Morgunblaðið - 08.03.1977, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.03.1977, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8, MARZ 1977 27 — Framkvæmd frjálsíþrótta Framhald af bls. 26 atriði, sem félög og íþróttfólk verður að kippa í lag hið snar- asta, en það eru búningamálin. Öll félög hafa sérstaka keppnis- búninga, en þvi miður er ástandið afleitt hjá einstaka félögum, íþróttafólkið mætir i allskonar búningum til móta og því miður kemur fyrir að íþróttamaður kemur i óhrein- um búningi og krumpuðum. Svona nokkuð gengur ekki lengur og verður að taka hart á, ef ekki breytist til batnaðar. Það er áskorun mín til allra, sem láta sér annt um framgang frjálsiþrótta, að taka nú hönd- um saman og kippa þeim mál- um í lag, sem bent hefur verið á að betur mætti fara. Örn Eiðsson, form. FRÍ. — Enska knattspyrnan Framhald af bls. 28 Mikla athygli vekur hins vegar frammistaða Luton Town, en sem áður hefur verið frá skýrt, á það félag í miklum fjárhagsörðugleikum, og varð að selja flesta sína beztu menn í fyrra En ungu mennirnir sem komu inn í liðið í þeirra stáð hafa staðið sig frá- bærlega vel og er liðið nú komið með 35 stig og er því með í toppbaráttunni, en flestir höfðu búizt við Luton í einu af botnsætum deildarinnar í vetur. Skotland í Skotlandi urðu þau óvæntu úrslit að Celtic tapaði leik sínum fyrir Aberdeen 0:2, en Rangers vann hins vegar leik sinn við Motherwell og náði þar með öðru sæti i deildinni. Stenmark varð annar, en náði forystu í stigakeppninni INGEMAR Stenmark skfðakappi frá Svíþjóð tók forystuna í heims- bikarkeppninni á skfðum um helgina, er hann varð f öðru sæti á svigmóti sem fram fór f Sun Valley f Idaho f Bandarfkjunum. hefur Stenmark hlotið 214 stig. Skæðustu keppinautar Stenmarks um heimsbikarinn f ár, Austur- ríkismennirnir Franz Klammer og Klaus Heidegger, voru ekki meðal keppenda f Sun Valley, og drógust þvf aftur úr. Klammer hefur nú 195 stig f keppninni, en Klaus Heidegger 184 stig. Virðist fátt ógna því að Stenmark heldi heimsbikarnum f ár úr þessu. Sem fyrr greinir varð Stenmark að gera sér annað sætið í keppn- inni að góðu. Sigurvergarinn varð hinn 19 ára Bandaríkjamaður Philip Mahre sem skaut nú upp kollinum á nýjan leik, en eins og sjálfsagt flestir þeir sem fylgjast með heimsbikarkeppninni á skíð- um muna, vakti Mahre athygli á sér þegar keppnin hófst í haust með óvæntum sigri. Tviburabróð- ir Philip, Steven Mahre, varð svo i þriðja sæti I keppninni í Sun Valley, en þeir bræður þykja hafa yfir frábærri tækni að ráða í iþróttinni, og taka Stanmark þar töluvert fram. Samanlagður timi Philip Mahre i báðum ferðunum var 107,15 sek. Tími Stenmarks var 107,24 sek., Steve Mahre fór á 107,64., fjórði varð Paul Frommelt frá Lichten- Ingemar Stenmark hefur nú náð góðri forystu f stigakeppni heims- bikarkeppninnar. stein á 107,93 sek., fimmti varð Hans