Morgunblaðið - 08.03.1977, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.03.1977, Blaðsíða 28
28 MORCiUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1977 Markvörður Leeds, I)avid llarvev sýnir þarna glæsiíeg lilþrif I leik með lirti sfnu gegn Arsenal dögunum. Á laugardaginn vann Leeds sigur f leik sfnum, en Arsenal fékk slæman skell á heimavelli. BARÁTTA LIVERPOOL OG IPSWICH TOWN MAGNAST Staða efstu liðanna í ensku 1. deildar keppninni í knattspyrnu breyttist lítið á laugardaginn, þar sem bæði toppliðin, Liverpool og Ipswich Town unnu leiki sína. Hins vegar tapaði liðið sem hefur verið í þriðja sæti að undanförnu, Manchester City, fyrir grannliði sínu Manchester United, í miklum og skemmtilegum baráttuleik. Liverpool, sem hefur ekki tapað leik á heimavelli í vetur fékk Newcastle í heimsókn á laugardaginn Töldu marg- ir að nú kæmi að því að Liverpool tapaði. enda átti liðið erfiðan leik í Evrópubikarkeppninni i síðustu viku Leikur þessi var líka mjög lélegur Knötturinn gekk lengst af mótherja á milli á vallarmiðjunni og hvorugur aðil- inn gerði miklar tilraunir til að sækja af krafti Snemma í leiknum, eða á 11 mínútu. náði Liverpool að skora og var það Steve Heighway sem markið skor- aði með skalla eftir sendingu frá David Fairclough Undir lokin átti Liverpool svo góðan sprett og fékk þá dæmda vítaspyrnu, en Phil Neal hafði ekki heppnina með sér og skaut framhjá Áhorfendur að leik þessum voru 45 553 Ipswich tók hms vegar Arsenal í bakaríið, þótt á útivelli væri Allan leikinn hafði Ipswich góð tök á leikn um, en tókst hins vegar ekki að skora í fyrri hálfleiknum. En á fyrstu 1 5 mínút- um seinni hálfleiksins komu þrjú falleg mörk frá liðinu, sem nánast gerðu út um leikinn Brian Talbot skoraði á 48 mínúu og Keith Bertschin, sem kom inná sem varamaður Trevors Whymarks bætti siðan um betur. John Wark skoraði þnðja markið úr víta- spyrnu fyrir Arsenal, en Paul Mariner átti lokaorðið þegar skammt var til leiksloka og skoraði fjórða mark Ipswich Áhorfendur að leik þessum voru 34.688, og var leikmönnum Ipswich klappað lof í lófa þegar þeir yfírgáfu leikvanginn, enda höfðu þeirá tíðum sýnt mjög fallega knattspyrnu í leiknum — leikið eins og meistarar En víkjum þá að öðrum leikjum sem fram fóru í 1 deildinni á laugardaginn. Manchester United — Manchester City Svo sem vænta mátti var mikil harka og spenna ríkjandi í þessu uppgjöri nágrannaliðanna. en Manchester City hafði þarna harma að hefna, eftir tap í heimaleik sínum við Manchester United fyrr í vetur En United-menn voru ekki á því að láta sinn hlut, frekar en vant er og sýndu þarna mjög góðan leik Á 24 mínútu skoraði Stuart Pear- son fyrir Manchester United, eftir að skot frá Sammy Mcllroy hafði lent i varnarmanni City og hrökk knötturinn af honum fyrir fætur Pearsons Sjö mínútum síðar bætti Gordon Hill öðru marki við með hörku vinstrr fótar skoti. og stóð þannig 2:0 fyrir Manchester United i hálfleik í seinni hálfleiknum jók Steve Coppell forystu Manchester United á 55 mínútu eftir góða send- ingu frá Jimmy Greenhoff, en undir lokin tókst Joe Royle aðeins að rétta hlut Manchester City Áhorfendur voru 58 595 Norwich — Tottenham Eftir að staðan var 1:0 fyrir Norwich i hálfleik áttu flestir von á auðveldum sigri