Morgunblaðið - 18.03.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.03.1977, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR (TVO BLOÐ) 62. tbl. 64. árg. FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Morðalda í Líbanon Beirút 17. niaiv Reuter. AP. MORÐIÐ á Kamal Jumblatt, einum helzta leiðtoga vinstrimanna f Lfbanon, hefur leitt af sér mikla öldu hefndarað- gerða, sem vitað er að hef- ur kostað að minnsta kosti 68 manns lffið sl. sólar- hring að þvf er áreiðanleg- ar heimildir í Beirút hermdu f kvöld. Tugir þúsunda manna komu til þorpsins Mukht- ara til að vera viðstaddir útför Jumblatts, sem skot- inn var til bana f gær ásamt tveimur aðstoðar- mönnum sfnum á fjallvegi um 2 km frá Mukhtara. Ekki er enn vitað hverjir stóðu að baki samsærinu, en þrfr menn á bifreið með íröskum númerum óku f veg fyrir bifreið Jumblatts og skutu á hana með vél- byssum. Allar verzlanir og skólar í Beirút voru lokaðir í dag og fólk hélt sig innan dyra, eins og þegar borgarastyrjöldin stóð sem hæst, og útvarpið í Beirút sendi út sigilda tónlist. 58 kristnir menn voru myrtir sl. sólarhring í hérað- inu umhverfis Mukhtara, sem er um 50 km fyrir suðaustan Beirút, og í sjálfri Beirút er vitað um 10, sem féllu fyrir leyniskyttum. Selim al-Hoss, forsætisráðherra Líbanons, sagði I dag, að Ijóst væri að þeir sem myrt hef ðu Jum- blatt hefðu haft það eitt í huga að koma á ný af stað átökum I landinu. Ráðherrann var fulltrúi Eliasar Sarkis forseta Líbanons við útförina i dag og varð að ganga síðustu tvo kilómetrana að útfararstaðnum vegna hins mikla mannfjölda. Stjórnmálafréttaritarar í Beir- út segja að ógerningur sé að segja um hverjar afleiðingar morðið á Jumblatt muni hafa I för með sér, en segja að gifurleg spenna sé komin upp i landinu, sem er rétt að byrja að jafna sig eftir hið blóðuga borgarastrið. Tugþúsund- ir lögreglumanna og hermanna úr gæzluliði Sýrlendinga leita morð- ingjanna, en leitin hafði engan árangur borið í gærkvöldi. Lfk Jumblatts og aðstoðarmanna hans tveggja á viðhafnarbörum f gær. AP-símamynd. Aftökur hafnar í Kína Peking 17. marz Reuter—AP—NTB. ÞRÍR menn voru teknir af Iffi í Kanton f Suður-Kína f dag eftir að hafa verið sekir fundnir um njðsnir að þvf er áreiðanlegar heimildir f Peking hermdu f dag. Samkvæmt veggspjöldum f Kant- on mun einn hinna lfflátnu hafa verið tvö ár f fangelsi, en ekki er sagt um hina. Á sömu veggspjöld- um er Liu Chu-yi, leiðtogi kommúnistaflokksins f Kanton sakaður um að hafa verið f slag- togi með Chiang Ching, ekkju Mao Tse-tungs og samstarfsmönn- um hennar þremur, sem nú eru f fangelsi sökuð um að hafa undir- búið byltingu. Chu-yi er sakaður um að hafa útvegað Lin Piao heitnum, fyrrum varnarmálaráð- herra Kfna, brynvarða bifreið og látið ósæmilegt kynferðislff við- gangast f verksmiðju, sem hann vann við. Ekki er vitað hvort þessar af- tökur standa i einhverju sam- bandi við fréttir frá Shanghai um að æðsti dómstóllinn þar hafi dæmt 26 menn til dauða fyrir gagnbyltingarstarfsemi, en heimildir í Peking herma að dauðadómunum verði fullnægt þegar í stað. Þá haf a einnig borizt óstaðfestar fregnir um aftökur í Changsha og Wuhan. Fregnir frá Peking herma að f Shanghai hafi verið hengt upp veggspjald með nöfnum og sakar- giftum mannanna 26 og sam- kvæmt því hefur einn hlotið dauðadóm fyrir að reyna að koma í veg fyrir gagnrýni á atferli „Gróf brot á mannrétt- indum koma öllum við" - sagði Carter í rædu hjá S. Þ. Sameinuðu þjóðunum 17. marz AP. Reuter. JIMMY Carter Banda- rfkjaforseti ávarpaði í kvöld fastafulltrúa aðildar- rfkja Sameinuðu þjóðanna í aðalstöðvum þeirra í New York og hvatti meðal ann- ars til þess að mannrétt- indanefnd S.Þ. flytti bæki- stöðvar sínar frá Genf til New York, þar sem fjöl- miðlar gætu betur fylgzt með störfum hennar og örvað hana til að takast heiðarlega á við hin við- kvæmu mannréttindamál. Carter sagði að leitin að friði og réttlæti þýddi einnig virðingu fyr- ir mannréttindum. Hann sagði að engin aðildaþjóð S.