Morgunblaðið - 08.03.1977, Page 10

Morgunblaðið - 08.03.1977, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1977 Viðamikil endurútgáfa ís- landsbókar í Þýzkalandi Morgunblaðinu hefur borizt eintak af bókinni „Island, Feuerinsel am Polarkreis“ eða ísland, eld- eyja við heimsskautsbaug eftir Svisslendinginn Werner Schutzbach. Bókin er á þýzku og gefin út hjá Diimmler-bókaforlaginu í Bonn. Þetta er önnur út- gáfa bókarinnar mikið aukin og endurbætt. F'yrri útgáfa kom út árið 1967 en hefur nú verið ófáanleg um nokkurt skeið. í formála sínum skrifar höfund- ur, að hann hafi fyrst komið hing- að til lands árið 1956: „Ætlaði ég að dveljast á íslandi í eitt ár en var þar í tvö og hálft ár. Ég eign- aðist góða vini meðal hinna gest- risnu og opnu íbúa landsins og fór að læra tungu þeirra Því meira sem ég lærði og þvi meir sem ég kynntist siðum og venjum lands- ins — því vænna tók mér að þykja um það.“ Ljóst er af bókinni hversu höfundurinn dvaldi hér lengi, bæði i þetta fyrsta sinn og við önnur tækifæri til að afla sér þekkingar á viðfangsefni sínu. Werner Schutzbach Bókin er yfir 250 blaðsiður að lengd og mjög Itarleg. Hefst hún á yfirliti yfir sögu landsins, land- nám og þróun þjóðlifs allt fram á okkar daga. Greint er frá efnahag og atvinnulífi, fiskveiðideilum ís- lendinga eru gerð góð skil, og lýst er stjórnarfyrirkomulagi og öðru er lýtur að þjóðlifi. Þá er lýst jarðsögu íslands og jarðeðli, einn- ig dýrariki, veðurfari og gróðri. Greinargóðar lýsingar eru frá mörgum einstökum landsvæðum og fylgja þá gjarnan þjóðsögur eða tilvitnanir I islendingasögur. Aftast í bókinni er vikið að fram- burði íslenzkunnar og fylgir þvi listi yfir orð úm landslag, þýddur á þýzku. Bókinni lýkur með ítar- legum bókalista fyrir þá, er vilja kynnast íslandi og íslendingum nánar og er sá listi jafnt yfir þýzkar bækur sem aðrar. Éjöldi mynda, teikninga og taflna prýðir bókina. Sími 1 55 45 Hefi tii Sölu: 3JA HERBERGJAÍBÚÐ við Vesturberg, Breiðholti Vélaþvottahús á sömu hæð. 6 HERBERGJAÍBÚÐ við Hvassaleiti. í íbúðinni eru 4 svefnherbergi og tvær samliggjandi stofur. Sér þvottahús. BTIskúr fylgir. EINBÝLISHÚS í Kópavogi. í húsinu eru 3 svefnherbergi, húsbóndaherbergi, tvær samliggjandi stofur eldhús með stórum borðkrók. Rúmgóður bíI- skúr. Margskonar skipti möguleg, Upplýsingar á skrifstofunni sími 15545. Baldvin Jónsson hrl. Kirkjutorg 6. FASTEIGNAVER h/f Stórholti 24 s. 11411 Okkur vantar ibúðir og hús af öllum stærðum á söluskrá. sérstakiega er mikil eftirspurn eftir litlum ibúðum. Rauðarárstigur mjög góð 4ra herb. íbúð á tveim hæðum, 3. hæð og rishæð. Á hæðinm er stofa, borðstofa, eldhús og snyrting, í risi eru tvö herb. og stórt baðherb. íbúðin er sérlega vel innréttuð með miklu skáparými. Rauðalækur góð 5 herb. íbúð um 1 50 fm. a 3. hæð. Tvær samliggjandi stof- ur, 3 svefnherb.. eldhús með borðkrók, stórar suðursvalir. Safamýri kjallaraíbúð