Morgunblaðið - 08.03.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.03.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8, MARZ 1977 19 - HORT - SPASSKY - HORT - SPASSKY - HORT— SPASSKY - HORT - SPASSKY - ■ skák Það verður að vera sveifla BERGUR Pálsson situr hjá þeim Guðmundunum Ágústssyni og J. vara- formanni Dagsbrúnar Bergur er góður skákmaður og tíður gestur á mótum og þegar hann hlær þá hristist þakið á Loftleiðahótelinu, Bergur segir: „Ein- hvern tíma sagði Laxness, að það sem gerir gæfumuninn í lífinu er að hafa sveifluna, Hort vantar sveiflu.” Áður en lengra verður haldið verð ég að biðja viðkomendur afsökunar á rangfærslum í síðustu grein minni. Ég lét þau orð falla, að Spassky ætti hjörtu kvennanna á Loftleiðahótelinu en það er ekki rétt. Ung og hnellin stúlka í afgreiðslustúkunni á hótelinu kallaði í mig og sagði Hort vera miklu meiri hjartaknúsara en Spassky og bætti við, að þær væru allar vitlausar í honum. Ég var dálítið feginn að mér skyldi verða á þessi mistök, þvi ég er alveg viss um að Hort veitir ekki af samúð og bliðu veika kynsins. Þeir fara rólega af stað kapparnir og leika aftur enska leikinn og upp kemur eitthvert afbrigði, sem kennt er við sjálfan Botvinik. Smyslov brosir og segist kannast vel við þennan gambít og ekki hafði hann trú á öðru en Spassky sé lika með á nótunum. Skáksambandsmenn hafa gert bragarbót og sett upp sjónvarpskerma og stóla á ganginn fyrir framan Krystal- salinn enda veitir ekki af þvi, í dag ætlar að verða metaðsókn. Einhver segir að svartur hafi betra spil eftir 1 1 leik en Ólafur Magnússon skákmeistari bætir við að þetta verði dautt jafntefli i 25. leik Þeir eru ekki bangnir við að spá þessir kappar Auð- vitað hugsar Ólafur þetta sálfræðilega: Hörturinn er dasaður eftir ósigurinn og Spassky ætlar að taka það rólega í dag og safna kröftum fyrir næstu skák þegar hann hefur aftur hvitt. Ég veit að Ólafur getur verið lunkinn og ég tek mark á því sem hann segir. Klukkan er rúmlega fjögur og þeir eru hættir að selja inn. Uppselt Bragi á Dagblaðinu safnar mannanöfnum til að fylla með dálkinn sinn á morgun, hann verður lika að vinna fyrir matnum sinum og veit sem er að fólk hefur gaman af að sjá nafn sitt á prenti. Annars býð ég ekki mikið í hann Braga ef hann gleymir mönnum eins og Albert, fótboltakappa, alþingismanni, borgarfulltrúa, stórkaupmanni með meiru. Eða hvernig væri ef hann léti mann eins og Einar utanríkismálaráð- herra sitja utan garðs. Ríkisstjórnin á þarna að minnsta kosti tvo fulltrúa þá Einar og Halldór S. Ég veit að Einar er glúrinn í skák en ég hef engar sagnar af þvi að Halldór kunni mannganginn En hvar eru Matthíasarnir og sjálfur Geir að ég ekki tali um þá Gunnar og Ólaf Jóh. Þeir mega vara sig að minnsta kosti sjálfstæðismennirnir, ef þeir í framsókn ætla að fara að fjöl- menna hér í Loftleiðasölum. Snaggaralegur strákur vestan úr Bandaríkjum er kominn hingað til að fylgjast með einvíginu. Hann er með myndavél og segist eiga að koma við á öllum stöðunum þar sem einvígin eru háð. Hann heitir Klemm og talar og ber sig eins og