Þ. gæti haldið því fram, að misþyrming þegn- Spánn: Flestir fangar úr haldi fyrir páska Madrid 17. marz. Reuter. AP. FLEST bendir nú til ill meirihluti þeirra fanga, sem enn eru f elsum á Spáni, verði fyrir páska eftir rfkisstjórnarinnar f frekari tilslakanir þess að mik- 170pðlitfsku haldi f fang- látnir lausir tilkynningu dag um enn hvað náðun snertir. Þá tilkynnti stjórnin einnig að tvö Baskahéruð og Kata- lónfuhérað mundu fá takmarkaða sjálfsstjðrn. t Baskahéruðunum, Guipuzcoz og Vizcaya, veður sett á stofn héraðsráð, sem m.a. mun fara með fjárhagsáætlanir þeirra Framhald á bls. 18 anna væri algert innanríkismál. Carter nefndi enga þjóð með nafni, en sagði að þegar gróf og útbreidd brot á mannréttindum ættu sér stað í blóra við alþjóðleg- ar samþykktir kæmi það öllum við. Hann sagði: „Hátíðleg heit stofnskrár S.Þ., mannréttindayf- irlýsingu S.Þ. og mannréttindayf- irlýsingu Helsinkisáttmálans verður að taka jafnalvarlega og viðskiptasamninga og samninga um öryggismál". Carter sagði að hann vissi eins og allir aðrir að mannréttindamál í Bandaríkjunum hefCv ekki allt- af verið í heiðri höfð, en banda- riska þjóðin væri ákveðin i að takast á við vandann og bæta úr misrétti á skjótan hátt fyrir opn- um tjöldum. I ræðu sinni lagði Carter einnig áherzlu á að Bandaríkin væru reiðubúin að vinna að mótun trausts efnahagslífs í heiminum, sem tryggði þjóðum heims betri kjör. Hann sagði, að hann myndi leggja höfuðáherzlu á gerð nýs SALT-'samnings, en Bandaríkin gætu ekki leyst vandamál tak- mörkunar vígbúnaðarkapp- hlaupsins með einhliða aðgerðum og ljóst væri að erfiðir samningar væru framundan. Chiang Chings og samstarfs- manna hennar þriggja. Sagt er að dauðadómarnir séu í samræmi við tilskipun miðstjórnarinnar um hvernig tekið skuli á gagn- byltingarstarf semi. Fregnir frá Hong Kong í dag hermdu að tveir valdamiklir héraðsleiðtogar í Kína, sem sæti eiga i miðstjórn kommúnista- flokksins hafi byrjað mikla her- Framhald á bls. 18 Indland: Nýjar kosningar í átta kjördæmum NVju Delhf 17. marz Reuler. AP YFIRKJÖRSTJÓRNIN á Ind- landi hefur fyrirskipað að nýjar kesningar skuli fara fram f átta af 300 kjördæmum landsins á morg- un og laugardag vegna ásakanna um að brögð hafi verið f tafli f þeim kjördæmum. Vitað er að f imm manns haf a f allið f óeirðum vegna kosninganna, sem hófust f landinu f gær og standa fram á sunnudag. Mestu ólætin urðu f Biharhéraði og Vestur-Bengal. Talsmaður Janata-flokksins, sem er flokkasamsteypa and- stöðuflokka Kongressflokks Indiru Ganhdis, sagði á fundi með fréttamönnum í Nýju Delhí í dag, að útsendarar Kongressflokksins hefðu náð yfirráðum yfir mörgum kjörstöðum, en samkvæmt tilskip- un frá yfirstjórninni hafa báðir flokkar heimild til að hafa menn á verði á kjörstöðum til að tryggja að ekki verði hróflað við atkvæða- kössum áður en atkvæði verða talin, talning mun ekki hefjast fyrr en á sunnudag er öllum kjör- stöðum í landinu hefur verið lok- að. Eru allar hurðir og gluggar á kjörstöðunum innsiglaðir. Alls verða kosnir 542 þingmenn til neðri deildar indverska þings- Framhald á bls. 18 Færeyjar: Vilja skera afla Breta niður um allt að 50% London 17. marz. Einkaskeyti til Mbl. frá AP. SAMTÖK brezkra fiskimanna hafa sent rfkisstjórninni orðsendingu þar sem látnar eru í ljósi miklar áhyggjur vegna tilboðs Færeyinga til Breta um veiðar innan 200 mflnanna við Færeyjar. Ekkert hefur verið birt opinberlega um þetta til boð enn, en samkvæmt þvf sem fram kemur f orðsendingu sam- taka fiskimanna f Skotlandi til- kynna Færeyingar 50% niður- skurð á þorskveiðum Breta við Færeyjar í marz og aprfl og nær40% á ársgrundvelli. t orðsendingu skozku fiski- mannanna segir að brezka stjðrnin verði að benda Færey- ingum á að þeir hafi veitt fjðr- falt meira magn af fiski á brezkum miðum en Bretar hafa veitt við Færeyjar og þvf verði þeir að koma með hagstæðara tilboð. Edward Taylor, Skotlands- málaráðherra f skuggaráðu- neyti Ihaldsflokksins sagði við fréttamenn, er hann hafði feng- ið afrit af orðsendingunni, að það væri ömurlegt til þess að vita að Bretar töpuðu fiskiorr- ustum og væru f jarri samkomu- lagi um brezka einkalögsögu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.