Morgunblaðið - 08.03.1977, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1977
#
Islandsmeistarinn í 50 m:
F
#
ENGINN BRÆÐRARIGUR A
MILLIMÍN OG MAGNÚSAR
Á NÝAFSTÖÐNU íslandsmeistaramóti í innanhúss
frjálsíþrúttum vakti góö frammistaöa nokkurra íþrótta-
manna frá HVÍ verulega athvgli. P^kki hefur mikiö
kveðiö aö íþróttamönnum frá þessu héraössamhandi á
íþróttamótum hér svöra, og því kom nokkuð á óvart aö
vestur færu þeir með meistaratitil, íslandsmet, og tvenn
önnur verðlaun. Óhætt er aö segja aö einn þessara
Vestfiröinga hafi komið, séö og sigraö á mótinu, en þaö
er sigurvegarinn í 50 metra hlaupinu hinn 19 ára gamli
Angantýr Jónasson.
,,Nei, éfí hef ekkerl æft •sprett-
hlaup í vetur. Martur hefur hins
veftar æft og spilart blak ok stund-
ahleikfimi ískölanum.
Sennilefta hafa lyftinttarnar í
leikfiminni hjálpart eitthvart til
mert kraftinn ok sprettinn, en um
annan undirbúnint; hefur ekki
verirt art rærta, enda engin ttört
artstarta til æfinsa spretthlaupa
innanhúss á ísfirrti," sgarti Angan-
týr í virttali virt Mbl. um helftina.
Angantýr, sem stundar nám í
Menntaskölanum á isafirrti o.k
lýkur þartan stúdentsprófi í vor.
sagrtist mundu reyna art verrta
mert á frjálsíþróttamótum í sum-
ar, og þá jafnvel koma surtur til
Reykjavíkur á stærri mótin. „Þart
er art vísu fremur litirt líf í frjáls-
um vestra, en vonandi er art eitt-
hvart lifni yfir í sumar, því þá
munum virt fá þjálfara, Hilmar
Fálsson, sem nú er á íþróttaskól-
anum art Laugarvatni. Rk reikna
mert art vera fyrir vestan í sumar,
ok Ket því ekki saKt mert vissu
hvort ók keppi hér fyrir sunnan
,art rárti t' sumar," saKrti AnKantýr
ennfremur, Vonandi er art Angan-
týr Keti komirt því virt art sækja
mót þar sem hann fær verrtuga
keppni, þvi mikirt býr i þessum
sprettharða pilti, og vafalaust get-
ur harrtfylgi hans komirt sér vei
fyrir frjálsíþróttalandslirtirt. Á
Angantýr bezt 11.0 sek í 100 m
hlaupi, en mirtart virt árangurinn
um helKÍna hlýtur han art geta
bætt þann árangur.
Sem kunnugt er er Anagantýr
yngri hrórtir Magnúsar .lönasson-
ar spretthlaupara í Ármanni,
fyrrum einnig HVÍ, en þart var
einmitt met Magnúsar sm Angan-
týr jafnarti um helgina, 5 mínút-
um eftir art Magnús hafrti sett met
sitt. Artspurrtur sagrti Angatýr
engan ríg vera á miilí þeirra
hrærtra, hvart afrek erta sigur
snertir. „Ætli virt hugsum ekki
bara um art hlaupa eins hratt og
virt getum, en sírtan verrtur þart
bara art koma i ljós hver verrtur á
undan yfir marklínuna. Virt tök-
um því sirtan jafnvel hvor okkar
verrtur á undan," sagrti þessi ró-
legi piltur art lokum. —ágás.
Þart er sannarlega mjótt á munum hér. Kr mvndin af sfrtasta augnahliki úrslitahlaupsins { 5(1 metrum
karla á IWÍ innanhúss, og þart eru þeir hrærtur Angantýr og Magnús Jónassynir sem herjast um sigurinn.
Fengu bártir sama tíma, en Angantýr revndist hárshreidd á undan Magnúsi. (I.jósm. ágásj.
ÍSLANDSMEISTARINIM
Angantýr Jónasson
SOVETMENN HÖFÐU
MIKLA YFIRBURÐI
SOVÉTMAÐURINN Alexander
Tikhonov varð heimsmeistari I
skotfimi á skirtum, en keppni
þessi fór fram í Lillehammer i
Noregi um sfrtustu helgi. Sýndi
Tikhonov stórkostlega hæfni í
keppni þessari, þar sem ekki eitt
einasta skot hans geigarti og tími
hans var um mfnútu betri en
næsta manns. Gengnir voru 10
kflómetrar og þurftu keppendur
art skjóta oftsinnis á mismunandi
skotmörk á leirtinni. Misstu þeir
marks urðu þeir art ganga auka-
hring, og tafði þart vitanlega fvrir
þeim.