þeir sem eru lengra komnir í manntafli Konur fjölmenna Maður gæti haldið að kvenfélags- fundur væri I uppsiglingu. þegar mað- ur kíkkar inní Krystalsalinn Alls staðar sitja þær þessar elskur og M:rina Spassky er mikið á ferðinni og sker sig ekkert úr enda alkunna að islenskt kvenfólk er i fremstu röð í heiminum um fegurð og prún fas Ábyrgðarlitill unglingur segir að Hort hafi boðið öllu kvenkynsstarfsfólki á ónefndu verts- húsi og staðnum sé lokað i dag, ég á við veitingastaðnum vegna fólkseklu Það er leiðinlegt þetta bölvað slúður Eftir 1 6 leik segir Ingi alþjóðameist- ari, að upp sé komin staðan Hort = Brown Ekki veit ég hvers konar staða það er Annars eru menn afar tregir til að kommentera i blaðamannaherberg inu og er þar þó samankorninn hópur bestu skákmanna þjóðarinnar þar á meðal ungur piltur ekki ólikur honum Inga R Þessi ungi sveinn reynist vera skákkóngur Valhúsaskóla og heitir Árni. Einhver óvinur minn hefur sest ofan á gleraugun mín og brotið þau og ég er eins og vængbrotinn fugl sem ekki nær svifinu eða kannski öllu heldur sveiflunni Ég beit svei mérekki hvern- ig ég á að berja saman grein þegar heim kemur og i dag sunnudagur og eftir Björn Bjarman ekki hægt að komast í gleraugnasmið Það er alltaf eitthvað ef ekki er eitt- hvað, eins og kerlingin sagði Ég sakna Friðriks Ólafssonar hér I gáfumannaherberginu, því hann hefur lag á að segja hlutina þannig að meir að segja ég fæ skilið Fyrrverandi ókrýndur skákkóngur Vogaskólakennara, Þorsteinn Þor- steinsson. gengur um sali grannur og spengilegur og minnir á grískan guð, þvi auk yfirburðaskákhæfileika er hann allra manna fallegastur. Spassky hefur verri tima og sumir segja lakari stöðu Skákin sniglast áfram og er afskaplega, ferlega snúin og flókin Helgi Ólafsson segir að Hort geti verið versta hrekkisvin Engir sleggjuleikir Ég fæ i nefið hjá Guðmundi J og spyr hann um stöðuna i samningamál- um verkamanna Guðmundur J. ansar mér ekki finnst sjálfsagt hvorki stund né staður til að ræða slík mál Guðmundur bakari segir að Spassky þvælist og flæki fyrir Hort Enn er fólk að koma og þrjár ungar stúlkur spyrja hvort þær meg ekki aðeins kikka inn til að sjá ,,þá' Klukkan sex er kallaður saman blaðamannafundur Skáksambandsfor- setinn stýrir fundi og dreifir pappirum Tilefnið er svokallað bókabrennumál Sumir héldu að Þorsteinn Thorarensen væri mættur með upplagið af nýút- kominni skákbók eftir Jón Þór og ætl- aði nú að gera alvöru úr að halda bókabrennu á hlaðinu fyrir framan Loftleiðahótelið að viðstöddum hóp gesta og áhorfenda En þegar til kom fengu blaðamenn i hendur plagg sem bar yfirskriftina: Ritskoðun og bóka- brennur Undir skjalið skrifa þeir nöfn sin Högni Torfason og Einar Einarsson og þar er líka að finna ansi skemmti- lega tilvitnun eftrr Jónas heitinn frá Hriflu þar sem hann hafði látið þau orð falla. ,,að við tökum ekki á móti gestum okkar með grjótkast I flæðarmálinu," Aldrei hafði mér dottið i hug að hægt væri að blanda Jónasi frá Hriflu i skákmál en eins og fyrr hefur verið bent á, eru þeir stjórnarmenn Skák sambandsins að vestan og