Hinterseer frá Austurríki á 108,20 sek. og í sjötta sæti varð Franco Bieler frá Italíu á 108,56 sek. Sem fyrr greinir hefur Sten- - mark nú hlotið 214 stig í heims- bikarkeppninni. Klammer er með 195 stig, Heidegger 184 stig, en síðan koma Bernard Russi frá Sviss með 122 stig, Gustavo Thoeni frá ttalfu, einnig með 122 stig, Piero Gros frá Italíu með 105 stig, Heini Hemmi frá Sviss með 98 stig, Sepp Ferstl, V-Þýzkalandi með 97 stig, Paul Frommelt frá Lichtenstein með 88 stig, Sepp Walcher, Austurríki með 84 stig, Walter Tresch frá Sviss með 81 stig, Philip Mahre, Bandarfkjun- um með 76 stig, Hans Hinterseer, Austurriki með 73 stig, Franeo Bieler frá Ítalíu með 63 stig og í 15. sæti er Fausto Radici frá ítalíu með 60 stig. LYFTINGA- MEISTARAMQTIÐ MEISTARAMÓT Islands í lyft- ingum fer fram i anddyri Laugar- dalshallarinnar dagaana 12. og 13. marz n.k. Hefst keppnin kl. 15.00 báða dagana. Þátttökutilkynning- um ber að skila til Ólafs Sigur- geirssonar í síma 19484 fyrir n.k. miðvikudagskvöld. ERLENT Sveit frá Vestur-Þýzkalandi setti nýtt heimsmet í 4x100 metra skriðsundi karla á 25 metra braut á móti sem fram fór í Bremen um helgina. Synti sveitin á 3:23,47 mfn., en metið í 50 metra braut á bandariska landssveitin og er það 3:24,85 mín., sett á Olympíuleikunum í Montreal. Á umræddu sund- móti náði svo austur-þýzka stúlkan Barbara Krause, bezta tfma sem náðst hefur í 400 metra skriðsundi á 25 metra braut, er hún synti á 4:09,77 mín. Austurríkismaðurinn Claus Tuchscherer sigraði í stökki af 90 metra palli á alþjóðlegu stökkmóti sem fram fór f Kuopi í Finnlandi um helgina. Stökk hann 99 metra og 93 metra og hlaut 243,5 stig. Ann- ar í keppninni varð Esko Rautionaho frá Finnlandi sem stökk 96 metra og 87,5 metra og hlaut 228,1 stig. Metaregn á Ármannsmótinu OG SKEMMTILEG BARATTA I MORGUM GREINUM SUNDMÓT Ármanns, sem fór fram f Sundhöll Reykjavfkur s.l. miðvikudagskvöld, varð vett- vangur margra nýrra íslandsmeta f sundi. Er greinilega mikill hug- ur f sundfólkinu um þessar mundir, og unga fólkið er stöðugt að sækja á brattann. Áberandi er einnig hversu góð þátttaka er yfirleitt á sundmótum um þessar mundir, og ber það vitni grósku f fþróttinni. Fyrsta metið leit dagsins ljós þegar í undankeppninni, sem fram fór á mánudagskvöldið. Þá setti Guðný Guðjónsdóttir, Á, nýtt telpnamet f 200 metra fjórsundi er hún synti á 2:40,8 min. Þessi keppnisgrein var svo fyrst á dag- skrá aðalhluta mótsins, og þá leit nýtt íslandsmet dagsins ljós. Það setti Þórunn Alfreðsdóttir, Æ, sem synti á 2:34,3 min. Sjálf átti hún eldra metið sem var 2:35,6 mfn. Hlaut Þórunn bikar sem Gunnar Eggertsson hafði gefið til keppni i þessu sundi. I næstu keppnisgrein, 400 metra fjórsundi karla, setti Axel Alfreðsson, Æ, nýtt íslandsmet er hann synti á 4:59,4 mín. Sjálfur átti hann eldra nletið sem var 4:59,6 min., sett í fyrra. I þessu