um 95 fm Skáli. stór stofa, svefnherb., eldhús, baðherb. og geymsla. Njálsgata góð 4ra-—5 herb. íbúðarhæð i timburhúsi. Samliggjandi stofur, 3 herb., eldhús og bað. I sama húsi er 3ja herb. risíbúð í góðu standi. Bergþórugata góð 4ra herb. ibúð á 1. hæð í steinhúsi. í sama húsí er tíl sölu lítil einstaklingsibúð með sér snyrtingu. Hafnarfjörður Álfaskeið 2ja herb. íbúð á 2. hæð. Sérlega vandaðar innréttingar. Bilskúrs- réttur. Sökkull kominn. Álfaskeið 3ja herb. íbúð á 1. hæð um 86 fm. Góð ibúð. Laus strax. Bil- skúrsréttur. Rauðarárstigur mjög góð 3ja herb. íbúð um 70 fm. á jarðhæð. Öll nýstandsett. Brekkutangi— Mosfellssveit glæsilegt endaraðhús um 225 fm. selst fokhelt eða lengra kom- ið eftir samkomulagi. RAUÐALÆKUR Sérhæð ca 140 fm 4—5 svefnherbergi og tvær stofur. Stór bílskúr. Góð umgengni utan hús og innan. Útb. 10.0. SMÁÍBÚÐARHVERFI Einbýlishús á tveimur hæðum. Upplýsingar aðeins á skrifstof- unni (ekki í síma). ENDARAÐHÚS í Breiðholti innréttingar og hönn- un alveg í sérflokki. Bílskúrs- réttur. Útborgun 11.0 ENDARAÐHÚS Tilbúið undir tréverk. Eldhús- innréttingar komnar og hurðir fylgja. Verð 1 3.0 ESKIHLÍÐ Efri hæð og ris. Hæð í sérflokki Bilskúr með mikilli geymslu undir plötu. Eignin gétur verið tvær sér ibúðir. Uppl. aðeins á skrifstofunni. Fasteignasalan s/f, Templarasundi 3, 1. hæð. LAUGARNESHVERFI 100 fm 4ra herbergja íbúð á 1. hæð í blokk. Öll sameign mjög snyrtileg og vel um gengin. íbúðin björt og rúmgóð. Verð 10.5 útb. 7.0 HRAUNBÆR 100 fm 4ra herbergja íbúð á 4. hæð. Útsýni alveg stórkotlegt í allar áttir. Verð 1 1.0 útb. 7.5 SÓLVALLAGATA 1 20 fm 3ja herb. íbúð í tvíbýlis- húsi. Húsið er steinhús á eignar- lóð með samþykki til stækkunar. Útb. 8.0 EINBÝLISHÚS í KÓPAVOGI 180 fm á tveimur hæðum gæti verið tvær ibúðir. Húsið er nær allt standsett að innan, þarfnast viðgerðar að utan og á lóð. Bil- skúr fylgir. Skipti á minni ibúð æskileg. Húsamiðlun Sölustjórj Vilhelm Ingimundarson, heimasimi 30986. Jón E. Ragnarsson hrl. Opið í dag kl. 2—5 e.h. Sími 15430 — 16940 ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? Þl' Al (iLYSIH l M ALLT LAM) ÞECÍAH Þl AK.LYSIR I MORGl.NBLAÐÍNT r Stofnun Ama Magnús- sonar gefur út ensk ævin- týri og biblíutilvitnanir Komin eru út á vegum Stofn- unar Árna Magnússonar tvö rit, annað um biblfulegar tilvitnan- ir I fslenskum ög norskum rit- um frá miðöldum sem Ian J. Kirby hefur safnað saman og hitt eru Miðaldaævintýri, þýdd úr ensku, sem Einar Gunnar Pétursson hefur búið til prent- unar. Bæði ritin voru kynnt fyrir fréttamönnum nýlega. Um rit lans J. Kirbys, sem heitir á ensku Biblical Quotations in Old Icelandic- Nórwegian Religious Litera- ture, segir Jðnas Kristjánsson forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar, að hér sé safn Biblfutilvitnana f fornum ís- ienzkum og norskum ritum, og muni annað bindi koma út sfð- ar á þessu ári, f þvf bindi