þegar þeir hafa fengið vind í seglin eru þeir til alls visir Nú er þegar farið að hilla undir að þetta fyrirtæki þeirra ætli að pluma sig og þá er lika ástæðulaust annað en taka upp i sig, þegar á þarf að halda Annars ætla ég mér ekkr að leggja orð i belg í þessu máli. enda hætta á að ég tæki part annars hvors málsaðila og það vil ég síst af öllu, þvi ég vil vera beggja vinur Skákin er æsispennandi og allstaðar sitja menn með opna munna og augu upp á gátt og rauna að leika fyrir kappana i Krystalsalnum en allt kemur fyrir ekki og engin leið að spá um úrslit Rósariddarar í fyrra vor um páskana var ég á ferdalagi með framsókn og heimsótti Vínarborg Þar sá ég þá frægu óperu Rósariddarann eftir Richard Strauss og tónarnir i því rismikla og bráðskemmti- lega verki koma mér í hug þegar ég sé P: I Jónsson, sparisjóðshaldara í Kefla- vik, svífa um gólfið hér á Loftleiða- hótelinu en Páll var einn af þeim fram- sóknarmönnum sem settu mikinn svip á ferðamannahópinn í Vínarborg að ógleymdum Kristjáni Friðrikssyni og Jóni skólameistara Hannibalssyni Þessi barátta þeirra Horts og Spasskys i dag er að verða hálfgert Rósastrið í hvert sinn sem Hort er i þann veginn að höndla rauðan rósa- búkketinn frá kvenaðdáendum sínum er Spassky kominn á vettvang með þyrna sem stinga bangsa svo að undan blæðir 23 leikir og naumur tími Árni skák- kóngur í Valhúsaskóla segir stöðuna vera fáránlega og Ingvar Ásmundsson tekur undir þá skoðun ..Þetta er að detta niður í dautt jafntefli' , segir Siggi á útvarpinu og brosir sinu tvíræða og ómótstæðilega brosi. Úrslitin hljóta að vera á næstu grösum Þeir ætla að semja. Einhver sem ég ekki þekki kemur hlaupandi inn i blaðamannaherbergið og segir að Spassky hafi boðið jafn- tefli. Þögn slær á hópinn Ég læðist fram og mæti fólksskriðu Ungar stúlkur þurrka tár úr augnakrókunum. Enn hefur Hort vantað sveifluna sem Fischer kunni svo vel lagið á hér um árið Spassky hefur tekist að flækja stöðuna og leiða andstæðinginn á blindgötur Ég má ekki gleyma að þakka þeim útgefendum timaritsins Skákar fyrir höfðingsskap og stórhug, en eftir hverja umferð kemur aukaútgáfa af blaði þeirra með skákskýringum eftir þá Smyslov og Alster og er það að sjálfsögðu mikill vinningur fyrir skák- unnendur hér og ég endurtek Hafi þeir þökk fyrir. Já, Rósastríðinu er lokið og saminn hefur verið friður ég anda léttara nema hvað ég bölva gler- augnaleysinu, því aldeilis er óvist hvort ég get komið þessu greinarkorni óbrjáluðu niður á Mogga í rétta tíð. Ég veit að þjóðin bíður ? ofvæni eftir að heyra fréttir, sem sagðar eru í þeim tóni sem hún skilur Gunnar Gunnarsson hefui um íángt sketð verið emn virtasti Köfund- ur á Norðurlöndum Ritsafn Gunnars Gunnarssonar S Áður útkomnar 'S ■*' Ný útkomnar Nv“ Saga Borgarættarinnar Vargur í véum Svartfugl Sælir eru einfaldir Fjallkirkjan I, Jón Arason Fjallkirkjan II Sálumessa Fjallkirkjan III Fimm fræknisögur Vikivaki Dimmufjöll S Heiðaharmur *->. Fjandvinir entia Bókafélagíð, Austurstrætí 18. Bolholti 6. sfmi 19707 simi 32620

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.