Morgunblaðið - 08.03.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.03.1977, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1977 Fyrirlestur Ólafur Kvaran, listfræðingur, heldur í kvöld fyrirlestur á veg- um Junior Chamber í Borgar- nesi um myndgreiningu og sýnir hann litskuggamyndir. Einnig mun hann svara fyrir- spurnum. Hefst fyrirlesturinn kl. 20:30 og verður í Samkomu- húsinu í Borgarnesi. — Gasaukning Framhald af bls. 48 20. janiíar s.l., jókst gasmagn um 50% f holu 10, sem þá var mæld og varð sú aukning um það leyti sem sigið varð, en aukningin hófst skömmu áður. Gasaukningin í holu 7 í dag var mjög lítil og er reiknað með að þróunin skýrist þegar efnasamsetningin verður könnuð í holunni á morgun. I undangegnum sigum hefur ávallt orðið gasaukning í mæli- holum, um það bil sólarhring eða svo fyrir kvikuhlaup. — París — Keflavík Framhald af bls. 48 Keflavíkurflugvelli kl. 22.45. Lent verður á Orly-flugvelli og verður flogið með Boeing 727. Fyrir allmörgum árum sótti Flugfélag íslands um leyfi til þess að fljúga frá Keflavík til Parísar með viðkomu i London. Það leyfi fékkst ekki — sennilegast vegna þess að flugmálayfirvöld í Frakk- landi og Bretlandi álitu nógu marga um hituna London-París. - Mjólkurumbúð- ir til Svíþjóðar Framhald af bls. 48 væri að vinna sem mest af um- búðunum hérlendis. Hráefnið i sj-álfa plastfilmuna i mjólkur- pokanum kæmi frá Banda- ríkjunum, en Reykjalundur fram- leiddi síðan filmuna. Þá sagði Gylfi, að þeir vonuðust til að þessi útflutningur ætti eftir að stóraukast, og sem stæði gætu þeir þrefaldað framleiðsluna. Þá má geta þess að Kassagerð Reykjavíkur flytur út mjög mikið af fiskkassaumbúðum til Færeyja og samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið fékk hjá Ottó Schopka framkvæmdastjóra Kassagerðarinnar í gær, þá kaupa Færeyingar allar umbúðir utan um fisk frá Kassagerðinni. 1 fyrra nam þessi útflutningur um 60 millj. króna, en á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs, var út- flutningurinn þegar kominn i 30 millj. kr. eða helmingur þess sem hann var allt s.l. ár. — Allt að 2 kíló Framhald af bls. 2 yfirvigt á að vera tíðari. Menn mega ekki gleyma því að þegar við tölum um að áburðarpoki sé 50 kfló er átt við áburðinn í pokanum að viðbættum pokan- um,“ sagði Hjálmar. Hjálmar sagði að ef um það væri að ræða að einhver mistök hefðu átt sér stað við vigtun pok- anna yrði þeim, sem fengið hefði slíka poka, bættur sá skaði enda væri þarna þá einungis um að kenna tæknilegum mistökum. — Úrhelli og snjóflóð Framhald af bls. 2 þó orðinn frekar þungur vegna aurbleytunnar. Góð færð var í gær i Borgar- fjörð og á Snæfellsnes, en færð á Holtavörðuheiði var erfið litlum bílum i gærmorgun, þar sem snjó- að hafði á heiðinni í fyrrinótt. Brattabrekka var ekki talin fær fólksbilum í gær, en góð færð var um Dali. Af Vestfjörðum var það að frétta, að ófært var á Barða- strönd, en fært var yfir Kleifar- heiði tii Patreksfjaróar og búið var að ryðja veginn milli Patreks- fjarðar og Tálknafjarðar. tJt frá ísafirði var verið að moka vegi til Bolungarvíkur og Súðavíkur, en í fyrrinótt féllu nokkur snjóflóð á veginn í Óshlíðinni. í Hún,avatnssýslu var góð færð í gær, og var færð austur að Öxna- dalsheiði góð, en sjálf heiðin lok- aðist i gærmorgun, en