Annar í keppninni varð Nikolay
Kruglov frá Sovétríkjunum en
hann þurfti að ganga einn víta-
hring og þriðju varð Alexander
Uchakov frá Sovétríkjunum.
Eftir frammistöðu sovézku
keppendanna í einstaklings-
keppninni kom ekki á óvart að
þeir sigruðu í 4X10 kílómetra boð-
göngunni, en það sem flesta furð-
aði var að enginn sovézku kepp-
endanna missti marks í skotfim-
inni. Tími sovézku sveitarinnar
var 1:48,10,8 klst., en Finnar sem
urðu í öðru sæti gengu á 1:49,55,9
klst. og urðu að ganga tvo vfta-
hringi. Austur-þjóðverjar urðu i
þriðja sæti á 1:50,52,0 klst. og
urðu þeir að ganga fimm víta-
hringi, en Norðmenn sem urðu i
fjórða sæti og gengu á 1:51,43,9
klst. misstu arteins einu sinni
marks í keppninni.
Framkvæmd frjálsíþróttamóta
Öm
Eiðsson
skrifar:
t ÁGÆTRI grein Mhl. um
Meistarainót tslands f frjálsum
fþróttum innanhúss er þvf
haldirt fram í lokaorrtum frá-
sagnarinnar, art framkvæmd
mólsins sé efni f heila grein, og
greinarhöfundur slær því föstu
art hún hafi verirt fvrir nertan
allar hellur. llndirritartur
þurfti art fara úr hænum heig-
ina, sem mótirt var haldirt,
þannig art hann gat ekki fvlgst
mert þvf, en að fenginni áratuga
revnslu á framkvæmd slfkra
móta hérlendis, þvkist ég geta
gert mér í hugarlund, hvernig
mótirt gekk fvrir sig.
Kinn þáttur i velgengni einn-
ar íþróttagreinar er vissulega
sá. að mót og leikir gangi vel og
snuðrulaust og veiti jafnt
áhorfandum sem þátttakendum
svo og stárfsmönnum ánægju,
til þess er leikurinn m.a. gerð-
ur. Þetta bregst þvi miður allt-
of oft, ekki síst hvað frjáls-
íþróttamót áhrærir. enda er
framkvæmd þeirra margfalt
erfiðari og flóknari en fram-
kvæd móta og leikja i öðrum
íþróttagreinum. Það hefur m.a.
oft borist i tal meðal forustu-
manna frjálsíþrótta, hvað
starfsmenn boltaiþróttanna
eigi gott, það sem til þarf eru
tveir eða þrfr dómarar, knöttur
og leikurinn getur hafist.
En hvað þarf þá að gera, til
þess að frjálsíþróttamót gangi
vel, sé eftirsóknarvert? Það er
margt en hér skal bent á nokk-
ur atriði: Góð undirbúnings-
vinna, þ.-e.a.s. rétt val keppnis-
greina, öll tæki til staðar, nægi-
lega margir og góðir dómarar
(þeir þurfa helst að ver 30—40
á hvert mót) og siðast en ekki
síst góð samvinna við starfs-
menn iþróttavallarins, sem
mötið er haldið á. Þátturinn,
sem snýr að forráðamönnum
félaga og íþróttamönnunum
sjálfum, er einnig ákaflega þýð-
ingarmikill. Þvi miður bregst
alltof oft, að þátttökutilkynn-
ingum sé skilað innan tilskilins
frests og þá skriflega eins og
um er beðið. Sjaldnast f.vlgja
þátttökugjöld með tilkynning-
unum, þó að slíkt sé skilyrði
f.vrir löglegri þátttökutíkynn-
ingu. Þetta skapar oft vandræði
og aukavinnu vegna undir-
búnings leikskrár, það gefur
auga leið.
Þegar allar þátttökutilkynn-
ingar hafa borist mótahaldara
er farið að vinna leikskrá og
leikstjóri undirbýr tímaseðil
með tilliti til þátttöku, raðað er
í riðla í hlaupunum, þar sem
þess gerist þörf o.s.frv.
Nú rennur mótsdagurinn
upp, fagurt veður á laugardegi
og áhugamenn hlakka til
skemmtilegs móts, sem á að
hefjast kl. 2.e.h.