fjall- ar höfundurinn um þau rit sem tilvifnanirnar eru teknar úr og tilvitnanirnar í riti Kirbys bera vitni um snilldarleg tök á ís- lenzkri tungu og mætti það telj- ast harmsefni að eiga ekki alla Ritninguna í þýðingu frá forn- öld. Miðaldaævintýri — þýdd úr ensku — er hitt ritið sem Stofn- un Árna Magnússonar hefur gefið út og bjó Einar Gunnar Pétursson það til prentunar. í þeirri bók er orðið ævintýri haft um siðbætandi sögur með guðrækilegu efni og útleggingu eins og Einar sagði um ritið. I bókinni er prentuð 34 ævintýri sem hafa verið þýdd úr ensku og er hliðstæður texti, enskur, prentaður við allar sögurnar nema 5, en þar hefur hann ekki fundizt, þótt úr ensku sé örugg- lega þýtt. Þessi ævintýri eru varðveitt í skinnbók í Árnasafni sem er Jónas Krist jánsson, forstöðumaður Árnastofnunar, Einar G. Péturs- son cand.mag. Stefán Karlsson, handritafræðingur og dr. Bjarni Einarsson, handritafræðingur kynntu ritin fyrir blaðamönnum. birtir auk þess margvfslegar skrár og athugasemdir. Ian J. Kirby var prófessor í ensku við Háskóla íslands á ár- unum 1967 — 72 en er nú prófessor við háskólann í Laus- anne í Sviss. Hóf hann að vinna að þessu verki 1963 og lauk því átta árum síðar. Safn Kirbys er þó ekki algert byrjendaverk, þvi norskur guðfræðingur, Johannes Belsheim, birti árið 1884 safn tilvitnana sem sonur hans hafði tekið saman, en ekki enst aldur til að ljúka við. Ber það menjar þess að þar vantar margar tilvitnanir sem Kirby hefur fundið auk þess sem hann hefur kannað mun fleiri rit en Belsheim. Annað sem gefur riti Kirbys mikið gildi framyfir safn Belsheims er að hann birtir hvarvetna heimild- ir eða hliðstæður við hinn nor- ræna texta, úr latnesku Bibli- unni eða úr öðrum iatneskum ritum ef texti þeirra stendur nær fslenzka eða norska textan- um. Jónas Kristjánson taldi það óvíst að öll Biblian hefði verið þýdd á miðöldum og taldi hann óheil en i safni Jóns Sigurðs- sonar i Landsbókasafni er eftir- rit skinnbókarinnar meðan hún var heil, skrifað í Vigur i Isa- fjarðardjúpi seint á 17. öld. I inngangi bókarinnar er gerð grein fyrir verkinu og sagt frá handritum sem prentað er eftir og einnig þeim handritum sem hafa unga texta og fjarlæga aðalhandritum. Á döfinni er frekari útgáfa hjá Stofnun Árna Magnússon- ari í ár og nefndi Jónas m.a. sérstaka gerð af Eddu Magnús- ar Ólafssonar í Laufási, frá byrjun 17. aldar, en texti henn- ar er nú í fyrsta sinn búinn til prentunar .eftir öllum 140 hand- ritum sem til eru. Þá er Hall- freðarsaga í undirbúningi, enn- fremur doktorsritgerð Álfrún- ar Gunnlaugsdóttur um Trist- an, en Álfrún er nú lektor f almennri bókmenntasögu við H.í. Gripla, sem er samsafn rita, sem ekki birtast annars staðar, eins og Jónas sagði, mun koma út á árinu, jafnvel 2 út- gáfur og ennfremur afmælisrit Jakobs Benediktssonar, sem verður sjötugur á árinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.