heimaliðsins. En í seinni hálfleikn- um náði Tottenham loks upp barátt- unni — nokkuð sem liðið hefur ekki sýnt mikið af í vetur og bókstaflega réð lögum og lofum á vellinum. í þau fáu skipti sem Norwich átti sóknarlotur i seinni hálfleiknum skapaðist þó mikil hætta við Tottenhammarkið, þar sem vörn liðsins var illa á verði Fyrsta mark leiksins skoraði Jimmy Neighbour fyrir Norwich, en hann var áður leikmaður með Tottenham Peter Taylor jafnaði síðan fyrir Tottenham á 58 mínútu og þegar langt var liðið á leikinn bættu þeir John Pratt og Jerry Armstrong tveimur mörkuð við Á horfendur voru 23 554 Sunderland — West Ham í annað skiptið á tveimur vikum vann Sunderland stórsigur í leik sín- um, og hefur liðið nú skorað 1 7 mörk í fjórum leikjum Sýndi Sunderland oft stófkostleg tilþrif í leiknum gegn West Ham á laugardaginn og hvað eftir anað tætti liðið vörn West Ham í sundur Mel Holden og Gary Howell skoruðu tvö mörk hver, en Bobby Kerr og John Lee sitt markið hvor. Fyrsta markið kom þegar á. 3 mínútu og var það jafnframt fallegasta markið, skorað af Holden eftir fallega sendingu frá Howell Áhorfendur voru 35.357. Leeds— Middlesbrough: Leikur þessi var nokkuð þófkenndur í fyrri hálfleik, og fengu þá liðin ekki umtalsverð marktækifæri í seinni hálf- leik tók hins vegar að greiðast úr flækjunni og bar þá margt til tíðinda. Á 60 mínútu skoraði Alf Wood með skalla fyrir Middlesbrough. Marki þessu svaraði Leeds með stórsókn, sem ekki bar þó árangur til að byrja með Tvívegis var þó dæmd vítaspyrna á Middlesbrough. Peter Lorimer, sem kom inná í hálfleik sem varamaður, tók spyrnurnar, en brást bogalistin í bæði skiptin Undir lok leiksins lét hins veg- ar skozki miðvörðurinn í Leeds-liðinu, Gordon McQueen, heldur betur til sín taka Hann skoraði jöfnunarmark á 80 mínútu og þremur mínútum fyrir leikslok skoraði hann sigurmark Leeds. Áhorfendur voru 32 1 52 Leicester — Aston Villa: í leik þessum var Aston Villa án þriggja sinna beztu manna Var marka- kóngurinn Andy Gray meðal þeirra. Eigi að síður átti Aston Villa leikinn, og þriggja til fjögurra marka sigur liðsins hefði ekki verið ósanngjarn Eínkum var John Deehan óheppinn, en hann fékk hvað eftir annað góð marktæki- færi Honum tókst reyndar að skora úr einu þeirra, en Jon Sammels jafnaði úr vítaspyrnu fyrir Leicester skömmu seinna Áhorfendur voru 22.038. Stoke — Queens Park Rangers Eina mark þessa leiks skoraði lan Bowers, bakvörður Stoke, með skoti af um 30 metra færi í byrjun seinni hálfleiks. Eftir markið reyndi Queens Park Rangers mikið að sækja, og fékk þá marktækifæri, en Peter Shilton í marki Stoke, varði frábærlega vel rétt einu sinni, og bjargaði báðum stigun- um fyrir lið sitt. Áhorfendur voru 15.454 West Bromwich — Derby Allt gengur á afturfótunum hjá Derby, Englandsmeisturunum frá 1975, um þessar mundir. í leiknum við W.B.A. ætlaði Derby sér greinilega að ná öðru stiginu og lék sterkan varnarleik, en átta mínútum fyrir leiks- lok tókst Bryan Robson að skora með skalla fyrir W.B A. eftir að David Cross hafði átt skot i þverslá Áhorfendur voru 19.314 Birmingham — Coventry Trevor Francis skoraði fyrir Birming- ham á 1 5 minútu og stóð þannig 1:0 í hálfleik. í seinni hálfleik skoraði Barry Powell jöfnunarmark fyrir Coventry með skoti