verður opn- uð i dag. Frá Akureyri var góð færð til Ólafsfjarðar og Húsa- víkur, og þaðan austur í Öxar- fjörð, en þar fyrir austan var færðin erfiðari eftir því sem aust- ar dró. Á Austfjörðum var fært frá Héraði og niður á firði, og fært var suður með fjörðum, snjóflóð hafði fallið á Vattarnesveg í fyrri- nótt, en vegurinn var hreinsaður á ný í gær. — Zorin Framhald af bls. 1. sem sumir nefndarmanna hefðu tjáð sér, að þeir væru því mót- fallnir að greiða atkvæði um hana i heyranda hljóði, og hefðu sumir jafnvel látið i veðri vaka, að slík afgreiðsla hefði í för með sér endalok „détente" stefnunnar svonefndu. Þá sagðist Lowenstein ekki efast um að Bandaríkin héldu áfram að standa hjörtum Podgornys forseta Sovétríkjanna og Brezhnevs flokksleiðtoga nærri, þar sem þeir mundu eftir sem áður nota hjartagangráða, sem framleiddir væru í Banda- ríkjunum. — Pólverjar bjóða útsæði Framhald af bls. 2 um slóðum gæfi betri uppskeru sunnar á hnettinum. Þetta sam- band íslendinga við þennan tékk- neska prófessor rofnaði um það leyti 'sem Rússar sóttu inn í Tékkóslóvakíu og sagði Jóhann, að sennilega hefði þessi ágæti maður orðið fórnarlamb „hreins- ana“ í heimalandi sínu. í umræðum um aukna kartöflu- rækt hér á landi kom meðal ann- ars til tals :ð íslendingar gætu ráðstafað umframframleiðslu' í góðum árum með því að selja kartöflur sem útsæði til suðlægra landa. Jóhann sagði það skoðun sína, að hann hefði ekki trú á því að islendingar gætu orðið sam- keppnisfærir á þeim markaði, bæði væri að flutnings- og um- búðakostnaður yrði hár og einnig yrði hér um óstöðugt framboð að ræða. — Ef við legðum út f fram- leiðslu á útsæði þyrftu að koma til útflutningsbætur þó svo að verð á útsæðiskartöflum sé hærra en á öðrum kartöflum en þetta mál hefur þó ekki verið fullkannað, sagði Jóhann að lokum. — Misræmi í framburði Framhald af bls. 48 Guðbjart að útvega peninga. Haukur kveður konuna upphaf- Iega hafa boðizt til að gera þetta, en kvaðst síðan hafa ámálgað þetta þetta við hana eftir miðjan nóvember og vill hann ekki af- taka, að hann hafi ætlað að hand- taka Guðbjart. 0 Meginatriði í framburði þeirra Karls Guðmundssonar og Guðbjarts Pálssonar um aðdrag- anda handtökunnar er, að tvær stúlkur hafi leitað til Guðbjarts, þar sem þeir sátu í bifreið á götu- horni í Reykjavik og beðið Guðbjart að útvega erlendan gjaldeyri. Guðbjatur kveðst ekki hafa haft gjaldeyrinn, en boðizt til að aka stúlkunum. Hafi leiðin fyrst legið upp í Breiðholt þar sem stúlkurnar hafi sótt stóra ferðatösku, sem sett var í farangursgeymslu bílsins, en síð- an hafí verið ekið áleiðis til Grindavikur, þangað sem stúlk- urnar kváðust þurfa að fara og þeir Karl og Guðbjartur höfðu boðizt til að aka þeim. Á leiðinni hafi stúlkurnar óskað eftir því að komið yrði við í Vogunum, en þar hafi stúlkurnar yfirgefið bflinn og segjast þeir Karl og Guðbjart- ur hafa beðið þeirra þar, þegar lögreglan kom Þrir leigubíl- stjórar í Reykjavik komu fyrir dóminn og báru allir að hafa séð stúlkurnar tvær í bílnum. 