „Björnsson prófessor". Ég afþakkaði titilinn þegar i stað. Ég hafði fyrst veruleg kynni af þessum efnum á heldur óvanalegu þingi, sem haldið var i Minneapolis snemma i mafmánuði árið 1973. „Scanpresence" var þing þetta nefnt. og er það nafn dæmi þess, hve Bandarfkja- menn eru hneigðir fyrir nýyrðasmið. Á þing- inu var fjallað um norrænar þjóðir, og norræn- ar ættir vestan hafs. Frá flestum Norðurlönd- unum, Danmörku, Finnlandi, islandi, Noregi og Sviþjóð. komu hinir færustu menn í þess- um fræðum. Menn af islenzkum uppruna áttu þarna ágætan fulltrúa þar sem var Haraldur Bessason. prófessor i islenzku við Manitoba- háskóla í Winnipeg, og Hólmfriður Daniels- son, formaður Þjóðræknisfélags íslendinga í vesturheimi; hún er Ifka frá Winnipeg. Bæði skiluðu sinu frábærlega vel. Fjölluðu þau um islenzk f ræði, íslenzk blöð í Norðurameriku, íslenzka bókaútgáfu og menningarmál i Kan- ada, og fleiri efni. íslendingar eru miklum mun færri i Banda- rfkjunum en Kanada. Af þvi leiddi, að ég talaði ekki langt mál á þinginu. Um það leyti, sem kom að mér var fundarstjóri reyndar farinn að minna menn i sifellu á það að vera stuttorðir! En ég sagði hinun lærða þingheimi, að mál mitt yrði varla miklu lengra en frásögn í gamalli brezkri alfræðibók, sem ég minntist. Ég hef sjálfur séð f rumútjjáfu þess verks. Einn kaflinn i þvi ber fyrirsögnina: „Snákará íslandi". Og kaflinn hljóðar svo í heild sinni: „Snákar fyrirfinnast ekki á íslandi" . Það er allt og sumt. Ég bætti þvi svo við. að islend- ingar i Bandarikjunum hefðu ekki stofnað með sér nein féiög til ræktar við uppruna sinn, lik þeim er menn af hinum norðurlanda- þjóðunum hafa í sínum hópum: „Sonum Noregs", „Vasareglunni" og „Danska bræðrabandinu". Kvað ég það skoðun mina, að kirkjan hefði verið helzta einingaraflið i hópi Íslendinga fyrr á árum — enda þótt þeir hef ðu reynzt trúir gróinni islenzkri hneigð og skipzt nokkuð iflokka um trúarsetningar. Okkur hjónunum er Ijúft og skylt að þakka Flugleiðum gestrisnina vegna boðs Sigurðar Helgasonar hingað. En ég vil láta þess getið. að SAS — og stjórnir Sviþjóðar, Noregs og Danmerkur — báru allan kostnað af þingini, „The Scandinavian Presence in North America", sem ég nefndi áðan og haldið var i Minneapolis fyrir tæpum fjórum árum. Ég get og nefnt það, aðframhald verðurá þvi þing- haldi. Næsta þing verður haldið i Minneapolis i október næst komandi; verður þá. ef til vill. ýmislegt metið á nýjan leik. Það er eftirtektarvert, að það var Gyðingur frá New York, sem hóf fyrstur máls á þingi þessu. Flutti hann tölfræðilegan fróðleik um norðurlandamenn i Bandarikjunum; vék að- eins litillega að norrænum mönnum i Kanada. Þessi maður heitir S. Ralph Cohen og sér um almannatengsl i Norðuramerikudeild SAS. Það er enginn efi á þvi, að hann þekkir norðurlandamenn vel. Gyðingur var það og. sem flutti eitthvert merkasta erindiðá þinginu öllu.„Framtið þjóðrækni i Bandaríkjunum" hét það. Höf- undurinn heitir Joshua A. Fishman og hefur verið forstöðumaður og prófessor i málvisind- um I Hebrezka háskólanum í Jerúsalem. Ég ætla að tilfæra hér svolítið úr máli hans og einnig ræðu Einars Haugen, erflutti nokkurs konar samantekt um þingið sjálft og erindin, auk þess, að hann vék stuttlega að norður- landamönnum. Einar Haugen er „páfi" norksra menntamanna. Hannn var um tima prófessor i germönskum og norrænum tung- um og bókmenntum í Harvard, en er nú hættur. Annars kenndi hann lengstum i Wis- consinháskóla í Madison. En einn vetur fékk hann leyfi frá kennslu þar og flutti þá fyrir- lestra i Háskóla Islands. Auk norsku kenndi hann norrænu árum saman. En hann lærði islenzkt nútimamál allvel þegar hann var hér i Reykjavik. Eftir það hafði hann á orði, að aðrir þeir, sem kenndu norrænu svo nefnda, ættu að gera slíkt hið sama, þ.e. læra og nota íslenzkan nútimaframburð fremur en tilbúinn framburð þann, sem tíðkast hefur og óvíst er, að formenn hefðu skilið nokkuð i. Framtið þjóðarbrota Dr. Fishman lýsti sjálfum sér þannig i upp- hafi erindis sins, að hann „tilheyrði ákveðnu, óensku þjóðarbroti, og mælti á og aðhylltist ákveðna óenska tungu". Sú tunga er vitan- lega hebrezka. Hér gefst timi til þess að hafa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.