sundi setti ungur Selfyssingur, Hugi S. Harðarson, nýtt sveina- met, synti á 5:30,0 min. Sonja Hreiðarsdóttir er greini- lega í mikilli framför og setur nú met á hverju móti sem hún tekur þátt í. Brá hún ekki vana sínum á Armannssundmótinu. Bætti met sitt í 200 metra bringusundi úr 2:51,4 min. f 2:51,2 mfn. Þórunn Alfreðsdóttir bætti svo enn í metasafn sitt er hún sigraði í 100 metra flugsundi kvenna á 1:09,4 mín. Sjálf átti hún eldra metið sem var 1:09,63 min. íslandsmet voru svo sett i báð- um boðsundunum. Sveit Ægis bætti metið f 4x100 metra skrið- sundi úr 4:35,0 mín. i 4:32,9 mín. og sveit Ægis bætti metið f 4x100 metra fjórsundi karla úr 4:23,5 mín. í 4:23,0 mín. Að auki var svo sett nýtt drengjamet í 50 metra skriðsundi. Efnilegur Selfyssingur, Steinþór Guðjónsson, synti á 26,3 sek., en gamla metið var 26,6 sek. Sonja Hreiðarsdóttir — bætir stöðugt Islandsmetin í bringusundunum. Skemmtilegust var keppnin hins vegar f 200 metra bringu- sundi karla, þar sem keppt var um bikar sem samstarfsmenn Kristjáns Þorgeirssonar gáfu til minningar um hann. Þrfr sund- menn börðust jafnri baráttu sundið út, og í markinu skildi aðeins sjónarmunur. Allir fengu sama tímann, 2:40.3 min.. en Axel Alfreðsson, Æ, dæmdist sigurveg- ari. Veittur var bikar fyrir bezta afrek mótsins samkvæmt stiga- töflu, og hlaut Þórunn Alfreðs- dóttir bikarinn fvrir 200 metra fjórsund sitt, en það gaf 804 stig. Helztu úrslit mótsins urðu sem hér segir: 200 METRA FMÓRSUM) KVKNNA: Þórunn Alfreósdóttir. Æ Ciuóny (iuAjónsdóttir. Á Sigrún Ólafsdóttir. Self. 40« MKTRA FJÓRSUND KARI.A: Axel Alfreósson. Æ Árni Eyþórsson. Á Brvnjólfur Björnsson, Á "»0 METRA SKRIÐSUND DRENCiJA Steinþór (iuöjónsson. Self. Ari Haraldsson. KR Ingi Þ. Jónsson. lA 200 METRA BRINt.l’Sl ND KVENNA Sonja Hreióarsdóttir. Æ Þórunn Magnúsdóttir. IBK Björg Halldórsdóttir. SH 200 METRA BRINtiUSUND KARI.A: Axel Alfreösson. Æ Sigmar Björnsson, IBK Hermann Alfreósson, Æ 100 METRA SKRIÐSUND KVENNA: Ciuöný Guójónsdóttir. Á Hrefna Rúnarsdóttir. Æ Olga Ágústsdóttir. Á 100 METRA SKRIÐSUND KARI A Siguróur ólafsson, Æ Bjarni Björnsson. Æ Steinþór Ciuójónsson, .Self. »0 METRA SKRIÐSI ND STl'I.KNA Ciuónv Ciuójónsdóttir. Á Sonja Hreióarsdóttir. Æ Olga Ágústsdóttir. Á 100 METRA FEUCiSUND KVENN.A: Þórunn Alfreösdóttir. Æ Margrét Cirfmsdóttir. l’BK Regfna Olafsdóttii. KR 200 METRA FLUCiSUND KARI.A: Brynjólfur Björnsson. Á Siguröur Ólafsson. Æ Árni Evþórsson. á 4x100 METRA SKRIÐSl’NI) KVENNA: A-sveit Ægis 4.-.T2.9 Sveit SH 5:05.0 Sveit IIBK 5:10.5 4x100 METRA FJÓRSUND KARI.A: A-sveit Ægis 4:2T.O Sveif Ármanns 4:J8..T A-sveit Breiöahliks 4:59.1 2:54.5 2:41.5 2:50.4 4:59.4 5:09.9 5:15.1 20.5 27.0 28.0 2:51.2 2:59.5 5:01.9 2:40.5 2:40.5 2:40.5 1:07,5 1.09.5 1:10.7 50.2 58.5 59.2 50.0 51.2 51.5 1:09.4 1:22.7 1:25.5 2:20.7 2:55.8 2:55.4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.