0 I ibúð, sem Haukur kom I i Breíðholtshverfi sama dag og handtakan fór fram hitti hann fyrir húsmóðurina, en talaði við eiginmanninn i síma. Samkvæmt framburði hans sagðist Haukur vera með tvær stúlkur í bílnum, en Haukur ber að hann hafi sagt þetta í gamni. Húsmóðirin, sem telur sig þekkja bifreið þá sem Haukur hafði til afnota á vegum lögreglunnar, segist hafa séð ein- hvern frammi í bílnum og hafi henni sýnzt það vera kvenmaður og að önnur persóna sæti í aftur- sætinu. Haukur hefur látið að því liggja, að þarna muni hafa verið um að ræða aðra bifreið en hans. 0 Þrír lögreglumenn bera, að bjórkassi sem lögreglan komst yfir eftir að honum var hnuplað úr ms. Selfossi og afhentur var Hauki til varðveizlu vegna rann- sóknar málsins, sé hinn sami og bjórkassi sá, sem fannst í bfl Guðbjarts, en Haukur afhenti hins vegar fulltrúa bæjarfógeta í Keflavik kassa, sem var lftið eitt frábrugðinn þeim, er fannst í bil Guðbjarts. Ung kona í Keflavik ber einnig, að Haukur hafi hringt í hana og beðið hana um að út- vega sér tvo kassa af áfengum bjór, en Haukur hefur harðlega neitað og komið með þá tilgátu, að annar maður hafi hringt og kynnt sig með hans nafni. 0 Allmargar ábendingar bárust lögreglunni um stúlkur, sem talið var að gætu hafa verið í bíl Guðbjarts og var gripið til þess ráðs að iáta vitnin sjá þessar stúlkur í hópi annarra, en þessar aðgerðir báru ekki afgerandi árangur, segir i greinargerðinni — Bhutto sigrar Framhald af bls. 1. von um 18. Alls er kosið um 181 þingsæti. Miklar óeirðir voru í landinu meðan kjörfundur stóð yfir, og í tilkynningu stjórnarinnar í kvöld sagði, að 8 manns hefðu látið Hfið. Mest urðu átökin i Karachi, þar sem 5 létu lífið og a.m.k. 500 særðust. 2 létu lifið i Hyderabad og þar særðust yfir 200 manns. Leiðtogi kosningabandalags andstöðuflokkanna, Mufti Mahmud, heldur því fram, að Bhutto og stuðningsmenn hans hafi beitt kosningasvikum. — KGB stjórnar Framhald af bls. 1. hafa verið undir beinni stjórn hans, beri ábyrgð á flestum þeirra morða og „dularfullu" dauðdaga, sem orðið hafa í Úganda siðan Amin tók völdin í landinu, að því er blaðið segir. „Þjóðin" segir, að nærvera Rússa í Úganda og sú staðreynd, að þar séu einnig Palestínumenn og Kúbumenn, geri það að verk- um að ástandið í landinu hljóti að taljast alþjóðamál, og sé þess því krafist að Sameinuðu þjóðirnar láti málið til sín taka, og afvopni hersveitirnar sem þar standi fyrir óöld og fjöldamorðum. Eigi stjórnir Súdans, Eþíópíu, Zaire, Tanzaníu og Kenya að skjóta mál- inu til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna með kröfu um að þær sendi lið inn í Úganda, en einnig sé sá möguleiki fyrir hendi, að Úgandamenn sem andvígir séu stjórn Amins, myndi útlagastjórn, sem síðan vísi málinu til Sam- einuðu þjóðanna. Idi Amin, sem nú situr leiðtoga- fund Afríku- og Arabaríkja í Kaíró, hefur ekki tjáð sig um þessa gagnrýni „Þjóðarinnar", en áður en hann fór frá Kampala kvaðst hann hafa þá trú, að þeim Carter Bandaríkjaforseta ætti eft- ir að verða vel til vina og ætti hann sjálfur vini innan banda- rísku leyniþjónustunnar CIA. - Skjálftum fjölg ar við Kröflu Framhald af bls. 48 jarðskjálftamælum á sama sólar- hring og kvikuhlaupið varð. Ef sams konar órói kemur aftur í ljós þá áætla jarðfræðingar að þeir géti fundið út innan hálftima hvort um er að ræða kvikuhlaup neðanjarðar eða eitthvað annað. Kvikuhlaupin eru talin hafa orðið á 4—7 km dýpi. Um það bil 70 manns eru nú í búðunum við Kröflu, en 100 manns, sem voru í helgarfrfi og áttu að koma til vinnu i