af 20 metra færi á 51 mínútu. Eftir þetta hljóp mikil harka í leikinn og voru þrír leikmenn bókaðir fyrir gróf brot Þegar leikurinn róaðist að nýju náði Birmingham góðum tök- um á honum og John Connolly skoraði á 64 minútu og Gary Emmanuel á 69. mínútu og tryggðu þeir sigur heima- liðsins Áhorfendur voru 22.607 Bristol City — Everton Bristol City náði forystu í leik þess- um er Peter Cormack skoraði úr víta- spyrnu, þegar aðeins 90 sekúndur voru liðnar af leiktimanum. En síðan tók Everton leikinn í sínar hendur og skömmu fyrir lok fyrri hálfleiksins tókst Bob Latchford að skora jöfnunarmark með skalla í seinni hálfleik var mikill þungi í sókn Everton og varð þá einn leikmanna Bristol City, Don Gillies, fyrir því óhappi að skora sjálfsmark Var hann að reyna að bjarga skoti frá Mick Lyons, en hitti knöttinn illa, þann- ig að hann skrúfaðist framhjá mark- verði Bristol City í markið Áhorfendur voru 21 588 2. deild. j annari deild urðu litlar breytingar á stöðunni Chelsea gerði jafntefli, 2:2 í miklum baráttuleik við Blackpool og heldur enn fyrsta sætinu í deildinni með 39 stig eftir 30 leiki Bolton er svo í öðru sæti og Wolves i þriðja Framhald á bls. 27 1. DEILD L HEIMA ÚTI STIG Liverpool 29 13 2 0 37—8 4 4 6 12—18 40 Ipswich Town 27 10 4 1 31—8 6 2 4 20—15 38 Manchester City 28 ! 9 4 1 24—9 4 1 7 3 17—13 37 Manchester United 27 8 4 3 30—17 5 3 4 20—19 33 Aston Villa 26 10 1 1 38—12 4 3 7 13—18 32 Middiesbrough 27 ’ io : i 2 17—6 2 5 6 9—11 31 Newcastle United 26 9 4 0 26—9 2 4 7 17—24 30 Leeds United 27 5 5 4 19—20 6 3 4 15—14 30 Leicester City 29 6 6 2 22—17 3 6 6 14—25 30 Arsenal 29 7 4 2 26—17 3 4 8 19—31 28 West Bromwich Albion 27 7 5 2 26—12 2 4 7 9—24 27 Brimingham City 28 7 4 3 27—18 3 2 9 18—26 26 Norwich City 29 8 3 4 21 — 17 2 3 9 11—26 26 Stoke City 27 8 1 3 13—8 1 6 8 4—19 25 Everton 27 5 4 4 21 — 19 4 2 8 17—21 24 Queens Park Rangers 23 7 1 2 18—12 1 4 8 12—22 21 Sunderland 29 5 3 7 21 — 12 1 4 9 9—25 19 Tottenham Hotspur 27 5 5 4 16—16 2 0 11 18—37 19 West Ham United 27 5 3 6 14—15 2 2 9 12—30 19 Bristoi City 25 4 4 5 16—13 2 2 8 7—17 18 Derby County 25 5 4 0 20—10 0 4 10 9—27 18 2. DEILD L. HEIMA UTI STIG Chelsea 30 9 6 0 34—20 5 3 5 17—20 39 Boiton Wanderes 28 11 2 1 31—12 5 4 5 22—23 38 Wolverhampton Wand. 28 10 1 3 34—14 4 8 2 28—19 37 Luton Town 29 9 2 2 24—11 7 1 8 25—21 35 Blackpool 30 7 5 3 22—14 4 8 3 22—18 35 Notts County 28 8 2 4 20—14 6 3 5 27—28 33 Nottingham Forest 27 7 3 2 25—17 5 5 5 18—14 32 Millwall 28 6 4 5 24—18 5 4 4 19—19 30 Charlton Athletic 29 9 3 3 36—21 1 6 7 15—25 30 Oldham Athletic 26 9 3 1 24—12 3 3 7 11—23 30 Blackburn Rovers 28 9 2 3 22—11 3 3 8 9—26 29 Hull City 28 7 6 1 27—12 0 8 6 9—21 28 Southampton 27 6 6 3 25—21 3 3 6 23—24 27 Cardiff City 28 6 4 5 22—20 3 3 7 17—21 25 Sheffield United 27 4 7 3 19—18 3 3 7 12—22 34 Bristol Rovers 29 7 4 3 23—19 2 2 11 15—33 24 Plymouth Argyle 30 3 7 5 20—19 2 6 7 15—29 23 Orient 24 3 2 5 10—11 4 5 5 14—19 21 Fulham 30 5 5 5 24—20 1 4 10 13—32 21 Burnely 30 4 8 3 19—17 1 3 11 13—35 21 Carlisle United 29 5 6 5 22—25 2 1 10 9—30 21 Hereford United 27 3 4 5 16—22 1 5 9 18—35 17 KnaHspyrnuúrsiil ENGLAND 1. DEILD: Honved — Zalaegerszeg 1—0 Arsenal — Ipswich 1—4 Csepel — Salogotarjan 0—0 Birmingham —Coventry 3—1 Kaposvar — Videoton 1—0 Bristol City — Everton 1—2 Dunaujvaros — Raba Eto 0—1 I^*eds — Middlesbrough 2—1 Drog — Haladas 0—1 Leicester — Aston Villa 1 i Ujpest Dozsa hefur forystu f keppninni Liverpool — Newcastle 1—0 með 29 stig. Ferencvaros er með 28 stig f Manchester Utd. — Manchester City 3—1 öðru sæti og Vasas f þriðja sæti með 25 stig. Norwich — Tottenham 1—3 Stoke — Queens Park Rangers 1—0 A ÞVZKAI.AND 1. DEII.D: Sunderland — West Ham 6—0 Dynamo Dresden — W.B.A. — Derby 1—0 Sachsenring Zwickau 5—2 Wismuth Aue — FC Carl Zeiss Jena 0—0 Lok. Leipzig — Dynamo Berlfn 2—0 ENGLAND 2. DEILD: Stahl Riesa — Fc Magdeburg 1—1 Blacburn Rovers — Sheffield Utd. 1—0 Rot-Weiss Erfurt — Karl Marx Stadt 3—1 Bolton — Plymouth 3—0 Hansa Rotstock — Chemie Halle 0—0 Carlísle— Nottingham 1—1 Union Berlfn — Vorwaerts Frankfurt l—0 Chelsea — Blackpool 2—2 Hereford — Fuiham 1—0 Hull — Burnley 4—1 FRAKKLAND 1. DEILD: Luton — Wolves 2—0 Valenciennes — Lvon 3—2 Millwall — Cardiff 0—2 Metz — Nanc.v 3—0 Notts County — Bristol Rovers 2—1 Marseiiles — Sochaux 1—1 Orient — Oldham 0—2 Troves — Bastia 1—0 Southampton —Charlton 2—1 Bordeaux — Reims 3—1 Lens Angers 2—0 SKOTI.AND — tlRVALSDEII.D: Laval Rennes 0—0 Aberdeen —Celtic 2—0 Nantes — Lille 3—1 Ayr Utd. — Hibernian 1—2 St. Etienne — St. Germain 1—0 Hearts — Dundee Utd. 1—1 Motherwell —Rangers 0—2 SPANN I. DEII.D: Partick — Kilmarnock 3—1 Atietico Madrid — Elche 5—1 Espanol — Real Betis 1—1 SKOTLAND 1. DEILD: Celta — Racing 2—0 Airdrieonians — Raith Rovers 3—3 Valencia — Real Madrid 1 — 1 Arbroath — St. Johnstone 2—1 Real Zaragoza — Malaga 3—1 Dumbarton — Queen of the South 2—0 Borgos — Salamanca 0—2 Dundee — Montrose 3—2 Sevilla — Athletir Bilbao 1—0 East Fife — Falkirk 1—0 Hercules — Barcelona 2—2 Morton — Hamilton 1—1 Real Sociedad — Las Palmas 4—0 St. Mirren —Clydebank 3—1 PORTÍIGAI. 1. DEILD: Benfica — Setubal 3—1 SKOTLAND 2. DEILD: Beira Mar — Sporting 1—1 Brechin — East Stirling 0—1 Belenenses — Boavista l—l Dunfermline — Clyde 0—0 Guimaraes — Academico 0—0 Forfar — Alloa 1—2 Portimonense — Estoril 2—1 Meadowbank — Albion Rovers 0—0 I^eixoes — Braga 1—0 Queens Park — Cowdenbeath 1—0 Montijo — Atletico 6—0 Stirling Alhion — Berwick Rangers 0—0 Porti Varzim 2—1 Stranraer — Stenhousemuir 4—0 BELOlA I. DEILD: Charleroi — Anderlecht 2—0 V-ÞVZKAI.AND 1. DEII.D: Winterslag — Beerschot 1—1 Borussia Dortmund — VFL Bochum 0—2 Beveren — Waregem 1—0 Tennis Borussia Berlin — Schalke 04 1—3 Antwerpen — FC Bruges 0—0 Eintracht Frankfurt — Karlsruher SC 3—2 Molenbeek — Berrngen 2—1 FC Kaiserslautern — MSV Duisburg 2—0 Malinois — Lokeren 1—3 Rot-Weiss Essen — Liegeois — Ostend 5—0 Borussia Mönchengladbach 1—0 Coutrrai — Standard Liege 1—1 Eintrafht Braunswlch — CS Brtígge — Lierse 4—1 Hamburger SV 0—1 FC' Köln — Bayern Miinchen 3—0 ÍTAI.lA 1. DEII.D: Fortuna Dtísseldorf — Saarhruecken 5—1 Catanzaro — Juventus 0—2 Werden Bremen — Hertha SC 1—0 Cesena — Inter 0—0 Foggía — Bologna I—0 Benoa — Perugia 0—0 UNGVERJALAND 1. DEILD: Lazio — Sampdoria 1—0 Ferencvaros — Diosgyoer 3—1 Milan — Napoli 1 i Tatabanva — Ujpest Do/sa 3-4 Torino — Fíroentina 2—0 fiakescsaha — MTK VM 1—2 Verona — Roma 1 — 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.