Leikstjóri og yfirdómari eru
mættir hálftíma áður en mótið
á að hefjast, til að líta á leik-
vanginn og vera viðbúnir að
taka á móti dómurunum 30, þvi
að forfaliist einhver þarf að fá
aðra dómara. Fimmtán mínútur
fyrir tvö eru aðeins mættir 10
dómarar, og bæði „Jón “ og
„Kristján" hafa sent skilaboð
um að þeir geti ekki komið,
hann Jón ætlaði að nota góða
veðrið og fara í bíltúr með konu
og börnum og Kristján hefur
lengi ætlað sér a vinna í garðin-
um og tilkynnir forföil. Kl.
13.55 eru komnir fimm dómar-
ar i viðbót, þá er nafnakall fyrir
fystu hlaupagrein og útlitið er
vægast sagt ljótt, aðeins mættir
8 keppendur af 15 skráðum,
ákveðnir höfðu verið þrír riðlar
í undanrásum og síðan milli-
riðlar og úrslit, svo að nú verð-
ur að fella niður milliriðla og
vandlega unninn tímaseðill er
strax kom inn með slagsíðu, áð-
ur en mótið hefst. Klukkan
13.58 kemur þulur mótsins á
harða hlaupum og vill fá allar
upplýsingar og þjálfari eins fél-
agsins þarf endilega að koma
ákveðnum íþróttamanni inn í
grein, sem láðst hafði að til-
kynna þátttöku i. Taugar leik-
stjórans eru að komast á suðu-
punkt, þar sem enn vantar 10
dómara, sem ekki hafa tiikynnt
forföll og allt útlit er fyrir að
mæti ekki. Framkvæmd móts-
ins er að komast á það stig að
bjarga þvi sem bjargað verður,
vonir um gott og skemmtilegt
mót eru að fjara út. Margir eru
komnir í vont skap og slikt er
ekki gott og sumir segja jafnvel
að þeir hefðu betur farið út úr
bænum, frekar en að standa í
svona þrasi.
Sem betur fer á þessi lýsing
ekki við öll mót, en alltof mörg
samt. Dómarar frjálsiþrótta-
móta vinna mikið og óeigin-
gjarnt starf, þvi að án þeirra
færi ekkert mót fram. Þegar
mót eru haldin um helgi, eyða
starfsmenn móta oft 6 til 7
klukkustundum í dómarastörf
og einu laun þeirra eru e.t.v.
nöldur og vanþakklæti. Eg vil
nota þetta tækifæri, til að
þakka fjölmörgum sjáfboðalið-
um mót ómetanlegt og fórnfúst
starf við frjálsíþróttamót á und-
anförnu árum. En samt vil ég
áretta það, að hafi einhver dóm-
ari fallist á að að starfa við
tiltekið mót er mjög þýðingar-
mikið, að hann mæti. Annars
eyðileggst oft mikil undirbún-
ingsvinna móthaldara. Forföll
geta alltaf orðið, en þá verður
helst að tilkynna þau timan-
lega.
Þáttur forráðamanna félag-
anna er einnig þýðingarmikill,
eins og getið hefur verió í þessu
greinarkorni. Það má alls ekki
skrá íþróttafólk til keppni,
nema öruggt sé að það mæti til
leiks og þá i réttar greinar.
Þátttökutilkynningin verður og
að berast ásamt þátttökugjöld-
um innan tiltekins frests.
Stundvísi er mikil nauðsyn,
bæði hjá fþróttafólki, dómurum
og forráðamönnum mótanna,
atlt á að vera tilbúið, þegar
stóra stunin rennur upp. Ef að
aðsókn að frjálsíþróttamótum á
að aukast er brýn nauðsyn til
þess, að íþróttafólkið, dómarar
og forráðamenn félaga og sam-
bands, bæði héraðssambands
og KRÍ, taki höndum saman og
vinni af návæmni og samvisku-
semi að þessu þýðingarmikla
máli. Enginn einn aðili getur
leyst vandann, um þetta verður
að takast góð samvinna allra
sem hlut eiga að máli, fyrr
kemst ekki gott skipulag á
framkvæmd mótanna.
Að lokum vil ég benda á eitt
Framhald á bls. 27
/jtiMh/ii'nH li*»/>*-/
.rnunubniiyii^iihd 1 nit Mnf'bnBÍr l t£U6ö!«' íit'fcri — iiltöbini;6mll fctno2
innibíiob i iJf62 ui5ö ftom iscl