dag, mánudag, hafa samkvæmt tilmæl- um Almannavarnanefndar ekki enn komið til vinnu. Kröflunefnd hélt fund í Kröflu í dag og voru þar rædd ýmis mál í sambandi við framkvæmdir að sögn Jóns Sólness formanns nefndarinnar. Sagði hann að m.a. hefði verið rætt um byggingu starfsmannabústaða í Reykjahlfð og einnig hefði verið á fundinum James Kuwata, annar fram- kvæmdastjóri Rogers Engineer- ing f San Fransiskó og honum sýnd mannvirkin, en hann hafði ekki komið á svæðið eftir að bygg- ingarframkvæmdir hófust. Rogers Engineering hefur ásamt Verkfræðistofu Sigurðar Thor- oddsen annast ýmsa þætti varð- andi hönnun virkjunarinnar. James Kuwata er að sögn Jóns Sólness sérfræðingur i gerð slíkra gufuaflsvirkjana. Sagði Jón að Kuwata hefði litizt vel á allar framkvæmdir og hvernig að þeim hefði verið staðið. Mun Kuwata skila frekara áliti mjög fljótlega til Kröflunefndar um gufuöflun og fleiri þætti i sambandi við byggingu virkjunarinnar. — Öskufall Framhald af bls. 48 hefði borið ösku af hálendinu bæði til suðurs og norðurs. I samtali okkar við Bjarna Pétursson á Fosshóli sagði hann að fólk á bæjunum Engi, Hliðskógum, Jarðstöðum, Lundarbrekku og á Halldórs- stöðum hefði orðið vart við öskufall í morgun á um það bil 12 km breiðu belti, en ösku varð vart á um það bil 15 km breiðu belti í Hornafirði. Kváðu Bárðdælingar lit öskunnar vera gulbrúnan. I samtali við Helga Guðmundsson á Hoffelli í Nesj- um í Hornafirði sagði hann að vindur hefði staðið af A og SA og kvað hann greinilegt ösku- fall hafa fylgt rigningunni. „Okkur fannst óeðlilegt," sagði Helgi, „að þegar við fórum á stjá í morgun voru gulbrúnir pollar undir rennum íbúðar- húsa. Við settum skál út á hlað og innan skamms voru komin í skálina fín korn, gulbrún og nokkur dökkrauð. Eg hef aldrei séð svona áður,“ sagði Helgi. Bændur í Bárðardal kváðust ekki hafa orðið varir við ösku- fall siðan i Heklugosinu 1947. I samtali við Birni Bjarnason dýralækni á Höfn i Hornafirði sagði hann að öskufalls hefði einnig orðið vart þar í bæ og væri búið að senda sýnishorn bæði frá Höfn og Hoffelli til athugunar f Reykjavik. — Rúmenía Framhald af bls. 1. voða rétt eftir að jarðskjálftinn varð. Svo virðist sem eyðileggingin sé mest á þessum slóðum, og í dag fór Ceausescu forseti þangað í skoðunarferð. Þar hafa um 1200 íbúðarhús hrunið til grunna, og 14 þúsund stórskemmzt. Stjórn landsins hefur samþykkt framlag sem nemur 16.5 milljörð- um ísl. króna til Ploiesti- svæðisins. Þar búa um 800 þúsund manns. Til jarðskjálftasvæðanna streyma nú hjálpargögn hvar- vetna að, meðal annars frá Israel, Austur-Þýzkalandi og aðildarrikj- um Atlantshafsbandalagsins, og loforð um aðstoð hafa borizt víða að. Kurt Waldheim, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur til- kynnt rúmensku stjórninni, að samtökin séu reiðubúin að veita hverja þá aðstoð, sem komið geti að gagni, og Bandaríkin hafa þeg- ar brugðizt við hjálparbeiðni Rúmena með þvi að senda hjúkrunargögn og lyf. Þá hefur Rauði krossinn í fjölmörgum löndum send læknishjálp, lyf og hjálpargögn af ýmsu tagi, frá Sviss og hafa borizt þær frétlir, að fjölmargir einstaklingar hafi lýst sig fúsa til að taka að sér munaðarlaus börn. Hafin er fjársöfnun meðal al- mennings í nokkrum löndum, og i Danmörku einni hefur þegar safnazt sem nemur tæpum 40 milljónum fslenzkra króna. — Friðrik vann Úlf Anderson Framhald af bls. 48 Friðriks gegn Keene var hins vegar ekki átakamikil. Hafði Friðrik svart og var jafntefli samið eftir 17 leiki. Sagðist Friðrik hafa verið þreyttur eft- ir ferðina til Vestur- Þýzkalands, en þangað kom hann um miðnætti á laugardag. Hefði hann því ekki viljað taka neina áhættu í skákinni gegn Keene. Eins og áður sagði er mót þetta vel mannað og meðal þátt- takenda heimsmeistarinn Karpov. Er hann með 1W vinn- ing eins og Friðrik og með þeim I efsta sætinu er einnig Timman og Torrez. í gær urðu þau úrslit meðal annars að Karpov gerði jafntefli við læri- föður sinn Furmann, Torrez vann Miles og Torrez vann Geruse. — Framtíð Samtakanna Framhald af bls. 2 hann ætti von á, að skriflegt svar yrði sent á næstunni. Þá hafði Morgunblaðið sam- band við Magnús Torfa Ólafsson, formann Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, og spurði hann hvort rétt væri að hann og Karvel hefðu deilt á flokkstjórnarfund- inum. Kvað hann það ekki rétt vera, hins vegar hefðu þeir verið ósammála um ýmis atriði. Vitnaði Magnús síðan til þeirra sam- þykkta, sem flokkstjórarfundur- inn sendi frá sér og til stjórnmála- ályktunar flokksráðsfundarins. í einni af samþykktum fundar- ins segir: „Flokksstjórnarfundur Sam- taka frjálslyndra og vinstri manna, haldinn 5. — 6. marz 1977, samþykkir að koma starfi flokks- irrs á landsgrundvelli í eðlilegt horf, og felur því varaformanni framkvæmdastjórnar, Haraldi Henrýssyni, að boða fram- kvæmdastjórn til fundar sem fyrst og sjá um, að hún haldi áfram reglulegum störfum fram á næsta landsfund.“ — Gamalt slúður rifjað upp Framhald af bls. 2 steinn, en ákvað engu að síður að kalla inn bókina og I þeirri athöfn felst hans viðurkenning á því að eitthvað hafi verið athugavert við bókina Innköllun bókarinnar er hans einkamál, Skáksambands- stjórnin gerði aðeins þá athuga- semd, að ágæt skákbók yrði betri ef umræddur bókarauki yrði felldur niður úr bókinni Rétt er að rekja stuttlega viðhorf stjórnar Skáksambands íslands til bókarauka Þorsteins. Þar er fjallað á næsta óviðurkvæmilegan hátt um ýmsa mæta menn í skákheiminum, svo sem Spassky, Fischer, dr. Euwe, Geller, Guðmund G. Þórarinsson og fleiri. Bókarauki þessi virðist skrifaður til þess að selja bókina Þar er og rætt um einkamál Boris Spassky I æsifréttastíl. Boris Spassky er ekki aðeins gestur Skáksambands íslands hér á landi, hann er gestur allrar þjóðar- innar. Jónas Jónsson sagði um eina tíð: „tökum ekki á móti gestum okkar með grjótkasti í flæðar- málinu". íslensk gestrisni er ekki fólgin í því að lítilsvirða gesti sína. Má hver sem vill lá Skáksam- bandinu að vilja ekki eiga þátt i því að dreifa á skákstað freklega móðg- andi og ósæmilegum skrifum um umrædda menn. Ritfrelsi og skoð- anafrdsi er einnig hægt að misnota, eins og við teljum að hér hafi verið raunin. Mál þetta varðar ekki Spassky einan, enda kærði hann sig kollóttan þegar málið var reifað við hann Málið varðar ýmsa málsmetandi menn í skákheiminum, eins og áður er getið, en snýst ef til vill fyrst og fremst um skilning manna á velsæmi f.h stjórnar Skáksambands íslands. Einar S. Einarsson, Högni Torfason, forseti. varaforseti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.